Morgunblaðið - 12.07.1947, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 12.07.1947, Blaðsíða 12
Veðurútlitið. — (Faxaflói): SA-goIa eða kaldi. — Víðast úrkoroulaust. 0t§M IÞROTTAHATIÐ Finnlands. — Sjá grein Maj-Lis Holmberg á bls. 7. 153. tbl. — Laugardagur 12. júlí 1947. Norrænir úivarps- frjeilamenn á íslandi HINGAÐ til lands eru komn- ir á vegum Ríkisútvarpsins nokkrir tíðindamenn frá Norð- urlöndunum, nema Danmörku. Frá Finnlandi Lektor Vilhelm Eilliacur frá finska útvarpinu, frá norska útvarpinu Karl C. Lyche, ritstjóri, frá sænska út- varpinu Olov Forsén aðalritstj. og aðstoðarmenn hans Brandhill og Ivarsson. Menn þessir hafa með sjer svonefndan upptöku- vagn, þar sem komið er fyrir upptökutækjum, og ætla þeir að ferðast um landið þenr.an mán- uð til þess að kynna sjer hætti lands og þjóðar og safna frjetta- efni og frásögnum, er þeir við heimkomu munu nota til kynn- ingar í útvarpi landanna. Ríkis- útvarpið leggur þeim til leið- sögumann, Jón Magnúss. frjetta-y, stjóra, og greiðir för þeirra að öðru leyti eftir föngum. Um þessar mundir kynna þeir sjer landbúnaðarsýninguna, en fara á morgun í för um Suðurland. Að þeirri för lokinni munu þeir kynna sjer ýmsar stofnanir í Reykjavík, verða viðstaddir Snorrahátíðina í Reykholti og fara að því búnu í fÖr um Norð- urland. Gert er ráð fyrir, að þann 23. þ. m. komi frá danska útvarp- inu í sömu erindum Aksel Dahl- erup deildarstjóri ásamt J. Calle sen símaeftirlitsmanni og öðrum aðstoðarmanni ónefndum. Sferkir rönfgengeisiar Norðmenn unnu Dani í frjálsíþrcita keppni NÝLEGA fór fram frjáls- íþróttakeppni milli Danmerk- ur og Noregs, og vann Nor- egur með 117 stigum gegri 89. Bestu árangrar, sem náðust á mótinu voru þessir: 100 m: — 1. P. Bloch, Nor- egi 10,9, 2. S. Fallesen, Dan- mörku, 11,0. Norðmaðurinn Tranberg var 4. á 11,2. 400 m: — 1. N. Holst-Sören- sen, D, 48,9, 2. B. Vade, N. 49,3. 1500 m: — 1. K. Vefling, N. 3,55,2. 2. A. Poulsen, D. 3,56,8. Spjótkast: — 1. J. Hansen, D. 62,83 m. 2. E. Röberg, N., 59,87 m. 4X100 m: — 1. Noregur 42,7 og 2. Danmörk á sama tíma. Þrístökk: — 1. E. Haugland, N. 14,55 m. 2. Preben Larsen, D. 14,28. 400 m. grind: — 1. O. Op- sahl, N., 55,5 og 2. A. Ras- xnussen, D. 55,8. Sleggja: — 1. P. Cderquist, D. 50,07 og 2. A. Borring, D. 46.93 m. Hástökk: —• 1. B. Leirud, N., 1.93 m. og 2. Erik Stai, N, 1.93 m. 5000 m: — 1. M. Stokken, N, 14,51 og 2. Kaj Hansen, D., 15.11. Myndin er af röntgengeislarafal, sem er á hæð við fjögurra hæða hús. Hann getur framleitt 11% milljón volt og gegnum- lýst allt að 10 cm. þykkar stólplötur. Stærð rafalsins getur maður gert sjer ljósa, ef athugaður er maðurinn sem stendur til vinstri á forgrunni myndarinnar. Rafallinn er smíðaður í Bandaríkjunum. Bygl fyrir 113 miljónir kr. í Reykjavík