Morgunblaðið - 09.12.1947, Blaðsíða 16
SUMSTAÐAR hvass suðaust-
an. — Þýðviðri og rigning mcð
köflum.
STÓRMERK nýjung í botn-
vörpuveiði. — Grein um jiað
á bls. 9. —
282. tbl. — ÞriSjudagur 9. desember 1947.
-V-
Gesfis? hreppsfjór
Jeppafeí!! þeirra ijei! með þai
ií
1 FYRRINÓTT gerðist sá hörmulegi atburður á Meðalfellsvatni K
í Kjós, að Gestur Andrjesson, hreppstjóri, að Hálsi og kona hans
fjellu niður um ísilagt vatnið og drukknuðu þau bæði.
í embætíiscrindum. ® ..... ~
Gestur Andrjesson var í em-
bættiserindum er þetta gerðist.
Hafði hann farið að Grjóteyri
við Meðafellsvatn á jappabíl
sínum og var kona hans Ólafía
Þorvaldsdóttir með honum.
Að Grjóteyri býr Magnús
Blöndal oddviti, en kona hans
Ólafia, er systir Gests Aiidrjes-
sonar.
Þau Gestur og kona hans
höfðu nokkra viðdvöl að Grjót-
eyri og hjeldu þaðan ekki fyrr
en komið var nokkuð á fyrsta
tímann um nóttina.
Ætlaði að stytta sjcr Jcið.
Þegar Gestur fór frá Grjót-
eyri, hefur hann ætlað að
stytta sjer ieið, með því að aka
bíl sínum yfir ísilagt Meðalfells
vatn. Þegar hann hefur verið
kominn á ri'óts við framrensli
Sandár, er rermur í vatnið, hef-
ur ísinn skyndilega brostið
undan þunga bílsins, og hann
steypst undir íssköring og Ijetu
þau hjónin þar líf sitt.
Þar sem bíllinn fjell niður
um ísinn, er kaldavermsl.
Óttast um þau.
Um kl. 8 í gærmorgun, fór
heimafólkið að Hálsi, að þykja
einkennilegt, að pau Gestur og
kona hans skýldu ekki verá
komnin heim. Var nú hringt að
Grjóteyri til Magnúsar Blöndal
og spurst fyrir um þau. Sagði
Magnús sem var, að þau hefðu
farið frá sjer, um klukkan eitt
aðfaranótt mánudags.
Magnús Blöndal fór nú ut og
fann hann þegar hjólför bílsins
og rakti hann þau, uns hann
kom að vökinni, þar sem bíll-
inn hafði farið niður. — Var
mönnum nú ljóst hver orðið
hefðu örlög þeirra hjóna.
Ekki sást neitt á bílinn, enda
er dýpi þarna einlr fjórir faðm-
ar, en olíubrák var á vökinni.
Kafarar leita.
Nú var símað til Slvsa.varnar
fjelagsins og seinnipart dags í
gær var Jón Oddpeir Jónsson.
fulltrúi, kominn þangað með
kafara.
Fóru kafararnir niður í vökina.
Á botni vatnsins er mikil leðja
og óðst húu upp svo þcir gátu
ekkert sjeð, og t.ókst þeim því
ekki að finna bílinn, eða lík
þeirra hjóna. Snemma í dag
fara kafararnir aítur að slys-
staðnum.
Gestur Andrjesson var 43 ára
gamall. Hann var fæddur að Bæ
í Kjós, en íluttist að Hálsi árið
1921. Þar hóf hann búskap árið
1935. Hann varð hreppstjóri 25
ára gamall Hann var þjóð-
kunnur maður orðinn fyrir
dugnað sinn.
Kona hans .Ólafía Þorvalds-
dóttir var fædd á Akranési árið
1908, því 39 ára að aldri.
Þau hjón láta eftir sig 5 ára
gamlan kjörson, 15 ára telpu og
12 ára dreng er þau tóku til
fósturs.
F
í DAG tekur Vetramjáipin
til starfa. Verður skrífstufa
hennar opnuð í Bankastræti 7.
I gær barst Vetrarhjálpinni
1000 kr. að gjöf frá manni er
ekki vill láta nafn síns getið.
Þykir það lofa góðu um að Vetr
arhjálpinni, sem hjálpað hel'ur
mörgum sjúkum og einstæðing
um, megi verða vel ágengt í
starfi sínu á þessu ári.
