Morgunblaðið - 01.10.1947, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 01.10.1947, Blaðsíða 7
MORGVISBLAÐIÍJ 7 Miðvikudagur 1. 1947 Skömtunin: SeðSarnir eiga að af- hendast þegar kaup fara fram ÞAÐ ER EKKI annað hægt að sjá á „Tímanum" fyrir stuttu síðan en hann te'lji að fundin sje í innflutningsmálunum „lausn, sem kaupf jelög og kaup- menn geta verið sammála um“. Þessi iausn „Tímans“ er raun- ar alls ekki uppfynding blaðs- ins, heldur er þar um að ræða tillögu Sigtryggs Klemensson- ar og Hermanns Jónassonar um að „skömtunarseðlarnir gildi sem gjaldeyrisleyfi“, eins og blaðið orðar það. Hjer í blaðinu var þessi til- laga tekin til athugunar, begar hún kom fram og þarf raunar ekki miklu við það að bæta. Einnig hefur tillagan verið til meðferðar hjá ríkisstjórninni án þess að hún hafi enn verið látin koma til framkvæmda. Heilbrigðasta reglan Eins og kunnugt er tóku flest allar þjóðir upp vöruskömtun á styrjaldaráruwjm í meiri eða minni stíl og þótt styrjöldinni lyki komst hvergi nærri það jafnvægi á í viðskiftum að hægt væri þá að afnema skömtun vara. Ýms dæmi eru um það að vöruskamtanir eru nú jafnvel strangari en á sjálfum styrjald- arárunum. Það hefur vitanlega farið eftir aðstæðum í hverju landi hvaða vöru þurfti helst að skamta en óhætt mun að segja að eitt hefur verið sameiginlegt skömtunarfyrirkomulaginu alls staðar, aö kaupendur afhendi skömtunarseðla sína um leifí og kaup fara fram. Hitt mun al- gerlega óþekt að kaupendur af- hendi alla skömtunarseðla sína fyrirfram til einnar ákveðinnar verslunar. Slíkt hefur að mjnsta kosti ekki þekst hjer eða í nær- liggjandi löndum og yfirleitt munu engar spurnir af því, að skömtun sje framkvæmd öðru- vísi en seðill komi á móti vöru um leið og kaup fara fram. Virð ist sjálfsagt, að þessi regla gildi einnig hjer. Tillagan og framkvæmdin Það mun' ekki fjarri því að Framsóknarmenn sjeu alira manna leiknastir í að koma fram með tillögur, sem ekki geta verið í samræmi við raun- veruleikann, en eru þó þannig úr garði gerðar, að talsvert mál þarf til þess að koma orðum að því í hverju það liggur að þess- ar áferðarsnotru tillögur eru ó- framkvæmanlegar og ósann- gjarnar. Það hefur verið sagt að innihaldslítil slagorð gætu verið máttugri en heilar bæk- ur, fullar af röksemdum og skynsamlegum athugunum. Það væri vafalaust hægt að skrifa langt mál um tillögu þeirra Her manns og Sigtryggs og svna fram á með tölum og dæmum frá hinu daglega lífi, að það er ekki íramkvæmanlegt að „neyt- endurnir ráðstafi gjaideyrinum1 eins og „Tíminn“ orðar svo í- smeygilega. Hjer verður aðéins drepið á fá atriði í tilefni grein „Tímans“, af Fram vann Walterskeppnina Sigraði K.R. 4:1 Hagsmunir neytendanna Það er ekki ófróðlegt að at- huga hvernig tillaga þeirra Her manns og Sigtryggs samrömist hagsmunum neytenda. Það er ekki unt að gera þessu máli skil með fáum orðum og verður að- eins drepið á nokkur atriði. Tíminn segir að neytandinn hljóti að afhenda seðla sína fyr- irfram til þeirrar verslunar, „þar sem hann telur sig fá best- ar og ódýrastar vörur“. Það er auðvitað þegar kaupandi af- hendir skömtunarseðil sinn hef ur hann síður en svo nokkra vissu fyrir því, eins og verslun- arhættir eru nú, að viðskifti verði endilega „best og hag- kvæmust" við þá verslun á skömtunartímabilinu. — Gildir þar vitanlega hið sama um kaup fjelög og kaupmenn. Einnig má segja að reynslan í innflutnings málunum á síðustu tímum hafi sýnt að neytandi, sem afhendir seðla sína þannig fyrirfram mundi ekki fá fulla tryggingu fyrir því að þær vörur, sem hann hefur afhent seðla fyrir, verði til sölu í þeirri verslun á skömtunartímabilinu. Það bland ast víst fáum hugur um að á næstu tímum getur oltið á ýmsu um útvegun vara og sýnist þvi óheppilegt að neytendur af- hendi seðla sína einni verslun fyrirfram. Hin reglan, að miði komi móti vöru virðist vera ó- líkt meiri trygging