Morgunblaðið - 18.11.1947, Blaðsíða 12
12
MORGl) NBLAÐIÐ
Þriðjudagur 18. nóv. 1947
*
Attræður:
Jónsson,
í DAG fyllir áttunda áratuginn
inn einn af bænda öldungum
þessa lands, Ásmundur Jónsson,
bóndi að Krossum í Staðarsveit.
Fæddur er hann að Lýsuaal í
Staðarsveit og ólst þar upp hjá
foreldrum sínum, Jóni Magnús-
syni og Guðrúnu Björnsdóttur.
Árið 1891 fór hann vinnumaður
að Krossum til þeirra Stefáns
Jónssimar og Helgu Jónsdóttur,
er þá munu hafa verið talin
auðugust hjóna vestur þar. —
Þremur árum síðar gekk hann
að eiga Kristínu, dóttur þeirra,
og tók þá þegar við búforráðum
og hefur búið þar alla tíð síðan,
eða um 53. ára skeið. Þrátt fyrir
hinn háa aldur gengur Ásmund-
ur enn að störfum, sótti t.d. hey-
skapinn s.l. sumar, sem ungur
væri.
Ásmundur var alinn upp við
þröngan kost, og nam það þegar
í æsku, að vinna og sparsemi
væru þær. dygðir, er hverjum
æskumanni myndi heillavænleg-
astar til góðs ger.gts í baráttu
Jífsins. Hann brá því ekki frá
þeim lærdómi, þó að hann tæki
við nokkrum efnum, að mæli-
kvarða þeirra tíma. Starfið og
hagnýtnin hafa því jafnan verið
hinn hinn rauoi þráðurinn í öllu
hans lííi. Mjer er í barns minni
reglu- og hirðusemi bóndans að
Krossum. Mannsins, er hvergi
mátti vita neinn hlut nema á sín
um stað. Jafnframt fyrirhyggju
um allt er að búskapnum laut.
Þegar Ásmundur hóf búskap
sinn voru búnaðarhættir slíkir,
sem þeir höfðu verið um alda'
raðir. Hús öll á gamla vísu og
ræktun lítil. En er árin liðu og
Asmundur
Krossum
kröfurnar breyttust, fylgdist
hinn aldni bóndi með. Hann jók
hið ræktaða land jarðar sinnar
og tók til óspiltra málanna .að
byggja hana upp, og eru nú liðin
nokkur ár síðan að hann lauk
vi/ð að breyta hinum gömlu bygg
ingum í nýtísku byggingar,
bæði yfir. menn og málleysingja.
Er jörð hans því nú með best
uppbyggðu jörðum.
Um áratugi bar Ásmundur
mestu 'oyrðarnar 1 þágu sveitar
sinnar, og mun tvímælalaust sá
núlifandi manna í sveitinni, er
mest hefur greitt til almennra
þarfa. Um skeið var hann odd-
viti sveitarinnar og gengdi því
starfi sem öðru, með sjerstakri
samviskusemi.
Konu sína misti Ásmundur
1929 og hefur búið síðan með
dætrum sínum, • Stefaníu og
Maríu.
Hún er nú óðum að hverfa af
sjónarsviðinu sú kynslóð, sem
lifað hefur þá tvenna tímana, að
þola fátækt þá og örbirgð, sem
hrjáð hefur gengnar kynslóðir
um óratíð, og aftur hitt, sem nú
er, að flestir hafi gnægð þess,
sem lífið heimtar. án þrotlauss
erfiðis. Áttræði heiðursbóndinn
að Krossum, hefur því án efa
margs að minnast, er hann nú lít
ur yfir farinn veg, enda þótt
gæfa hans hafi verið sú, að vera
meira veitandi en þurfandi, á
hinni löngu leið.
Um leið og jeg þakka afmælis
barninu fyrir liðna tíma flyt jeg
því innilegustu afmælisóskir
mínar. Megi æfikvöldið verða
sem lengst og fegurst.
Lifðu heill góði vinur.
Jóhann Hjörleifsson.