A FUNDI ríkisráðs er hald-
inn var í gær, var Þórarni
Björnssyni kennara við Menta-
skólann á Akureyri veitt skóla-
meistaraembættið við skólann
frá 1. jan. n. k.. að telja.
Þórarinn Björnsson hefur
verið kennari við Mentaskólann
á Akureyri síðan árið 1933.
Ilann er fæddur að Víkinga-
vatni í Kelduhveríi 19. des. ár
ið 1905, sonur hjónanna Björns
Þórarinssonar og Guðrúnar
Hallgrímsdóttur. Þórarinn lauk
stúdentsprófi árið 1927, en að
því búnu stundaði hann nám
í frönsku, latínu og Uppeldis-
fræðum við Sorbonne-háskól-
ann í París. Lauk hann prófum
við skólann árið 1932 og gerð-
ist bá kennari við M. A.
Þórarinn er giftur Margrjeti
Eiríksdóttur, píanóleikara,
Hjartarsonar, rafvirkjameistara
að Laugardal við Engjaveg.
Heildaraflinn um 400
þúsund mál síldar
Hjer heíur verið landað
um 18 þúsund málum
HJER 1 REYKJAVÍK er nú hafin löndun á síld til geymslu. £n
sem kunnugt er hefur knattspyrnuvöllur Fram verið tekinn til
þessa. Fyrir þessa síld greiða Síldarverksmiðjur ríkisins 25 krónur
á málið. — Um helgina bárust hingað um 37200 mál síldar. Er
r.ú talið að heildaraflinn í Hvalfirði nemi um 400 þúsund málum
síldar.
BæjarfégeSi skipað-
ur í Neskðupstað
Á RÍKISRAÐSFUNDI er hald-
inn var í gær, var Hinrik Jóns-
svni, veitt bæjarfógetaembættið
í Neskaupstað, frá 15. þ. m,-
Hinrik hefur undanfarið gegnt
bæjarstjóraembættinu í Vest-
mannaeyjum.
(Frá ríkisráðsritara).
Burðarniagn flctnii
rísmiep 200 jrús. rrál
FYRIR atbeina ríkisstjórnarirmar vinnur Eimskipafjelag íslands
nú að samningum við Bandaríkjastjórn, um leigu á þrem skip-
um af Knot-gerð til síldarflutninganna.
Skip þau sem hjer um ræðir,
eru True Knot, sem aðcins var
leigt til einnar ferðar. Hin eru
Salmon’Knot og Knob Knot. en
þau hafa sem kunnugt er siglt
hingað á vegum Eimskip að
meira eða minna leyti um nokk
ur ár.
Hvert þessara skipa ber milli
35 og 33 þús. mál síldar í ferð,,
svo með þessum þrem skipum,
ef samningar takast, á því að
vera hægt að flytja rúml. 100
þús, mál í ferð.
Æuk þessara skipa eru vænt-
anleg séinnipart þessa mánaðar
5 til 6 erlend skip, sem þegar
hefur verið samið um leigu á.
Þessi skip bera um það bil 40
þúsund mál samtals í ferð.
Samanlagt burðarmagn þess
skipastóls, sem þegar er byrjað
ur flutning á síldinni til Siglu-
íjerðar, er um 76 þús. mál.
Takist að ná samningum um
Knot-skipin, gæti flutninga-
sl'ippstóllir.n orðið um 218 þús.
mál í ferð.
Löndunin hjer
Hjer í Revkjavík hófst lönd-
unin klukkan 2 í fyrrinótt. Er
síldinni ekið á bílum frá skipun-
um og losa þeir hana á hamra-
vegg, sem er ofan við völlinn.
Jafnóðum og bílarnir losa er
síldin söltuð og eru 5 til 6 kg.
af salti í hvert mál. Mikill fjöldi
vörubíla hefur atvinnu af þessu.
Klukkan 8 í gærkvöldi var talið
að komin væru þar 16 til 18
þúsund mál. En í gær mun að
jafnaði hafa verið unnið að los-
un um 10 skipa í senn.
