Morgunblaðið - 12.07.1947, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 12.07.1947, Blaðsíða 6
6 MORGtHfBt A8IÐ Laugardagur 11. júlí 1947. Útg.: H.f. Árvakur, Rf ykjavík. Framkv.stj.: Sigfús Jónsson Ritstjóri: Valtýr Stefinsson (ábyrgðarm.) Frjettaritstjóri: ívar Guðmundsson Auglýsingar: Arni Garðar Kristinsson. Ritstjórn, auglýsingar og afgreiðsla, Austurstræti 8. — Sími 1600. Áskriftargjald kr. 10,00 á mánuði innanlands, kr. 12,00 utanlands. í lausasölu 50 aura eintakið, 75 aura með Lesbók. Járntjaldið hjer ogþar ÞEGAR slitnaði upp úr Parísarfundinum á dögunum, vegna þess að Molotov var ekki viðmælandi um neitt samkomulag, komst málgagn Moskvastjórnarinnar „Is- vestia“ þannig að orði: „Sovjetstjórnin getur ekki stutt að því, að nokkurt ríki komi málefnum sínum fyrir á þann veg, að það rýri hags- muni annara ríkja, sem minnimáttar eru, Sovjet-Rúss- ar einir geta talað eins og Molotov er einbeittlega studdi alþjóðasamvinnu, og það aðalstefnumál, að allir menn og allar þjóðir öðlist jafnrjetti og frelsi(H!) Sjer er nú hver frelsisvinurinn. í forustugrein í enska blaðinu ,,Observer“ er þessari grein í ,,Isvestia“ svarað. „Observer“ kemst m. a. að orði á þessa leið: „Þegar Molotov sprengdi Parísarfundinn, þóttist hann gera svo, með tilliti til þess, að hann vildi ekki skerða hinn helga sjálfsákvörðunarrjett þjóðanna. Er hjer um hina bláköldustu hræsni að ræða, þareð ummælin koma frá stjórn sem hcfur gert það að fastri reglu sinni að blanda sjer á hinn hrottalegasta hátt í innanríkismál þeirra þjóða sem hún hefur náð til“. Þetta segir „Observer“. Hræsni sú, sem kemur fram í orðum hins rússneska valdsmanns flýtur nú daglega yfir dálka „Þjóðviljans“. Það á að sundra Evrópu(!) segja Þjóðviljamenn með ofsagrát í kverkunum. En Bandaríkjamenn vilja bjarga Evrópuþjóðum úr voða óstjórnar, fátæktar og sultar. Það er sök þeirra í augum Rússastjórnar. Kommúnistar hjer á landi, sem um allan heim, vilja að sem flest lönd og þjóðir hljóti somu eymdar og niður- lægingar örlög sem Eystrasaltsríkin. Þar ráða Rússar einir öllu. Þar er þeim mönnum rænt, og þeir fluttir úr landi, sem vilja á einhvern hátt reyna að veita hinu rúss- neska einræðisveldi viðnám. En þeir, sem í Þjóðviljann skrifa harma, að við skulum vera svo langt undan landi „hins austræna lýðræðis“, að sú „guðsblessun harðstjórnarinnar“ nái ekki hingað. „Þjóðviljinn“ spyr í gær í uppgerðarfávisku hvaða er- indi íslenskur fulltrúi eigi á ráðstefnu þá, sem nú sest á rökstóla í París. Hvert einasta mánnsbarn á íslandi getur svarað þessu, hvort sem Þjóðviljamönnum líkar betur eða verr. Erindi íslands á ráðstefnu þessa er m. a. það, að upplýsa fyrir þjóðum heims, að enda þótt hjer á landi sje flokkur manna, sem á sjer enga ósk heitari, en að ísland lyti forráðum afturhaldsklíkunnar í Moskva, þá er ís- lenska þjóðin fráhverf allri kúgun. Tjekkar ætluðu sýnilega að leitast við að vera vestan við járntjaldið og tilkynntu þátttöku sína í ráðstefnunni. En þeim hafði missýnst hvar þeir eru staddir á heims- kringlunni. Forustumenn þeirra voru dregnir austur í Moskva, og þeim tilkynnt þar, eftir því sem manni skilst að þeir yrðu sem þægir og auðsveipir „nágrannar“, að sitja heima. Von að Molotov hafi haldið hjartnæma ræðu á fundinum fyrri, að núverandi stjórn Rússlands vildi fyrir hvern mun forðast að blanda sjer í málefni þjóða, sem eru minnimáttar en þeir(!) ★ Járntjaldið er yfir Evrópu þvera. En úr því minnst er á járntjald, þá er rjett að vekja athygli á því, að hægt er að koma sjer upp „járntjaldi“, þó ekki sje á heimsmælikvarða. Það er kominn tími til að hjer á landi verði reist sjer- stakt járntjald fyrir það