Morgunblaðið - 22.07.1947, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 22.07.1947, Blaðsíða 9
Þriðjudagur 22. júlí 1947 MORGUiSBLAÐIÐ 9 Enginn Herra forseti, íslendingar, konur og karlar, sera hjer eruð saman komnir. H. K. T. ÓLAFUR krónprins hefur stýrt för vorri frá Noregi hingað til Reykholts til að heiðra minningu Snorra Sturlu- sonar með innilegu þakklæti fyrir ritverk hans, Eddu, sem er auðugasta heiraild um nor- rænt trúarlíf og skáldskap, og Heimskringlu, dýrmætasta þjóð artákn sem Noregur á. í augum hvers einasta Norðmanns er Reykholt helgidómi líkast. Hjer stöndum vjer nú með hrifningu í huga á þeim stað, sem Snorri valdi sjer að bústað, þegar hann flutti frá Borg. Hjer safnaði hann hinum mörgu bókum sín- um, og hjer skráði hann sínar eigin bækur. Vjer stöndum nú á þeim stað, þar sem hann gekk um sjálfur, sem honum var svo kær, langár, aflíðandi hlíðar niður að flatlendinu, sem hallar í vestur, en í fjarlægð skynjar hugurinn fjörð og haf, hveri með silfurhvítum eimi, lengst til austurs sjer á Langjökul eins og hvítan múr að fjalla baki en norðan hans Eiríksjökul. Hjer hefur Snorri dag hvem litið yfir land sitt eins og vjer gerum í dag, fagurt land. Hjer í Reykholti finnst oss sem vjer sjeum hinum lifandi Snorra nær en á nokkrum öðr- um stað. Hjer skortir það eitt á, að vjer þekkjum fátt eitt tii framkomu hans eða útlits. En ástæða er til að halda að hann hafi verið fríður maður og föngulegur, svo sem sagt er um bræður hans, Þörð og Sighvat, og efalaust var hann virðulegur höfðirgi í öllu sínu fasi. Hann var fjelagslyndur og gestrisinn, kátur í vina hóp, skáld í miklu áliti og hafði unun af ungu fólki, svo sem skilja má af frásögn- inni af boðinu í Reykholti á jól- um 1226, þar sem sögumaður- inn Sturla Þórðarson, bróður- sonur hans, var einnig viðstadd- ur, þá 12 ára gamall. Sagan seg ir að Snorri hafi jafnan reynt að foiðast ófrið, og sagt hefur verið að hann hafí skort kjark. Þó er rangt að líta hann þeim augum. Hann var annars eðlis en samtíðarmenn hans, sem kunnu því best að útkljá deilu- mál sín með ófriði og mann- drápum. Snorri miðlaði málum og tókst oft vel. Hann var stór bóndi, starfsamur heima fyrir en jafnframt stjórnvitur. Tvíveg is var hann kjörinn lögsögu- maður. En öllu framar var hann listamaður, sagnritari, trúfræð- ingur, skáld og bragfræðingur. Hann var stórbrotinn maður í heimi vísinda og lista, og hann bar liöfuð og herðar yfir víga- menn samtíðarinnar. Þegar hug urinn hvarflar til Snorra, dettur mjer oft Cicero í hug. Þar er um svipaða menn að ræða frá sjónai miði sögunnar. Cicero var líka andans maður innan um ræningja, og því hefur sagan oft gert honum raiigt til. Af ritum Snorra er augljóst hvað honum var hugstæðast. Þau bera glæsilegt vitni um þolinmæði rannsóknarans, hug- arflug og skapandi þrótt lista- erlendur muðiir getur gert Norðmönnum eins mikið gugn eins og Snorri Ræða Sheteligs prófessors mannsins, samfara iðjusemi hins starfsama manns. Hjer í Reykbolti hafa verk hans