Stálu 100 þús. krónum
PARlS: — Tveir vopnaðir menn
brutust nýlega inn í pósthús hjer
í París, bundu tvo starfsmenn, sem
þar voru, og komust undan með
yfir 100,000 krónur.
r*Jdjá(pú
ti( a( grœ(a (andicí oCaggi
álerj^ i oCand^ræ(i(uijóc
'
Sirifítofa -J\iappordíq 2/
Guðftnna Thorlacíus
Hjáhnarsdóttir
Nú Bebba Litla biöur.
Guös blessan, líf 03 friður.
Nú huggi hjarta mitt. *
Á himhnum heimi yfir
mín hjartkær vina lifir. '
Ó, blessa Jesús, barniö þitt.
Viö sungum ætíö saman,
hve sœlt þaö var og gaman,
þá Ijós Guös lýsir veg.
í Guðshús oft viö gengum.
Guöfinna mín þar fengum
viö orö frá Jesú elskuleg.
Þú syngur okkar sálma
um sólskin, Ijós og jtálrna
meö englum, elskan mín.
1 þínu hreina hjarta
var himnaríkiö bjarta.
Nú ásýnd Jesú skært þjer skín.
Minn Guö, þjer þakka af hjarta
þá sœludaga bjarta
er liföum, Ijekum hjer.
Minn vinur, vertu hjá mjer,
mig víkja lát ei frá þjer.
Minn Jesú, allt jeg þákka þjer.
G. Þ.
springa
Tokyo í gær.
BANDARÍSK vopnageymsla í
námunda við Yokohama í Japan
sprakk í dag í loft upp. Urðu
margir sprengingar í vöruhús-
um þeim, sem geysiöílugt
sprengiefni var geymt í, og eyði-
lögðust þau með öllu.
Um þúsund tonn af sprengi-
efni mun þarna hafa sprungið,
en ekkert hefur enn verið um
það tilkynt, hvort manntjón hafi
orðið. — Reuter.
Hflinttingarorð asm-
Sfein Sigurðsson
STEINN SIGURÐSSON klæð
skeri verður jarðsunginn í dag.
Hann andaðist eftir stutta legu,-
sunnudaginn 9. þ. m. á sjúkra-
húsi Hvítabandsins.
Steinn sálugi var fæddur 6.
apríl 1873 að Friðholti í
Þykkvabæ á Rangárvöllum.
Hóf hann nám í klæðskeraiðn
skömmu /eftir aldamótin hjá
þeim meisturunum Friðriki
sáluga Eggerts og Renhold And
erson. Hann hóf sjálfstæðan at-
vinnurekstur á Akureyri 1906,
en fluttist þaðan haustið 1908
til Vestmannaeyja og rak hann
þar klæðskeraverkstæði til
haustsins 1929, er hann flutt-
ist til Reykjavíkur með fjöl-
skyldu sína, og vann upp frá
því á saumastofu Vigfúsar Guð
brandssonar af þeirri fágætu
trúmensku og dyggð, sem hon-
Um var í blóð borin. Steinn
sálugi var heill og öruggur í
öllu dagfari sínu óg í öllu því,
sem honum var trúað fyrir.
Skýldurækni hans og ráð-
vendni var svo takmarkalaus,
að erfitt myndi nú reynast að
finna þá menn, sem stæðu hon-
um jafnfætis í því eða tækju
honum fram Hann vann þrot-
inn af kröftum og farinn að
heilsu allt til síðustu stundar,
og var óhætt að segja, að vilj-
inn og trúmennskan ættu þar
mestan þáttinn í
Steinn sálugi kvæntist hinni
ágætu eftirlifandi eiginkonu
sinni, Kristínu Friðriksdóttur
17. okt. A903. Höfðu þau því
lifað saman í ástríku og frið-
sömu hjónabandi í full 44 ár.
Um konu hans má með sanni
segja, að hún hafi verið manni
sínum traustur og dyggur föru-
nautur öll þessi ár, þegar við
margskonar erfiðleika og stund
um fátækt var að stríða með
stóran barnahóp.
En heimili þeirra var byggt
á þeim kletti, sem eigi bifast,
enda ríkti þar trúaröryggi um
handleiðslu Drottins, sem aldrei
brást.
