Morgunblaðið - 25.06.1947, Qupperneq 2

Morgunblaðið - 25.06.1947, Qupperneq 2
2 MORGUNBLAÐIÐ Miðvikudagur 25. júní 194/j ] Síðustu fregnir af verkfaB9smálunuiii: Kommíffiistar vilja langt verkfaii — Tofið fyrir Fjelogsdómi — Styrktirstarfsemi Oagskánar — „Fasisminn“ í augum kommúnista Þaö er áþreifanlega komið í Ijós, sem giskaö var á hjer í blaöinu á dögunum, aö komm- únistar vilja hafa langt verk- fall í Dagsbrún. Meiníu ekkcrt með kröfunum. Eftir að verkfallið hófst, var letrað utan á Þjóðviljann með prentsmiðjunnar stærsta letri að Alþýðusambandið eða hin kommúnistiska stjórn þess, gerði þá kröfu, að verkfallinu yrði lokið tafarlaust. í framt að því hálfan mánuð, birti Þjóðviljinn skammir og skæting út a£ því, að aðilar töl- uðu ekki saman, að verkamenn væru ekki virtir viðtals og þar fram eftir götum. En þegar á Jþað var bent, að svo virtist sem þar fylgdi ekki hugur máli, því ekki hefði formaður Dagsbrún- ar borið fram neinar óskir um samningaumleitanir, þá þagn- aði Þjóðviljinn við. A fundinum. Þaö vékur algeg sjerstaka eftirtekt, aö þegar stjórn Dags- brúnar kallar saman fjelags- fund eftir hálfsmánaöar verk- fall, þá er þar engin ósk borin fram um þaö, aö samningum sje hraðað. Svo lítil alvara hefur verið á bak við kröfu Þjóðviljans um „tafarlausa samninga“, að hún er gleymd þegar á fjelagsfund kemur. Að þessi krafa var látin koma fram í Þjóðviljanum fyrstu daga verkfallsins, var skiljan- legt, vegna þess að þegar fje- lagsmenn greiddu um það at- kvæði, hvort leggja ætti út í verkfall eða ekki, þá sögðu allir áróðursmenn Alþýðusambands- stjórnarinnar, að verkfallið myndi aldrei standa nema einn eða tvo daga. En þá hafa forsprakkar komm únista í Dagsbrún verið búnir að koma sjer saman um, að best færi á því, fyrir þá að haga sjer þannig að verkfallið yrði sem lengst. Frá Siglufirði. • Annað hefur komið fram í verkfallsmálunum, sem ber þess ótvíræðan vott að kommúnistar vilji að lausn vinnudeilunnar dragist. Mál Þróttar á Siglufirði var lagt fyrir íjelagsdóm á mánu- dag, sama daginn sem fundur- inn var haldinn í Dagsbrún. Eins og lesendum blaðsins er kunnugt, horíir það mál þannig við, að í vinnudeilu þeirri, sem reis milli verkamannafjelagsins Þróttar á Siglufirði, og síldar- •verksmiðja ríkisins, bar hjeraðs sáttasemjari fram miðlunartil- lögu. Kommúnistar á Siglufirði bjuggust við því, að tillaga sátta semjara yrði samþykt orða- laust, ef þeir beittu ekki þeim ofbeldisaðferðum, sem þeirra er venja, bæði hjer á landi og ann- arsstaðar. Foringjar kommún- ista á Siglufirði finna það nú út, að atkvæðagreiðsla sú, sem sáttasemjari hefur efnt til, sje ólögleg, og fjelagsmenn í Þrótti eigi að hundsa hana. En atkvæðagreiðslan fór fram hvort sem kommúnistum lilíaði betur eða verr. Og með því að þar var samþykt, með yfirgnæf- andi meirihluta að fallast á miðlunartillögu sáttasemjarans, þá lítur stjórn síldarverksmiðja ríkisins svo á, að engin vinnu- deila sje lengur milli Þróttar og síldarverksmiðjustjórnarinnar. En Þróttur á Siglufirði haml- ar fjelagsmönnum frá vinnu, vegna þess að atkvæðagreiðsl- an fór ekki eins og kommúnist- ar vildu og fjelagsstjórnin fjekk meirihluta á fjelagsfundi til þess að samþykkja traustsyfir- lýsingu til sín, alveg út í loftið. Reyna að tefja Fjelagsdóm. Alþýðusamband íslands hef- ur útnefnt Ragnar Ólafsson málaflutningsmann sem full- trúa sinn í dómnum. Hann ósk- ar eftir að fá