Morgunblaðið - 12.07.1947, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 12.07.1947, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ Laugardagur 11. júlí 1947,"] Grænlandsleiðangur styrktur með sölu amerískra sígaretta í Danmörku HINN mikli leiðangur þeirra Eigils Knuth greifa og Ebbe Munck, sem nú ér á leið til Grænlands, er að nokkru leyti styrktur fjárhagslega með sölu á amerískum sígarettum, sem keyptar voru fyrir samskotafje dansk-Ameríkana í Bandaríkj unum og seldar eru fyrir 5 kr. pakkinn í Danmörku. Er búist við að af þessari sígarettusölu íáist um 500,000 krónur. — iNokkrir leiðangursmenn eru nú staddir hjer í Reykjavík og á Akureyri. Ætla til nyrsta lands í heimi. ■ Annar foringi leiðangursins, Eigil Knuth greifi hefur verið ihjer í Reykjavík undanfarna daga. í gærmorgun hitti jeg hann og bað hann að segja frá fyrirætlunum og undirbúningi þessa leiðangurs. Knuth greifi sagði, að ætl- •unin væri að kanna Pearyland, uem er nyrst á Grænlandi og það land, sem liggur næst Norðurpólnum. I sumar verður aðeins um undirbúningsstarf- semi að ræða, en fyrirhugað er að leggja upp á ný næsta sumar og hafa þá tveggja ára dvöl á þessu nyrsta landi hnatt arins. Að þessu sinni hafa leiðang- ursmenn yfir að ráða tveimur skipum, gamla Grænlandsfar- inu ,,Godthaab“ og skonnort- unni ,,Gamma“, ásamt einni Catalinaflugvjel. Alls taka 50 manns þátt í leiðangrinum í sumar og þar af eru 14 vís- indamenn, jarðfræðingar, dýra fræðingar, landafræðingar, út- varpsfræðingar og fornfræðing ar. Auk þess er með í förinni reyndur kvikmyndatökumaður. Rannsóknir byrjuSu fyrir stríð. Þeir Eigil Knuth og Ebbe Munck hófu rannsóknir sínar og undirbúning að Peary-lands förinni með leiðangri 1938—’39. Vegna stríðsins urðu þeir að hætta rannsóknum sínum og komu þeir við hjer í Reykja- vík á heimleið frá Grænlandi stuttu eftir að styrjöldin braust út 1939. Peary-land er lítt rannsakað ennþá og telja vísindamenn að mikið verkefni bíði þeirra, ef þeim gengur vel að koma sjer fyrir norður þar, og geta á þessu sumri komið sjer upp stöðvum, eins og ætlun þeirra er. jÞað, sem gera á í sumar. Um fyrirætlanir leiðangurs- manna á þessu sumri, sagði Knuth þetta: „Fyrir nokkrum dögum komu sumir leiðangursmann- anna hingað til lands með Cata linaflugvjelinni, sem danski flotinn hefir lagt leiðangrinum til með sjö manna áhöfn. Að- alflugmaður er Overbye kap- téirtn, sem oft hefur komið til íslands áður og er einnig kunn- ugur á Grænlandi. í gær var búist við leiðangursskipunum „Gotdhaab" og „Gamma“ til Leiðangursmenn sem ætla til nyrsta lands í heimi staddir í Reykjavík * rv; - ÞETTA eru tvær af þeim sex Catalínaflugvjelum, sem Danir keypíu í Bandaríkjunum. Tvær þeirra verða við Grænland í sumar, önnur í Pearylands-Ieiðangrinum en hin við vestur- ströndina. Sú þriðja verður til vara. Þessi naynd var tekin er vjelarnar komu til flughafnar danska flotans frá Ameríku fyrir skömmu. Akureyrar. Flugvjelin mun fljúga á undan skipunum til austurstrandar Grænlands til að leita að íslausri leið fyrir þau. Munu skipin annað hvort sigla meðfram Austurströnd Grænlands, ef þar er íslaust, eða fara norður fyrir ísspöng- ina, ef það er hægt. — Reynt verður að komast til Lock Fyne og þar höfð aðalbækistöð, en síðan flogið norður til Peary lands og leiðangursmenn settir þar á land, ef gerlegt reynist. Búist er við að snúið verði heim aftur í september. 