Þau hjónin eignuðust 10 börn
og eru 7 þeirra á lífi, öll hin
mannvænlegustu og vel af
Guði gefin. — Þau eru, Friðrik,
bakari á Selfossi, Ásmundur,
járnsmiður í Vestmannaeyjum,
hin eru öll búsett í Reykjavík,
Steinn Sigurðsson.
Jóhannes verslunarstjóri, Sig-
urður, jámsmiður, Ingolfur
prentari, Auður hárgreiðslu-
mær og Anna.
Minning Steins sáluga geym-
ist hjá þeim, sem hann starfaði
hjá og svo og hjá öllum, sem
kynni höfðu af honum.
Blessuð sje minning Steins
Sígurðssonar.
V. og S.
Lýður Guðmundsson
hreppsfjóri
fimfugur
LÝÐUR Guðmundsson, hrapp-
stjóri i Sandvík, á fimmtugsaf-
mæli í dag. Er þar góðs bónda að
geta, sem Lýður er, og heíur
Sandvíkurheimilið verið eitt hið
traustasta og myndarlegasta í
bændabyggð Suðurlands, nú um
langan aldur.
| Pleldur Lýður þar öllu vel í
horfið, er faðir hans, Guðm. sál.
Þorvarðarson hvarf frá. Hjá
þeim hjónum, Lýð, hreppstjóra
og Aldísi Pálsdóttur, er ætíð
gestrisni og góðvild að mæta,
og víst er, að hlýjar kveðjur og
árnaðaróskir sveitunga og ann-
ara vína berast þessum sveitar-
höfðingja nú á hinum merka af-
mælisdegi hans.
Kanadiskur njósnari •
dœmdur í fangelsi
ONTARIO: — Harold Samuel
Gerson, fýrverancli starfsmaður
hjá vopnageymslunum kanadisku,
hefur verið dæmdur í fjögra ára
fangelsi fyrir að gera tilraun til
að láta Rússum í tje hernaðarleg-
ar upplýsingar.
6HUCK5/ A
AIM'T BeEN KI4ÍED-
UNLE&S 6HE'5> BEEN
-V1E6SED! .
WHEW1 N’OU Br-A&T-
NOU'Vc PLAV6D HAVOC
WiTH MS /MAi<E-UP!
PARöON ME WHiLE I
Í-KET:H LP BACK
INií'O CHAl-iACTEK-
V WHAT DO YOU HEAR FROM
A1V C0A1PETITI0N 7 THE
^ECRETARV WHO LEFT
V0U WAITIN6 IN THE >
\ LURCH ...
_____CÓÆk
LINDA’? NOT
A WCRD... 6HE
MU5T HAVE EEEN
50METHIN6 I -
DREAAIED — /
\re> A LONö VARN, v
YdLDA — HI6H, WlDE
AND VV00LV 1 EO/HE
OTMER 1ÍMB ~ /
r NOW, THEN... BRlNð A
BIDDY UP TO DATE 0N YOUR
PERSONAL LlFE ! /HV HEART
WAZ HIBERNATED 6INCE ,
I LA$T EAVV Y0U — M
w ; gpgljí
d'- S 2
i• ,1*1;
1947, Kin^ Icaturt-s S)nJ»cJtc, luc , Vt orlJ ri/jits tcscc^O
Wilda: Dóninn þinn, allur varaliturinn er farinn
Wilda: Jæja, segðu ipjer hvað skeð hefur, síðan
um, sem stakk þig af . . . Phil: Áttu við Lindu?
af mjer. Afsakaðu mig meðan jeg mála mig. Phil:
Láttu ekki svona. Það er ekki hægt að tala um
neina kossa, nema varaliturinn aflagist svolítið. —
jeg sá þig síðast. — Phil: Það er of langt mál. Við
getum látið það bíða betri tíma. — Wilda: Hvað
hefurðu frjett af keppinaut mínum? Einkaritaran-
Jeg hef ekkert heyrt frá henni . . . Mig hlýtur
að hafa dreymt þetta allt saman.