Morgunblaðið - 22.07.1947, Blaðsíða 14
14
MORGJJTSBLÁÐIÐ
t
Þriðjudagur 22. júlí 1947, ^
14. dagur
„Vegna þess, eins og jeg hefi
sagt þjer svo oft, að pað eru
engin orð til, sem gætu kom-
ið þjer í skilning um það“,
sagði skipstjórinn. ,,Það er öll
sú fegurð, friður og tign, sem
þú nokkurntíma kynnist á
jarðríki. Það eru allar mestu
og göfugustu tilfinningar þín-
ar, fallegustu sólsetrin og feg-
ursta tónlistin, og allt þetta
er aðeins byrjunin“.
„En af hverju ferðu þaðan,
ef það er svona yndislegt þar?“
spurði Lucy.
,,Jeg hefi einnig svarað því“,
svaraði skipstjórinn. „Jeg er
ákaflega þrályndur og mjer er
meinilla að hætta við hálf-
unnið starf“.
„En þú gerir það ekki“, svar
aði Lucy. „Þetta er allt kom-
ið í lag. Jeg er búin að gera
erfðaskrá, sem mælir svo fyr-
ir, að húsið skuli brúkað sem
heimili fyrir uppgjafaskip-
stjóra. Treystirðu mjer ekki?“
„Ekki fullkomlega“, sagði
Gregg skipstjóri. „Þú ert svo
ung“.
„Ung“, endurtók Lucy. „Jeg
er þrjátíu og fjögra“.
„Að árum ertu það kannske“,
svaraði skipstjórinn. „En hvað
lífsreynslu snertir, ertu um það
bil sautján, og þú lítur ekki
út fyrir að vera mikið eldri
en það þegar þú ert að leika
þjer við Önnu eða þennan
hlægilega hund. Segjum svo að
þú giftist aftur“.
„Mjer dettur ekki í hug að
giftast aftur“, sagði Lucy.
„Einhvern kynni að langa til
að giftast þjer samt sem áð-
ur“, sagði skipstjórinn. „Þú
ert svo ansi lagleg“.
„Ó“, sagði Lucy og roðnaði
lítið eitt, „finnst þjer það?“
„Vertu ekki með þessi bölv-
uð látalæti“, sagði skipstjór-
inn. „Þú hlýtur að vita að frá
náttúrunnar hendi hefirðu lið-
að hár og blá augu og eyrun
á þjer eru eins og — eins og
litlar hvítar skeljar. Það hlýt-
ur að veita þjer ánægju að líta
í spegilinn“.
„Nei“, svaraði Lucy blátt á-
fram. „Þegar jeg lít í spegil-
inn er jeg venjulega að lag-
færa á mjer hárið, og þá gretti
jeg mig þessi ósköp. Þar að
auki hefir mjer aldrei líkað við
nefið á mjer“.
„Það er yndislegt, lítið nef“,
sagði skipstjórinn. „Hvað finst
þjer eiginlega að því?“
„Það eru nokkrar freknur á
því“, sagði Lucy.
„Það eru sjö freknur á því,
upp á hár“, svaraði skipstjór-
inn „og jeg kann ágætlega við
þær“.
„Mig hefur alltaf langað til
þess að hafa rómverskt höfð-
ingja nef“, hjelt Lucy áfram,
„eins og hann pabbi hafði“.
„Sem mundi eiga eins vel
heima á andlitinu á þjer, eins
og fílsrani á fluguhaus, en eins
og við vorum að tala um áð-
an, einhver kynni að langa til
þess 'að giftast þjer, það getur
meira en verið, og þú ert svo
óskaplega áhrifagjörn".
„Það er jeg alls ekki“, svar-
aði Lucy.
„IJiernig veistu það?“ spurðii
skipsfjóHrth.: „Hvaða karl-l
mönnum hefirðu kynnst síðan
maðurinn þinn dó?“
„Honum Coombe----------“
„Þeim endemis þorski“.
„Doktor Hamer — —“
„Hugsar um ekkert nema
vinnu sína og á þar að auki
konu og fjögur börn“.
„Prestinum og aðstoðarprest
inum-------“
„Annar þeirra er einlífismað
ur og hinn kirtlaveikur aum-
ingi“.
„Vertu ekki svona vandfýs-
inn“, sagði Lucy. „Varst þú
svo laglegur?“
„Það má vera að jeg hafi
ekki verið svo laglegur", sagði
skipstjórinn, „en jeg gat látið
finna til mín. og það ekki að-
eins með vöðvunum. Svei, jeg
hefði getað gert þig snarvit-
lausa í mjer, góða mín, eins
og hver annar sem einhver
I manndómur er í.
„Þú gætir ekki — þeir gætu
það ekki“, mótmælti Lucy.
„Hverju viltu veðja?“ spurði
Gregg skipstjóri.
„Jeg veðja ekki“, svaraði
Lucy.
„Það geri jeg þó, stærsti
veikleiki minn var gott veð-
mál, og jeg skal veðja nýju
hnetutrje á móti rósatrjánum
þínum, að þú yrðir hrifin af
fyrsta laglega manninum, sem
sýndi að hann dáðist að þjer“.
