Morgunblaðið - 18.10.1947, Síða 12
12
iriORGU ISBLAÐIÐ
Laugardagur 18. okt. 1947
— Meðal annara orða...
Framh. al bls. 8
kór þessi mun aðeins eiga að
koma fram í útvarpinu einu
sinni til tvisvar í mánuði, að
við eigum marga ágæta kóra,
sem sjálfsagt mundu fúsir til
að láta útvarpshlustendur
heyra til sín, og loks, að sýni-
legt er, að útvarpskórinn
mundi aðeins að sáralitlu leyti
geta dregið útvarpsdagskrána
upp úr því fábreytnisfeni, sem
hún er sokkin í — þegar allt
þetta er athugað, finnst mjer
eins og jeg gæti bent á svo ótal
margar aðrar leiðir til að eyða
þessum 70—75.000 krónum.
Því það er fábreytnin og
deyfðin, sem er meinsemdin.
Sannleikurinn er sá, að á því
herrans ári 1947, er ríkisút-
varpið enn í sömu barnafötun-
um og það var í, þegar það fyr-
ir 17' árum fyrst leit dagsins
ljós. — Og þau eru orðin gat-
slitin, fötin.
• •
Er það til dæmis ekki næsta
ægileg tilhugsun, að maður
skuli enn einu sinni eiga eftir
að opna fyrir tækið sitt og
hlusta á 90 mínútna leikrit, sem
í engu verður ólíkt leikritinu
þar á undan, nema ef vera
skyldi að tækið, sem síðast var
notað til líkja eftir eimpípu-
blæstri, í þetta sinn verði stað-
gengill rómantísks næturgala
eða marrandi hurðar? Og er
það ekki sannast að segja voða-
legt, að kvölddagskrá útvarps-
ins 30. júlí í ár verður sjálfsagt
vart talin kljenni en dagskráin
eitthvert kvöldið í næstu viku,
þótt útvarpsefnið þetta um-
rædda sumarkvöld hafi verið á
þessa leið: 19,30 Tónleikar:
Óperulög (plötur), 20.00 Frjett
ir 20,30 Útvarpssagan, 21,00
Tónleikar: Norðurlandasöng-
menn (plötur), 21,15 Erindi:
Nýjar leiðir (Are Waerland,
heilsufræðingur), og loks frjett
ir. —
o •
Enginn vafi er á því (mundi
jeg ljúka brjefi mínu), að eng-
inn einn maður á sök á, að út-
varpið skuli eftir öll þessi ár
vera eins og seinþroska barn í
vöggu. Fullvíst er og, að deyfð
hlustendanna má þar að nokkru
um kenna. Margir þeirra 'virð-
ast orðnir „rótgrónir við system
ið“, og hinir ánægðustu. En það
nær ekki nokkurri átt — og
þar hygg jeg að flestir sjeu
mjer sammála — að útvarps-
efnið sjálft liggi í öskustónni
innan um skrifstofueyðiblöð og
launakvittanir og uppdrætti af
nýjum útvarpshöllum.
Útvarpsmenn verða að gera
sjer það ljóst, að það er jafn
auðvelt að loka fyrir tækið sitt,
hvort sem hljóðneminn stendur
í glæsilegri nýbyggingu eða
bragga einhverssstaðar á an-
nesjum. Því það er útvarpsefnið
—- dagskráin — sem þyngst er
á metaskálunum, þegar útvarps
hlustendur dæma um gildi rík-
isútvarpsins.
Asbjörnsons ævintýrin. ■
Ógleymanlegar sögur
Sígildar bókmentaperlur,
barnanna.
fímm snfsiúfiia krossgáfan
Lárjett: — 1 klóra — 6 eld-
stæði — 8 tvíhljóði — 10 slagur
— 11 afl — 12 íþróttafjelag ■—
13 slá — 14 stafur — 16 ana.
Lóðrjett: — 2 hávaði — 3
herbergið — 4 fljót — 5 mála
— 7 sáldrað — 9 reiðihljóð —
10 for — 14 fæði — 15 eins.
Lausn á síðustu krossgátu.
Lárjett: — 1 rígur — 6 ólm
— 8 ab — 10 il — 11 glóðina
— 12 ná — 13* gg — 14 net —
16 sýgur.
Lóðrjett: — 2 íó — 3 glaðleg
— 4 um — 5 ragna — 7 slagi
— 9 blá — 10 ing — 14 ný —
15 tu.
iiiiiffiiimiiimiiiiiimimiimiMiiiiiMitiiiiiMiiiiiiitimi:
AU GLY Sl (V G
ER GULLS IGILL l
iiiiMmMimiiiMMiiiiiimiiMiimiiiiiuiiimmiimmmra
Húsmæðrafjelag fteykjavík-
ur. — Konur, munið basarinn
n. k. mánudag. Komið gjöfum
fyrir sunnudag til Jónínu Guð
mundsdóttur, Barónsstíg 80,
Helgu Marteinsdóttur, Engihlíð
7, Kristínar Sigurðardóttur,
Bjarkarstíg 14 og Ingva And-
ersson, Skólavörðust. 22.