fyrir neyt- endur'. — Það gefur einnig að skilja að ef neytendur bindi sig þannig við eina verslun hafa þeir væntanlega úr minna að velja, heldur en ef þeir gætu leitað í verslunum eftir beirn vörum, sem þeim faila í geð. Orðugleikar seljanclans En það er ekki nóg, að slík tillaga mundi draga leiðinlegan dilk á eftir sjer fyrir neytendur, heldur hlyti hún einnig að verða mjög örðug í framkvæmd gagnvart þeim, sem vöruna selja. Það er augljóst að sá kaupmaður, sem fengi afhenta skömtunarseðla fyrirfram, eins og gert er ráð fyrir í tillögu þeirra Framsóknarmanna yrði að hafa mjög umfangsmikið bókhald til þess að hann gæti sjeð á hverjum tíma, hverjir hefðu afhent honum skömtun- arseðla sína, þannig að hann geti fylgst með því fyrir hvaða vörum hann hefur fengið seðla og hve mikið af hverri vöruteg- und. Er ekki vafi á að slíkt fyrirkomulag ' mundi auka starfsmannahald og skriffinsku við verslanirnar og getur það tæplega talist æskilegt. Einnig er hætt við að örðugt náðu nokkrum yrði að hafa eftirlit með skömt- uninni, ef miðar yrðu afhentir fyrirfram og mundi slíkt krefj- ast svo mikillar aðgæslu selj- (Framhald á bls. 12) FLESTIR höfðu búist við því að úrslitaleik Walterskeppninn- ar, er auglýstur hafði verið að fram ætti að fara kl. 4,30 e. h. á sunnudaginn, yrði frestað. — Var það því máske ekki neitt undrunarefni þótt hrollur færi um suma áhorfendur og með- aumkvun mætti lesa úr augum þeirra, er leikmenn KR og Fram hlupu inn á völlinn. Veður var að vísu stillt og bjart, þó frek- ar kalt, en aðstæður til að leika knattspyrnu voru með versta móti. Völlurinn var einn stór pollur, ef svo mætti að Qpði komast, auk þess sem nokkur ísing var á honum. Þegar í byrjun leiksins kom í ljós að illmögulegt var að leika knattspyrnu við slíkar aðstæð- ur. Spynur og sentringar leik- mannanna voru ónákvæmar. Ó- þarfa árekstrar leikmanna tíð- ar, svo að oft var mesta furða að stórslys hlytist ekki af. Og knötturinn fleytti annað hvort kerlingar í pollunum eða hann snarstansaði og hringsnerist, er hann kom niður. — Úr þessu spunnust all-oft mjög svo spaug leg atvik, sem jafnvel hin bestu kabarettatriði jöfnuðust ekki við, sem komu mönnum til að hlægja og hlógu margir sjer til hita, þótt kalt væri. KR hóf þegar í byrjun sókn, og reyndu leikmenn af fremsta megni að halda knettinum niðri og viðhafa stuttar sentringar. I?ó leið ekki á löngu, þar tíl vörn Fram hratt áhlaupinu og með löngum spyrnum og geysi hraða stormuðu Framararnir upp völlinn, að marki K. R. — Vörnin hafði fylgt sókninni of mikið eftir, og var því ekki til taks við 'slíku áhlaupi. — Langri og hárri spyrnu er spyrht að KR markinu, þar sem er fyrir Mag. Ág., innh. Fram, sem skallar knöttinn á miðja þverslá marksins, rjett fyrir ofan höfuð Antons, sem síóð kyrr í markinu. Af slánni hrökk knötturinn beint fyrir fætur miðframh. Fram, sem sendi hann með lausri spyrnu í mark. Annað mark sitt gerði Fram stuttu síðar. KR hafði verið í sókn, en sem vörn Fram hafði stöðvað og er langri spyrnu miðað til miðframh. Fram, en hann fylgir ekki eftir, sem skyldi og nær Birgir knettinum og hyggst sentra honum til Antons. Anton hleypur nokkur skref út úr markinu og gerir sig líklegan til að handsama knöttinn, en missir hann aftur fyrir sig, og áður en varði er Gísli Benjamínss., úth. Fram kominn að knettinum og sendir hann í mannlaust markið. — 15 mínútur af leik og leikurinn 2:0 fyrir Fram. — Það, sem eftir var hálfleiksins voru KR- ingarnir í heldu!