Morgunblaðið - 01.10.1947, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 01.10.1947, Blaðsíða 12
12 MORGU1S J3LAÐIÐ Miðvikudagur 1. okt. 1947 Fimm mínútna krossgatan SKÝRINGAR Lárjett: — 1 götótta — 6 rá •— 8 forsetning — 10 stafur — 11 vandræði — 12 saman — 13 guð — 14 fornafn — 16 trje. Lóðrjett: — 2 hávaði — 3 farartæki — 4 komast — 5 klak ar — 7 eyrnastórir — 9 fljót — 10 sonur — 14 dreifa — 15 mynt. Lausn á síðustu krossgátu. Lárjett: — 1 essið — 6 ævi .— 8 aö — 10 sl. — 11 franska .— 12 in — 13 ós — 14 fum — 16 bærir. Lóðrjett: — 2 sæ — 3 svunt- ur — 4 ii— 5 lafir — 7 flaska ■— 9 örn — 10 skó — 14 fæ — 15 mi. Dieiri dómsmorð í Búlgaríu London í gær. FRJETTIR hafa borist af því frá Sofia í Búlgaríu, að komm- únistarnir sjeu ekki ánægðir með að hafa drepið Petkov, heldur ætla þeir að hreinsa enn betur til í landinu og hafa þeir nú dregið fyrir rjett hershöfð- ingjann Stanja og auk hans þrjá liðsforingja og um 20 ó- breytta hermenn. Stanja var yfirforingi ann- ars hers Búlgara, síðast í styrj- öldinni og var hann einn aðal- foringi Búlgara í uppreisninni á móti Þjóðverjum 1944. Nú er hann ákærður fyrir ó- þjóðlega starfsemi, og fyrir að vera andvígur núverandi stjórn. Hinn opinberi ákærandi hefir krafist þess, að hann verði dæmdur til dauða. Allir dómararnir eru kommúnistar. •— Reuter. Monfgomery gagn- rýnir bækur um hernað — Meðal annara orða Framh. af bls. 8 eiga takmarkaða dollara og er því ekki hægt að búast við slíkum kaupum í framtíðinni. Breyting á smekk. Mest óttast bandarískir tó- baksræktunarmenn samt, að ef bandarískt tóbak hættir að fást í langan tíma í Bretlandi, geti það valdið smekkbreytingu svo að reykingamennirnir þar kom ist aldrei aftur upp á að reykja bandaríska tóbakið. Kauphöllin er miðstöð verðbrjefavið- skiftanna. Sími 1710. London 1 gær. MONTGOMERY marskálkur var í dag viðstaddur er verið var að hleypa af stokkunum ferju, sem á að ganga yfir Erm- arsundið ^milli Bretlands og Frakklands. Var skipið skírt Falaise eftir hinum miklu bar- dögum, sem þar voru háðir skömmu eftir innrásina. Montgomery hjelt ræðu við þetta tækifæri og talaði m. a. um hinar mörgu bækur, sem hefðu verið gefnar út um inn- rásina. — Hann sagði, að það hryggði sig, að í öllum þessum bókum væru meiri og minni ó- sannindi og frásögur, sem hefðu enga stoð í veruleikanum. — Reuter. Sendisveinn Röskur piltur óskast til sendiferða fyrir skrifstofu vora. Vjthmájan ^Jlje&inn h.j^. Seljaveg 2. - Síldveiðin Frdmik' af bls. 5 á sumum þeirr^CTum er jeg sannfærður um, að mikil sild hefir verið á miðunum, þó hú:i hafi ekki vaðið. Hver er ástœ&an? Það væri mjög æskilegt að fá vitneskju um, hvaða ástæður eru fyrir því, að sildin veður svo lítið stundum, og hvers- vegna hún veður ekki þegar hún er orðin fullfeit í hyrju-i vertíðar þótt næg áta sje í sjónum. Jeg get á hinn bóginn ekki lagt eins mikið uppúr því og sumir aðrir, að hægt sje að reikna síldargöngurnar eftir hitastigi í sjónum og straum- um. Mjer sýnist