Morgunblaðið - 25.06.1947, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 25.06.1947, Blaðsíða 6
6 ■:' TWTrp* JWfTfpa MORGtfWBLAÍiID Miðvíkudagur 25. júní 1947 ntiMftMfe Útg.: H.f. Árvakur, Rrykjavík. Framkv.stj.: Sigfús Jónsson Ritstjórar: Jón Kjartansson, Valtýr Stefánsson (ábyrgðarm.) Frjettaritstjóri: ívar Guðmundsson Auglýsingar: Arni Garðar Kristinsson. Ritstjórn, auglýsingar og afgreiðsla, Austurstræti 8. — Sími 1600. Áskriftargjald kr. 10,00 á mánuði innanlands, kr. 12,00 utanlands. í lausasölu 50 aura eintakið, 75 aura með Lesbók. Ætla þeir að laga heimsmarkaðinn ? KAUPDEILA SÚ, sem nú stendur yfir, milli Dags- brúnar og Vinnuveitendafjelagsins, er á margan hátt sjer- stæð í sögu íslenskra fjelagsmála. Fyrst og fremst vegna þess, að kröfur þær, sem fram eru bornar að þessu sinni, fyrir hönd verkamannanna, eru ekki gerðar til þess að þeir fái kjör sín bætt. Meðan kommúnistar hjengu í ríkisstjórninni og töldu að þeir væru þar ómissandi, sögðu þeir, að nær væri að auka kaupmátt þess kaups, sem launþegarnir fá í hendur, heldur en að fjölga þeim krónum, sem fólkið fengi. Því eftir því, sem kaupið yrði hærra að krónutali, eftir því yrði kaupmáttur hverrar krónunnar minni. Það vildi svo einkennilega til, að þar sögðu kommún- istar satt. Þeir sáu, að svona er þetta. Og þeir viðurkendu það. Allt, sem þessir menn hafa sagt, um bætt kjör verka- manna með því að fjölga krónutölunni í kaupinu, hafa þeir því sagt, gegn betri vitund. Kommúnistar segja nú og margendurtaka, að hækkunarkröfurnar sem þeir hafa gert, fyrir hönd Dags- brúnarverkamanna, sjeu hinar „sanngjörnustu“. Vinn- andi menn í landinu geti ekki gert sig ánægða með færri krónur en þær, sem farið er fram á. ★ Nýlega hefir verið gengið frá viðskiftasamningum við Breta og Rússa um kaup á miklum hluta af sjávaraf- urðum okkar í ár. Það tók allt að heilt missiri að komast að þeim samn- ingum. En þegar allt kemur til alls, þá er ekki vitað enn, hve mikið við getum selt þessum viðskiftaþjóðum okkar af þeim fiski, sem kominn er á land, því sala fer eftir því,. hvað veiðist af þeirri síld, sem enn er í sjónum og enginn veit hvar er. Fái þessar viskiftaþjóðir okkar ekki tilskilið magn af síldarlýsinu, þá kaupa þær ekki fiskinn, fyrir nálægt því það- verð, sem það kostar okkur, með núgildandi fram- ieiðslukostnaði, að framleiða hann. Þegar síldarlýsið verður ekki lengur til þess að bæta verðlagið á fiskinum okkar á erlendum markaði, hvað skyldi þá verða úr því sem kommúnistar prjedika nú gegn betri vitund, um „sanngjarnt“ og ekki sanngjarnt kaup á íslandi? Við hvern ætla þeir að sakast ,þegar að því kemur að engan fisk er hægt að framleiða hjer fyrir það verð sem fáanlegt er fyrir hann? Ætla þeir að hækka verðlagið á heimsmarkaðinum til að kippa málinu í lag? Hve lengi skyldu kommúnistar ætla sjer að láta hinar ’i/innandi stjettir á íslandi bíða eftir því, að heimsmark- aðurinn lagi sig eftir verðinu á íslenskum afurðum, eftir að lýsið er ekki orðið eins eftirsótt og það er nú? ★ Nær er að halda, að þeir menn, sem hafa reynt að reisa allsherjarverkfallsöldu hjer á landi, rjett þegar þjóðinni hggur mest á að unnið sje, hugsi sjer að vinna það með verkföllunum og kröfunum um hækkaða krónutölu, að þegar ekkert verður selt úr landi fyrir framleiðsluverð, þá verði sem erfiðast að koma þjóðfjelaginu í samt lag aftur, svo hinar vinnandi stjettir geti haldið atvinnunni og komist klakklaust út úr vandanum. Þegar núverandi Dagsbrúnarverkfall hófst, þá voru það 789 fjelagsmenn, sem sáu, að það er augljós óhagur fyrir verkalýð landsins að kaup sje hækkað í krónutali einmitt nú. En þó það væru ekki fleiri innan þess fjelags, sem litu þannig á málið, er augljóst, að