Morgunblaðið - 15.06.1947, Side 12
VEÐURÚTLITIÐ: Faxaflói
NORÐAUSTAN KALDI.
'ýpkomulaust.
REYKJAVÍKURBRJEF er 5
bls. 7. —
132. tbl. — Sunnudagur 15. júní 1947.
Gamli Gullfoss getur flutt
175 farþega
GULLFOSS, fyrsta skipið,
«em Eimskýpafjelag Islands
eignaðist, er nú í eigu „Skipa-
fjelagsins Foroyar“ í Þórshöfn.
Hefir gagngerð viðgerð, sem
hefur kostað miljónir króna,
farið fram við skipasmíðastöð
Svetsmekano í Gautaborg. — Er
skipið orðið eins og nýtt og hef-
ur nú annað nafn. Kallast það
„Tjaldur“.
„Tjaldur“ lagði af stað í
fyrstu ferð sína 10. maí s.l. og
hófust þar með fastar áætlun-
arferðir fjelagsins milli Kaup-
mannahafnar og Þórshafnar. —
Skipstjóri er Færeyingurinn
Eiríkur Mohr.
Astæðuna til þess, að Gullfoss
hefur gengið að fullu úr hönd-
um Islendinga, verður að rekja
beint til hernáms Þjóðverja í
*I>anmörku. Átti skipið að leggja
frá Kaupm.höfn til íslands 9.
apríl 1940, en sama morguninn
hertóku Þjóðverjar borgina og
a,Igeru samgöngubanni var
komið á til íslands. Gullfoss lá
lengi kyr í Höfn, en svo fór að
lokum, þegar farið var að
sverfa að Þjóðverjum, að þeir
gátu ekki lengur á sjer setið,
tóku skipið eignarnámi og not-
uðu það til flutninga.
Svo vissu menn ekki meira
um Gullfoss, uns hann loksins
fannst eftir stríðslok á höfninni
í Kiel. Var það ætlun þýsjfra
hervalda að sökkva honum, til
þess að hann kæmi engum að
notum. Af einhverjum óskilj-
anlegum ástæðum fórst það fyr
ir, en ekki var annað hægt að
segja, en að skipið væri hræði-
lega útleikið. Hafði allt lauslegt
verið úr því rifið, bæði af þýsk-
um hervöldum og þjófum og
þorpurum, sem í upplausninni
í stríðslok höfðust við í flak-
inu. Heilir veggir voru rifnir
úr því, göt skotin á gólf og
stoðir, dúkar rifnir og tættir,
rúður brotnar, allar leiðslur
rifnar burtu og alit eftir þessu.
Þannig leit Gullíoss út, þeg-
ar hann fannst og þeir Pjetur
Guðmundsson og Baldvin Ein-
aisson o. fl. keyptu hann af
tryggingarfjelaginu og vildu
reyna að færa hann aftur heim
til Islands. En ekkert varð úr
því, neyddust þeir því til að
selja hann aftur og komst hann
þá í eigu skipstjóra eins í
Gautaborg, Gustavs Bartley, er
Um þetta leyti vildi það til í
kom honum í viðgerðina.
Færeyjum, að helæsta flutninga
skip Færeyinga, „Tjaldur“
strandaði og sökk. Olli það mikl
um flutningaörðugleikum í
eyjunum, og reyndi Skipafje-
lagið að ná sjer í annað skip hið
fyrsta. Komst það að samning-
ura. við Bartley skipstjóra um
kaup á Gullfossi.
A5 utanverðu er sqmi tign-
arlegi svipurinn yfir skipinu og
inni í sölum þes virðist allt
vera mjög fullkomið, bæði
skreyting og þægindi. Matsalur
á fyrsta farrými er klæædur
innan með mahogni, reykinga-
Viðgerð hans kostaði
Færeyinga miljónir kr.
Þessar mymli r eru teknar í hinum glæsilegu sölum Tjalds.