fólk, sem aðhyllist ógnarstjórn- ina austrænu ,arftaka Nasismans. Þeir íslendingar, sem játast undir kúgunaröflin í hjarta sínu, eiga ekki heima í íslensku þjóðlífi. Þeir einangrast og eiga að einangrast. Þeir ættu að fá hjer ofurlítið járntjald út af fyrir sig, þar spm þeir mættu hýrast, sem fulltrúar þess afturhalds er nú skýtur upp kolli víða um heim, en er eitur íslenskri þjóðarsál. ÚR DAGLEGA LÍFINU Setuliðsmenn í flugvjelum. ÞAÐ ER orðið nokkuð langt | síðan að Reykvíkingar, sem j komnir eru til vits og ára fóru að halda merkisafmælum sín- J um leyndum af ótta við setu-' liðsmenn. Það eru ekki nema! einstaka ofurhugar, sem leyfa að getið sje um afmæli þeirra á prenti nú orðið. Hingað til hefir það þótt örugt að segja frá í blöðunum, ef menn, sem búsettir eru úti á landi, hafa1 átt fimtugs-, sextugs- og allt þar fyrir ofan afmæli. En varið ykkur þjer fimtugu, sextugu og hvað þjer eruð gamlir. Það eru ekki nema nokur kvöld síðan að kunningi minn fór í afmæli, sem haldið var í Vestmannaeyjum. Hann lagði af stað í flugvjel hjeðan; úr bænum kl. 11.30 að kvöldi og komst í afmæli er það stóð sem hæst. Voðaleg hugsun er það, ef afmælissetul'iðsmenn j tækju alment upp á slíku! Hrakningar Snorra. KOLLEGA VOR í Aftenpost en í Oslo hefir ort kvæði um hrakninga Snorra og er fyrsta vísan á þessa leið: Mitt navn er Snorre Kvilelaus, og hittil har jeg jo vært taus, men nu má jeg ta til orde, for nu vil jeg gá fra borde! Hvor lenge skal Snorre Sturla- son ligge pá rygg í „Lyra“s bánn? Arbeiderne oppe i Reykjavik má ikke fá lov á streike slik, de behandler da selv ikke dyra verre enn mig pá „Lyra“! •— • Sæljónin. AFTENPOST-SKÁLDIÐ hef ir víst ekki heyrt hvernig nærri var farið fyrir sæljónunum. Það átti að setja þau á bekk með Snorra og ekki hleypa þeim í land, ef ekki hefði verið fyrir snarræði ' Sæmundar í kexinu. « Skemdar niður- suðuvörur. VEGNA FRÁSAGNAR um skemt niðursoðið kjöt hjer í dálkunum í gær hefir sjerfræð ingur í niðursuðu matvæla skýrt mjer frá því, að það geti ávalt komið fyrir, að ein og ein ; niðursuðudós skemmist og inni' hald hennar eyðileggist. Það | komi fyrir ef dósin sje óþjett, sje gevmd nálægt hita, í sól- inni í sýningarglugga og af öðr um ástæCum. Það þurfi als ekki að vera fyrir sjerstök mistök í verksmiðju, er það kemur fyr- ir. — Hinsvegar eigi afgreiðslufólk og kaupendur að geta sjeð bað á niðursuðudósum, áður en þær eru opnaðar, hvort þær sjeu gallaðar eða ekki með því að styðja á botn dósanna, því ef botninn bungar, þá er dósin gclluð. — Gott er ao vita það. ® Var ekki frá SlátKrfjelaginu. A-Ð GEFNU tilefni og til að fyrirbyggja allan misskilning, er mjer ljúft að geta þess. að niðursuðudósin með úldna ket- inu, sem hjer hefir verið gerð að umtalsefni, var ekki frá Sláturfjelagi Suðurlands. • Söfnurum gert erfitt fyrir. EKKI VEIT jeg hvort það er góð íslenska að kalla mann. sem safnað hefir krónu og tveggja krónu peningum, safn- ara. Það getur vel verið að rjettara sje að nefna slíka menn skattsvikara, stríðsgróða menn eða krónkalla. En hitt veit jeg, að þessum mönnum hefir verið gert erfitt fyrir með þeirri ákvörðun að krónupen- ingar verða inkallaðir og papp írskrónurnar koma í staðinn. Það er minsta kosti ráðlegra að geyma pappírskrónuvesling ana í vatnsþjettum ílátum, því anars ér hætta á að þeir gufi upp. • Spilapeningar. ÞAÐ ER VERIÐ að gera mönnum ómögulegt að safna öðru en koparpeningum, 10-eyr ingum, 25-eyringúm og spila- peningum. En hver þorir að leggja út í slíka söfnun. Það er ómögúlegt að segja nema' þetta verið alit inkallað og að menn megi ekki einu sinni eiga eins- eyringa í friði og áður en var- ir verður kanske