frest í málinu til þess að kynna sjer framlögð skjöl. Og er ekkert til þess að segja. En eftirtektarvert er þaö, aö hann óskar eftir svo löngum fresti aö ekki kemur til mála aö veita svo langan frest í máli, sem er aökallandi, aö úr veröi skoriö sem fyrst. Eftir allmikið þjark, varð það að samkomulagi, að fulltrúi Al- þýðusambandsins í Fjelagsdóm- inum ljeti sjer nægja frest til laugardags. En meö því aö hafa frestinn svo langan, er þaö víst aö úr- skuröur í málinu fellur ekki fyrri en í nœstu viku. Það er gefið mál, að með því að draga úrslit Fjelagsdóms í þessu máli á langinn, er verið að gera sjer leik að því, að tor- velda lausn Dagsbrúnardeilunn- ar. Verkfallsstyrkir. Á fundinum sem Dagsbrúnar- stjórnin hjelt á mánudag, var það aðalverkefni hennar að und irbúa fjelagsmenn undir fram- Iengingu á verkfallinu. Þeir fje- lagsmenn sem eru giftir, eiga að fá 7 krónur á dag fyrir sig og konu sína í verkfallsstyrk. En fyrir hvert barn, sem þeir hafa á framfæri, eiga þeir að fá í styrk 5 krónur á dag. Fje- lagið mun eiga í sjóði eitthvað nálægt því sem svarar 100 krón- um á hvern fjelagsmann. Svo þetta getur orðið nokkur styrk- ur fyrir þá, sem þurfa fyrir fjölskyldu að sjá, því einhleypir fjelagsmenn fá engan gtyrk. En lítil frambúð er í þessu fyrir fjelagsmenn alment. Finst sumu fjelagsmönnum að styrk- ur þessi myndi verða svipaður eins og sú lífsafkoma, sem Dags brúnarmenn fengju, til fram- búðar, ef foringjar kommúnista yrðu aðalatvinnuveitendur hjer í bænum. Frá Borgarnesi. Eftir að fjelagsmenn í Verka- mannafjelaginu í Borgarnesi höfðu tekið ráðin af kommún- istum í stjórn þess fjelags, fór eins og við var að búast, að Þjóðviljinn sakar verkamenn í Borgarnesi fyrir það, að þeir aðhyllist fasisma, og beiti sömu aðferðum og tíðkaðist meðal fasista, meðan þeir voru og hjetu. Ef kommúnistar bíða ósigur, og þeir lenda í minnihluta og tekin eru völdin af þeim, þá eru þeir menn kallaðir fasistar, sem taka fram fyrir hendur komm- únistanna. Þetta er alþekt fyr- irbrigði. í Verkalýðsfjelagi Borgar- ness eru á annað hundrað manns. — Síðan verkfallsbrölt kommúnistanna byrjaði, hafa þeir aldrei getað fengið nema 8 fjelagsmenn með sjer. En það kalla kommúnistar hið „full- komnasta lýðræði" að þessir átta ráði lögum og lofum og vilji hins yfirgnæfandi meiri- hluta í f jelaginu verði virtur að vettugi. Á föstudag. Rjett er að taka það fram, að á fundi þeim, sem fjelagsmenn hjeldu á laugardaginn var, var skorað á stjórn fjelagsins að hún hjeldi fund sem hún boð- aði til á föstudaginn kemur. Svo fjelagsmenn gætu þar sagt álit sitt á gerðum stjórnarinnar. Annaðhvort er fyrir fjelags- stjórnina að halda þenna fund, eða að segja frá sjer öllum af- skiptum af fjelaginu. Hótanir þær, sem Þjóðviljinn flytur Borgnesingum í gær, eru of barnalegar til þess að nokkur geti tekið þær alvarlega. Krefjast aukins mafarskamfar . FIMM þúsund verkamenn í borginni Oldenburgh á hernáms svæði Breta í Þýskalandi hafa nú gert verkfall og kref jast auk- ins matarskamtar. Fregnir um þetta berast sam- tímis því, sem tilkynt er, að fyrsti fundur efnahagsráðs bresk-bandaríska hernámssvæð- isins sje um það bil að hefjast. Fjársöfnun væntanleg 'til íslandsheimilis í Höfn Heimili handa gamalmennum, námsfélki o. fi. . í RÁÐI er að hefja hjer á landi fjársöfnun til styrktar „Bygg- ingarsjóði íslendinga í Kaupmannahöfn", en sá sjóður var stofn- aður í ársbyrjun 