fjöldinn allur af verka- mönnum utan Reykjavíkur hefir áttaað sig á þessu máli 1 tél fulls. Þessvegna fær Alþýðusamband íslands eða hin kommúnistiska stjórn þess svo óvenjulega kaldar kveðjur frá mörgum verkalýðsfjelögum víðsvegar um land 'Uíbverji áhri^ar: ÚR DAGLEGA LÍFINU Er gamli Geysir gleymdur? ÞAÐ HAFA MARGIR fund- ið til þess, að frægð þessa heims er fallvölt. Enginn heyrist nú lengur nefna gamla Geysi á nafn. Er hann dauður úr öllum æðum, eða bara gleymdur? Hann hefir fengið skæðan keppinaut, þar sem Hekla er og meðan nýja brumið er á henni má búast við, að hann njóti ekki jafn mikillrar hylli al- mennings og áður. En trúlegt má nú þykja, að enn sjeu þeir nokkuð margir, sem halda trygð við hann og vilji sjá hann í öllu sínu veldi og ofsa. Það væri því ekki al- veg út í bláinn, að Ferðaskrif- stofan, eða Ferðafjelagið til- kynti hvenær von sje á Geysis- gosi í sumar, en undanfarin sumur hefir sá galli verið á, að það hefir verið farið með það eins og leyndarmál, er einhver hefir fengið leyfi til að bera sápu í Geysi og því færri notið tignar hans en ella. • Öskubuska útvarpsins. EINN ER SÁ þáttur útvarps- ins, sem oftast er settur hjá. Er einskonar olnbogabarn, sem ekki þykir ástæða til að láta mikið með. Þó er vafalaust hlustað jafn mikið, ef ekki meira á þenna þátt, en marga aðra, sem betur er tilvandað og þá fyrst og fremst á sumrin, bæði vegna þess, að þá er fólk almennt árisulla og einkum vegna hins. að þá eru lesnar veðurfrjettir. En það þykir nógu gott, að hafa óvana þuli í þessum þætti, sem hósta og ræskja sig eins og mæðiveikis- rollur. Axel Thorsteinss. blaða- maður, sem best hefir sint þess um morgunþáttum er víst í fríi. En er það nokkur afsökun? • Bjóðið ekki þjóf- unum heim. ÞAÐ MYNDI ÞYKJA heldur kjánalég auglýsing ef einhver setti eitthvað á þessa leið í blöðin: „Verð fjarverandi í þrjár vikur. Á meðan er opinn gluggi í kjallaranum hjá mjer og ef að vanda lætur hefi jeg skilið eftir bakdyrnar illa læstar. Einnig má komast inn um glugva a stofuhæð með lagi“. Erj^er það ekki einmitt þetta, sem svo margir gera, þegar þeir fara að heiman. Þeir draga fyrir alla glugga til þess að sýna, að enginn sje heima, en gleyma að loka húsinu. Þetta er að bjóða þjófunum heim. eins og mýmörg dæmin sanna. • Ætli botninn sje dottinn úr þeim? ÞAÐ ÞÓTTU NÚ heldur en ekki framfarir um daginn í umferðarmálunum er umferð- ardómstólnum var komið á. Nú skyldi engum ökuþrjótum leng ur líðast að aka of hratt, leggja bíl sínum lengur en lög stóðu til og alt átti að vera í lagi. Ökumenn voru teknir samdæg urs og lántir sæta ábyrgð, en sektir hækkaðar til muna. Vonandi að þetta sje svo enn. Það er bara éitt, sem fjekk mig til að efast. í gær stóð bifreið fyrir framan gangstjettina við Landsbankann, þar sem slökkvi liðskrani er. Bíllinn stóð þarna ábyggilega lengur en hálf- tíma. En á pósthúshorninu voru tveir myndarlegir lögreglu- þjónar að rabba saman lengi, lengi. Gaman væri að 'vita hvort sá er bíllinn átti hefir verið dreginn fyrir umferðardóm- stólinn, því vonandi er ekki botninn dottinn úr honum. • Stuttbylgjuútvarp til útlanda. EIN BÓLA. sem bólgnar upp hjá okkur við og við er að það væri þarft verk, að hafa reglu- legt stuttbylgjuútvarp til út- landa frá íslandi til að kynna landið og segja almennar frjett ir hjeðan. Við og við er byrjað á þessu og því haldið áfram í nokkra daga^ en svo búið spil. Ætli það stafi af því, að. ráðamenn útvarpsins hafi ekki trú á að þetta borgi sig, eða bara gamla úthaldsleysið? Hver getur svar að því. • Farfuglarnir koma heim. FARFUGLARNIR OKKAR, listamennirnir, sem sækja út í lönd til að leita sjer frægðar og frama koma heim aftur þeg- ar fer að sumra. Sumir dvelja langdvölum erlendis