Efri myndin er tekin í borðsal fyrsta farrýmis, en neðri
myndin í reykingasalnum.
salur með álmviði og í honum
mjúkir hægindastólar og legu-
bekkir í sámhæfðum litum. Ný
þilför hafa verið- lögð og í
brúnni er að finna fullkomin
stjórntæki svo sem bergmáls-
dýptarmæli. Má á öllu sjá, að
skipafjelagið hefur ekkert til
sparað, að skipið verði sem
vandlegast úi* garði gert.
Á fyrsta og öðru farrými
komast 30 farþegar. en ef mikið
liggur við, getur það tekið 175
farþega.
Margir íslendingar muna enn
þann atburð, þegar Gullfoss
sigldi í fyrsta sinn inn á Reykja
víkurhöfn 16. apríl 1915. Eng-
inn, sem þar var viðstaddur,
getur gleymt þeirri hátíðlegu
stund. Það veldur okkur von-
brigðum, að nú á hann að hætta
að sigla undir íslenskum fána,
en nokkur bót er það í missi
okkar, að hann hefur ekki far-
ið langt frá okkur. Gullfoss á
nú heima hjá þeirri þjóð, sem
er náskyldust okkur allra þjóða
og þar mun hann gegna sama
hlutverki og hjer, að sanna að
Færeyingar geta lifað sem
frjáls og óháð þjóð, án dahskrar
íhlutunar.
Við óskum þess, að hann
verði sama happasæla skipið og
hann var, þegar íslenskar
hendur hjeldu um stjórnvöl-
Vísitalan greidd
niður um 55 stig
NIÐUPvGREIÐSLAN á vísitöíunni nemur nú samtals 55
stigum, segir í frjettatilkynningu frá Viðskiptamálaráðuneyt-
inu. Va»ri hún nú 365 stig, ef engar slíkar greiðslur áettu sjer
stað. Allur kostnaður við niðurgreiðsluna er greiddur úr ríkis-
sjóði.
Ræflum flofamál
í Camberra
Louis Denfield, aðmíráll, yf-
irmaður bandaríska flotans, er
kominn til Canberra til að ræða
um útlitið á amerísk-breksri
samvinnu um flotamál. Aðmír-
állinn kom til borgarinnar í
sama mund og Butler; ameríski
sendiherrann, kom aftur frá
Washington að loknum viðræð-
um við Truman forseta um
svipuð máleíni. Þessir menn
munu nú bráðlega hefja við-
ræður við Chiíley, forsætisráð-
herra og háttstandandi herfor- ^
ingjaráðsmenn. — Kemsley.
Bærinn starf-
rækir leikskóla
Á FUNDI bæjarráðs á föstu-
dag skýrði borgarstjóri frá því,
að Reykjavíkurbær hefði látið
Eesta húsnæði í gamla Stýri-
mannskólanum og Málleysingja
skólanum fyrir leikskóla í sum
ar. í skóla þessum verða um
60 börn á aldrinum 2—5 ára.
Forstöðukona fyrir leikskól-
anum í Stýrimannaskólanum
hefur þegar verið ráðin og er
það frú Guðrún S. Stephensen.
Fundur bæjarráðs ákvað að
bærinn skyldi taka sömu mán-
aðargjöld og tekin eru í leik-
skólum Sumargjafar, en það
eru kr. 60,00 fyrir tveggja ára
börn og 75,00 fyrir 3—5 ára
börn.
Ekki er vitað hvenær leik-
skólar þessir taka til starfa, en
það mun verða eins fljótt og
þess er nokkur kostur.
Tónlistarhálíðin
heldur áfram
a morgun
TONLISTARHATIÐ Tónlist-
arfjelagsins heldur enn áfram
og nær hámarki sínu á mánu-
dags- og miðvikudagshljóm-
leikum, er hinir ensku snill-
ingar og úrval íslenskra tón-
listarmanna sameinast Busch-
kvartettinum.
Á mánudagskvöld verður
leikinn Oktett Schuberts og á
miðvikudagskvöld Septett Beet
hovens.