Vegna kostnaðar og rýrnunar
á síld hafði stjórn S. R. ákveðið
verð hennar kr. 22.00 á hvert
mál. En hlutur sjómanna og út-
gerðarmanna þótti of rýr með
þessu verði. Ákvað sjávarútvegs
málaráðherra Jóhann Þ. Jósefs-
son að verðið skyldi hækkað upp
í kr. 25.00 á hvert mál og hall-
inn af hækkuninni skiptist milli
S. R. og ríkissjóðs.
\
Hieðsla skipa
Jafnframt því sem unnið er
að löndun síldarinnar hjer til
geymslu, er verið að lesta flutn ■
ingaskip. Nú mun burðarmagn
flutningaskipaflotans, sem nú er
í síldarflutningum, vera sam-
tals 76 þús. mál og eru þar með-
talin bæði innlend og erlend
skip, en True Knot ekki.
Veiðin.
Þegar flutningaörðugleikarn-
ir yoru mestir nú um helgina
voru einu sinni samankomin
hjer í höfninni rúmlega 100
síldveiðiskip. í gærkveldi voru
þau orðin um 70.
Litlar frjettir bárust í gær-
kvöidi ofan úr Hvalfirði. En
eftir því sem næst verður kom
ist, virðist veiðin ekki hafa
verið neitt minni en undanfarna
daga. Nokkur skip gátu þó
ekki kastað vegna þess hversu
sildin stóð djúpt, en frjettst
hafði af öðrum er höfðu náð
góðu.m köstum.
Sennilega mun því nær allur
flotinn landa síldinni hjer í
Reykjavík, en milli 10 og 15
skip ætluðu til Siglufjarðar með
eigin afla.'
Frá því í miðnætti aðfaranótt
sunpudags og þar til um kl.
11 í gærkvöldi höfðu 42 skip
komM inn með samtals 37200
mál síldar.
Komið um helgina.
Eins og fyrr segir, komu frá
því í gær á miðnætti aðfara-
nótt s.l. sunnudags þar til seint
i gærkveldi 42 skip og eru þau
þessi:"" Sleipnir með 950 fnál,
Hannes Hafstein 650, Huginn
III. 750, Andey 1100, Álfur
MaTnússon 550, Vísir G. K.
700, .Trausti 350, Olivetta 550,
Ereyja GK 250, Stjarnan 1350»
Njörður 600, Keflvíkingur 1000,
Reykjaröst og Hilmir 750, Stein
unn gamla 800, Muninn GK
750, Kristján EA 1100, Anglía
750, Nanna 800, Bjarni Ólafs-
son 180, Súlan 1500, Guðm. Þor
lákur 1100, Víðir AK 1200, Skóg
arfoss 850, Þorgeir goði 450»
Eldey 1050, Ásúlfur 1200, Sig-
urður SI 1050, Dagur 1000,
Dagsbrún 300, Dux 1000, Fagri
klettur 1800, Muninn II. 600,
Richard 1100, Hugrún 1100,
Dóra 1150, Morgunstjarnan
700, Jón Valgeir 1200, Bjarnar
ey 1300, íslendingur 1200, MarS
1000, Svanur RE 650, Guðný
850.
GleymiS ekki aS Soka
fyrir heitavatnll !
BÆJARRÁÐ hefur nú sam-
þykkt þau viðlög er Hitaveit-
an leggur við, ef menn láta
heita vatnið renna um hús sín
að næturlagi, og sírennsli kalda
vatnsins.
Loka skal fyrir innstreymi
til húsanna kl. 11 að kvöldi og
skal ekki opnað aftur fyrr en
kl. 7 að morgni.
Brjóti menn þetta, skal við
fyrsta brot loka fyrir heita
vatnið í einn sólarhring. Ef
menn gerast sekir um ítrekuð
brot skal lokað fyrir heita vatn
ið til hússins í 7 sólarhringa.
sjer seidins
ÞÝSKI togarinn Preussen,
sem um daginn var tekinn að
veiðum í landhelgi og dæmdur
hjer í 29,500 króna sekt, ætlar
að vinna af sjer sektina með
því að flytja síld til Siglufjarð-
ar.
Um þetta tókust samningar í
gær og byrjar togarinn að lesta
síld í dag. Hann mun bera urn
1200 mál. Talið er að hann
muni þurfa að fara 3 til 4 ferð-
ir, til þess að vinna fyrir sekt-
inni.