Morgunblaðið - 01.10.1947, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 01.10.1947, Blaðsíða 2
2 MORGUPíBLAÐlÐ IsleiMÍiiigar vilja hvorki skuldahelsi sije söiu á frelsi slnu Kommúnistarvilja skulda söfnun og sannfæringa- sölu SYND VÆRI sð segja, að rnikið samhengi væri í mál- flutningi kommúmsta um þess ar mundir. Er og naumast við t>ví að búast, þar sem hann er allur bygður á neitun þeirra staðreynda, sem mestu ráða um afkomu þjóðarinnar, og bein- um ósannindum um afstöðu stjörnarinnar og íyrirætlanir. * Kommúnistar vilja háttalag ór.íðsíumannsins. Einna furðulegast er þó tal kommúnista um. að ríkisstjórn jn stefni að því að taka lán er- lendis og binda þjóðina þannig á skuldaklafa. Sannleikurinn er þvert á móti sá. að komm- únistar sjálfir róa að því öllum árum, að ástandió verði slíkt, ' að lántaka reyndisf óhjákvæmi íeg. Ef stefna kommúnista yrði ofan á, þyrfti ekki aðeins lán til arðbærra framkvæmda, beldur yrði alls ekki haldið lífi í þjóðinni án stórkostlegrar er- lendrar lántöku. Afleiðing þess. að Jifað sje umfram efni, er hversdagslegt fyrirbrigði, sem almenningur befur oft sjeð. Þegar eignirnar eru á þrot- um, er fyrst reynt að fleyta sjer rneð lántöku. Það eykur hins- vegar á útgjöldm, því að þá verður auk annars kostnaðar oinnig að sjá fvrir greiðslu vaxta og afborgana. Þegar svo er komið, er þess vegna sýnu er fiðara en áður að koma hag sínum í rjett horf. En ef menn sjá ekki þá að sjer, blasir ekk- erí annað við en fullkomið efna hagslegt ósjálfstæði og gjald- •þrot. Sömu vcrðmætum ekki eytt oftar en cinu sinní. íslendingar hafa nú eytt fje því, sem þeir lögðu til hliðar .á stríðsárunum. Meiri hluta þess var varið, samkv. fyrir- fram gerðri áætlun, til að kaupa ný framleiðslutæki. — Meginhlutann af því, sem þá var eftir, hefir einnig verið .varið til nytsamlegia hluta, ým ;ist til kaupa á framleiðslutækj- urn, til bygginga eða annars -þess, sem okkur vanhagaði um. A.ðstaða okkar í lífsbarátt- .unni er þessvegna nú miklum muR betri en nokkru sihni áð- ur. Góð framleiðslutæki og' hagkvæmar byggmgar eru ó- 'líkt betri eign er> óviss pen- ingainnstæða, sem gefur lítinn a* og aðrir geta gert einskis virði er þeim líst. t meginatriðum hefir þess- vegna verið rjett að farið. En 'sörau eigninni verður ekki eyt-t Joftar en einu sinri Aðeins arðbær atvinnurekstur v ííir tekjur. Af þessu leiðir, að tekjur þjóðarbúsins kpir.a hjeðan af okki frá öðru en arðbærum at- vintiuvegum. Sá atvinnuvegur- íjií , sem öllu verður að halda uppi, er sjávarútvegurinn. En vegna óheyrilegs kostn- aðar er svo komið, að sjálfir nýsköpunartogararnir rjett að- eins berjast í bökkum, þrátt fyrir hið háa verð á ísuðum fiski, sem enn er í Englandi. Að óbreyttum atvikum get- ur þessi stórtækasti atvinnu- rekstur okkar þess vegna ekki staðið undir öðrum framkvæmd um í landinu, eins og hann þyrfti að gera. Um allar aðrar fiskveiðar landsmanna er vit- að, að þær eru reknar með stór kostlegum halla. Jafnvel síld- veiðarnar, sem menn höfðu reist miklar vonir á, brugðust svo, að sjómenn og útgerðar- menn hurfu frá þeim slippir og snauðir af öðru en skuldum. Ekki lifa umfram efni. Meginhluti þjóðarinnar viil láta taka þeim atleiðingum af öllu þessu, að kostnaði verði komið í samræmi við tekjurnar. Ef það verður gert, getum við starfrækt öll okkar