Framh. af bls. 5
bæri til þess að hefjast' handa
um úrlausn dýrtíðarmálanna og
verðbólgunnar.
Fjárhagsráð vill enn ítreka
nauðsyn þess og jafnframt
benda á, að vegna hinna yfir-
standandi örðugleika, verður
eigi komist hjá að spara enn
meira allar innfluttar neysluvör
ur, en leggja alla stund á að efla
útflutningsframleiðsluna.“
Tilkyianing iil
bifreiðastjóra
Að gefnu tilefni skal hjer með brýnt fyrir bifreiða-
stjórum, að hverskonar ofhleðsla á bifreiðum er strang
lega bönnuð. Má hleðsla aldrei vera meiri en bifreiða-
eftirlitsmenn hafa ákveðið og skrásett í skoðunarvottorð
Brot gegn þessu varða sektum.
Lögreglustjórinn i Reykjavík, 17. október 1947
Sigurjón Sigurðsson
■— settur —
ÖEÉÍÖ
F. 17. okt. 1857. — D. 16. mars 1947.
Llver lifði hjer í ljósi vona,
og lengi fyllti hið auða svið?
Gengin er veg sinn gömul kona,
Guðrún sem oftast var kend við Hlið.
Þó höggvið sje ekki hærra en svona.
Hver er það nú sem tekur við?
Búið hafði í Bænum lengi —
búin lengi í hinstu för.
Gæfan fyrrum við gleðistrengi
gaf henni ríflegt' þrelc og fjör,
og nú á efra ára vengi
ekkja hún-bjó við fábreytt kjör.
Störfin af höndum öll hún innti —
yfir sitt langa runna skeið.
Svo þau oss bert á manninn minnti
miskunarverk er gjörði á leið.
Hún harla lítið sínu sinnti —-
sífelt að hugsa um þann sem leið.
Hún var við alt til líknar lagin —
það líf hennar var og hjartans fró,
og þegar leið á ævidaginn
hún átti að hafa næði og ró •—■
— oft var á ferli um allan Bæinn
í erindum þess er fjærri bjó. •—
Títt var að gesti að garði bæri
til gistingar, bæði af landi og r.jó,
harla lítið þó húsið væri —- ’
hjartað fann altaf rými nóg,
og alltítt var það hún ofan færi
úr sínu rúmi i þrönga kró.
Áður fyrr bjó hún úti’ við sæinn,
útvegsmannskona traust og merk.
Bæði inni og úti við bæinn
afburðasnjöll við skylduverk,
og manni sínum til liðs var lagin
— lífsstefnan var svo hrein og sterk.
Nú eru hjer um luktar leiðir
lífið horfið á æðra svið.
Hann sem að allra götur greiðir
göngu hennar tryggir sjer að lilið
og ástarfaðminn blítt útbreiðir,
blessar og vcitir himinfrið.
/. B. P.
X
]
• I
I
MÁLFLUTNINGS-
SKRIFSTOFA
| Einar B. Guðmundsson. !
i Guölaugur Þorláksson |
Austurstræti 7.
Símar 3202, 2002
Skrifstofutími
kl. 10—12 og 1—5.
= i
'UUIIIICfHHIHHIIIUMUHIIIItimiMMIimilHllllimiHHUB
wJJjáÍpio
tii aÍ rjrœÍa iandic). cJdajjik
i
iíerf í JandjrceÍíiaíjóÍ.
V ’ -/'L-'
úiný/ýí .JiÍijip.'.r'.ií-j 29-
X-9
^ ^ Eftir Robert Storm |
Kalli: Heyrðu mig nú, hvernig getur þú dæmt um
það, hvort taka þarf af mjer fótinn? Maðurinn:
Jeg gleymdi að geta þess — jeg er læknir. En
þetta e rþinn fótur, ekki minn. Það er sjúkrahús
hjerna skammt frá. Jeg skal flytja þig þangað.
Kalli: Nei, bíddu. Maðurinn: Jeg hjelt ekki þjer
mundi geðjast að þessu .... Kalli. — Kalli: Hvað
segirðu? Hvernig veistu hver jeg er? — En meðan
þessu fer fram, er Phil Corrigan að leita Kalla.
Hann fer hús úr húsi, en enginn getur gefið hon-
um neinar upplýsingar.