Morgunblaðið - 12.07.1947, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 12.07.1947, Blaðsíða 1
i i 34. árgangur 153. tbl. — Laugardagur 12. júlí 1947. Íiaíoldarprentsmiðja h.f. Sextán ríki senda fulltrúa til París Kaupmannahöfn í gærkvöldi. Einkaskeyti til Morgunbl. i DANSKA BLAÐID „Eerlina- ske Tidende“ segir, sð enn hafi ekki náust neitt samkomulag í i viðræðum Dana og Færeyinga.! Samningamenn Færeyinga, scm J höfðn ætlað sjer að leggja af j stað heim á rnorgun (laugard.), | hafa nú ákvcðið að fresta brott-! förinni. — Aðiljunum ber enn mjög mik- ið í milli, og er ríkjandi ósam- komulag um mörg atriði. Segir blaðið, að það, hve seint viðræð- urnar gangi, sje ekki hvað síst því að kenna, hve mikið ósam- komulag sje ríkjandi meðal Fær eyinganna innbyrðis um ýms veruleg atriði. MiSjósi Kínverjar aðframkomnir al hungri Chungking í gærkvöldi. SÍÐUSTU athuganir hafa leitt það í ljós, að um milljón menn í Kína munu vera aðframkomn- ir af hungri. Verst er ástandið í hjeruðunum fyrir norðan Hongkong, í Mið-Kína og út til norðausturstrandarinnar. — 1 Hunan-hjeraði í Mið-Kína einu saman er talið, að um 100 þús- und menn sjeu að verða hung- urmorða. — Reuter. Kínverjar mótmæla rússneskri íhlutun Chungking í gærkvöldi. TALSMAÐUR kínverska ut- anríkisráðuneytisins skýrði blaðamönnum svo frá í dag, að kínverska stjórnin hefði sent rússnesku ráðstjórninni mót- mæli vegna íhlutunar Rússa í oroustum þeim, sem geisuðu milli stjórnarherjanna og her- sveita kommúnista í norðvestur- landamærahjeruðum Kína nú fyrir skömmu. Veittu Rússar kommúnistum þar hernaðarlega aðstoð frá bækistöðvum í Ytri- Mongólíu. Meðal annars tóku margar flugvjelar úr rússneska lofthernum þátt í orustunum. í mótmælaskjali sínu krefst kín- verska stjórnin þess, að mönn- um þeim, sem ábyrgð beri á þessari íhlutun, verði refsað og jafnframt verði bætt það tjón, sem orðið hafi við þessar að- gerðir, —- Reuter. kM c! Krim í Egypfalandi Abd el Krim, fyrrverandi leiðtogi Riff-flokksins svonefnda, er nú aftur kominn til Egyptalands, en hann hefir síðustu 20 árin verið fangi á eynni Reunion. Sjest hann til hægri á myndinni í viðræðum við Nokrashi Pasha, utanríkisráðherra Egyptalands. Horfur á lausn franska verkfallsins Opinberir siarfsmenn leggja fram miðlunarlillögu París í gærkvöldi. Einkaskeyti til Morgunblaðsins frá Reuter. STANSLAUSAR viðræður og samningaumleitanir hafa farið fram í París í dag í því skyni að koma í veg fyrir verk- fall 1200 þúsund opinberra starfsmanna, sem hóta að leggja niður vinnu á þriðjudaginn, ef ekki hefur verið gengið að kauphækkunarkröfum þeirra fyrir þann tima. Ríkisstjórnin hefur þegar lagt* fram eitt tilboð, en því var ein- dregið hafnað af starfsmönnun- um. Ilinsvegar lögðu þeir í kvöld gagntilboð fyrir stjórnina, og eru menn ekki vonlausir um, að takast megi að samræma það fyrsta tilboði stjórnarinnar, þannig að sættir fáist í deilunni. Enda er lögð á það megin- áhersla að leysa deiluna, því að opinberar stjórnarframkvæmd- ir færu vitanlega á ringulreið, ef allur þessi fjöldi opinberra starfsmanna legöi niöur vinnu, enda þótt ekki væri nema urn skamman tíma. VERULEG ÚTGJALDAAUKNING. Ef sættir takast í deilunni samkvæmt hinum nýju miðl- unartillögum mun kauphækkun starfsmanna hafa í för með sjer útgjaldaaukningu fyrir rík- issjóð, sem á síðustu sex mán- uðum þessa árs mun nema 21 þús. milljón frönskum, en 4 þús. milljónum á fyrri helmingi næsta árs. Flugvjel forsetans til Grikklands. WASHINGTON: Hin nýja flug- vjel Trumans forseta, mun fara í fyrsta opinbera flug sitt næst- komandi