alt benda ti1 þess, að tilbreytingarnar i síl l argöngunum sjeu ekkf miklar, síldin sje yfirleitt á sínum venjulegu slóðum á h'verju sumri. En mismunurinn á afl anum fer eftir þvi hvort síldin næst í herpinætur eða ekki. Vel væri, að hugsað væri um það, að finna veiðarfæri, sem gæti verið stórvirkt við síldveið arnar, enda þótt síldin væði ekki. Fengist það, þá þyrftum við ekki að kvíða þvi, að við fengjum aflaleysisár með gnægð síldar í sjónum. Þetta sagði Óskar og leit björtum augum á möguleika til síldveiða hjer við land, þrá11 fyrir hin þrjú mögru ár. V. St. - Seðlarnir Framh. af bls. 7 andans í sambandi við dreyf- ingu varnanna að slíkt hlyti að verða mjög fólksfrekt, ef alger- lega fullnægjandi eftirlit væri á annað borð framkvæmanlegt. Tilgangur tillögunnar Það getur fæstum dulist að tilgangurinn með tillögu þeirra Hermanns og Sigtryggs er vif- anlega sá að draga sem mest af versluninni til kaupfjelaganna. Hjer er því sami tilgangurinr. og með höfðatölureglunni. — Kaupfjelögin mundu vafalaust reyna að smala til sín eins miklu af seðlum og þeim væri með nokkru móti unt. En slíkt gæti leitt af sjer kapphlaup um miða söfnun, sem yrði ekki skemti- legt fyrirbrigði, frekar en undir skriftasmalarnir. — Skömmtunin Framh. af bls. 9 Vz tonn (sendiferðabílar) 45 lítrar. í reglugerðinni um bensín- skömmtunina eru ákvæði um það, að vörubifreiðar geta ekki fengið afhenta bensínbók fyrir neinn síðari mánuð, eftir að út- hlutun bensínbókar fyrir fyrsta mánuðinn hefir farið fram. nema eigandi eða umráðamað- ur vörubifreiðarinnar leggi fram hjá viðkomandi lögreglu- stjóra vinnunótur. sem sanni hve margar vinnustundir slík bifreið hefir starfað í næstliðn- um mánuði á undan. Jafnframt eru allir þeir, sem kaupa vinnu slíkra bifreiða, eða hafa henn- ar not, skyldir að láta bifreiða stjóra eða eiganda slíkrar bif- reiðar í tje vinnunótu daglega, eða í hvert skipti sem sjer- stöku verki er lokið. Um úthlutun á bensíni til annara nota en bifreiðaakstur er það að segja, að viðskipta- nefndin hefir sett um það sjer- stakar reglur, og verður að sækja um úthlutun á slíku bensíni á sjerstökum eyðublöð- um, sem afhent verða hjá lög- reglustjórunum. Leigubílar. Leigubifreiðum til mann- flutninga er með reglugerðinni bannaður akstur frá kl. 23 að kvöldi til kl. 7 að morgni, sje ekki um nauðsynlegan akstur að ræða, svo sem það að bif- reið er að koma úr ferðalagi og kemst ekki á ákvörðunar- stað í tæka tíð, eða hún er að flytja sjúka menn, lækna, ljós- mæður, eða er í öðrum akstri, sem talinn yrði nauðsynlegur. Undantekning frá þessu er þó sú, að atvinnumálaráðuneytið getur heimilað tiltekna tölu bifreiða til næturvörslu. Leigubifreiðar til mannfultn- inga eru skyldar til að hafa bæði á fram- og afurrúðu bif- reiðarinnar einkennimiða, sem á er prentaður bókstafurinn L, og skal lögreglustjóri stimpla slíka miða með embættisstimpli sínum, einnig skal vera inn- límdur sjerstakur miði í skoð- unarvottorð bifreiðar með á- prentuðu