Morgunblaðið - 09.12.1947, Blaðsíða 6
6
MORGUNBLAÐIÐ
Þriðjudagur 9. des. 1947
Kristm ann Gu ðm un dsson:
NÝAR BÆKUR
Fiskiþingið þakkar forseta
Islands
Myrkur um miðjan
dag
„Myrkur um miðjan dag“.
1-Jftir Arthur Köstler. Jón
Eyþórsson íslenskaði. Snæ-
landsúgáfan.
ARTHUR KÖSTLER er sá, með
al rithöfunda heimsins, sem
mestar deilur og umtal hefur
vakið á síðari árum. Hann er að-
eins rúmlega fertugur, en á sjer
mikla og óvenjulega reynslu. —
Miklar og óvenjulegar eru einn-
ig gáfur hans, þekking og mála-
kunnátta. Bækur sínar hefur
hann ritað á þýsícu, frönsku og
ensku, en auk þess er hann vel
að sjer í rússne ku, hebresku,
arabisku, ungversku og fleiri
málum. Hann hefur verið dæmd
ur til dauða af fisistum — og
eftir þessa bók, „Myrkur um
miðjan dag“, þætti mjer ekki
ólíklegt að lögregluna rússnesku
langaði til að ræða við hann í
góðu tómi! Því hvergi, í bókum
nje blöðum, hefu'r Sovjetskipu-
lagið fengið þvílíka ádrepu. —
Hvað sem sannleiksgildi þessara
uppljóstana líður, þá eru þær
ritaðar af svo hárrákvæmri rök-
vísi, að hvergi er lát á. Bókin
er með eindæmum spennandi og
sýnir frábæra sálfræðilega þekk
ingu, reynslu og mannvit, —
eins og raunar allar bækur
Köstlers, þær sem jeg hef lesið.
Eiga útgefendur þakkir skilið
fyrir að koma þessum stórmerka
rithöíundi á íslensku, og von-
andi, að fleiri af bókum hans
sigli í kjölfar þessarar.
Frá bókmenntalegu sjónar-
miði er saga þessi hin prýðileg-
asta. En í henni fclst einnig, frá
höfundarins hendi svo alvarleg
og rökstudd aðvörun gegn
komi.'iúnismanum, að engum
hugsandi maður, nje ábyrgur
bjóðfjelagsþegn, getur leitt
hana hjá sjer. — Og ekki þarf
að halda að höf. skorti þekk-
ingu á efni því, sem sagan fjall-
ar um. Hann var kommúnisti
frá æsku og dáðist að Rússlandi,
þar sem hann áleit „Þúsund ára
ríkið“ vera að 'rísa úr rústum
hins mergfúna borgaralega
skipulags. — En árið 1932 fór
hann til Rússlands, sem frjetta-
ritari ýmsra blaða, og dvaldi
þar ' tvö ár. Gerðist hann þá
fráhverfur kommúnismanum og
hefur síðan verið einn hættuleg-
asti andstæðingur hans. Og með
bví að gagnrýni hans á Sovjett-
skipuiagið ávallt er klædd í bún
ing æðri listar og sett fram af
leiftrandi gáfum og rökfestu,
hefur hún vakið elheimsathygli.
Bækur Köstlers- eru þýddar á
tungur flestra frjálsra þjóða og
seldar í risaupplögum'.
Ritsafn iéjianm
M. BjarnasGnar
Ritsafn I. Æfintýri.
Fjallkonuútg'áfan.
JÓHANN Magnús Bjarnason
andaðist fyrir rúmum tveimur
árum, — 8. sept. 1945. — Hann
stundaði kennslu mikinn hluta
æfi sinnar, og mjög var hann
heilsuveill löngum. Er því furða
hversu mikið liggur eftir hann.
Út eru komin á íslensku 3 fyrstu
bindin af Ritsafni hans, hjá Fjall-
konuútgáfunni: I. ,.Æfintýri“; II.
„I Rauðárdalnum“' og III. „Brazi
líufararnir“.