fæðst og fullgerst. Hjer stöndum vjer á helgum stað. H. k. t. Ólafur konungsefni, sem í mörg ár hef- ur verið heiðursforseti norsku Snorranefndarinnar, hefur stýrt i f jölmennum hópi Norðmanna | til Reykolts í dag, meðlimum norsku nefndarinnar, fulltrúum ríkisstjórnarinnar, fulltrúum al þjóðarsamtaka í atvinnulífinu, | fulltrúum háskóians, ungmenna j fjelaganna, sögufjelaganna og svo mætti lengi telja. Fyrir oss vakir að sýna, að það er öll norska þjóðin sem hjer hyllir Snorra Sturluson. Þeir eru ó- teljandi Norðmenn sem gjarnan hefðu viljað vera hjer, Dg jeg ÁVARP flutt að Reykholti við afhjúpun Snorrastyttunnar 20. júlí 1947 Enn sáu Austmenn Islands jökla hefja úr hafi hadd sólroðinn. Óð knör kólgu, uns kíakaborgin breyttist í bygðir og bláa firði. Enn nýtur æskan arfsins forna frá niðjum Noregs, er námu landið. Kvistur kynborinn skal kjarnann muna, þótt lim laufgist í landi nýju. Aldrei hafa ættir íslands bygða borið hug betri til bræðra sinna. Göfuga gesti er gott að hýsa. Kær er koma þín, kommgssonur. Vemduðu vættir vorar bygðir, þótt nætt hafi nepjur nístingskaldar, ógnir illræmdar yfir dunið og sár sviðið í sjö aklir. Minningar margar úr moldu rísa, döggvaðar dreyra dauðra kynslóða. Ber við bláheiði baðm mikinn, stofn Sturlunga, stjörnum glæstan. Bálist í barmi blóðsins eldar, lýtur öld engum ísalögum; kostir og kyngi reyna krafta sína, höggva hendur, en hugur yrkir. — Svo var ætt Egils til erfða borin. Undi þó einn, er aðrir börðust, skrjáfi í skinni og skornum penna. Gerðist af gnýr, uns geirar sungu og fyíkingar fræknar til folnar hnigu. Sjálfur sat hann í sölum inni, læCður í lögum lífs og dauða. Andi innblásinn, í eldi skírður, veit vegaskil, þótt veröld sortni. Sa hann sýnir og sagnir skráði, örlagaóðinn, sem aldrei fyrnist. Enn befur enginn íslands hróður á voldugri vængjum víðar borið. í vað viðsjálan veiddi inarga illvíg öíd og undirförul, fargað var frelsi, föðurland svikið, stjörnum storkað og Snorri myrtur. Brestur bölkyngi bleikar rúnir, seni ólu illsakir um aklir fram. Viti það veröld, að vori fagna sáttir samherjar við sagnaspjöldin. Enn veitir unað orðlist Snorra, stííl Sturlunga stuðlum skreytiur. HeiIIast liugur, er háir tindar sindra sólgljáðir í svanavötnum. Lesið skal letur, uns lögmál skýra6t og duldir dómar úr djúpi stíga. Þá mun þjóðum í þúsundir ára vaxa víðsýni, en veröld stækka. T''iam Noregur við nýja elda kraftakvæði og konungasögur, laut að lindum, sem lýðum urðu ögrun, aflgjafi og óskabrunnur. Enn bafa ættlönd oki varpað, risið ramefld úr rauðri deiglu. Barg annað betur börnum þeirra en hetjuhættir horfinna alda? Njót þú, Noregur, nýrra sigra. Fagna mun frændþjóð frama þínum. Standa að stofni sferkar rætur. Vaxi viðir, uns Veröld eyðist. Þeim skulu þjóðir þakkir gjalda, sem andleg öndvegi um aldir skipn. Meðan forn fræði framtíð ylja, mun laugar leitað í landi Snorra. Lálum hug hollan um höf fljúga, * en rök ráða rjetti vorum. Andlegs auos skulu allir njóta. Geymum það, sem gott er