Oktettinn er stærsta og
veigamesta verk Schuberts. —
Skrifað fyrir átta einleikara. —
Septett Beethovens er eitt
merkilegasta stórverk hans,
ekki fyrir það fyrst og fremst
hve veigamikið það er á strang
asta mælikvarða, heldur hve
fljótt það nær eyrum allra.
Námskeðð í hand-
VANDRÆÐI FLOTTAMANNA
BERLÍN: — Bandarískur em
bættismaður hefur skýrt frá
því, að Júgóslavar ákæri nú
Bandaríkjamenn og Bréta fyr
ir að leyna júgóslavneskum
kvislingum á hernámssvæðum
sinum og sje það þáttur í til-
raunum þeirra til að halda er-
lendum flóttamönnum frá því
að hverfa heim.
NÝLOKIÐ er á Sauðárkróki
knattspyrnu- og handknattleiks
námskeiði. Þátttakendur voru
úr Umf. Tindastóll, 75 piltar og
55 stúlkur, eða alls 130.
Námskeiðið stóð yfir í mán-
uð og var árangurinn ágætur.
Kennari var Ax.l Andrjesson,
sendikennari ÍSÍ, en hann er nú
á förum til ísafjarðar, þar sem
hann mun halda námskeið.
Niðurgreiðslurnar skiptasf-
niður á hina ýmsu vöruteg-<
undir, sem hjer segir:
1. mars var verð á kjöti lækk
að um kr. 1,00 pr. kg. og verð
á kartöflum um kr. 0,30 pr.
kg. Verðlækkun þessi svarar til
6,3 vísitölustiga.
1. apríl var verð á kjöti lækk
að um kr. 1,00 pr. kg. Þessi
verðlækkun svarar til 3,7 vísi-
tölustiga.
1. júni var verð á smjöri út
á skömmtunarseðla lækkað um
kr. 4,00 pr. kg., verð á smjör-
líki um kr. 2,50 pr. kg. og verð
á kartöflum um kr. 0,15 pr.
kg., sem samtals svarar til 6
vísitölustiga.
Samtals nema þessar niður-
greiðslur því 16 vísitölustigum
og mundi því vísitalan nú vera
326 stig, ef þær hefðu ekki
komið til framkvæmda.
Auk þess var kjöt, mjólk og'
kartöflur áður greitt niður sem
svaraði 33,4 vísitölustigum.
Þá befur loks verið keypt ís-
lenskt smjör til afhendingar
gegn skömmtunarseðlum á
sama verði og áður. Svarar sú
niðurgreiðsla til 5,6 visitölu-
stiga.
Verfcamenn íBorg-
arnesi mólmæla
verfcfallsboði
. VERKAMENN í Borgarnesi
hafa nú risið upp gegn hinni
kommúnistísku stjórn verka-
lýðsfjelagsins þar og trúnaðar-
ráði, sem boðað hafði samúðar-
verkfall með hinu pólitíska verk
falli Dagsbrúnar í Reykjavík.
Verkamenn, sem voru ó-
ánægðir með þessa verkfallsráð-
stöfun, hafa safnað undirskrift-
um með eftirfarandi tillögu:
„Við undirritaðir fjelagar í
Verkalýðsfjelagi Borgarness
-mótmælum eindregið'að stofn-
að verði til samúðarverkíalls
eða annarra slíkra ráðstafana
af hálfu Verkalýðsfjelagsins
vegna kaupdeilu þeirrar, er nú
stendur yfir milli Verkamanna-
f jelagsins Dagsbrúnar og Vinnu
veitendaf jelags íslands, þar sem
við teljum að nú þegar sje dýr-
tíðin í landinu svo mikil, að
Tiagsmunum verkamanna og
annarra stjetta stafi stórhætta
af, og verðum því ekki þátttak-
endur í neinum þeim aðgerðum,
sem auðsjáanlega stefna að
aukningu hennar.“'
76 verkamenn höfðu undirrit-
að þessa tillögu í gær, en í fje-
laginu eru 150—160 manns, en
margir þeirra eru ekki í kaup-
túninu nú. Fundur verður hald-
inn í fjelaginu í dag, þar senf
þessi mál verða rædd.