Morgunblaðið - 27.06.1947, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 27.06.1947, Blaðsíða 6
MORGUWBLABIÐ Föstudagur 27. júní 1947, Útg.: H.f. Árvakur, Rr-ykjavík. Framkv.stj.: Sigfús Jónsson Ritstjórar: Jón Kjartansson, Valtýr Stefánsson (ábyrgðarm.) Frjettaritstjóri: ívar Guðmundsson Auglýsingar: Arm Garðar Kristinsson. Ritstjórn, auglýsingar og afgreiðsla, Austurstræti 8. — Sími 1600. Áskriftargjald kr. 10,00 á mánuði innanlands, kr. 12,00 utanlands. í lausasölu 50 aura eintakið, 75 aura með Lesbók. Afurðasalan § í ÚTVARPSERINDI því, sem Bjarni Benediktsson ut- anríkisráðherra flutti á miðvikudagskvöld, og birtist hjer í blaðinu, er gefið glöggt yfirlit yfir afurðasölumálin. — Hafa þau vakið talsvert umtal, undanfarna mánuði, með öðrum hætti en almennt gerist. Sala á afurðum landsmanna, er svo raunhæft efni, að óvenjulegt er, að slíkt geti valdið ágreiningi, Hvort vel eða illa horfi í afurðasölumálunum. En svo hlálega hefir til tekist, að afurðasölumálunum hefir, frá hendi kom- múnista verið blandað inn í kaupdeilur. Hefir Þjóðviljinn þráfaldlega haldið því fram, að t. d. fjelagsmenn í Dags- brún ættu að miða kröfur sínar um hækkun kaups í krónu tali, við það, að svo vel hefðu afurðirnar selst, og þjóðar- tekjurnar í ár yrðu sýnilega svo miklar, að verkamenn, sem vinna hjer í höfuðstaðnum, yrðu að fá sína hlutdeild í þeirri velgengni. Að vísu vita þeir, sem þannig skrifa, að allt tal um raunverulega kauphækkun, er innantómt hjal, ef taka á tillit til þess, hvernig horfi í afurðasölumálunum. Nægir í því sambandi að benda á erindi utanríkisráðherrans. — Þar eru aðalsölumálin rakin eftir þeim opinberu heim- ildum, sem fyrir liggja, um hverja þá samninga fyrir sig, sem gerðir hafa verið. ★ Það er alþjóð kunnugt, að salan á hraðfrysta fiskinum t d. til viðskiftaþjóða okkar, er bundin því skilyrði, að við getum selt viðkomandi þjóðum tiltekið magn af síld- arlýsi. í erindi utanríkisráðherrans er þetta mál rakið nán ar, en áður hefur verið gert opinberlega. Þar upplýsist m. a. að af þeim 22 þúsundum tonna af hraðfrystum fiski, sem við getum selt til Breta og Rússa, ef nægilega mikið veiðist af síld á næstu vertíð, myndu ekki seljast nema 9130 tonn fyrir hið tiltekna verð, ef síldaraflinn í sumar yrði ekki nema meðaltal af afla þeim, sem verið hefir síð- ustu tvö árin. Verð það, sem útgerðarmenn töldu, að þeir þyrftu að fá fyrir þessa vörutegund, til þess að þeir gætu gert út á síð- ustu vertíð, var uppundir það helmingi hærra, en viðskifta- þjóðirnar telja að sje gangverð vörunnar. En Norðmenn, sem selja þessa vöru mikið lægra verði en við getum í þetta sinn fengið fyrir hana ef við höfum síldarlýsið með, hafa sagt að þeir kæri sig ekki um hærra verð, en þeir fá nú, vegna þess að það muni spilla fyrir framleiðslu þeirra á næstu árum, er verðlækkun kemur á fiskinum, frá því sem nú er. ÚR DAGLEGA LÍFINU Ein lítil dýrasýning. — HVENÆR ÆTLIÐ þið að fara að skrifa um dýrasýning- una í Örfirisey, sagði kunningi minn í gær. — Finst þjer ekki hafa verið nóg um hana skrifað? — Nei, nú þorið þið blaða- mennirnir ekki að segja eins og er að það er skömm að þessari sýningu og hún er ekkert nema vitleysa frá upphafi til enda. Ekki nema það þó, að sýna nokkra apaketti, seli og svo- leiðis fyrir of fjár. Það er dýra- garður að tarna! Þetta sagði hann sá góði mað ur. En bágt á jeg með að skilja hvers vegna okkur blaðamenn ætti að bresta einurð til að skrifa um þessi vesalings dýr, ef eitthvað um þau er að segja. Ekki er lengur neitt fyndið, að kalla sýninguna dýra-ríkið, þótt aðgangseyririnn þyki hár. Það er önnur stofnun, sem er búin að vinna hefð á því nafni. Mjór er mikils vísir. SANNLEIKURINN er sá, að þeir, sem koma út í Örfirisey um þessar mundir gera sjer fyllilega ljóst, að ekki er um neinn dýrggarð að ræða þar. Og ef 10.000 manns hafa gam- an af fara út í Eyju