Morgunblaðið - 09.12.1947, Blaðsíða 8
8
MORGUISBLAÐIÐ
Þriðjudagur 9. des. 1947
Útp.: H.f. Árvakur, Reykjavík.
Framkv.stj.: Sigfús Jónsson.
Ritstjóri: Valtýr Steíánsson (ábyrgðarm.).
Frjettaritstjóri: Ivar Guðmundsson
Auglýsingar: Árni Garðar Kristinsson.
Ritstjórn, auglýsingar og afgreiðsla,
Austurstræti 8. — Sími 1600.
Áskriftargjaló kr. 10,00 á mánuði innanlands,
kr. 12,0C utanlands.
í lausasölu 50 aura eintakið. 75 aura með Lesbók.
Styðjið Vetrarhjálpina
VETRARHJÁLPIN er tekin til starfa eins og jafnan áður
er líða tekur að jólum. Mun hún haga starfsemi sinni á svip-
aðan hátt og undanfarin ár. Söfrfunarlistar munu verða send-
ir til einstaklinga og fyrirtækja og er þess vænst að Reyk-
víkingar bregðist vel við og að þeir, sem aflögufærir eru
leggi fram sinn skerf til þess að Vetrarhjálpin geti rækt það
hlutverk sitt að liðsinna þeim, sem eru aðstoðarþurfi. Þá
munu og skátar fara um bæinn og veita gjöfum móttöku.
Enda þótt efnahagur almennings hafi undanfarin styrj-
.aldarár batnað mjög, eru þó altaf margir, sem eru hjálpar-
þurfi. Eru það fyrst og fremst gamalt fólk, sjúklingar og
fyrirvinnulausar konur með börn. Á árunum fyrir strið leit-
uðu margar verkamannafjölskyldur aðstoðar Vetrarhjálpar-
innar fyrir hver jól. Þetta hefur breyst mjög hin síðari ár.
Stöðug atvinna og batnandi efnahagur verkamannafjöl-
skyldnanna hefur leitt til þess að tiltölulega fá verkamanna-
heimili hafa óskað aðstoðar Vetrarhjálparinnar. Má af því
marka að aðstoð hennar hefur ekki verið misnotuð. Það hafa
ekki aðrir leitað hennar en þeir, sem þurftu hennar með.
Stefán A. Pálsson hefur s.l. 13 ár veitt starfsemi Vetrar-
hjálparinnar forystu og hefur unnið það starf með dugnaði
og árvekni. Mun það almennt viðurkennt að heppilegri mað-
ur hefði vart fengist til þess starfs.
Á þessum tíma hefur Vetrarhjálpin liðsint 10—12 þúsund
manns á margvíslegan hátt, úthlutað matvælum, fatnaði og
peningum. Fyrir síðustu jól var samtals úthlutað verðmæt-
um fyrir tæpar 130 þúsundir króna til 462 einstaklinga og
273 fjölskyldna. Þá voru ennfremur eins og að undanförnu
sendar gjafir til gamla fólksins á Elliheimilinu Grund, barn-
anna á Farsóttarhúsinu og gamals fólks og barna á ýmsum
öðrum stofnunum.
Nær ailar beiðnir, sem bárust um aðstoð, voru teknar til
greina. Umsóknir þær, sem borist hafa síðustu árin, eru
miklu færri en á hinum erfiðu árum fyrir stríð. T. d. bárust
árið 1938 16—17 hundruð umsóknir.
En þó umsóknunum hafi fækkað mjög, er þó eins og áður
var sagt mikil þörf fyrir aðstoð til margra einstaklinga og
f jölskyldna. Velgengnin hefur farið fyrir ofan garð og neðan
hjá mörgum. Heilsuleysi, ástvinamissir og margvísleg önnur
atvik valda þar um.
Þessvegna er starf Vetrarhjálparinnar engu að síður nauð-
synlegt nú en áður. Og íbúar höfuðstaðarins eiga auðveldara
um vik með að gera hlut hennar góðan. En vegna aukinnar
dýrtíðar þarf hún á meiri stuðningi að halda nú en s.l. ár.