árið sem leið 634 nýjar íbúðit og 377 ný hús ÁRIÐ sem leið voru bygð hjer í bænum 377 ný hús. Þar af voru 201 íbúðarhús með samtals 634 íbúðum og eru þar með taldar 172 íbúðir, sem vitanlegt er að gerðar hafa verið í kjöllurum og þakhæðum án samþykkis byggingarnefndar, Kostnaður við húsbyggingar hjer í bænum er áætlaður 113 miljónir króna. Frá þessu er skýrt í yfirliti Sigurðar Pjeturssonar bygging- arfulltrúa bæjarins um bygg- ingar í Reykjavík árið 1946. ÍBÚÐIRNAR. Af þeim 634 íbúðum, sem bygðar voru eru 599 í steinhús- um og 35 í timburhúsum. íbúð- irnar eru alt frá einu herbergi og eldhúsi upp í 10 herbergi og eldhús. Flestar eru íbúðirnar 2 herbergi og eldhús, eða samtals 187, þar næst 4 herbergi og eld- hús, eða 170. Aðeins ein íbúð er 10 herbergi ásamt eldhúsi, tvær 9 herbergi, þrjár átta herbergi, 16 eru 7 herbergi. Auk þessa eru einstök íbúðar- herbergi án eldhúss 105 talsins. HÚSBYGGINGAR. Alls voru bygð 377 hús, þar af 201 íbúðarhús, 7 verslunar- og ,skrifstofuhús, 2 sj.'krahús, i. 4, 1 kvikmyndahús, 1 skóli, 1 í- þróttahús, 1 kapella, 10 verk- smiðjur, 19 geymslur og því um líkt og 134 bílskúrar. Aukningar á eldri húsum sam tals 30 eru ekki lagðar við tölu húsa. Breytingar á eldri húsum, sem ekki auka rúmmál þeirra, girðingar o. fl. er ekki talið með en til slíks hefur verið varið miklu f je á árinu. Fimm sækja um starf flupálastjóra UMSÓKNARFRESTUR um starf flugvallastjóra var útrunn ið þann 1. júlí s.l. Umsækjend- ur voru fimm og eru þeir þess- ir: Agnar Kofoed Hansen for- maður Fiugráðs, Sigurður Jóns- son skrifstofustjóri flugmála- stjóra, Sigfús Guðmundsson framkvæmdastjóri, Gunnar Sig- urðsson flugvallarstjóri í Rvík og Arnór Hjálmarsson er var flugvallarst jóri á Keflavíkur- flugvelli. Sá er fær veitingu fyrir starfi þessu mun hafa á hendi yfirum- sjón með öllum flugvöllum lands ins, samkv. hinum nýju lögum frá síðasta þingi. Flugmálaráðherra veitir starf þetta. Laugarnesvsginum pmla lokað NÆSTU DAGA verður gamla Laugarnesveginum, frá Suður- landsbraut inn fyrir Kirkjuból, lokað fyrir fult og alt, en í stað hans kemur vegur, sem liggur frá Suðurlandsbrautinni fyrir austan Tungu. Verða þá tveir aðalvegir að Laugarneshverfinu, vegurinn meðfram sjónum frá Höfða- hverfinu og hinn nýji vegur frá Suðurlandsbrautinni. IV flokks mótið Á FIMTUDAGINN var voru háðir tveir leikir í 4. fl. mótinu og lauk þeim þannig, að Valur sigraði Víking með 6:1 og Fram sigraði K.R. með 1:0. Mótið heldur áfram í dag kl. 1.15 og keppa þá Fram og Vík- ingur og þar á eftir Valur og K.R. og er það úrslitaleikur. Prestaskifti milli íslands og Winnipeg SAMKOMULAG hefur orðið um, að prestaskipti verði í eitt ár milli Fyrstu lúthersku kirkj- unnar í Winnipeg og Útskála- prestakalls. Síra Valdimar J. Eylands kemur til