og borga fyrir það nokkrar krónur að horfa á apakettþ sæljón og seli æti það að vera einkamál hvers og e:cs. Siómannadagsráðið hefir ekki auglýst að annað væri þar að sjá en er. Hitt hefir ráðið gert, að gefa mönnum vonir um, að það sje að koma upp vísi að dýra"arði. Mjór er mikils vísir og f’jamtíðin ein getur úr því skorið hvort þetta tekst. • Ort um apa. EN ÞÓTT DÝRA-SÝNINGIN sje ekki stór, þá hefir hún þó blásið anda í ein af sýningar- gestum, Kr. H. Breiðdal, sem orkti þessa vísu: Ekki er munurinn ýkja stór á öpunum þarna og í landi, rófan er lengri, loðnari. bjór, en þeir lifa í farsælla hjónabandi. Glöggur er hann, að sjá þetta með hjónabönd apakattanna! • Átakanleg saga. í DÝRAVERNDARANUM segir H.H. frá átakanlegri sögu um þrút, sem festi sig í síma- þræði setuliðsins hjer innan við bæinn einu sinni á styrjaldar- árunum. Lýsir hann því hvern- ig hrúturinn var að veslast upp í þessu tjóðri og að sækja þurfti dýralækni til að ná vírnum af fæti hrútsins, en fóturinn varð aldrei heill eftir. Margar símalínur setuliðsins voru lagðar á jörðina og liggja þar enn og hvetur greinarhöf- undur til þess, að símalínur þessar sjeu teknar í burt til þess að þeirri hættu sje bægt frá. Vel sagt. En um leið ættu þá beir, sem til þess verks verða valdir, að taka gadda- vírsflækjur, sem liggja á víða- vangi og eru ábyggilega ekki hættuminni, en símavírinn. • Reiðmenn og bílstjórar. í SAMA BLAÐI er ennfrem- ur þessi þarfa hvatning: ,,Hestamaður einn norðan- lands hefir bent á það í blaði þar nyrðra, að framkoma margra bílstjóra sje óafsakan- leg, þegar þeir mæti ríðandi. mönnum á vegum úti. Þeir láti vagija sína bruna fram hjá án þess að hægja ferðina, svo sem lögboðið sje, og geti mikil hætta stafað af framferði þessu. Mælist hann til þess við öku- mennina, að þeir leggi niður þennan fruntalega og hættu- lega ósið. og haldi lög og settar umferðarreglur og sýni eftir mætti sjálfsagða kurteisi á veg um úti“. „Iceland“. LANDSBANKABÓKIN, „Ice- land“, sem nú hefir verið gefin út í. fjórðu útgáfu og aukin og endurbætt, er ein þarfasta bók, sem hjer er gefin út. Þeir, sem hafa viðskifti við erlenda menn ættu að senda þeim eintak og hver og einn einasti útlending- ur. sem til landsins kemur, ætti að fá af henni eintak til að átta sig á högum lands og þjóðar. Þá er það og mikils virði fyrir þá íslendinga, sem fara í ferða lög til útlanda, að hafa þessa bók með sjer, því þeir geta auðveldar svarað þeim spurn- ingum, sem fyrir þá kunna að verða lagaðar erlendis. Landsbankabókin þarf að koma út eins og símaskráin — nei, á hverju ári. • Otugarleg skemda- starfsemi. MATJURTAGARÐAEIGEND UR, sem eiga garða í svonefndu Kaupmannstúni fyrir innan Tungu hafa orðið fyrir þungum búsifjum af ótugtar skemdar- vörgum, sem þar hafa verið á ferð og eyðilagt kartöflugrös svo hundruðum skiftir í görð- um manna. í gær átti jeg tal við einn garðeiganda og sagðist hann halda að í sínum garði hafi ung lingar verið að verki. eftir fóta förum og öðrum verksummerkj um að dæma. Hafa skemdar- vargarnir rifið upp kartöflu- grösin og rótað til í garðinum, svo að hann er eins og flag. • „Það er sárt“. „ÞAÐ ER SÁRT að verða fyrir þessu“, sagði garðeigand- inn við mig, „eftir að maður er búinn að þræla við að setja niður og er farinn að gera sjer von um uppskeru“. Já, vissulega er það sárt, og það byrfti sannarlega, að reyna að hafa hendur í hári skemdar varganna með því, að hafa vörð þarna og annarsstaðar, þar sem garðar eru. Óþokkarnir eiga skilið að fá makleg málagjöld fyrir ótugt- arverk sín. Er það vissulega hart, að geta ekki fengið að vera í friði með garðholu inn- an bæjarlandsins fyrir þessum skemdaverkalýð. MEÐAL ANNARA ORDA . . . . íbúar Kóreu kynnasl auslrsnu lýðræði. ★ Mg'H' .HH" 1 » ■ i iiiia. .rfy-r- -puny, Til eru í landinu 21 þúsund tonn af saltfiskiTÞað er búið að selja þriðjung hans, fyrir verð