orðinu Leigubifreið. Brot gegn þessum tveimur ákvæðum, öðrum eða báðum, þ. e. aksturstíminn og auð- kenni á leigubifreiðum til mann flutninga, varðar, samkvæmt 6. gr. reglugerðarinnar 500 króna sekt fyrir fyrsta brot, og hækk andi sektir ef um ítrekað brot væri að ræða. Þessi reglugerð um bensín- skömmtunina cr ail ítarleg, og skal bifreiðaeigendum og bif- reiðastjórum bent á að kynna sjer hana rækilega. Reglugerð- in er birt í Lögbirtingablaðinu 27. þ. m. Auðskilið er að þessi skömmt unarmál öll eru mjög umfangs- mikil, og því ekki hægt að gera þeim full skil í stuttu máli. Fólki skal bent á það að kynna sjer vel sjálfar reglugerðirnar, svo og allar auglýsingar frá skömmtunarstjóranum varð- andi ákvarðanir viðskiptanefnd arinnar í skömmtunarmálum, svo og reglur þær sem settar eru um framkvæmdir í þess- um málum. Bætt úr göllum. Engum er það ljósara en mjer, að ýmsir ágallar munu koma í Ijós, sem valda miklum óþægindum í sambandi við þess ar skömmtunarákvarðanir og framkvæmd þeirra. Úr slíku verður reynt að bæta smátt og smátt eftir því sem hægt verð- ur. Vinsanilegt samstarf allra þeirra, sem hlut eiga að máli, skömmtunaryfirvaldanna, versl ananna og almennmgs er nauð- synlegt til þess að tilætlaður árangur í þessum málum náist. Það er ósk mín og von að allir aðilar leggist á eitt með að stuðla að því að góður árangur náist af þessum skömmtunar- ákvæði^m, og að allir sýni þann þegnskap sem með þarf í því efni, sagði skömmtunarstjóri, Elís Ó. Guðmundsson, að lok- um. Vopnahijeð í Indó- nesíu RÆÐISMENNIRNIR sex, sem Öryggisráð skipaði til að fylgj- ast með því að vopnahljesskip- un ráðsins yrði fylgt, hafa nú lokið rannsóknum sínum. Er þess vænst, að þeir muni senda Öryggisráðinu skýrslu innan fárra daga. — Reuter. X-9 L57ENÍ....I$N'T THA't UVC-Z-LIP5' OUTBOARD MÖTOR, BJZZINÖ OUT TliERE ? S0UND5 LIKE IT'5 ^ RUNNING WILDÍ MU5T MAVE RUN A5H0RE p AND ‘5HEARED THE PROPELLER FINÍ f I THlNK LIVER-LlPS SLIPPED OUT OF THE BOAT AND ÖWAM A5H0RE! HE'$, PROBABLV IN THE HlLL£ TO THE EA5T ! IT'5 5N0WINQ LIKE /MAD! WE WON'T HAVE A C PRAVER 0F A CHANCE T0 FIND HIM toniqht! oyt t•>!!>- 11 jiuro S>nJir ut- Inu, NX'ofld nylns rc-itcrvcd. Eflir Robert Slorm 3 ■—** 0VER TO THE TROOPERS’ AND 5END A CAR INI TO PICK UP THE GIRL-5HE'S NEARLV D0NE F0R! ÖLUUfS OFF ALL OF THE R0AD5 THAT LIVER- LIP5 /VIIGHT HlT A5 HE C0/ME5 0UT Bing: Hlustið þið! Er þetta ekki hljóðið í utan- borðsmótornum? — Phil: Það heyrist mjer. Bát- urinn hlýtur að hafa strandað. Phil: Jeg held að Kalli hafi stungið sjer fyrir borð og synt í land! Hann er að öllum líkindum í hæðunum hjerna fyr- ir austan. Bing: Það er byrjað að snjóa. Það er eng- in von um að við finnum hann í kvöld. — Phil: Við látum lögregluþjónana sjá um þennan bófa og sendum svo bíl eítir stúlkunni. Hún á ekki langt eftir ólifað. — Bing: Best að við setjum vörð við alla vegi, sem Kalli kann að rekast á, þegar hanu kemur niður úr hæðunum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.