Þeir menn, sem nú eru mið-
aldra, munu margir minnast
skáldsagna J. M. Bjarnasonar frá
æsku sinni. Líklega hefur sagan
„Eiríkur Hansson“, verið einna
vinsælust þeirra, en allar áttu
þær það sameiginlegt, að frá
þeim andaði æfintýrablæ fram-
andi heims, sem hreif fólkið og
skemmti því í hversdagsönnun-
um. Menn fundu, að í þeim var
hvorki fólginn mikill skáldskap-
ur, nje djúpt mannvit, en þær
voru samt lesnar upp til agna og
gengu bæ frá bæ í láni og skift-
um. Jeg man enn, að mjer var
gefinn „Eiríkur Hansson“, þegar
jeg var sex ára og það látið fylgja
að þetta væri „bráðskemmtileg
lygasaga“.
Jóhann Magnús Bjarnason hef
ur mikla hugkvæmni og góða
frásagnargáfu; hann er ágætt
skemtisöguskáld. En í smásögum
sínum og sumum æfintýranna,
nær hann þó nokkru hærra og
stappar nærri því, að sumt af
þessu sje góður skádskapur. —
Þetta hefur verið vel hugsandi
og vel viti borinn maður; alt sem
hann lætur eftir sig ber þess
merki. Því hafa sögur hans það
fram yfir aðra reyfara, að þær
eru hollur lestur unglingum og
öðrum, sem gaman hafa af „Ijett-
um“ bókmentum.
„Anna Boleyn"
Eftir E. Momigliano.
Sigurður Einarss'in íslenskaði.
Draupnisútgáfan.
ANNA BOLjSYN var qnnur í
röðinni af konum Henriks VIII.
Englandskonungs. Þótt ekki yrði
hjónaband þetta langt nje far-
sælt, olli það þó stórþýðingar-
miklum straumhvörfum í sögu
Englands; því til þess, — eða öllu
heldur til tilhugah'fs Ónnu og
konungs, — er að rekja orsak-
irnar til þess, að enska þjóðin
sagði að fullu skilið við kaþólsku
kirkjuna.
Saga Önnu Boleyn er hinn átak-
anlegasti harmleikur, — frá því
hún hittir konunginn í veislu
einni og þar til hún endar líf sitt
á höggstokknum að tilhlutun
hans. Kún var af fremur lágum
stigum, en um hríð hófst hún til
æðstu valda, sem drottning Eng-
í lands. I hásætinu fekk hún að
! reyna hverflyndi úamingjunnar.
jKonungurinn gerðist henni frá-
I hverfur og tók framhjá henni,
jjafnvel með þjónustumeyjum
| hennar. Og að síðustu var hún
j ákærð fyrir hór, sem hún er talin
j hafa verið sárasaklaus af, og
dæmd til dauða. Meðal dómar-
anna, sem dæmdu hana til hrylli
legs d.nuðdaga, var faðir hennar
og verður hann að teijast versta
skítmennið, af mörgum samkepn
isfærum, sem lýst er í þessari
merku bók.
Höfundur bókarinnar er fræg-
ur ítalskur sagnfræðingur. — Er
hann kaþólskur, en þrátt fyrir
það furðulega óhlutdrægur í frá
sögn sinni.
Bókin, sem öll er hin prýðileg-
asta að frágangi, er skreytt mynd
um af aðalpersónum sögunnar,
og eykur það gildi hennar. Frá-
sögnin er afburða góð, skýr og
skemtileg, hlaðin fróðleik, en þó
spennandi eins og bestu leyni-
lögreglusögur. Lesandinn sjer fyr
ir sjer þetta löngu liðna fólk og
umhverfi þess, hrífst ómótstæði-
lega með af hinum ægilega harm
leik — og á bágt með að loka
bókinni fyrr en lestrinum er
lokið.
Þýðing Sigurðar Einarssonar
er góð.
„Topper"
Eftir Thorne Smith.
Stefán Jónsson, þýddi.
Bókaútgáfa Heiinilisritsins.
TOPPER er venj jlegur hvers-
dagsmaður, fjötraður hlekkjum
vana og hefðar, giftur ágætis-
konu, hundleiðinlegri, sem býr
til gómsætan mat og þjáist af
ímynduðum meltingarörðugleik-
um.