sem myndi skapa ríkissjóði útgjald samkvæmt ábyrgðarlögunum, sem næmi 12 miljón- um króna. Hitt er óselt enn. Víst er um það, að þetta kann alt að blessast, ef síldin kemur í ár sem fór fram hjá í fyrra og í hitteðfyrra. Og svart. væri útlitið, ef við hefðum ekki fengið ný og betri fram- leiðslutæki til landsins til þess að geta aukið framleiðslu okk- ar að miklum mun, frá því sem hún var fyrir styrjöldina. En þegar menn halda að hægt sje að gera sjer vonir um hækkandi gjaldgetu framleiðslunnar, eftir þeim söluhorfum, sem nú eru, og sölusamningum, sem þegar eru gerðir, þá er ekki nema tvent til. Annaðhvort hafa menn ekki fylgst með því, sem er að gerast í heiminum, og loka augunum fyrir staðreyndum. Ellegar að þeir tala gegn betri vitund. Þjóðviljinn talar um í gær að Bjarni Benediktsson hafi ráðist á Áka Jakobsson í skýrslu sinni um afurðasöluna. Er það hæpin uppáfinning hjá Þjóðviljamönnum. En hún getur skilist á þann hátt, að þegar lagðar eru fram skýrslur um afurðasölumálin, sem bygðar eru á óyggjandi heimildum, þá komi þetta við Áka Jakobsson fyrverandi ráðherra, sem allra manna mest hefur fimbulfambað um þessi mál, og borið íram hóflausar staðleysur um efni, sem honum bar skylda til að skýra frá sannleikanum samkvæmt. Hjer fer á eftir hluti úr grein eftir Robert T. Oliver, sem nýlega birt- ist í enska blaðinu The Spectator. VIÐ uppgjöf Japana voru engin kommúnistavandamál í Kóreu einfaldlega af þeirri á- stæðu, að þar voru engir komm únistar. Það er meira að segja mjög vafasamt, hvort kommún istar myndu fá meira en 15% greiddra atkvæða, ef frjálsar kosningar færu þar fram nú. Og samt er kommúnistayfir- stjórn það sem Kóreubúar ótt- ast mest. Rússar voru fljótir að koma hinu austræna lýðræði á, í þeim hluta, sem þeir rjeðu yfir. fyrir norðan 38. breiddar- bauginn og íbúar landsins fen^u fljótlega að kynnast, hvað slíkt lýðræði kostaði. Máfrelsi var afnumið, blöð bönnuð og öll fjelög hvort sem þau voru pólitísk eða ekki. Þeir leyfðu aðeins starfsemi eins flokkj (hvers haldið þið, að það hafi verið?). Þeir bönnuðu að hlusta á útvarpsstöðvar nema stöðvarnar væru innanvert við járntjaldið mikla. En auk þess leiddu þeir inn í landið fjölda mikinn af gömlum kóreanskum flóttamönnum, sem höfðu ver- ið aldir upp í Moskva í 20 ár. Austræna aðferðin. Rússar gerðu þá kvörðun að hegna öllum Kóreubúum, sem hefðu starfað með Japönum og það hefði vitanlega verið góðra gjalda vert ef þeir hefðu ekki í Eessu sem svo mörgu öðru fundið upp sínar ákaflega sjer- stæðu ,,austrænu“ aðferðir. Þeirra austræni skilningur var þessi: 1) Hver. sem nokkuð á, hlýt- ur að hafa verið samstarfsmað- ur Japana. 2) Hver, sem ekki sættir sig við kúgun kommúnista, hlýtur að vera samstarfsmaður Jap- ana jafnvel þótt hann hafi ætíð barist á móti þeim. Með þessum forsendum voru 125 miljónir ekra teknar eign- arnámi og eigendur þeirra, sjálfstæðir frelsiselskandi smá- bændur ýmist fangelsaðir eða líflátnir. Auk alls þess hafa 800.000 Kóreubúar, sem komm únistar gátu undir hvoruga greinina sett, en ekki treystast að lifa undir ógnarstjórn hins austræna lýðræðis, flúið inn yfir landamæri bandaríska hernámssvæðisins og enn koma þeir í hópum að næturlagi, venjulega 2000 á hverjum sól- arhring. I nóvember á fyrra ári ljetu Rússar fara fram atkvæða- greiðslu með einum framboðs- lista og við þær gilti „aust- rænt“ kosningalag. Hermenn fylgjast með. Kosningin fór fram á opnum torgum í borgunum undir eft- irliti vopnaðra rússneskra her- manna og var þannig, að ef menn greiddu atkvæði með kommúnistunum átti að leggja atkvæðaseðilinn í vissan hvit- an kassa, en ef menn ætluðu að greiða atkvæði á móti átti að leggja seðilinn í svartan kassa. Það þarf vitanlega ekki að taka það fram ,að þeir fáu, sem gerð ust svo djarfir að leggja seðil- Framh. á bls. 11.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.