og koma ekki nema á 10—15 ára fresti, eins og t. d. Nína Sæmunds- son, sem nýlega er komin heim eftir langa útivist. Aðrir koma oftar. Elsa Sigfúss. Einar Krist jánsson og Stefán Islandi, svo nokkur sjeu nefnd. En alt er þetta fólk okkur aufúsugestir, sem við heimaalningarnir bjóð um velkomna. Flaggstangahátíð. I REYKVÍKINGUR, sem ný- lega er kominn í bæinn eftir nokkra daga dvöl úti á ■ landi, sagði við mig í gær: „Hvað stendur til í bænum? Á að ( verða, hátíð? og hann benti á allar flaggstengurnar í Austur- stræti. við Austurvöll og víðar í miðbænum. Nei, vinur. Það stendur ekk- ert til, það er búið að vera. Flaggstengurnar eru bara hafð ar svona auðar í nokkra daga, og kanski vikur, til að minna okkur á, að við hjeldum þjóð- hátíð 17. júní og kanski líka fyrir bíla til að aka á og hrekkjalóma til að beygja og bögla að gamni sínu. Með öðrum orðum. Það er bara gamla sleifarlagið. MEÐAL ANNARA ORÐA . . .. Heimurinn er aðtýna gultlnu Eftir Monfy Turner. ÞAÐ sem líklega er ein- kenpilegast við gull heimsins, er að mannkynið er stöðugt að týna því. Myntfræðingar hafa nýlega reiknað það út, að af því 2.000.000 miljón króna virði af gulli, sem hefir verið grafí.ð úr móðurjörð síðustu 10000 ár sjeu aðeins 700.000 milj. enn í höndum mannanna. Það er ótrúlegt að mannkyn- ið hafi farið svona að ráði sínu, en svona er það nú samt að nú verðjjr mannkynið að gera sjer að góðu þessar 700.000 milj., þótt það hafi í raun og veru not fyrir langtum meira en 2.009.000 miljónirnar. Etþjer hafið dálítið meira en stur # iráhuga fyrir hinni sí- breytilegu skiftingu milli þjóð- anna og hagfræðilegri aðstöðu 1 þeir^a hverrar fyrir sig. þá | munuð þjer geta sjeð með því | að hprfa lítið eitt á bak við tjöldin, að þessi „einskis nýti“ ! málmur er altaf þýðingarmesti þráðu.rinn í vef menningarinn- í ar. — ! Gull hefir þann eiginleika i þrátt fyrir að lítið er hægt að nota það til hagsýnna hluta, að það Ulyst alltaf mest þangað, sem það er öruggast. Þetta stafgr að öllum líkindum af hinni miklu ábyrgð, sem fylgir því íið hafa gull undir höndum. En- jafnan hefir það farið svo að heimsverslunin hefir verið mest þar sem nóg hefir verið til af gullinu. Þrátt fyrir skipulagið, sem er komið á gullmál heimsins. týn- ist gullið enn á margan Hatt og er ómögulegt að verjast því algjörlega. Jafnvel þótt fram- leiðsla gulls aukist nokkuð verður hún aldrei mikið meiri en svo, að hún rjett vegi upp á móti því sem týnist. Raunar er ekki farið eins illa með gullið núna eins og fyrir um þúsund árum, þegar gull, sem nú jafngildir 800 milj. krónum, var notað í þakið á Sólarmusterinu í Peru og þegar gerð j/oru þrjú goðalíkneski úr gulli í hofinu í Níveve. Þegar bandaríska stjórnin Ijet .flytja gull, sem jafngilti 18.000 miljón krónur úr stað til öruggari * geymslustaða, týndust við núning og veðrun hvo.rki meira nje minna en gull fyrir 300.000 krónur. En auk þess, sem þannig glatast við eyðslu verða men: að vera minnugir allra þeirr sokknu fjársjóða, sem haf horfið niður á hafsbotn me gömlu galeiðunum. Bandaríska myntstofnuni gerði fyrir stríðið áætlun ur hvaða leiðir gull heimsins heff týnst" og er hjer skilgreinin þess, umbreytt í krónur. ^ Týnt í stýrjöldum 30.000 mil, í Tapað við núning 10.000 mil; | Tapað í sjóinn 8.000 mil Grafið í jörðu 20.000 mil; Notað í skreytingar 0" skartgripi 46.000 mil', í notkun við fjár- málin 50.000 mil. Hamborg: — Útvarpið hjer í [ ITamborg tilkynti í dag, að bresku flotayfirvöldin í Þýska- ; landi hefðu bannað óviðkom- | andi að fara á land í Helgoland. i Er þetta gert vegna sprengju- j hættu, en stöðvar Þjóðverja á eyjunni voru sprengdar í loít upp 18. apríl s.I.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.