En dag einn kaupir Topper sjer
bíl og lærir að aka honum. Bíl
þennan hafa áður átt hjón, sem
voru bæði falleg og bráðskemti-
leg, en mestu landeyður og
drykkjusvoiar í augum góðra
borgara, svo sem Toppers og
konu hans. Og einn góðan veð-
urdag hlutu þau makleg mála-
gjöld synda sinna: óku út af og á
trje eitt á fullri ferð. Varð það
þeim að bana, en braskari keypti
bílinn þeirra, gerði við hann og
seldi Topper skrjóðinn.
Kona Toppers er síður en svo
altilleg við hann, er hann einn
góðan veðurdag kemur heim ak-
andi í bílnum. Topper ekur þá
út í sveit, í fýlu, og ktmur í
rökkri að trjenu, sem varð fyrri
eigendum bílsins að aldurtila. —
Veit hann ekki fyrri til en þau
eru sest upp í til hans, að vísu
ósýnileg, en vel heyranleg — og
nú hefst einhver hin spreng-
hlægilegasta frásögn, sem jeg hef
lesið um mína daga! Topper fer
á urrandi fylliríí rneð draugun-
um og síðar í sumat frí með þeim;
verður ástfanginn í frúnni og
hittir mesta sæg af öðrum draug
um. En sagan er ekki öll, þar
sem hún er sjeð; urdir öllu grín-
inu er háalvarleg sálrannsökun,
karakterlýsing og karakterþró-
un. Topper kemur út úr öllu
draslinu sem miklu meiri, verð-
mætari og hamingjusamari mað-
ur en hann áður var.
Bók þessi, sem umTangt skeið
hefur verið heimsþekkt og þýdd
á flest menningarmál, er rituð af
snild og mannviti, skilningi og
samúð. Allir hafa gott af að lesa
hana og enginn mun sjá eftir því.
„Ægispia
77
Eftir John Steinbeck.
ÞETTA er látlaus og ljómandi
skemtileg saga um lífið í götu
einni í borg í Kaliforníu. — Hún
fjallar aðallega um slæpingja,
fyllirafta og hórur, en allt er
þetta best fólk á sína vísu og líf
þess ekki ómerkara, til athug-
unar, en arnara.
Steinbeck er meðal frægustu
rithöfunda heimsins, og á það að
sumu leyti skilið, en að nokkru
leyti liggja til þess aðrar or-
sakir. Besta bók hans er „Þrúgur
reiðinnar“, mikið og gott skáld-
verk.
„Ægisgata" er miðlungs gott
verk. Best er lýsingin á Doxa,
Sjong Lí og fáráðlingsdrengnum
Franka. .En lýsingarnar á slæp-
ingjunum og hórunum eru frem-
ur grunnar, þótt þær sjeu skemti
legar. Aftur á móti sjer lesandinn
umhverfið, Ægisgötuna og allt
hennar nafnlausa líf mjög skýrt,
og lýsingin á veislunum, sem
flækingarnir halda Doxa, er stór
lega góð. Landslag er einnig ávalt
mjög lifandi hjá Steinbeck. Og
hann hefur samúð með persón-
um sínum, sem lesandinn smit-
ast af, hvort sem honum líkar
það betur eða verr. Sumar af
aukapersónum hans verða alveg
ógleymanlegar, eins og t. d.
gamli Kínabúinn í þessari sögu.
Það er fátt og lítið um hann sagt,
en jeg hygg að flestir lesendur
,,Ægisgötu“ mun hann lengur en
allar aðrar persónur sögunnar.
Um þýðingu Karls Isfeld er
gott eitt að segja. — Og sjálfsagt
er það af blygðunarsemi að hann
nefnir „seanemone" animónu í
þýðingunni, þótt til sje á íslensku
vel þekt nafn á sæ-ardýri þessu.
Ræða flutt að Bessastöðum,
í boði forseta íslands, af
Ólafi B. Björnssyni, í nafni
fiskiþingsins hinn 25. nóv. s.l.
Hæstvirti herra forseti íslands
og forsetafrú.
(Ræðan er birt á prenti eftir
einróma samþ. Fiskiþings).
