Morgunblaðið - 18.10.1947, Síða 6

Morgunblaðið - 18.10.1947, Síða 6
6 MORGUNBLAÐIÐ Laugardagur 18. okt. 1947 Veiting préfessorsembættisins ; lyflæknisfræði við [c!a isiends Nokkrar athugasemdir frá læknadeildinni EINS og kunnugt er var próf- essorsembættið í lyflæknisfræði veitt þ. 8. jilí þ. á. gegn tillögu læknadeildar, en hún hafði lagt til að dr. Óskari Þ. Þórðarsyni yrði veitt embættið. í 180 tbl. Tímans -— málgagni mennta- málaráðherra — birtist þ. 3. þ. m. nafnlaus grein með fyrir- sögninni: „Veiting prófessors- embættisins í lyflæknisfræði við Háskólann“. Tilgangur. hennar virðist vera sá að skýra hvað hafi valdið því, að ráðherra gat ekki fallist á tillögur læknadeild ar í þessu máli. í greininni seg- ir, að deildin hafi „enganveginn tekið Óskar eindregið fram yfir hina umsækjendurna“. Þetta er rjett, ef átt er við, að samþyktin um að mæla með dr. Óskari Þ. Þórðarsyni var ekki einróma, heldur voru 7 atkvæði greidd með, en 4 á móti, og voru 11 deildarkennarar á þeim fundi. Vitanlega er þetta þó ekki gild ástæða til að hafna vali deiklarinnar, enda virðist ráð- herra hafa litið svo á, þar sem hann leitaði ekki upplýsinga hjá henni um það, hvort sam- þyktin hefði verið einróma eða ekki. Enníremur segir síðar í greininni um' annað atriði, að þaö hafi ráðið hinni endanlegu ákvörðun ráðherrans, og skal nú vikið að því. Um það segir í greininni: „Þess ber svo að gæta að próíessorinn í lyflæknisfræði á ekki eingöngu að annast kenslu við Háskólann, heldur er hann jafnfiamt forstöðumaður lyílæknisdeildar Landspítalans. Til að gegna þeirri síöðu hafði Jóhann þá yfirburði umfram Óskar að hann hafði gegnt marg háttuðum trúnaðarstöríum um 10 ára skeið, og benti öll sú reynsla til þess, að hann myndi verða öruggur og góður stjórn- andi deildarinnar. Óskar hafði hins vegar engan slíkan feril að baki. Þessi reynsla af Störfum Jóhanns gerði meira cn að vega gegn því, að Óskar hafði meiri bóklærdóm, og rjeði líka hinni endanlegu ákvöröun ráðherr- ans“. (Leturbreyting höf.). Þarna virðist vera gefið í skyn að læknadeildinni hafi yfirsjest það, að prófessorinn í lyflæknis- fræði á jafnframt að vera yfir- læknir lyflæknisdeildar Land- spítalans. Erfitt er að sjá, hvern ig ráðherra hafi getað komist að þeirri niðurstöðu við lestur greinargerðar þeirrar, er lækna deildin á sínum tíma sendi. ráð- herra. í niðurlagsorðum hennar segir svo: „Af þessu er augljóst, að dr. Óskar Þ. Þórðarson hefur þá sjerstoðu fram yfir hina um- sa>kjendurna, að hann hefur nú um langt skeið starfað að mestu óslitið áð Iyflækningum á sjúkra húsum, og miklu lengur en hvor hinna umsækjendanna. Hefur hann þannig aflað sjer óvenjú fjölþættrar reynsíu á þessu svioi. Hinir tveir umsækjend- anna, þeir Jóhann Sæmundsson tryggingayfirlæknir og Sigurð- ur Sigurðsson berklayfirlæknir, hafa báðir síðustu 10 árin, eða því sem næst, gegnt opinberum stöðum, og að vísu staðið prýði- lega í stöðum sínum, en þeim störfum er þannig háttað, að þau verða tæplega talin hafa verulegt gildi til sjermentunar í lyflæknisfræði. Ennfremur hefur dr. Óskar Þ. Þórðarson tvímælalaust unnið meira að vísindalegum rannsókn um og á fleiri sviðum en hinir umsækjendurnir, eins og ritgerð ir hans bera ljósan vott.