„Af vofu að vera þá er tónn
inn í þjer altof jarðneskur",
sagði Lucy dálítið reiðilega.
„Þú ættir að skammast þín“.
„En skrattinn hafi það, góða
mín, vofur verða að skemmta
sjer líka, og jeg legg á mig
talsvert erfiði við að gæta þín
og hjálpa þjer“.
„Jeg þarfnast engrar hjálp-
ar við, þakka þjer fyrir“, sagði
Lucy. „Jeg get vel bjargað
mjer sjálf, og það er vel hægt
að treysta mjer — algjörlega“.
Skýin voru að byrja að hlað
ast upp á vesturhimninum,
þegar Lucy og Tags fóru í
eina af sínum venjulegu göngu
ferðum daginn eftir, en hún
gekk klettastiginn austureftir,
þar sem sólin ennþá skein. Það
var heitt og hún var í regn-
kápu og regnhlífarlaus.
Tags snuðraði eftir hjera-
sporum hingað og þangað með
nefið niður að jörðinni og stutt
skottið vaggaði eins og lítill
skúfur. Við og við fann hann
ný spor og rakti þau þangað til
hann kom að holu, gróf svo dá
lítið niður í hana og þreyttist
brátt á því og leitaði nýrra
spora. Svona gekk leikurinn
hjá honum þangað til hann alt
í einu hvarf.
Lucy kom hlaupandi og sá
að hann hgfði grafið sig niður
í enn eina holuna en í þetta
skifti svo djúpt að holan lok-
aðist yfir honum.
„Tags, Tags“, kallaði hún
um leið og hún lagðist á knjen
og byrjaði að grafa með hönd
unum. En hundurinn hafði
grafið sig svo djúpt að þó hún
græfi eins og hún gat þá náði
hún ekki til hans. Þegar hún
þrátt fyrir allt þetta erfiði
gat ekki náð til hundsins,
stökk hún á fætur og hljóp
eins og í blindni áfram, í þeirri
veiku von að finna hjálp á
þessum eyðistað. Og mitt í
þessari örvæntipgu hljóp hún
fwpétt
GULLNI SPORINN
beint í fangið á manni, sem
kom upp stíginn neðan úr daln
um.
„Komdu, komdu fljótt",
sagði hún strax og hún gat
komið upp orði, og greip um
leið í handlegginn á honum og
dró hann þangað sem hún
hafði byrjað að grafa.
„Grafðu“, hrópaði hún, og
örvæntingin í rödd hennar
gerði það að verkum, að hann
byrjaði þegar að róta upp
moldinni. Brátt sást í rófu-
stubbinn á Tags og augnabliki
síðar dró hann litla molduga
skrokkinn upp úr holunni og
byrjaði að gera lífgunartilraun
ir á 'honum. Síðan opnaði hann
kjaftinn á Tags og hellti
nokkrum dropum af konjaki
niður í kokið á honum.
„Þú hefur gott af þessu,
greyið“, sagði hann, þegar
Tags hentist um hóstandi og
hnerrandi. „Þetta gerir þig að
nýjum hundi----------vilt þú
eki líka“, sagði hann um leið
og hann sneri sjer að Lucy.
„Þú lítur út fyrir að þurfa
einn líka“.
„Það er ekkert að mjer“,
sagði Lucy og settist, því að
það var eins og enginn mátt-
ur væri eftir í fótunum á
henni. „Þetta var svo hræði-
legt — að vita af honum þarna
ofan í-------og svona algjör-
lega hjálparlaus“.
Hún rjetti úr litlum mold-
ugum fingrunum og horfði á
þá eins og hún fyrirliti hve
hjálparlausir þeir væru.
„Þetta er karlmannsverk“,
sagði lífgjafi Tags, „og jeg er
feginn, að jeg varð til að
hjálpa. Það var nú líka dálítið
einkenilegt“. hjelt hann áfram.
„Jeg var á leiðinni heim til
min en allt í einu datt mjer í
hug að ganga hingað — eins
og rödd talaði við mig“.
„Rödd?“ sagði Lucy og roðn
aði,
„Jeg meina ekki mannsrödd“
svaraði maðurinn.
„Nei, jeg var hrædd um það“
sagði Lucy eldrauð.
„Hrædd?“ endurtók maður-
inn. „Hversvegna hrædd? Jeg
er ekki einn af þessum anda-
trúarmönnum — það er að segja
jeg trúi ekki á raddir og þess-
háttar — en þú hlýtur að vita
hvað jeg meina. Allir fá þessi
hugboð við og við. En jeg verð
að játa að þessi rödd hljómaði,
eins og maður segði við mig:|
„Farðu upp á hæðina“, sagði
hann. Jeg varð undrandi“. j
„Var það allt, sem maðurinn
— röddin sagði?“ suprði Lucy.
„Já, hversvegna?“ sagði
maðurinn.