*meiri sókn og jerlega góðum skotum á mark Fram, sem menn töldu inni, en Adam var í Paradís og varði sem hetja, og lauk hálfleiknum, 2:0, fyrir Fram. Síðari hálfleikurinn var fjör- meiri, jafnari og betur leikinn af báðum liðum, þó sjerstak- lega af KR. Þrjú mörk voru skoruð í þessum hálfleik, eitt, sem KR skoraði og Fram gerði tvö. KR markið gerði Hörður dásamlega vel (98%). Spyrna í mjaðamarhæð er send að Fram- markinu. Tveir varnarmenn Fram og Hörður fylgja knett- inum, en við vítateig smeigir Hörður sjer á milli þeirra og tekur knöttinn á ferð og spyrn- ir honum fastri, öruggri og ó- verjandi spyrnu í vinstra horn marksins. Leikurinn 2:1 fyrir Fram. Mörk Fram í þessum hálf- gerði m*iðframh. þeirra Lárus Hallbjörnsson. Það fyrra gerði hann mjög knálega. Anton hafði fengið á sig skot og varið, en stóð kyrr á marklínunni. Lárus fylgdi knettinum eftir og varn- aði Antoni útkomu úr markinu, þannig að hann gekk smám saman aftur á bak með knött- inn inn í markið. Seinna mark Fram kom þannig, að knöttur- inn er miðaður fyrir KR-mark- ið frá vinstraúth. Fram. Anton hleypur út og hyggst bjarga, en nær ekki til knattarins. Lárus er að baki Antoni og spyrnir knettinum í mannlaust markið. Vítaspyrna var dæmd á Fram á síðustu mínútu þessa hálf- leiks, en Hörður brenndi henni af. Besta leik í Framliðinu fanst mjer sýna markmaðurinn Adam Jóhannesson, Sæmundur Gísla- son og Þórhallur Einarsson. — Fram Ijek ekki með sitt sterk- asta lið að þessu sinni, vantaði þá þrjá góða mer.n, þá Ríkharð Jónsson, Hermann Guðmunds- son og Hauk Antonsen. Vara- menn þeirra stóðu sig sjerstak- lega vel, einkum miðframherj- inn Lárus Hallbjörnsson, sem er ungur leikmaður í 2 fl. — Hóf hann feril sinn sem meistara- flokksmaður með því að gera þrjú mörk leiksins, og má þa<f kallast vel af sjer vikið.----- Bestu menn KR liðsins fanst mjer vera Hörður Óskarsson, Óli B. Jónsson og Karl Jónsson, sem sýndi sig sterkasta mann varnarinnar. Með sigri sínum í Walters- keppninni hafa Framararnir unnið þrjú helstu knattspyrnu- mót ársins, og má það teljast sjaldgæíur og eftirtektarverður árangur. Þeir menn, sem hafa unnið að því að vinna fjelagi sínu þennan sóma, að vera ís- landsmeistarar 1947, Reykjavík urmeistarar 1947 og sigurvegar ar Walterskeppninnar, eru: — Adam Jóhannsson, Svan Frið- geirsson, Karl Guðmundsson, Kristján Ólafsson, Haukur Bjarnason, Sæmundur Gíslason, Gísli Benjamínsson, Magnús Ágústsson, Lárus Hallbjörns- son, Óskar Sigurbergsson, Þór- hallur Einarsson, Ríkarður Jóns son, Haukur Antonsson, Her- mann Guðmundsson,Valtýr Guð mundsson og Magnús Kristjáns- son. — Á. Á. „líkingur eignast fjelagsheimiii KNATTSPYRNUFJELAGIÐ Víkingur hefir komið sjer upp fjelágsheimili í Tripoli-herbúðunum á Melunum, og var það vígt s.l. laugardag. Eru þetta braggabyggingar, sem hafa verið innrjettaðar og gerðar hinar vistlegustu. Er heimilið var vígt, þá' voru þar samankomnir allmarg ir eldri og yngri Vikingar og fleiri gestir, m.a. borgarstjórinn í Reykjavik, fotseti í. S. I. og formaður Knattspj-rnusam- bands Islands. Guðjón Einarsson bauð gest ina velkomna, en Ingvar Páls- son, formaður húsnefndar fje- lagsins, lýsti heimilinu og af- henti það fjelagsstjórninni. Þor lákur Þórðarson, formaður fje- lagsins, þakkaði síðan þeim fje lagsmönnum, sem imnið hefðu að því að koma heimilinu upp en þá tóku til máls Agnar K'. Jónsson, formaður KSÍ, Gunn ar Thoroddsen, borgarstjóri, Benedikt G. Waage, forseti ÍSÍ, Erlendur Ó. Pjetursson, Óskar Norðmann og Ólafur Sigurðson formaður iBR. Óskuðu þeir all ir fjelaginu til hamingju með j heimilið og fóru vjjourkénning arorðum um þann dugnað, sem Víkingar hefðu sýnt með þvi að koma því upp. I heimilinu eru þegar tilbún- ir til noktunar fjórir stórir salir þar sem fjelagarnir geta komið saman tíl fundahalda og ýmsra skemtana og gerir fjelaginu miklu hægara um vik að hakU uppi fjölbreyttu fjelagsstarfi. Það kom þó greinilega í ljós » ræðurp forráðamanna fjelags- Ins, að þetta heimili væri að- eins til bráðabirgða, því að fje- lagið hefði í huga i náinni fram tíða að koma upp eigin íþrótta leikvangi og fjelagsheimili í sambandi við hann. Bílamiðlunin Benkastræti 7. Sími 6063 •»r miðstöð bifreiðakaupa. (iþmiimnmimnminu

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.