Morgunblaðið - 12.07.1947, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 12.07.1947, Blaðsíða 10
10 M O R G U Hf B L A Ð I 0 6. dagur „Hvaða vandræði eru nú þetta?“, sagði Lucy við sjálfan sig. „Auðvitað höfum við látið loga á vjelinni í allan dag og jeg hefði átt að hafa vit á að biðja um meira af steinolíu áður en búðinni var lokað.“ Vermiflaskan lá þar á borð- inu ísköld. Og þegar Lucy leit á hana fanst henni að hún þyrfti endilega að fá heitt vatn á hana. Hún tók því ketilinn af olíuvjelinni og setti hann á gasvjelina. Svo kveikti hún á eldspýtu og skrúfaði frá g'as- inu, en það var sama og áður, ekkert gas kom. „Hvernig stendur á því að þú vilt ekki loga?“ sagði hún upp- hátt yfir gasvjelinni. „Það er vegna þess að jeg vil það ekki“, var sagt með dimmri rödd. Lucy misti eldspýtnastokkinn og skimaði um eldhúsið en þar var enginn maður. „Mjer er illa við gas“, sagði röddin. „Jeg get ekki þolað það. Svei því.“ Hún gat ekki gert sjer grein fyrir því hvaðán röddin kom. Það .var eins og hún heyrði hana ekki með eyrunum. Það var eins og röddin kæmi fram í huga hennar og þó var það ekki hennar eigin hugsun, því að hún sveiaði aldrei. Það hlaut að vera Gregg skipstjóri sem talaði. Og þegar hún var viss um það, þá varð hún reið og reiðin varð óttanum yfirsterk- ari og hún svaraði með fullum hálsi: „Þú ert bæði þver og ill- gjarn“, sagði hún. „Ef þú vild- ir eiga hjer heima, þá hefð- irðu átt að búa hjer, í staðinn fyrir að vera sá heigull að stytta þjer aldur og gera svo öllum illt“. „Jeg stytti mjer alls ekki ald ur“. Röddin þrumaði í eyru hennar eins og trumbuslög. „Jeg sofnaði í stól í rwefnher- berginu mínu rjett fyrir fram- an ólukkans gaí»rjelina. Og í svefni hefi jeg óvart komið við gashanann. Það var suðvestan rokstormur úti og stóð beint upp á gluggann svo að jeg hafði lokað honum, eins og hver skyn samur maður gerir svo að glugggatjöldin ónýtist ekki. Og svo komu þessir hálfvitar dag- inn eftir og fundu mig dauðan og hjeldu að jeg hefði drepið mig viljandi á gasi, vegna þess að ráðskonan mín sagði að jeg hefði altaf sofið fyrir opnum glugga, hvernig sem veður var. Hvernig í skrattanum hefði hún átt að vita það? Aldrei svaf hún hjá mjer“. Lucy kafroðnaði og sagði við sjálfa sig að nú væri engum blöðum um það að fletta að þetta væri Gregg skipstjóri, því að aldrei hefði sjer komið til hugar að tala þannig. „Auðvitað kæmi þjer það aldaei til hugar“, sagði Gregg skipstjóri, „því að þú ert sið- ug kona — alt of siðug og hef- ir varla lifnað meir en til hálfs“. „Hvaða vitleysa". hrópaði Lucy. „Jeg er miklu betur lif- andi en þú og jeg óska þess að þu farir og látir mig í friði. Jeg ætla aðeins að fá mjer heitt vatn á þessa flösku og svo fer jeg að sofa“. „Já, farðu að sofa“, sagði Gregg skipstjóri. „Hvað ætli jeg sje að aftra þjer þótt þú hafir sett allan þennan kven- nærfatnað í rúmið mitt og því- líkt rusl“. „Það er ekkert rusl“. svar- aði Lucy. „Þetta eru handbród- eruð línlök, sem jeg kom með mjer. Jeg get ekki sofið nema við góð línlök“. „Ef þú hefðir haft þá fyrir- hyggju að líta inn 1 línskápinn minn. þá hefðirðu fundið þar nóg af hinu fínasta írska líni“, sagði Gregg skipstjóri. „Jeg keypti það sjálfur í Dublin og jeg hefi aldrei sjeð eða heyrt getið um fínni línlök. En þú hefðir gott af því að sigla einu sinni suður fyrir Horn þegar suðaustanstormurinn er svo að þú nærð ekki andanum, hver maður á þiljum og holskeflurn- ar ríða grængolandi yfir skip- ið - í þrjá sólarhringa sam- fleytt — þá mundi kannske fara úr þjer mesti gorgeirinn, því að þá mættirðu þakka fyr- ir að fá að sofa á strigapokum“. „Jeg mundi aldrei gera það“, sagði Lucy. „Þú gast nú samt sofið í gamla hægindastólnum mínum áður“, sagði Gregg. „Nú, það varst þú sem opn- aðir gluggann og hafðir nærri því gert út af við mig af kulda“, sagði Lucy. „Þú ert með öfgar eins og allar konur“, sagði Gregg skip- stjóri. „Ferska loftið var gott fyrir þig og það gerði aðeins nefið á þjer rautt“. „Hvaða vitleysa“, sagði Lucy og gat nú ekki annað en hleg- ið. „Að hverju ertu að hlæja?