“ Við þetta má svo bæta því, að fram til þessa hefur ekki annar undirbúningur þótt betri undir yfirlæknisstarf á sjúkrahúsi en sá að hafa um langt skeið verið starfandi læknir á sjúkhadeild- um. Þetta ætti að nægja til þess að sýna, að því fer fjarri, að höfnun þess umsækjandans, sem læknadeild mælti með, verði rjettlætt með því, að hann hafi haft lakari undirbúning undir yfirlæknisstarfið. Og ætti það, að greinarhöfundur slær því föstu, að Óskar hafi haft „meiri bóklærdóm" ekki að hafa spilt fyrir, þótt ekki sje alveg Ijós.t hvað hann á við með því. Að ráðherra meti það að verð leikum, að umsækjandi um em- bætti hafi áður verið „reyndur sem traustur og góður embætt- ismaður" er rjett og skylt að öðru jöfnu. Bæði Jóhann Sæ- mundsson tryggingaryfirlæknir og Sigurður Sigurðsson berkla- yfirlæknir hafa reynst ágætir embættismenn. Hinsvegar má skilja það af greininni í Tíman- um, að Sigurður Sigurðsson berkíayfir'læknir hafi ekki kom- ið til greina við veitinguna. Er vandsjeð ústæðan til þess, að minsta kosti gefur greinargerð I læknadeildarinnar ekki tilefni til þess að taka annan fram yfir hinn. — Sigurðúr hefur gegnt margháttuðum trúnaðarstörfum úm 12 ára skeið og auk þess verið settur forstöðumaður lyf- læknadeildar Landspítalans og kennari í lyflæknisfræði í 4 mánuði. Læknadeildin lítur svo á, að báðir hafi rækt trúnaðar- störf sín með prýði og sýnt á- gæta hæfileika til skipulagning- ar og telur í þeim eínum hlut Sigurðar engu lakari en Jó- hanns. Petropolis í gær. ALÞJÓÐAFUNDUR um flug mál stendur nú yfir í Petro- polis í Brasilíu. Aður en fund- urinn kcmur saman til al~ mennra umræðna um alheims- flugmál hefur verið unnið í nefndum og er talið að mikill árangur hafi náðst í nefndar- störfum. Fundur í Húsmæðra- fjelagi Reykjavíkur HÚSMÆÐRAFJELAG Reykja víkur hóf vetrarstarfsemi sína með fundi í Tjarnarkaffi 15. þ. m. og var hvert sæti skipað. Form. fjel. frú Helga Marteins dóttir hvatti fjelagskonur mjög til að standa saman ótrauðar um málefni sín, og efla starf- semi fjelagsins, því svo best næðist árangur í starfi að vel væri verið á verðinum og kraft- ar þar lagðir fram til giftu. Frú Jónína Guðmundsdóttir, skýrði frá sýpikenslunámskeið- um í matreiðslu er fjelagið gekst fyrir í vor og sumar. Um tilhögun þeirra og framreiðslu. — Seinna námskeiðið hefði ver- ið kensla í grænmetisrjettum og niðursuðu grænmetis. Hefðu bæði námskeiðin verið fjelag- inu til sóma og mælst vel fyr- ir. — Hvað nokkurn halla vera á þeim báðum. Námskeiðin væru nú orðin snar þáttur 1 starfsemi fjelagsins og nauðsyn legt að koma því í fastari skorð- ur og að þau gætu farið fram á sem hentugustum tíma fyrir húsmæður alment. Voru fund- arkonur mjög ásáttar um að þetta mætti takast og samþyktu tillögu er hneig í þá átt. Talsverðar umræður urðu um skömmtunina, og kom skýrt fram við þær að skömmtunin var talin nauðsynleg eins og á stæði í gjaldeyrismálum þjóð- arinnar og húsmæðurnar myndu áreiðanlega gera sitt til að hún kæmi að gagni, en ekki væri nóg að spara við heimilin ef óhófs'gætti á ýmsum öðrum sviðum og þar gjört hægara um vik. Hinsvegar ætti og mætti koma skömmtuninni í rjettlát- ara