Morgunblaðið - 22.07.1947, Page 10

Morgunblaðið - 22.07.1947, Page 10
10 MORGUNBLAÐIÐ ÞHðjúdagur'22. jiilí 1947 NORSKA LANDSLIÐIÐ KEMUR í DAG Fyrsti londsleiknr FYRSTI knattspyrnuleikur, norska landliðsins á Islandi fer, fram eftir nokkra daga. Ef til | vill væri fróðlegt að staldra hjer nokkuð við. Hver er styrkleik ur norsku knattspyrnunnar í dag — samanborið við árin fyr ir stríðið — og t.d. samanborið við hin Norðurlöndin? Því er fljótsvarað, að norska knattspyrnan á enn langt í land til þess að verða eins góð og hún var fyrir stríð. Jeg mun aðeins í því sambandi stikla á stóru. Árið 1932 vann norska landsliðið keppnina um Gullbik arinn, sem stóð yfir í fjögur ár. Hinir þátttakendurnir voru Danmörk, Svíþjóð og Finnland. 1936 vann Noregur bronse-af- reksmerkið í knattspyrnu á Olympiuleikunum, eftir að hafa unnið Tyrkland, Þýskaland og Pólland. í úrslitakeppninni um gull-afreksmerkið tapaði Noreg ur aftur á móti fyrir ítalíu, 1:2 eftir framlengdan leik. 1938 tók Noregur þátt í heimsmeistara- keppninni í knattspyrnu, sem fór fram í Marseille, eftir að hafa unnið Irland og fengið rjett til þáttt. Norðmenn mættu ítölum í fyrsta leiknum, sem tókst enn að vinna eftir fram lengdan leik, aftur með 1:2. En þýski dómarinn dæmdi sigur- mark Norðmanna, sem sett var á síðustu mínútu leiksins ógilt. Knattspyrnan í Noregi stóð sem sagt í miklum blóma fyrir stríð, en því miður er ekki hægt að segja það sama um hana nú. íþróttaverkfallið á stríðsárun- um hafði mjög deyðandi áhrif. Og þegar friður komst á voru landliðsmennirnir frá því fyrir stríð of gamlir, en um nýja var ekki að ræða. í fyrstu leikjunum töpuðum við fyrir Danmörku með 2:4 og 1:5 og fyrir Svíum með 0:10 Norsk knattspyrna hefir aldrei verið á lægra stigi en árið 1945. Næsta ár var nokkuð betra. Við náðum að sigra Dani með 2:1 og Finna með 12:0, en svo fór það aftur versnandi. Tap fyrir Lux emburg 2:3, fyrir Svíum 0:3 og fyrir' Dönum 0:2 og 1:7. í ár höfum við hinsvegar stað ið okkur betur. Keppni við Pól- land unnu Norðmenn með 3:1 Á hátíðaleikjum Finna í Hel- singfors unnum við Finna með 2:1 í ljelegum leik en töpuðum fyrir Svíum með 1:5, eftir að hafa skilað jöfnu í fyrri hálf- leik, 1:1. Annars verð jeg að íl (1 Eítir Per Hauge-Moe íslenska landsliðið, sem keppirvið Norðmenn Knut Brynildsen, einn iandsliðsmaðurinn norski, sem kemur hingað, sjest hjer skora mark í landsleik, sem Norðmenn Ijeku við Pólverja. Hann hefir leiltið 14 landsleiki og 10 sinnum verið miðframherji. ÞÁ HEFIR íslenska landsliðið, sem mæta á Norðmönnum n.k. fimtudag, endanlega verið skipað og litur þannig út: Hermann Hermannsson markmaður Karl Guðmumlsson , Sigurðtir Ólafsson h. bakvörður v. bakvörður Sæmunrlur Gíslason Birgir Guðjónsson Gunnl. Lárusson h. framvörður miðframvörður v. framvörður Haukur Öskarsson Sveinn Helgason h. innherji v. innherji Ríkard Jónsson AHiert Guðmumlsson Ellert Sölvason '' ftýhitherji miðframherji v. útherji. ';l ‘VaííMfenn: Anton Sigurðsson, Hafsteinn Guðmundson, Krist- jáú Óíáfsson, Hörður Öskarsson og Ari Gísláson. . ' ■ Fyrfrliði á leikvelli er Albert Guðmundsson. segja það, að jeg hefi aldrei sjeð leik .þar sem Norðmenn höfðu eins mörg tækifæri og í leiknum við Svía. Og það verð- ur að teljast undravert, að þeir skyldu aðeins skora þetta eina mark í fyrri hálfleik. Ef annað hefði komið þá, er ekki víst að sigurinn hefði orðið Svía megin. Með þessu vil jeg þó ekki halda fram að Norðmenn standi Sví- um nú jafnfætis í knattspyrnu, Það vantar mikið á það. Danir eru líka betri en við, en ánægju leg er þó sú framför, sem átt hefir sjer stað hjá okkur. Úr- slitin geta farið að breytast. Ef til vill ekki á þessu ári, eða því næsta, en við höfum tímann framundan. Hvernig er svo liðið, sem á að keppa í landsleik við ísland í Reykjavík. Liðið er skilyrðislaust það sterkasta, sem Norðmenn geta nú boðið fram, og svo geta á- horfendur sjálfir dæmt um það. Auðvitað eru