“ spurði Gregg skípstjóri. „Mjer þykir vænt um að heyra ein- hvern hlæja, því satt að segja hefir verið lítið um glaðværð í þessu húsi á undanförnum ár- um“. „O, mjer fannst það bara hlægilegt að draugur skuli núa mjer því um nasir að jeg hafi rautt nef“, sagði Lucy. „Og þó er þetta undarlegt, því að rjett áðan var jeg dauðhrædd við þig“. „Við hræðumst altaf hið ókunna“, sagði Gregg skipstjóri „Aldrei var jeg jafn hræddur eins og einu sinni þegar jeg varð að sigla án hafnsögu- manns inn á ókunna höfn“. „Jeg hjelt nú að skip mætti ekki sigla hafnsögumannslaus inn í hafnir“, sagði Lucy. „Það er satt, en að þessu sinni fjekk hafnsögumaðurinn sólsting, þar sem hann stóð við stýrið og fjell niður. Jeg var hræddari þá heldur en þegar hollenski kokkurinn varð brjál aður og ætlaði að brytja mig niður í jólasteik. Þá var hitinn hundrað og tólf stig og farm- urinn var hráar húðir og fýluna af þeim lagði upp til himna“. „Þú hlýtur að hafa lifað skemtilegu lífi“, sagði Lucy, „að sigla til svo margra landa“. „Löndin voru mjer aldrei jafn mikils virði og höfin“, sagði skipstjórinn. „Landkrabb inn heldur að öll höf sjeu eins, sölt og djúp, sljett eða úfin. En hvert haf hefir sín sjerstöku einkenni, og mjer auðnaðist að kynnast þeim flestum". „Hvers vegna hættirðu sjó- mensku fyrst þjer þótti svona vænt um höfin?“ spurði Lucy. „Jeg var orðinn gamall á mannlegan mælikvarða“, svar- aði skipstjórinn, „jeg var far- inn að tapa sjón og silalegri í hreyfingum. Maður verður að vera herra yfir sjálfum sjer áð- ur en hann getur vænst þess að sigra úthöfin. Og á hverjú skipi eru svo mörg mannslíf að það er óforsvaranlegt að fela þau forsjá annara en úrvalsmanna. Jeg fór þess vegna í þurkví eft ir eigin ósk og hafði síðan aðal- skemtunina af sjónaukanum mínum. Flest skip heimsins fara einhvern tíma um Erma- sund á leið sinni milli úthaf- anna. Og ef þú ílendist hjerna þá gæti jeg sýnt þjer þau“. „Jeg ætla mjer að ílendast hjerna“, sagði Lucy. „Enginn maður helst við í þessu húsi“, sagði skipstjórinn. „Þjer mundi þykja það bros- legt ef þú vissir hve auðvelt er að reka þá á flótta þessa land- krabba“. „Opnaðir þá gluggann í því skyni að hræða mig?“ spurði Lucy. „Nei“, sagði skipstjórinn. „Jeg opnaði hann vegna þess að jeg kæri mig ekki um að hjer verði annað slys af bannsettu gasinu. Jeg kæri mig ekki um að sagt verði að fleiri drepi sig í þessu húsi vegna ímyndaðrar geðbilunar“. „Það virðist svo sem þú hald ir að þú eigir þetta hús ennþá“, sagði Lucy, „en það er mesti misskilningur. Eigandinn á heima í Suður-Ameríku“. „Og þetta er líka alger mis- skilningur“, þrumaði skipstjór inn. „Þessi frændi minn átti alls ekki að erfa húsið og fje mitt. Jeg ætlaði að gera erfða- skrá, þar sem ákveðið var að húsið skyldi verða heimkynni aldraðra sjómanna, og eigur mínar áttu að ganga til þess að greiða kostnað við það“. „Það er nú um seinan“, sagði Lucy. „Og vissulega er það betra fyrir húsið að í því sje búið, heldur en það grotni nið- ur vegna þess að enginn þorir að eiga þar heima“. „Jeg vil ekki að neinn eigi hjer heima nema karlmenn — það er að segja sjómenn“, sagði skipstjórinn. „Jeg ætla nú samt að eiga hjerna heima“, sagði Lucy. „Það er alvég við mitt hæfi. Leigan er lág og börnin hafa gott af því að vera hjer og hjeð an er skamt í skóla fyrir