1945 af löndum í Höfn. Markmið sjóðsins er að afla fjár til byggingar húss eða til kaupa á húsi í Kaupmanna- höfn, er verði samastaður íslendinga. Þar er ætlast til að verði bústaður handa námsfólki, vistarverur handa gamalmennum, bókasafn, lestrarstofa o. fl. Norðmenn og Svíar eiga slík heimili. Martin Bartels, sem lengi hefur verið forustumaður í málefnum Islendinga í Höfn, skýrði blaðamönnum frá þessu í gær. Hann gat þess, að Norð- menn og Svíar ættu í Kaupm,- höfn heimili, sambærileg við það, sem Islendingar ætja sjer að reisa. Lengi hefðu verið á döfinni fyrirætlanir um að reisa Islendingahús í borginni, en aldrei komist verulegur skriður á málið fyrr en nú. — Söfnun væri þegar hafin meðal landa ytra, en sjóðsstjórnin hefði talið nauðsynlegt að leita hingað til lands til frekari fjár öflunar. Hefur þegar verið kosin fjár- söfnunarnefnd og er prófessor Olafur Lárusson, for- maður hennar. Hann skýrði frjettamönnum frá því, að þetta væri í fyrsta skifti, sem farið væri fram á fjárframlög til íslendinga í Kaupmanna- höfn. íslendingar hefðu á und- anförnum árum verið stórgjöf- ulír, er safnað hefði verið fje til e.rlendra þjóða og væri það lofsvert. En þá væri ekki síð- ur ástæða til að leggja eitthvað af mörkum til þessa mikla nauðsynjamáls, er hjer væri um að ræða. Frá fjársöfnun'þessari verð- ur nánar skýrt hjer í blaðinu, er hún hefst og er þess að vænta, að almenningur sýni skilning og áhuga á málinu. <s> .......- Þýskur læknir sakaður um stríðsglæpi Núrnberg í gærkvöldi. í RJETTARHÖLDUM, sem nú fara fram hjer í Núrnberg yfir dr. Wald.emar Hoven, íyr- verandi yfirlækni við Buchen- wald fangabúðirnar, heíur hanri skýrt frá þvi, að einu fangarnir, sem hann hafi drepið, hafi verið menn, sem nasistar notuðu til að njósna um meðfanga sína. Hovep er einn af 23 læknum, sem sakaðir eru um að hafa gert læknisfræðilegar tilraunir á föngúm. Hann heldur því fram, að hann hafi verið með- limur í leynifjelagsskao fanga í Buchenwald, og að þeir hafi fært honum menn, sem haldið var-fram að væru svikarar, til að drepa þá. Hoven segist hafa drepið 6Ö, „svikara" með því að sprauta í þá eitri. Margir fyrrverandi fangar* hafa borið það fyrir Núrnberg- rjettinum, að Hoven hafi bjarg- að lífi þeirra og verið meðlimur í leynifjelagsskap þeirra. 1942 var hann sjálfur sendur í fanga- búðir, vegna þess að nasistad grunuðu hann um græsku. — Reuter, Nefnd manna fjallar um leikskóla og dagheimili í bænum Á FUNDI bæjarráðs, er haldinn var á mánudag, var kosin þriggja manna nefnd, til þess að hafa með höndum leikvalla- og leikskólamál Reykjavíkurbæjar, svo og dagheimila. Nefnd þessi er skipuð einum® fulltrúa frá Sjálfstæðisflokkn- um og er það frú Auður Auð- uns, öðrum frá Alþýðuflokkn- um, Jón Axel Pjetursson og þriðji frá Sósíalistaflokknum, Sigfús Sigurhjartarson. Nefndin skal gera tillögur um framtíðarskipun, staðsetn- ingu og tilhögun leikvalla, leik- skóla og dagheimila í bænum. Þá skal nefndin einnig gera til- lögur um það, hvaða fram- kvæmdir í þessum efnum sje æskileg að ráðast í á næstunni. í starfi sínu skal nefndiri hafa samstarf við fræðslufull- trúa og garðyrkjuráðunaut bæj' arins. KJÖTINNFLUTNINGUR BRETA. London: — ÁstralíumenrJ hafa gert áætlun um, að flytjd 200.000 tonn af kjöti til Bret- lands á þessu ári, en það ei* mesti útflutningur kjöts fráí Ástralíu síðan 1940—41.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.