Reykvíkingar hafa undanfarin ár látið mikið fje af hendi
rakna til hjálparstarfsemi í öðrum löndum. Ber síst að lasta
það örlæti. En þeir verða einnig að minnast þess að meðal
þeirra sjálfra er fólk, sem þarfnast aðstoðar. Fólk, sem á
aðbúnað sinn og barna sinna um jólin undir því kominn að
Vetrarhjálpinni verði vel til liðs. Þessvegna ætti hver ein-
asti Reykvikingur, sem á því hefur efni, að láta stuðning við
Vetrarhjálpina vera þátt í jólaviðbúnaði sínum. Þeim verð-
mætum, sem til hennar er varið er vel ráðstafað. Þau munu
eiga sinn þátt í að skapa gleði og vellíðan á fjölmörgum
heimilum í bænum.
Islendingar eru yfirleitt hjálpsamir menn. Fámennið og
hin nánu kynni fólksins af högum hvers annars, hefur gert
það að verkum að menn vita greinilega um hagi hvers ein-
staks. Hættan á því að þeir, sem við skort búa, lifi gleymdir
í skugganum, er því minni hjer en í stórborgum umheimsins.
Takmark Vetrarhjálparinnar er að í þessum bæ lifi eng-
inn gleymdur í skugganum. Hún vill vera þess megnug að
liðsinna öllum þeim, sem til hennar leita eða þurfa á aðstoð
hennar að halda. Að þessu takmarki verða Reykvíkingar að
vinna með henni.
Til þess mun þá heldur áreiðanlega ekki skorta vilja, það
sýnir reynsla liðinna ára.
En þess ber einnig að minnast að þeir, sem leggja lið sitt
hjálparstarfsemi Vet.rarhjálparinnar gera það ekki aðeins
vegna þeirra, sem hjálparinnar eiga að njóta. Þeir gera það
einnig vegna sjálfra sín og sóma bæjarfjelags síns.
UR DAGLEGA LÍFINU
Matmálstíminn.
ATKVÆÐAGREIÐSLA hefir
farið fram og er fyrirhugað í
mörgum fjelögum og vinnu-
stöðyum um hvort breyta beri
matmálstímanum um hádegið
frá bví sem nú er. Þetta mál
hefir lengi verið á döfinni og
óvíða annarsstaðar meira rætt
en í þessum dálkum. En því
hefir altaf verið haldið fram,
að það ætti að kanna hug
manna í málinu og gefa. þeim
kost á að segja sitt álit og nú
hefir það verið gert, eða verður
gert.
Það er eins og vænta mátti
skiftar skoðanir um, hvort
heppilegt sje að breyta mat-
málstímanum. Stytta hann um
hádegið til þess að menn losni
þess fyr úr vinnu að kvöldinu
og komið verði í veg fyrir há-
degisrápið, eins og það er nú.
Það er augljóst mál, að fjöldi
manns hefir ekki nema erfiði
af því að þurfa að hlaupa bæj-
arhornanna á milli til þess að
gleypa í sig matinn og rjúka
síðan af stað í dauðans ofboði
á vinnustað á ný.
Húsmæður á báðum
áttum.
BLESSAÐAR húsmæðurnar
eru á báðum áttum í þessu máli
og í fljótu bragði virðist sem
meiri hluti þeirra sje á móti því
að matartímanum sje breytt.
Þær eru hræadar um, að þeim
verði gert enn erfiðara fyrir
með nýju fyrirkomulagi.
Þær verða vitanlega að hafa
sitt atkvæði í málinu, því það
er satt, að húsmæðurnar' hafa
mest fyrir matnum og ekki væri
rjett að gera þeim erfiðara
fyrir en nú er.
En sá, sem þetta ritar er
þeirrar skoðunar, að húsmæð-
urnay hafi ekki skilið til fulls,
að matartilbúningurinn verður
þeim síst erfiðari, þótt hætt
verði við að hafa aðalmáltíð
dagsins um hádegið.
En hver svo sem niðurstaðan
verður, þá ættu menn að beygja
sig fyrir vilja meiri hlutans.
•
Oryggi ferðamanna
í óbygðum.