miklu fram leiðslutæki til hlítar og þar með búið okkur betra líf en við nokkrun tíma höfum haft, er við höfum lifað af framleiðslu okkar einni. uriarms ti! Þjóð- verja París í gær. KOMMÚNISTAR í Verdun í Frakklandi hafa komið á mikl- um uppþotum vegna sykur- farms, sem er verið að flytja frá borginni til franska her- námssvæðisins í Þýskalandi. Á sykur þessi að vera handa al- mennum þýskum borgurum. Stórir hópar fólks hafa beðið fyrir utan sykurgeymslurnar og þegar farið var að flytja sykur- inn af stað með lögregluvernd, hafði fólkið búist um á virkj- um við þjóðveginn og ætlaði að ráðast á lögregluna og taka syk urinn til eigin þarfa. Franska innanríkisráðuneyt- ið hefur gefið út tilkynningu um þetta mál. Segir þar, að Frakkar hafi ekkert átt í þess- um sykri. Hann hafi verið í Verdun aðeins vegna þess, að sykurverksmiðjurnar þar áttu aö hreinsa hann fyrir Þjóðverja. Ef Frakkar hefðu tekið sykur- ir.n til sinna þarfa hefði það verið sama og þjófnaður. -— Reuter. Þetta er sú leið ein. sem er mönnum sæmandi. En komm- únistar vilja ekki velja hana. Þeir láta eins og ekkert sje að. Standast ekki reiðari en ef skýrt er frá staðreyndunum. Krafa þeirra er sú, að lifað sje um efni fram. Forað kommúnista. Ef svo verður gert, er skulda söfnun óhjákvæmileg. Skulda- söfnun, sem engu bjargar, en aðeins eykur á vandræðin. Er að vísu óskiljanlegt, hvað fyrir kommúnistum vakir, að ýta þjóðinni út t slíkt forað. Hitt er þó ennþá vérra, sem öðru hvoru má á þeim skilja, að til þess að halöa eyðslunni við, eigum við ekki aðeins að selja vörur okkar heldur láta sannfæringuna fyigja með í kaupbæti. An slíkrar alisherjar sölu treysta þeir sjer ekki til að ná völdum á ný. En ísienska þjóðin vill hvorki skuldabelsi nje sölu frelsis síns. Þess vegna hafnan hún nú Lokaráðum kommún- ista og mun með tilsyrk alls þorra borgaranna koma efna- hagsmálum sínum í lag. Vilja Mikholazyk burf Varsjá í gær. 46 MEÐLIMIR pólska bænda- flokksins hafa skrifað undir brjef, þar sem þeir fara fram á það, að Mikholazyk fm-ingja flokksins verði vikið úr forustu- sæti. Þeir gefa honum að sök, að hann hafi ekki viljað sam- vinnu við aðra vinstri fíokka. Vilja þeir, að flokksþing verði kallað saman, þar sem Mikholazyk verði afhrópaður og annar róttækari maður taki við forustunni. — Reuter. Jerúsalem í gærkv. KRIKORIAN, sem gegnir stöðu landlæknis Palestínu, hef ur fengið í hendur sterkt bráða birgðavald til þess að koma í veg fyrír að kóleran, sem geys ar í Egyptalandi, berist til Pale stínu. Getur farið svo, að hann banni allar samgöngur við Egyptaland svo ’að sýkin berist ekki yfir landamærin. — Reuter. Uppþof vegna syk Miðvikudagur 1. okt. 1947 ’] j „Markaisfrjettir“ Þjóðviljans 1 ; á í SUNNUDAGSBLAÐI Þjóðviljans var gleiðletruð | í fregn um það, að í vor hefðu íslensk sijórnarvöld neit- | Í að að selja Frökkum 5000 tonn af freðfiski fyrir meira | | en ábyrgðarverð. | Sannleikurinn í [x ssu máli er sá, að Sölumiðstöð § i hraðfrystihúsanna leilaði til ísl. stjórnarvalda og' hað | I um leyfi til að selja Frökkum fvrgreint niagn af freð- | 1 fiski og fjekk það, en Sölumiðstöðin fjekk hinsvegar | 1 ekki innflutningsleyfi frakkneskra yfirvalda fyrir inn- | 1 flutningi á þessum fiski og á því strandaði málið. 