íslands þegar á þessu sumri og dvelur hjer eitt ár með fjölskyldu sína, en síra Eiríkur Brynjólfsson fer vestur og þjón- ar í Winnipeg. Lögberg segir, að gert sje ráð fyrir að þessi verkaskipting prestanna hefjist núna í júlí, ef síra Valdimar Eylands fær skips ferð til íslands. Verksmiðjurnar að taka fil starfa Siglufirði í gærkvöldi. EITT SKIP kom í dag meðí síld veidda fyrir tveimur dög- um, alls 600 mál, en í dag hafai litlar frjettir borist af hafinu, Veður ekki verið gott. Ríkisverksmiðjurnar SRP og SR30 og bæjarverksmiðjan Rauðka verða settar af stað í kvöld. Einnig verður reynt að setja nýju verksmiðjuna af stað aftur í kvöld, en verksmiðjan átti að fara af stað í fyrrinótt, en bilaði strax án þess að geta brætt nokkuð. Sú síld, sem nú veiðist er full af átu og óvenjufeit, eða upp í 21% fitumagn. SÍLD TIL HJALTEYRAR. Frjettaritari vor á Hjalteyri símar, að komið hafi verið með fyrstu síldina þangað á mið- vikudag, en þá landaði Sædís 570 málum og Sindri 193 mál- um. Á fimtudag landaði Súlan 697 málum, Aldan 414 og Sverr- ir 169. Tundurdufl gerð óvirk TÖLUVERT hefir borið á því, að tundurdufl rækju hjer á land að undanförnu, og hafa Skipaútgerð ríkisins nýlega borist skýrslur um dufl gerð ó- virk á eftirgreindum stöðum: 1. Skýrsla frá Evald Kristen- sen, Neskaupstað. 1 dufl að Stuðlum í Norð- firði og annað í Djúpavogi. 2. Skýrsla frá Skarphjeðni Gíslasyni, Hornafirði: 3 dufl i Álftafirði. 2 í Lónsvík. 1 á Hornsfjöru 3 á Borgarfjöru, 3. Skýrsla frá Jóni Gunn- laugssyni, Siglufirði: 3 dufl norðarlega á Skaga vestan Skagafjarðar. 4. Skýrsla frá Helga Eiríks- syni, Fossi, Vestur-Skaftafells- sýslu: 3 dufl á Meðallandi. Öll framangreind dufl voru bresk að undanskildu einu á Skaga við Bkagafjörð. Jón Þórarinsson lýkur námi við Yale háskóla JÓN ÞÓRARINSSON, ungur íslendingur, sem hefur stundað nám í Bandaríkjunum í tónlist lauk nýlega „Masters“-prófi við Yale háskóla í tónlistarfræðum. Var hann einn átta nemenda frá Evrópu, sem útskrifuðust frá skólanum á þessu ári. HersJcip í heimsókn. LONDON: — Bresku tundurspill- arnir Cleopatra og Solebay eru nú í heimsókn í Málmey, Svíþjóð. Unglingar Engel Lund syngur á Akureyri Frá frjettaritara vorum á Akureyri, föstudag. ENGEL LUND hjelt aðra þjóðlagaskemtun sína í NýjaBíó í gærkvöldi, með aðstoð Wil- helm Lanzky Otto. Efnisskráin var að mestu önn ur en frá fyrri hljómleikum hennar. Aðsókn var mjög sæmi- leg og söngkonunni vel fagnað og varð hún að endurtaka nokk- ur lög og syngja aukalög. Henni bárust blómvendir frá áheyr- endum. Vafalaust munu þeir er hlust uðu á hina sjerkennilegu og hjer áður óþektu þjóðvísnahljóm- leika hinnar víðförlu söngkonu, minnast lengi komu hennar hing að til Akureyrar. -+- H. Vald,

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.