en gibíum himi. Fagni frændþjóðir framtíð sinni, bíómlegum bygðum, brunandi skipurn, fljúgamli fleyjum, fossandi lífi, vaxandi vinsemd og vori nýju. Þjer, sem hugheilir af hafi komið og eflið örlátir ættarstuðla, flytjið fósturjörð fagrar kveðjur frá evnni ískrýndu í ystu höfum. get fullvissað yður um það, Is- lendingar, að í dag hvarflar hug ur allra Norðmanna hingað til hátíðarinnar í Reykholti. Með því hugarfari varð Snorrastyttan til sem gjöf frá Noregi til íslands. Hugmyndin fæddist fyrir aldarfjórðungi í ungmennafjelögunum vestan- fjalls í Noregi. Æskulýðurinn greip hana fegins hendi, og fyrsta nefndin var stofnuð i Bergen til að veita móttöku samskotum frá einstökum stöð- um, en áður en varði hafði öll þjóðin sameinast, enda er vitnis burðurinn nærtækur, því að hingað er kominn forseti bænda- fjelagsins norska, Johan Melbye ríkisiáð, en hann er einnig for- seti Snorra-nefndarinnar. Hjer verður einnig að geta tveggja manna, sem mikið starf hafa unnið, en.ljetust áður en verkinu lyki. Torleiv Hannás og Gustav Indrebö, báðir prófessorar í nor- rænni málfræði við Bergens Museum. Það kann að virðast að langur tími sje nú liðinn frá því að verkið var hafið. Þetta er að nokkru ieyti einstökum óhöpp- um að kenna, svo sem fjártjóni í fjármálaöngþveitinu 1920. En raunverulega er ástæðan önnur. Það hlaut að taka drjúgan tíma að ná markinu, því að söfnunin leitaði ekki eftir stórum fram- lögum einstakra manna, heldur einmitt hinum smáu framlögurn almennings. Ungmennafjelögin lögðu skatt á meðlimi sína, og fjármunir bárust að ár eftir ár. Það fór að óskum Snorranefnd- arinnar, styttan var gjöf frá norsku þjóðinni og frá þjóðinni er hún afhent íslensku þjóðinni í dag. Á 700 ára ártíð Snorra 1941 var allt tilbúið, en þá olli stríðið nýjum töfum, stríðið sem færoi oss heim sanninn um það, í ennþá ríkara mæli, hvaða þýð- ingu konungasögurnar höfðu fyrir norsku þjóðina. Þaö veit hvert smábarn í Nor egi í hverri skuld vjer stöndum við Snorra. Það hefur verið sagt fyrr, og það verður sagt oft og enn skal það sagt hjer í heyr- anda hljóði í Reykholti. Betri orðum verður ekki að því komið en þeim, sem prófessor Worm- Muller viðhafði í ræðu sinni hjer í Reykholti 4. ágúst 1942: því verður ekki með orðum lýst, hverja skuld þjóð vor á Snorra Sturlusyni að gjalda. Enginn maður erlendur hefur nokkurn tíma gert, nje mun nokkurn tíma gera, oss annan eins greiða og hann. Það má nærri því taka svo djúpt í árinni að segja, að hefði Snorra ekki notið við, þá væri Noregur ekki frjálst ríki i dag. Frá Reykholti hefur oss komið sá kraftur endurfæðing- ar, sem veldur því að hin forna saga Noregs ber nýjan, þrótt- mikinn ávöxt frá kynslóð til kynslóðar. Það er sagan, sem sögð er í Heimskringlu Snorra, sem bjargað hefur landi voru á örlagastundum og kennt þjóð- inni að þekkja sjálfa sigjO Og hvílík saga! Skemmtilest- ur fyrir unga og aldna á 'hverju heimili Noregs, saga fuU;af,lif- Framh. á blg. il.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.