„Sjáðu Tags, sjáðu Tags“,
það setti að Lucy næstum ó-1
stjórnlegan hlátur, þegar hún
benti á hundinn sem nú var I
að reyna að brölta á fætur og
hrista af sjer moldina. i
„Mjer finnst þú ættir að fá
þjer einn“, sagði maðurinn og
tók upp pelann. „Það er ekk-.
ert eins gott til að hressa
mann“.
„Nei. þakka þjer fyrir, það
er ekkert að mjer“, sagði Lucy.
Eftir Quiller Couch.
]
43. !
Svo barði jeg mjer í eina tvo tíma til þess að halda í
mjer hita, en þá byrjaði að snjóa.
Snjókornin fjellu hægt til jarðar milli trjánna, og jörð-
in var bráðlega orðin alþakin snjó. Jeg beygði mig hvað
eftir annað niður til að hrista snjóinn af lokkum ungu
stúlkunnar, sem nú hafði sofnað. Gamli maðurinn hafði
breitt úlpuna yfir höfuð sjer og bærði ‘ekki á sjer.
Loks byrjaði að daga og jeg vakti Delíu til að biðja
hana að halda vörð, meðan jeg litaðist um í nágrenninu.
Hún hristi af sjer svefnmókið og stóð á fætur.
„Þjer ættuð að hlaupa svolítið um,“ ráðlagði jeg henni,
„til þess að koma blóðinu á hreyfingu.“
Hún kinkaði kolli, og þegar jeg leit við á leið minni
niður hlíðina, sá jeg að hún hafði farið að ráðum mínum.
Hún barði höndunum fram og aftur og veifaði svo til mín.
Það leið góð stund, þar til jeg kom til baka fullur af
frjettum. En þegar jeg steig niður í lautina, gát jeg ekki
komið upp orði. Gamli maðurinn lá í sömu stellingum,
sem hann hafði verið í alla nóttina, en jakkinn hafði verið
tekinn af höfði hans. Jeg gekk nær, en Delía virtist ekki
verða vör við mig. Andlit Sir Deakins var fölt og rólegt,
en snjórinn við höfuð hans var rauðlitaður. Hann hafði
fengið blóðspýju og látist samstundis.
Sjöundi kafli.
Nýr fjelagi.
En jeg verð að víkja svolítið aftur í tímann og skýra frá
því, sem kom fyrir mig í könnunarferð minni.
Jeg var vart horfinn úr augsýn vina minna, þegar mjer
datt í hug, að spor mín í snjónum gætu verði hættuleg,
þar sem þau kynnu að vísa Settle og vinum hans leiðina
til dvalarstaðar okkar. Jeg vissi ekki hvað jeg ætti að
taka til bragðs, þegar jeg allt í einu heyrði hljóð af renn-
andi vatni í nánd við mig. Þetta gaf mjer góða hugmynd.
Hafið þjer von um að þessi
geti unnið ?
Á gistihúsinu, þar sem jeg
bý, finnst gestunum eins og
þeir sjeu heima hjá sjer.
— Er það svo slæmt?
Það er Chopin í útvarp-
ínu.
mmaiwtMii
j - Almenna fasteignasalan
i Bankastræti 7, sími 6063,
j er miðstöð fasteignakaupa.
— Já, hann spilar alveg dá
samlega.
★
Hnefaleikamaðurinn: Þessi
maður, sem þú sjerð þarna
bjargaði einu sinni lífi mínu.
Vinurinn: Hvernig?
Hnefaleikamaðurinn: Hann
er líka hnefaleikamaður og
einu sinni þegar við börðumst
sló hann mig svo fast, að leið
yfir mig.
Vinurinn: Já, en hvernig
bjargaði hann lífi þinu?
Hnefaleikamaðurinn: Jú, ef
hann hefði slegið fastara hefði j
jcg alls ekki lifað þuð af.
Maðurinn (við þjóninn)]
Hvernig stendur á þessu.
Hjerna lagði jeg regnhlífiná
mína af mjer meðan jeg var
að drekka kaffið og þegar jeg
kem aftur er hún horfin.
Þjónninn: Heppilegt fyrir
fyrir yður, að það er hætt að
rigna.
★
1 islrætisvagninum.
Vagnstjórinn: Það er bannt
að að reykja hjer inni.
Farþeginn: Jeg veit það.
Vagnstjórinn: Af hverju
eruð þjer þá að reykja?
Farþeginn: Jeg reyki vitan-
lega af því að mjer þykir það
gott.
★
Síðan stríðinu lauk hafa
rekandi tundurdufl valdið því
að eitt skip og 127 manns hafa
farist að meðaltali á hverjum
57 klst.
— Af hverju fórstu að ráða
þig á bensínstöð?
— Jeg er að venja mig af
að reykja.
★
— Sjerðu þennan mann,
hann á 10 milljónir.
— Ha, og núna í lok mán-
aðarins?
★
— Hvernig eyðirðu kaupinu
þínu?
— Nokkuð fer í brennivín,
nokkuð fer í kvenfólk, en hinu
eyði jeg i óþarfa.