Mjer veitist sá heiður — og
vandi — að ávarpa yður í nafni
starfandi fiskiþings. Um leið á-
varpa jeg ævifjelaga Fiskifjelags-
ins frá stofnári þess (1911) hinn
19. í röðinni. Vjer þökkum yður
hlýjar kveðjur til síðasta fiski-
þings, og þá sæmd er þjer sýnið
því nú, með boði til BessaDaða.
Þótt ekki sjeum vjer marg-
mennir, að fyrri eða seinni tíma
hætti, ernm vjer fuiitrúar fvrir
fjölmenna, þúsund ára gamla
framleiðslustjett vors kæra lands.
Fyrir hina hraustu, harðgerðu sjó
mannastjett, sem í fyrsta sinn —
sem slík — mætir í boði æðsta
manns hins nýja t'ma, þúsund |
ára gamallar þjóðar, í árroða
fengins frelsis.
Margt hefur að vonum skeð á
þúsund ára langri leið. Lægðin
hefur stundum verið djúp og
kyrstæð, (svo notað sje hugtak
veðurfræðinnar). Þó sýnir hinn
hraði þróttmikli vöxtur til lands
og sjávar — undanfarandi ára-
tugi — vafalaust best, — að al-
drei hefur þráðurinn slitnað við
hinn upphaflega glæsileik, mann-
dóm og menningu forfeðranna,
sem manna mest sigldu ótrauðir
í allar áttir.
Áhrifa þessarar langvinnu
„djúpu lægðar“, getur þó lengi-
gætt í fari og framkvæmdum
þjóðarinnar. Þessvegna þurfa
sem flestir þegnar hennar að vera
„veðurglöggir“ menn og athugul-
ir, en ekki reikulir og ráðviltir.
Svo nauðsynlegt sem þetta er, að
því er tekur til alls almennings,
er þetta enn nauðsynlegra um at-
hafnamenn alla og ráðamenn rík-
isins. í höfuðstöðvunum þurfa að
vera djúpskygnir menn, gæddir
ríkri ábyrgðartilfinningu. Göfug-
ir menn í fornri merkingu þess
orðs.
Með þessari þjóð hafa vissulega
gerst ævintýri á síðustu áratug-
um. Ævintýri, sem áreiðanlega
má að verulegu leyti rekja til
hins hulda, leynda, óslitna þráð-
ar, sem jeg mintist á áðan. Vegna
þess samhengis veitist oss nú sá
heiður að þiggja boð æðsta vald-
hafa hins endurborna íslenska
lýðveldis.
Þjóð vor hefur lifað margar ör-
lagaríkar stundir. Sagan sannar
og, að henni hafi oft hlotnast for-
ystumenn við hæfi hvers tíma,
sem oftar voru starfi sínu vaxn-
ir. Jafnvel nærtæk dæmi sýna
líka, að þjóðin getur staðið ein-
huga saman og sýnt þroska og
þegnskap, sem vjer vonum að
vaxi með hverjum vanda.
í hinum harðhenta heimi veru-
leikans er þörf mikilla athafna
til sjós og lands. Þörf hugdirfðar,
afls og orku til að róta jörð til
ræktunar og róa til fiskjar. Þó er
langt frá að einsýnt kapp í þessa
átt geri hina minstú þjóð, — nje
heldur hina stærstu og voldug-
ustu, — langlífa, merka eða ham-
ingjusama í víðustu, og sönnustu
merkingu þess orðs talað. Það er
fleira matur en flesk. — Lítil
þjóð getur aldrei orðið „stór“,
nema fyrir aleflingu andans. Öfl-
un þeirra verðmæta — til viðbót-
ar — sem vaxa því meira sem af
er tekið. Þeim, sem aldrei verða
mæld eða vegin með línuriti eða
lóðum.
Um allan heim — og líka hjer
— þarf margan vanda að leysa.
Það er ekki vonlaust, þar sem
æðstu menn þjóðanna skilja þau
grundvallar atriði, sem felast að
baki þessarar algildu, eilífu speki
sem hjer var minst á. Án þessa
sjer — cða — viðbótarsjónarmiða,
er líf og lán sjerhverrar þjóðar,
stórrar og smárrar, — í veði. —
Hvort sem hún er fengsæl eða
fákunnandi. Það er eitt af láns-
merkjum þessarar litlu þjóðar, að
hinn fyrsti forseti hennar, skyldi
vera með þessu aðalsmei ki
brendur.