líka farið að innkalla spilapeninga. því að það er skamt öfganna á milli! • Sælt að vera fátækur. HVER EFAST nú lengur um, að það sje rjett, sem skáldið sagði, að „það sje sælt að vera fátækur". Og það minnir mig á annað skáld, sem í öllum stríðsgróð- anum hafði komið sjer upp sumarbústað. En einn dag gerði ofsaveður og sumarbústaður- j in fauk um koll. Þegar skáldið I frjetti það símaði hann til vin- ar síns og sagði: „Jeg vissi að jeg myndi ekki fá nema bölvaður áhyggjur af því að eignast hús“ MEÐAL ANNARA ORÐA . • • « BANDARÍSK blöð hafa rætt all alvarlega um Balkanmálin undanfarið og umræðurnar um þau, sem fram hafa farið i ör- yggisráðinu vegna skýrslu Balk annefndarinnar, og þau hafa hvatt til að Sam. þjóðirnar taki málið nú alveg í gegn. Mörg blöðin hafa bent á það að Rúss ar sjeu algjörlega á móti áliti meirihlutans í nefndinni og nú hafa þau látið í ljós þá von sína, að Rússar noti sjer ekki neitunarvaldið eins og svo oft áður. Blaðið „The Chicago Sun“ sagði m. a.: „Rússland gerir mikla skyssu ef það beitir neit- unarvaldinu gegn bandarísku tillögunum um Grikkland um að Sameiuðu þjóðirar í sam- einingu hafi eítirlit með norð- urlandamærum Grikklands. Eins hafa Bandaríkjamenn rangt fyrir sjer ef þeir halda að vandræðin í Grikklandi komi aðeins utan að. Brot á lögum Sam- einuðu Þjóðanna. Nefndin, sem send var af Sam einuðu Þjóðunum, komst að því. að þegar hægri mennirnir komust að völdum í Grikklandi flúðu 20.000 kommúnistar til Júgóslavíu og 3000 til Búlgaríu og Albaníu. Þessir norðlægu nágrannar gáfu flóttamönnun um skýli og fæðu og auk þess æfðu þeir þá í skæruhernaði og sendu þá síðan -til Grikk- lands aftur til þess að halda baráttunni áfram. j Það er enginn efi á að slík- ur verknaður, jafnvel þótt mörg ríki drýgi hann í einu er I algjört brot á lögum Samein- uðu þjóðanna. Fulltrúi Banda- ríkjanna hefur þess vegna bent á, að þótt skærurnar hingað til megi aðeins teljast verkefni til rannsóknar fyrir Sameinuðu þjóðirnar, verði hjeðan í frá, þegar rannsókn hefur farið fram í málinu og nefndin hefur fellt sinn dóm yfir þeim, að telja frekari skær ur óhlýðni og tilraun til styrj- alda. Ef skærurnar verða meiri, eiga Sameinuðu þjóð- irnar í raun rjettri að grípa til | hegningarráðstafana gagnvart árásarmönnunum. Slíkar ráðstafanir eru rjett- lætanlegar með tilliti til skýrslu nefndarinnar. Hjer fara á eftir nokkur um- mæli bandarískra blaða um þetta mál. Ilvað hlöðin segja? Philadelphia Inquirer: Nú er að reyna hvernig Sameinuðu þjóðirnar standa sig. Ef þær reyna til að skjóta sjer und- an þesu missa þær traust al- heimsins. New Orleans „Times Picay- une“ bendir á orð Bretans Sir Alexanders Cadogan. að ef S. Þ. standa sig ekki í þessu, sje best að fara að pakka þeim saman. Blaðið heldur áfram: Ástæðan til þess að ákvarðan- ir nefndarinnar verða einskis nýtar, ef Rússar beita neit- unarvaldinu. Hartford Courant segir: Jafn vel þótt klofningur hafi komið í þessu máli milli austurs og vesturs og jafnvel þótt Rússar hafi hafnað Marshall tilboðinu, er ekki sagt að við þurfum að gefast algjörlega upp á tilraun- um til samkomulags milli hinna tveggja sjónarmiða. Líkt þessu taka flest öll blöð bandarísk síðustu viðburðun- um og ræða málið með alvöru og skilningi. RáSstefna efna- fræðinga í London London í gærkvöldi. RÁÐSTEFNA efnafræðinga er nú hafin í London og sækja hana þektir vísindamenn víðs- vegar að í heiminum. Verður þeim haldin veisla á næstunni, og mun Attlee forsætisráðherra flytja þar ræðu. ! Tilkynt er, að af öryggisástæð um fari engar umræður fram uiri afomorku á ráðstefnunni. — Reuter.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.