Norðmenn ekki vanir að leika á malarvelli, en það ætti ekki að hafa svo mikil áhrif á baráttuhug leikmann- anna. 1 r.orska liðinu eru einungis ungir menn, sem komið hafa inn eítir stríðið, að tveimur una anskildum. Mjer er ekki enn kunnugt um, hvernig liðið verð ur endanlega skipað, en mun fara nærri um það, og mun kynna hjer nokkuð einstaka leik menn. Markmaðurinn Torgeir Tor- gersen er 22 ára. og leikur nú fjórða landsleik sinn. Ilann [keppti í fyrsta sinn við Pólland I í fyrra mánuði ög er einn af [efnilegustu knattsþyrnumönn- um Noregs. Hann síóð sig m.a. með mikilli prýði í leiknum við Svía í Helsingfors. Hægri bakvörðurinn, Erik Holniberg leikur sem miðfram vörður hjá f jelagi sínu, og á vel heima í landsliðinu. Ilann er 25 ára. Jevanord verður vinstri bakvörður. Hann er 28 ára, og hefir ekki verið í góðri æfingu, en annars góður leikmaður. Við skulum vona að hann sýni það í Reykjavík. Hægri framvörðurinn Egil Lærum er 25 ára og jafnframt því að vera góður knattspyrnu- maður er hann einn besti skíða stökkmaður Noregs (Vann „Damenes Pokal“ í Holmenkoll en í ár). Hann hefir öll skilyrði til þess að vera góður fram- vörður — hefir góða boltameð- ferð og takið eftir innköstun- um! Miðframvörðurinn Thor- björn Svendsen er líka einn þeirra, sem við væntum mikils af. Hann er 22 ára og ljek í fyrsta sinn með á móti Póllandi í þeim þremur landsleikjum, sem hann hefir tekið þátt í hef ir hann leikið ágætlega. Harry Boye-Karlsen, vinstri framvörð- ur, dvaldi um tíma á íslandi a stríðsárunum. Hann Ijek með ensku f jelagi á stríðsárunum og ef- nú álitinn mesti knattspyrnu maður Noregs, en hefir samt ekki til þessa leikið góðan lands leik(!) Hann er 24 ára. Hægri útherji, Tryggve Arne- sen, Ijek 12 landsleiki fyrir stríð og er með sitt 31 ár elsti maður liðsins. Tæknilega sjeð er hann í sjerflókki í Noregi, og var fyr ir stríðið talinn einn besti ama- tör-innherji í Evrópu. Hægri innherji cr Björn Spydevold, Framli. á bls. 15. Landsleikurinn á fimtudag UNDANFARNA þrjá daga hafa gist ísland margir tignir og góðir gestir frá Noregi, og enn í dag bætist í þann hóp. Landslið Norðmanna í knatt- spyrnu er væntanlegt hingað með ,,PIeklu“ í kvöld, en það mun eins og kunnugt er keppa hjer við íslenska landsliðið n. k. fimtudag. Við bjóðum norsku knatt- spyrnumennina alveg sjerstak- lega velkomna og fögnum yfir aukinni íþróttasamvinnu þess- ara tveggja frændþjóða, sam- vinnu, sem mun binda íþrótta- æsku landanna enn tryggari vináttuböndum. Strax eftir komu knatt- spyrnumannanna fer fram móttaka að Hótel Garði, þar sem margir helstu íþróttaleið- togar landsins munu bjóða þá velkomna. Meðal gestanna eru, eins og áður hefur verið skýrt frá hjer í blaðinu, Reidar Dahl, forseti „Norges Fotballfor- bund“, Asbjörn Halvorsen, að- alritari þess og stjórnarmeð- limirnir Charles Stahl og Lauritz Stand. Upplýsingar um norska liðið er að finna í grein Per Hauge- Moe á öðrum stað á íþrótta- síðunni. Á morgun verður knatt- spyrnumönnunum sýndur bær inn og farið með þá að Reykj- um. Á fimmtudag er svo lands leikurinn. Á föstudag fara Norðmennirnir austur í Þjórs- árdal í boði ríkisstjórnarinnar. Laugardeginum er óráðstafað, en á sunnudag verður farið til Þingvalla í boði bæjarstjórnar Reykjavíkur. Á mánudag keppa Norðmenn við íslands- meistarana Fram. Þriðjudegin- um er óráðstafað, en á mið- vikudag er þriðji og síðasti leikur gestanna við úrvalslið úr Reykjavíkurfjeiögunum. —• Á eftir verður þeim haldið samsæti í Sjálfstæðishúsinu. Móttökunefnd liðsins er skipuð þessum mönnum: Guð- jón Einarsson, formaður, Jón Leós, Andreas Bergmann, Kristján L. Gestsson, Herluf Clausen og Frimann Helgason, en ennfremur hefur Gunnar Akselsson reynst nefndinni mjög hjálplegur. Aðgöngumiðar að öllum leikjunum verða seldir á I- þróttaVellinum í dag og á morg un frá kl. 2—6 e. h. , —- Þorbjörn, AUGLYSING ER GULLS ÍGILDI

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.