horf og hefði þegar nokkuð verið bætt úr og væri vel, en stofnauki 13 væri óviðunandi fýrir heimilin, þar sem þeim væri. beinlínis neitað með hon- um að sauma ytri fatnað á sig sjálfa og spara þannig við sig, en aftur á móti í s.iálfsvald sett, hvc-rsu dýrt þau keyptu hann. Ekki .gæti þetta talist gjald- eyrissparnaður. Stofnauki 13 gengi einnig alveg framhjá pevsufatakonun- um; ' þareð ekki fást tilbúin peysuföt. Einnig komu fram ákveðnar raddir um það, að leyfa einungis innflutning á því sem bráðnauð synlegt getur talist fyrir land- ið. Og að þegar rýmkasf Um innflutning verði heimilisvjel- ar og annað þessháttar æfin- lega á blaði, því óskiljanlega hefði þessi innflutningur verið . afskorinn, en hinsvegar flest' heimili mjög hjálparlítil og átt ■ erfitt um vik síðari árin. Þessar konur tóku þátt í um- j ræðum: Guðrún Pjetursd., I Helga Marteinsd., Guðrún Ól- J afsd., Guðrún Eiríksd., Margrjet Sigmundsd. og Guðrún Ryden. : Að lokum minti form. á basarinn er fjelagið heldur að Röðli á mánudaginn kemur 20. þ. m. og bjet á allar fjelagskon- ur að liðsinna honum, scm best þær mættu. Tveir þættir úr einni rógsherferð RAGNAR JONSSON hæstarjettarlögmaður, Laugavegi 8. Sími 7752. Lögfræðisíörf og eigna- umsýsla. amtuibMuiíiiuuiiiiiiiiiiiiiiiwiiniinHin „ÞJÓÐVILJINN“ og „Tím- inil“ samstilla nú sem mest þeir mega árásir sínar á hina frjálsu verslunarstjett í landinu og þá einkum innflytjendurna. Fyrir stuttu hefur „Tíminn“ ■upp mikinn söng út af því að „verslunareigendur í Reykja- vík“ hafi byggt yfir sig stór hús. Þetta er gamalt lag úr „Þjóðviljanum", sem hafði þann sið um tíma að birta myndir af snotrum húsum, sem einkum út- gerðarmenn höfðu byggt sjer og kalla það „luxus-villur“. í þessu, eins og raunar fleira, tekur ,,Tíminn“ sjer starfshætti þeirra Þjóðviljamanna til fyrir- myndar. — Þeir, sem þekkja til í Reykjavík vita að þar ber á engan hátt sjerstaklega á íbúðar húsum verslunarraanna. Surair þeirra búa í sæmilegum húsum aðrir búa lakar. En „hallar- byggingar“ „Tímans“ eru ekki til. Það hefur ekki hingað til þótt neitt tiltökumál þótt menn, sem ef til vill eiga langan starfs- feril að baki sjer, geti eignast þak yfir höfuðið. Ekki ber held- ur á öðru en starfsmenn kaup- fjelaganna, stjórnendur þeirra og jafnvel þeir, sem lægra eru settir, geti býggt yfir sig hús og það ágæt hús. — Jafnvel ti.1 sveita þekkist dæmi um hrein- ustu hallarbyggingar kaupfje- lagsstjóra. Víða munu kaupfje- lagsstjórar búa í sjálfseignar- húsum og það er vitaslculd alls ekkert tiltökumál. Þetta nart „Tímans“ út af húsabyggingum verslunar- manná missir marks hjá þeim, sem til þekkja, en vera má að það sje tekið trúarlegt til dæmis í fjarlægari hjeruðum að „kaup- menn í Reykjavík byggi hallir“. -k Þeiha, sem hlustuðu á Einar Olgeirsson á dögunum í umræð- unum um Parísarráðctefnuna mun vera í fersku minni að það orð, sem hann oftast tugði var: heildsali. Þeir „ráða ríkisstjórn- inni“ sagði hann. Einar talaði líka um „þjóna heildsalanna" og þar fram eftir götunum, „heild- salavaldió" og annað slíkt, sem menn éru fyrir löngu orðnir leiðír á að heyra. Einar Olgeirsson er ekki lengi að breyta um tón. Hann er svo háísliðamjúkur og þeir