Morgunblaðið - 09.12.1947, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 09.12.1947, Blaðsíða 1
34. árgangU' 16 síður 282. tl>l. — Þriðjudagur 9. degember 1947. ísafoldarprentsmiðja h.í Kommúnistar að missa tökin á frönskum verka* 10 manns hafa verið drepnir í Palestínu ó einni viku Verkamenn hlýða ekki lengur verkfalls- fyrirskipunum þeirra Paris í gær. Einkaskeyti til Morgunb’aðsins frá Reuter. FLEIRI OG FLEIRI franskir verkamenn hverfa nú aftur til vinnu sinnar og virðist verkfallsaldan, sem er orðin þriggja vikna gömul, vera að hjaðna. Ekkert varð úr verkfalli, sem boðað var hjá opinberum starfsmönnum og átti að hefjast i morgun, nema hvað barnaskólakennarar utan Parísar hófu verkfall. Verkfalli, sem átti að byrja í morgun hjá starfsmönnum neðanjarðarbrauta cg strætisvagna í París í dag, var aflýst, er það var ljóst, að það myndi fara út urn þáfur. Stjórnin setur --------------------------- vérkfallsmönnum úrslitakosti Franska stjórnin tilkynti í kvöld, að hún veitti verkamönn- um, sem ættu í ólöglegum verk- föllum frest til miðvilmdags til þess að hætta ofbeldis og skemd arverkum. — Efíir þann tíma myndi stjórnin taka til sinna ráða og láta þá menn sæta á- byrgð, sem tekið hafa í sínar hendur járnbrautarstöðvar, síma stöðvar og aðrar opinberar bygg ingar. SKIPYSI8 PMESYIMU Ekkert samkomulag við verklýðsleiðtog'ana Forystumenn verklýðssam- bandsins, GCT, áttu viðræður við Daniel Meyer atvinnumála- ráðherra, en ekkert varð úr sam komulagi. Annar forseti verk- lýðssambandsins, kommúnistinn Frachon, Ijet svo ummælt, að alt samkomulag hefði strand- að á því að stjórnin hefði ekki viljað gefa tryggingu fyrir kaup mætti frankans og að stjórnin hefði ekki viljað láta sakir verk- fallsmanna niður falla, heldur sje hún ákveðin í að draga þá menn til ábyrgðar, sem brotið hafa af sjer gagnvart landslög- um. Ríkisstjórnín ákvcðin Atvinnumálaráðherran hefur látið svo ummælt, að stjórnin sje ákveðin og það sje tilgangs- laust að ræða við hana um þessi mál, nema að forystumenn verk- fallsmanna breyti um stefnu. Meyer sagðist vera tilbúinn að tala við verkfallsleiðtogana á hvaða tíma, sem væri, er þeir hefðu skift um skoðanir og vildu koma til móts við ríkisstjórnina um að lögum og reglu væri hald- ið í landinu. Eftir þessar viðræður átti verkíallsneíndin fund og ákvað að halda áfram stefnu sinni og krefjast þess, að verklýðsfjelög- in hjeldu áfram verkföllum. London í gær. ÞAÐ þykir tíðindum sæta, að á fundi utanríkisráöherra stór- veldanna í dag varð samkomu- lag um hverníg ræða skyldi efnahagsmál Þjóðverja, en á því liefir lengi staðið, að fundurinn yrði sammála um það atriði. Samþykkt var að taka fyrir tillögur Ereta og ræða þær og bera saman við tillögur Sovjet- ríkjanna lið fyrir lið og að því loknu skyldu þær tillögur Sovjet ríkjanna ræddar, sem ekki ber saman við bresku tillögurnar. Á fundinum urðu miklar um- ræður. — Reuter. Arabaríkin halda ráð- stefnu í Cairo og hefja herútboð Cairo í gærkvöldi. Einkaskeyti til Morgunblaðsins frá Reuter. MIKILL viðbúnaður er nú meðal Araba og sitja þeir á ráðstefnu um hvað gera skuli í sambandi við skiptingu Palestínu. í Cairo hófst í dag fundur Araba og voru þar fulltrúar allra Arabaríkj- anna og svo Muftin af Jerúsalem. Hinsvegar er og heldur ekk- ert lát á skærum og bardögum milli Araba og Gyðinga í Palestínu og hafa í alt verið drepnir um 90 á síðustu átta dögum. í dag var fyrsti Englendingurinn drepinn og var það lögregluþjónn. Rússar hindra endur- rcisn Evrépu Hjer sjesf bvernig skifting Pal- estíiui í tvö sjálfstæð ríki verður. Arabar fá það land, sem merkt er með svörtu, en Gyðingar land það. sem merkt er með strik- um. New York í gær. HAROLD Stassen sagði í dag að hann væri á móti því að senda Rússum nokkurn þann styrk sem hjálpað gæti her- gagnaframleiðslu þeirra. Sagði hann að Rússar væru að reyna að hindra Evrópu -frá fjárhags Jegri endurreisn. Komrsörilsfar föjiiiSt! Verkafóllti fjölgar. LONDON — Breska atvinnu- málaráðuneytið hetur tilkynnt að verkafólk í Bretlandi