3 Þjóðviljinn hefir því algerlega snúið staðreyndunum | í við og er það samhoði allri málfærslu hans varðandi af- I \ urðasöluna. Þegar frakknesk stjórnarvöld veita ekki S 1 innflutningsleyfi, segir Þjóðviljinn að það hafi verið | \ íslensk stjórnarvöld, sem ekki hafi viljað veita útflutn- = i ingsleyfi. | Það er Fiskábyrgðarnefndin, sem með samþykki | í ráðherra veitir leyfi til útflutnings á þeim fiski, sem = I ríkissjóður hefir tekið áhyrgð á samkvæmt fiskáhyrgð- § I arlögunum. Eftirfarandi hrjef Sölumiðstöðvar hrað- § I frystihúsanna til sjávarútvegsmálaráðherra skýrir nægi- | I lega það mál er að framan greinir: „Að gefnu tilefni leyfum vjer oss að staðfesta, að vjer | I sóttum um leyfi fiskábyrgðarnefndar, með brjefi dags. I = 22/3. 1947, til þess að vjer mættum selja til Frakk- | i lands 5000 tonn af hraðfrystum þorskflökum af fram- | l leiðsln ársins 1947 í 7 Ihs. pergainentumbúðum, fyrir | i 14þ^ pence pr. enskt pund c.i.f. La Pallice eða § 1 Boulogne. § Með brjefi sínu dagsettu 1/4. 1947 tilkynnti fisk- | \ ábyrgðarnefndm oss, að hún hefði ekkert við það að = i athuga, að vjer fengjum heimild til sölu á fyrgreindu | i magni. pr. Sölumiðstöð hraðfrystihúsanna I I Magnús Z. Sigurðsson. i í (sign). | Til sjávarútvegsmálaráðherra“. Allir íbúar Egypta- lands verða bélu- settlr Kairo í gær. BRETAR hafa brugðist fljótt og vel við hjálparbeiðni Egypta vegna kólerufaraldursins, sem geisar í Nílardalnum. Hefur ver ið ákveðið að bólusetja alla íbúa landsins gegn faraldrinum og er bóluefnið flutt með hinum hrað fleygustu vjelum, sem þreska flugfjelagið ræður yfir. Gert er ráð fyrir, að allir íbú- ar landsins hafi verið bólusettir innan 10 daga. í fyrradag voru ný kólerutil- felli í Egyptalandi 140 og er það hæsta talan, sem enn er vit- að um. — Reuter. Stigamenn á Spáni Madrid í gærkvöldi. STIGAMENN STÖÐVUÐU stóran langferðabíl og fimm smábíla í fjalllendinu á milli Teruel og Cuenca á austur- Spáni. Þeir hófu skothríð á bílana, sem voru algjörlega varnar- lausir og fjell þar einn maður en annar særðist alvarlega. — Stigamennirnir heirptuðu allt fjemætþ sem farþegarnir voru með._ Mikil alda rána fer nú yfir Spán. Frá Kordoba berast fregn ir af, að í gær hafi lögreglu- liðar fellt sex stigamenn. — Reuter. Karachi í gær. PAKISTAN hefur sent hinum samveldunum í bresku ríkja- samsteypunni orðsendingu, þar sem það biður um að komiö verði á samveldisráðstefnu um erfiðleikana með flóttamennina. í Indlandi. Segir í orðsendihg- unni, að iy2 milljón flótta- manna af múiiameðstrú sjeu í. einlægri hættu um tortýmingu. Ekki eru taldar miklar líkur á að samveldisráðstefna verði kvödd saman til að ræða þessi mál, þar eð álitið er að hin lönd- in geti lítið gert til að bæta úr erfiðleikunum. — Reuter. Uppreisn í fangebi í S.-Frakklandi MIKIL fangelsisuppreisn hef ir verið gerð í Suður-Frakk- landi í fangelsi þar sem mikill fjöldi manna, sem hafa unnið með Þjóðverjum voru geymdir. Höfðu - fangarnir á einhvern grunsamlegan hátt komist yfir allmikið af vopnum. Rjeðust þeir á verðina og sluppu um 75 fangar út. Mikii leit hefur verið gerð um allt nágrennið og umferðarbann sett á allu vegi. Leitin hefur samt ekki borið tilætlaðan árangur og þykir víst, að þeir muni hafa fengið einhverja aðstoð utan að frá. Síðast þegar frjettist hafði aðeins náðst til 46 þeirra.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.