Þessi þjóð væri löngu grafin og
gleymd, ef enginn hefði á liðn-
um þúsund árum hugsað um neitt
nema róðra og ræktun. Ef engar
sígildar fornbókmentir væru til,
ef engir andans jöfrar hefðu orn-
að henni og haldið henni uppi,
væri ekkert frelsi fengið. Ef hins-
vegar orkumenn á öllum þessum
jafnnauðsynlegu sviðum, skilja
þörf og samhæfingu alls þessa, á
þjóðin bjarta og blessaða tíð fyrir
höndum. Svo bjarta, að bjarma
gæti lagt af til stærri og voldugri
þjóða.
Herra forseti íslands! Fyrir
hönd gesta yðar í dag, vil jeg
þakka yður og yðar elskukr u frú
fyrir þetta boð og hinar hlýju
móttökur. Fyrir skilning yðar og
velvilja á starfi þeirrar stjettar,
er'vjer erum fulltrúar fyrir. Það
er fyrst og femst fyrir þeirra til-
verknað, að hjer er glæsilegra
umhorfs en fyrir 50 árum síðan.
Og jeg vona, að þeim sje það nú
Ijósara en nokkru sinni fyr, að nú
má ekki hinn „rauði“, alda
gamli þráður slitna, heldur styrkj
ast í ljósi þeirra ótrúlegu umbóta,
sem á skömmum tíma hafa orðið
hjer til. Vjer vonum að öll þjóð-
in skilji þá meginnauðsyn og
standi vörð um alt, sem má verða
henni til þroska, frama og far-
sældar. Jeg veit, herra forseti, að
það er í samræmi við óskir yðar
og vonir.
Guð blessi yður, frú yðar og
heimili.
Benjamín Franklín
Sjálísæiisaga
Seyðisfirði. Prentsmiðja
Austurlands h.f. 1947.
TVEIR nafnkunnir gáfumenn,
þeir Guðmundur prófessor Hann
esson og Sigurjón læknir Jóns-
son hafa snúið bók þessari á ís-
lensku. Nöfn þessara orðhögu
manna er nægileg trygging þess,
að verkið er unnið vel og sam-
viskusamlega, málið gott og þýð
ingin hin vandaðasta í alla staði.
Bók.in er 230 bls. í stóru broti,
letur gott og pappír ágætur. —
Bandið er gott, og smekkleg
gylling.
Flestir hafa heyrt Benjamín
Franklín nefndan, en fæstir vita
meira um þennan mikla mann,
sjerstaklega yngri kynslóðin. —
Fáar bækur eru hollari og þarf-
ari en ævisögur mikilmenna. —
Þýðendunum hefur verið þetta
ljóst, og því hafa þeir lagt út í
verkið. Það verður hver maður
ósvikinn af því að lesa þessa ævi
sögu og hún er holl og góð gjöf
til unglinga, — miklu betri en
margar aðrar dýrari gjafir. —-
Svo miklar mætur hafði Jón
forseti Sigurðsson á Franklín, að
hann þýddi ævisögu hans og var
hún gefin út 1839 af Bókmenta—
fjélaginu. Þessi ævisaga var aft-
ur gefin út af Þjóðvinaf jelaginu
1910, en báðar þessar útgáfur
eru nú fyrir löngu ófáanleg'ar.
Því ber að fagna, að þessi
Sjálfsævisaga er nú komin út i
ágætri þýðingu og að öllu leyti
vel úr garði gérð.
Þorsteinn Jónsson.
Aukinn vörður um
Síamskommg
BERN: — Svissnesku lögregl-
unni hefur verið skipað, að hafa
sjerstakan vörð um Phumiphnn
Adulet, hinn 19 ára kónung Sí-
ams, sem stundar nám við Laus-
anne skólann. Var vörður þessi
aukinn, vegna orðróms um það
að í ráði sje að myrða hann.