sunudag. Flýgur hún-til Grikklands með Dwig'ht P. Gris- wold, yfirmann nefndar þeirrar, sem skipuð hefur verið í sambandi við aðstoð Bandaríkjamanna við Grikki. Ráðstefnan um viðreisnartillögur IMarshalls hefst í dag London í gærkvöldi. Einkaskeyti til Morgunblaðsins frá Reuter. ÖLL Austur-Evrópuríkin hafa nú hafnað boði Breta og Frakka um þátttöku í Parisarráðstefnunni um viðreisnartill. Marshalls. Finska stjórnin tilkynti að loknum sjerstökum fundi sínum í dag, að hún myndi hafna boðinu. Það verða því 16 ríki, sem taka þátt í ráðstefnunni, sem hefst í dag ,en 8 ríki hafa hafnað þátttökuboði. Pjstur Benediktsson fulítrúi íslands á Parísarráðstefnunni. PJETUR Benediktsson sendi- herra íslands í París verður full trúi íslands á Parísarráðstefnu Evrópulandanna um Marshall tillögurnar, sem hefst í París í dag. Vilja ekki lála sprengja upp verk smiðjurnar Berlín í gær. ÍBÚARNIR í Essen hafa far- ið fram á það að fá senda full- trúa á fund Eholto Douglas, yfir manns bresku hersveitanna í Þýskalandi, sökum þess að þeir óttast, að heryfirvöldin kunni að láta sprengja Krupp-verk- smiðjurnar í loft upp. Bandamenn hafa komið sjer saman um eyðileggingu verk- smiðjanna, og Þjóðverjar eru því ekki andvígir, en óttast hins vegar, að verði þær ekki rifnar, heldur sprengdar í loft upp, muni geysimikið verðmæti af mursteinum og stáli ónýtast. Eyðileggingu hergagnaverk- smiðja í Þýskalandi á að vera lokið fyrir júní næsta ár. — Reuter. Egyplar afhenda kæru sína New York í gærkvöldi. HASSAN PASHA, sendiherra Egypta í Washington, hefur af- hent Sameinuðu þjóðunum kæru þjóðar sinnar á hendur Bretum, þar sem kvartað er yfir þrásetu breskra herja í Egyptalandi. í kærunni er þess krafist, að ör- yggisráðið hlutist til um það, að breskar hersveitir, sem hafist við í Nílardalnum bæði í Egypta landi og Sudan, hverfi þegar burt. — Reuter. Kúgaðir af Rússum. Astley Hawkins, frjettaritari Reuters í Prag, segir að stjórn- málaerindrekar vesturveld- anna þar í borg hafi látið í ljós mikil vonbrigði vegna þeirrar ráðstöfunar tjekknesku stjórn- arinnar að breyta þeirri ákvörð un sinni að taka þátt í París- arráðstefnunni. Eru fregnritar- ar yfirleitt þeirrar skoðunar, að stjórninni muni veitast erf- itt að rökstyðja þessa stefnu- breytingu sína. En eðlilega líti allur heimurinn svo á, að þetta hafi gerst samkvæmt fyrir- skipunum frá Moskva. Moskvaútvarpið fljótt til. Það var ekki fyrr en í gær- kvöldi (fimtudag), að tjekk- neska stjórnin tilkynti ákvörð un sína, en stjórnmálafregnrit- urum í Prag var vel kunnugt um, að tjekkneska utanríkis- ráðuneytið vissi, hvað koma skyldi snemma í gærdag. Og það sem benti einna greinileg- ast á það, var að Moskvaút- varpið talaði um það sem sjálf- sagðan hlut um miðjan dag í gær. Og eftirtektarvert er það, að töluvert áður en finnska stjórnin tilkynnti ákvörðun sína, hafði Moskvaútvarpið svo gott sem fullyrt, að Finnar- myndu ekki taka þátt í ráð- stefnunni. Bevin vongóður. Fulltrúar þeirra sextán þjóða, sem þátt taka í ráðstefn unni, eru nú flestir komnir til París, þar á meðal Ernest Be- vin, utanríkisráðherra, sem verður í fyrirsvari fyrir bresku fulltrúaná. Áður en hann lagði af stað frá London, ræddi hann við blaðamenn. Var hann þá spurður um, hverjar vonir hann gerði sjer um ráðstefn- una. „Jeg er vongóður. Annars myndi jeg ekki fara“, svaraði Bevin. Bcvin í forsæti? Fregnritarar telja líklegt, að Bidault, utanríkisráðherra Frakka, muni leggja það til, að Bevin verði kjörinn forseti ráðstefnuntiar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.