nemi 20,- 363,000 manns, að undanskildu heimilisþjónustufólki. Er þetta 613,000 meira en í sept. 1939, þcg- ar stríðið braust út. Marseilles í gær. BÆ J ARST J ÓRN ARKOSN - INGAR fóru fram í Marseille í Sper vegna þess að kosningarn ar fyr í haust voru dæmdar ólöglegar. Flokkur de Gaulle vann kosningarnar í haust, en þar höfðu kommúnistar haft meirihluta áður. I kosningunum í gær vann flokkur de Gaulle enn stærri aigur en 1 fyrri kosningunum. Talningu var ekki að fullu lok- ið er þessi frjett er send, en greinilegt er að kommúnistar fen?u hina herfilegustu útreið. Kommúnistar hafa staðið fyr ir óeirðum og uppþotum í Marseille undanfarið og með- al annars, reyndu þeir fyrir skömmu að ráðast inn í ráðhús boryarinnar og fremia árás á borgarstjórann, sem er í flokki de Gaulle. Núrnberg í gærkvöldi.. Einkaskeyti til Morgunblaðsins frá Reuter. TÓLF fyrverandi forstjórar Krupp verksmiðjanna þýsku, eru nú iyrir rjetti í Núrnberg, ákærðir fyrir þrælkun og aðra stríðsglæpi. j Voru þeir, meðal annars, sakaðir um að hafa haft slíkan samn- ! ing við þýsku stjórnina, að Krupps verk'smiðjurnar voru nokk- ! urskonar „ríki“ innan þýska ríkisins. Sagði aðalákærandinn að | samband nasista og forstjóra Krupps væri svo náið, að varla , hefði sá glæpur verið framin af þýsku stjórninni, að ekki hefði I Krupp verið með í honum. Rússar dæma. MOSKVA — Stríðsrjettur Rússlands hefur nýlega dæmt 16 þýska og ungverska menn í 25 ára fangelsi fyrir stríðsglæpi. Gustav Krupp ákærður Þótt fyrverandi íorstjóri verk smiðjanna Gustav Krupp, væri ekki viðstaddur, þá var hann ; samt ákærður um það, að hafa ; unnið að því að fá þýska iðn- i framleiðendur til þess að styrkja nasistaflokkinn snemma 1933. j Hann var eirmig ákærður fyrir í að hafa fylgt og stutt allar bolla leggingar nasista um völd. j Þrælavinna Alfred Krupp, sonur Gustavs, sem tók við sem aðalforstjóri verksmiðjajnna í lok stríðsins var ákæröur fyrir að hafa flutt nauðuga menn inn í verkLniðj- ur sínar og látið þá vinna þræla- Frh. á bls. 11,’ Bifrei&KMilluliiiMj- ur HorSmaitna SÍÐAN í stríðslck hefur Nor- egur flutt inn 14,656 bifreiðar, segir í tilkynningu norska sam- göngumálaráðuneytisins. Alls voru fluttar inn 6,771 vörubif- reiðar en af því lcomu 6,230 frá Bandaríkjunum og 5,404 fólks- bifreiðar, en af þeim komu 2,383 frá Englandi, 2,319 frá Bandaríkjunum og 653 frá Frakklandi. Einnig voru flutt- ar inn 1555 sendiferðábifreiðar, 372 mótorhjól og 926 strætis- vagnar. — Reuter. Herir á landatnærunum Á fundi Araba í Cairo var aðallega rætt um hvernig fram- kvæma eigi þær ráðstafanir, er gerðar hafa verið til þess að fyrirbyggja' að skipting Palest- ínu verði framkvæmd. Var á síðasta fundi þeirra í Lebanon ákveðið að lönd þau sem liggja að landamærum Palestínu skuli hafa heri við landamærin. Er það óskipt skoðun allra fulltrúa Araba að ekkert skuli látið ó- gert til þess að hindra skipt- inguna. Segja frjettaritara að þetta sje langmerkasti fundur í sögu Araba. Nefncl Sameinuðu þjóðanna Fulltrúar Araba neituðu harð iega þeim ásökunum Gyðinga áð þeir væru að reyna að tef ja fyr- ir komu nefndar S. þ. til þess að þeir gætu betur undirbúið varnir sínar. Sögðu fulltrúar Araba að því fyr sem nefndin itæmi því betur gæti hún sjeð hinar hræðilegu afleiðingar skiptingarinnar. Herskráningarskrifstofur Svæðinu milli Tel Aviv og Jaffa er lýst í hernaðarástandi og í Jerúsaiem hafa bæði Gy.ð- ingar og Arabar opnað skrif- stofur til þess að skrá sjálfboða liða í herinn. Hluti úr heimsveldinu? Gyðingar út um heim eru lítt trúaðir á þá sögu að bræður þeirra í Paléstínu hafi boðið Bretum herstöðvar ef þeir gerðu hið nýstofnaða Gyðingaríki að hluta úr heimsveldinu. Segja þeir að slíkt boð væri ekki hægt að gera nema í ráði við æðstu fulltrúa Gyðingaráðsins. Epiln skömsnluð ÁKVEÐIÐ hefur verið, að ítölsku eplin, sem nú eru á leið til landsins, skuli verða skömt- uð. Stofnauki nr. 16 af núgild- andi skömmtunarseðli, gildir sem innkaupalieimild fyrir 3 kg af eplum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.