fjelagar allir, að' þeir geta hreykt sig í hvaða átt sem þeim sýnist í það og það skiptið. í þessu sambandi er ekki ófróð- legt að minnast á grein, sem Ein'ar Olgeirsson skrifaði í Þjóðviljann 11. febr. 1940 eða fyrir góðum 7 árum. — Það er mögnuð rógsgröin um útgerðar- menn, sem voru á fyrsta stríðs- árinu aðeins að byrja að rjetta við eítir margra ára erfiðleika. Greinin heitir: „Alræði útflytj- endanna á Islandi". ♦ Þar skortir ekki orðin yfir þessa voðamenn, útflytjendurna. Þeir eru nefndir „útflutnings- auðvald", „bra:skaravinir“ Ijandsbankans. Útgerðarmenn áttu að haía keypt til fylgis við sig þá stærstu af heildsölunum, svo gengisíellingin 1939 fengist fram. Svo er talað um „útílytj- endaklíkuna“ og margt er í þess ari grein Einars annað, sem allt er á sömu bókina lært. Nú er Einar Olgeirsson hætt- ur að skamma „útflytjendá- klíkuna“, r.ú á hún víst að vera orðin valdalaus og „heildsalarn- ir“ teknir við og ráða nú hvorki meira nje minna en allri ríkis- st jórninni! Þessi tór.breyting Einars Ol- geirssonar er skiljanleg, þó út- flytjendur ráði nú síst minna en áður og hagsmunir þeirra nú hornir mjög fyrir brjósti af því opinbera, eins og líka rjett er. Einar Olgeirsson vill ei4. a sjer þá nýsköpunarstefnu, sera. tekin var í fjármálum og at. innu- málum. Hann ætti því erfitt með að gera orðið útflytjandi að skammaryrði eftir að vera bú- inn að stuðla svo mjög að hag útílytjenda, cins og hann sjálfur vill vera láta, enda hafa útflytj- endur, að minnsta kosti um stund, sloppið við opinberar rógsherferðir af hálfu pólitískra ofstækismanna og var sannar- íega tími til þess kominn. En að útflytjendunum sleppt- um varð þetta Þjóðviljalið með Einar Olgeirsson í broddi fyik- ingar að finna nýja grýlu til þess að hræða landsfólkið með og í stað útflytjenda áður er nú gripið til. innflytjendanna. Nú eru það ,,heildsalar“, sem eru „herrar ríkisst.jórnarinnar“ eins og útflytjcndur höfðu átt að vera það áður. Stórkaupmenn eru nú nefndir öllum illum nöfn- um af kommúnistum og kennt um allt sem aflaga fer. Það getur naumast hjá því íariö að menn s'jái að. hjer er einungis um að ræða róginn um útgerðina í nýrri mynd. Hver heilskyggn blaðaleáandi hlýtur að koma ouga á hvaoa skrípa- leikur er hjer á ferðinni og trúir vitaskuld engu af þeim þvætt- ingi Einars Olgeirsconar, sem hjer hefur verið drepið á. í Reykjavík UIvI síðustu áramót voru 874 verslanir hjer í Reykjavík, þar af voru smásöluverslanir 687 og 187 umboðs- og heildversl- anir. Frá þessu er skýrt í síð- ustu Hagtíðindum. Á árinu ’46 hafði verslunum fjölgað í bæn- um um 58. Smásöluverslanir skiftust þannig í árslok 1946, eftir því með hvaða vöru var verslað, í svigurn er fjöldi verslana árið áður: Matvörur 147 (138), vefnað- arvörur 1.61 (159), skófatnað- ur 20 (20), bækur og pappír 32 (31), smávörur, silfurirjun- ir, úr. o. fl. 57 (55), húsgögn 15 (14). raftæki og bifreiða-. varahlutir 21 (20), járnvörur og byggingavörur 20 (20), ýms ar vörur 121 (121). Fiskversl- anir voru 30 í bænum um síð- ustu áramót og hafði fjölgað á árinu um tvæiy en b.rauð og mjólkurbúðir 63 og' hafði fjölg- að um fjgrar. .■

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.