50 þúsund lítrar af bensíni og tilbúin hús. Auk vista hafa leiðangurs- skipin meðferðis 50,000 lítra af bensíni og tilbúin hús, sem reynt verður að reisa norður á Pearylandi til notkunar á næstu tveimur árum, er leið- angurinn hefir vetursetu í Pearylandi. Knuth tók það fram, að óvíst væri að l'eiðangursmenn gætu framkvæmt allar sínar fyrir- ætlanir á þessu sumri. •— Það færi allt eftir veðri og hvernig ísinn lægi. Mikilsvirði er og hvað skipin komast norðarlega í sumar. Engin skip hafa farið norðar en til norsku eyjanna, sem eru 79. breiddargráðu, en þangað er ferðinni heitið nú, ef mögulegt er. Leiðangurinn kostar 1.5 miljón krónur. Áætlað er að þessi leiðangur muni kosta um 1,5 milj. kr. og er það einhver allra stærsti leiðangur, sem Danir hafa gert út til Grænlands. — Danska stjórnin styrkir leiðangurinn með fjárframlögum og hefir veitt 500,000 krónur til hans. — Einnig leggur hún til skipin og áhöfn þeirra. ^ITálf miljón krónur fást með sígarettusölunni, sem fyr grein ir. Tvö önnur fyrirtæki í Dan- mörku hafa fengið leyfi til að afla sjer fjár á þenna hátt, Rauði krossinn og „Red Barn- et“. Amerískar sígarettur eru ófáanlegar í Danmörku, nema á þenna hátt, en eru svo eftir- sóttar, að menn kaupa þær fyr ir 5 krónur pakkann og ganga þær vel út. „Dansk Ekspeditions Fond“ leggur einnig fje til leiðangurs ins, en sú stofnun styrkir einn- ig aðra danska vísindaleiðangra t. d. til Mongólíu, hafrann- sóknir og þess háttar. Eigil Knuth er vel kunnugur hjer á landi. Hann flaug í gær til Akureyrar til þess að taka á móti leiðangursskipunum, en með þeim er hinn foringi leið- angursins, Ebbe Munck. Þeir búast við að koma hingað til lands á heimleiðinni í sept- ember. j Egyptar undirbúa málssókn sína Cairo í gærkvöldi. IÐNAÐAR- og viðskiptamála ráðherra Egyptalands er farinn til New York til þess að undir- búa málflutning Egypta í ör- yggisráðinu í sambandi við kæru þeirra á hendur Bretum fyrir þrásetu þeirra í Egyptalandi. — Síðar mun egyptski forsætisráð- herrann, Nokrashi Pasha, einn- ig fara til New York, en hann verður aðaltalsmaður Egypta í öryggisráðinu, er málið verður tekið fyrir þar. — Reuter. Fræmkvæmdastjórastaðá Framkvæmdastjórastaðan við Hraðfrystihús Grund arfjarðar h.f. er laus til umsóknar. Þeir sem hefðu hug á að sækja um þenna starfa, snúi sjer til Lúðvíks Kristjánssonar_, Fiskifjelagi Islands, er veitir allar nauðsynlegar upplýsingar. FERÐIR verða frá Bifröst á sunnudag á Þjórsármótið kl. 10 f. h. og á Ferju- kotsmótið kl. 8 f. h. — Farseðlar»seldir á laugardag á BIFRÖST. Stúlku vantar á HÓTEL BORG. Upplýsing- ar á skrifstofunni. IMæturvörður: Röskur maður getur fengið atvinnu við næturvörslu. Ljett störf. Upplýsingar á skrifstofunni. ^JIótei IHorcý % Timbu Útvegum allskonar timbur frá Svíþjóð með stuttum afgreiðslufresti. gj, IAÓ /,/ Garðastræti 8. — Sími 5592. IVIatreiðslukona Dugleg og fær matreiðslukona óskast á veitingahús <$< í 2—3 mánuði. Tilboð sendist Mbl. merkt: „Matreiðslu kona“, fyrir 20. þ.m. |5 til 6 herbergja íbii óskast nú þegar eða síðar í haust, til kaups eða leigu Verður að vera nálægt miðbænum. Tilboð merkt: „5 til 6 herbergi“ sendist Morgunblaðinu fyrir n.k. |j miðvikudagskvöld. Mótorbátur || 22ja tonna með nýrri dieselvjel og í mjög góðu standi til sölu. Einnig er til sölu á sama stað 3 ljett- bátar (jullur) sjerlega hentugir sem vatnabátar. Listhafendur sendi nöfn sín á afgreiðslu blaðsins fyrir mánudagskvöld merkt: „Mótorbátur".

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.