þau. Jeg ætla mjer að vera hjer, enda þótt jeg þurfi að hita hvern vatnsdropa á olíuvjel“. „Þú lætur það vera að búa hjerna“, sagði skipstjórinn gremjulega. „Jeg vil ekki að svefnherberginu mínu góða sje breytt í kvennadyngju, með öllu því drasli sem því fylgir“, „Þú ert dónalegur“, sagði Lucy, „þú ert bæði dónalegur, þrár og illa innrættur“. Og vegna þess hvað hún var þreytt, settist hún á stól við borðið, hallaðist fram á hendur sínar og fór að gráta. AXJGL'ÍSITSG ER GVLLS ÍGILDI Laugardagur 11. júlí 1947. GULLNI SPORINN Eftir Quiller Coucb. 35u_ „Ungfrú Delía,“ sagði jeg og bar óðan á, „tólfti maður- inn er kominn, og finnum við ekki þegar í stað eitthvað ráð, þá er úti um okkur.“ „Þey“, sagði gamli maðurinn, sem, að því er virtist, hafði heyrt allt, sem jeg sagði, og nú sat upprjettur í stólnum, eins og hann hefði aldrei kent sjer meins. „Jeg fyrir mitt leyti ætla að blanda mjer á ný 1 silfurskálina, og svo verð- ur Jacques að sjá um afganginn. Setist þjer hjerna hjá mjer, ungi maður, og þá skuluð þjer fá að sjá skemmtilega sjón. Jacques er fimari að beita sverði sínu, en nokkur annar franskur maður.“ „Herra minn“, sagði jeg með aðvörunarróm, „þeir eru tólf saman, og þessa stundina er líf yðar ekki eyris virði.“ „Þetta er bölvuð vitleysa, það er að minnsta kosti ekk- ert á móti því að ljúka við púnsbolluna hjerna fyrir fram- an mig, og sem jeg með eða án hjálpar yðar er staðráð- inn í að drekka. Hættið þjer nú þessari vitleysu, og eyði- leggið ekki fyrir okkur gamanið. Það er auðsjeð, að þjer eruð of óreyndur til að verða okkur til nokkurs gagns-.“ „Það skuluð þjer fá að sjá,“ hrópaði jeg reiðilega, „að jeg kann að fara jafnvel með sverð og nokkur maður ann- ar.“ „Rólegir! Reyndu hann, Jacques“. Jacques, sem meðan á samtalinu stóð hafði verið hinn rólegasti, tók sjer strax bardagastöðu. Jeg sneri mjer ösku- reiður við, dró sverð mitt úr slíðrum og lagði til atlögu, en hann varðist höggum mínum svo rólega og kæruleysis- lega, að engu var líkara en hann liti á mig sem smábarn og viðureign okkar sem leik og ekki annað. — Og svo var hann allt í einu búinn að kippa sverðinu úr hendi mjer, jeg stóð vopnlaus eftir, en gamli maðurinn skellihló, um leið og Jacques beygði sig eftir sverðinu. Jeg var bæði reiður og skömmustulegur og ætlaði að fara að láta tilfinningar mínar í ljós, þegar franski þjónn- inn leit snögglega til mín og gaf mjer merki um að koma til sín. I TIVOLI — Nú hefurðu enn einu sinni gleymt að strengja snúruna milli stauranna. ★ Þau sátu tvö á bekknum og nutu töfra sumarnæturinnar. Hann hvíslaði dreymandi: •— Heyrirðu í næturgalanum, hjartað mitt? — Næturgalanum? sagði hún._— Nei, þeta er.bara and- arteppan í mjer. Kæra Marta. Afsakaðu, að jeg hef ekki skrifað fyrr. Jeg veit vel, að þú átt brjef hjá mjer, en hjer er það —. Kær kveðja. Þinn Jón. í leikfiminni var kennarinn að sýna börnunum hvernig ætti að róa báti og þau hreyfðu öll hendurnar fram og til baka, nema bara Bjössi, sem ekki hreyfði sig. — Af hverju gerir þú ekki eins, Bjössi? kallaði kennarinn. — Jeg er í mótorbát. ★ Það var pantleikur og Mar- grjet átti að kyssa ungan mann. — Var það ekki átta kossar, segir hún. — Nei, sjö, svaraði hann. •— Nei, átta. — Nei, sjö. — Jæja, þá byrjum við bará upp á nýtt til að fá það rjett. ★ — Ibúarnir á Suðurhafseyj- um hafa sama veður árið um kring. — Veslingarnir, hvernig byrja þeir samtal? ★ — Jæja Tommi ertu búinn að læra stafrófið? spurði kenn- arinn. — Já, svaraði Tommi. — Hvaða stafur er þá á eft- ir A. — Allir stafirnir. ★ í hattabúðinni: Þjer auglýstuð 400 hatta á niðursettu verði." Það er best að jeg reyni þá.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.