FRÁ ÍSFIRÐING kemur brjef
sem er þess virði, að það komi
fyrir almenningssjónir og þá
einkum þeirra, sem „hafa völd-
in og tækin“.
Brjefritari segir:
Kæri Víkverji! Fyrir nokkru
átti jeg tal við mann norðan
frá Ströndum. Á hálfsmánaðar
fresti fer hann póstferðir um
fimm klukkustunda leið, yfir
fjöll og fyrnindi, fjarri öllum
mannabygðum, á þeirri leið er
hvergi afdrep nje skjól, en ein-
ungis á ratvísi og kunnugleik
að byggja, en í svartabyljum í
skammdegi vill mönnum, þótt
kunnugir sjeu verða villugjarnt
sem dæmi eru til.
•
„Vasa“-talstöðvar.
,,TAL OKKAR barst að ör-
yggistækjum, er koma mættu
að haldi undir slíkum kringum
stæðum. Höfðum báðir heyrt
talað um ,,vasa-talstöðvar“, er
nú eru farnar að tíðkast utan-
lands, t. d. við lögregluvörslu í
stórborgum. Slík tæki gætu
komið mörgum langferðamann
inum að haldi, sjerstaklega að
vetrarlagi, gæti hann þá haft
samhand við mannabygðir, og
fengið skjóta hjálp ef eitthvað
bjátaði að, því „fátt segir af
einum“.
Alveg sjálfsagt mál.
HUGMYND ÍSFIRÐINGS er
alveg ágæt og meira en það.
Það ætti enginn maður að
legeia í langleið í óbygðum að
vetrarlagi nema, að hann væri
útbúinn slíkum örj^ggistækjum.
Eins og áður hefir verið sagt
frá er búið að finna upp Ijett
og einföld útvarpstæki, sem
bæði er hægt að senda með og
taka á móti. Sem nota má sem
síma. Alkunn eru tæki þau, sem
hermenn notuðu í síðasta stríði
og voru nefnd ,,Walkie-Talkie“.
Það er landssímans að sjá um
að slík tæki sjeu hjer til og þar
sem póstur og sími eru undir
einni og sömu stjórn ætti það að
vera innan handar fyrir póst-
stjórnina, að útvega þessi tæki
fyrir landpósta sína.
•
Merkilegt safn.
ÞAÐ ER MERKILEGT safn,
sem Helgafellsútgáfan er að
koma sjer upp, en það eru mál-
verk af rithöfundum forlags-
ins. Nokkur þessara málverka
eru á bóka- og listsýningu
Helgafells, sem opin er þessa
dagana í Listamannaskálanum.
Helgafell hefir leitað til
margra listamanna og fengið þá
til að gera málverk af rithöf-
undunum og verður því meiri
fjölbreyttni í safninu.
Þetta verður einhverntíma
merkilegt safn, þegar stundir
líða. — Og það er margt fleira
á þessari sýningu, sem gaman
er að sjá, eins og t. d. frum-
myndir myndskreytipga í ýms-
ar bækur, sem Helgafell hefir
gefið út, eða ætlar að gefa út.
Yfirleitt er þessi sýning að
mörgu leyti merkileg.
MEÐAL ANNARA ÖRÐA
- j Eftir G. J. A. ! -——
íslemku meðíeikendurnir voru góSir
JEG HEFI sjeð tvo kvik-
myndaleikara um æfina, og jeg
get eins vel játað það strax,
að Jeg veit ekki hvor skemti
mjer betur, Annar heitir Tyr-
one Power, og, eins og einhvern
kan nað ráma, kom hann við
hjerna í Reykjavík um daginn.
Hinn heitir Jimmy Durante, og
hann var líka hjerna í Reykja-
vík rm daginn, það er að segja
á sýningarljereftinu í kvik-
mynd með June Allyson.
• •
Góðir meðleikendur.
Tyrone Power sá jeg á Hótel
Borg („Jeg kom við hann“), en
Durante á skemtistaðnum Copa
cabana í New York. Báðir
skemtu fólkinu prýðilega.
Tyrone („Ó, Jesús, hann er svo
sætur“) gerði það að vísu óvilj
andi, . en meðleikendur hans —
nokkur þúsund Reykvíkingar
— reyndust líka góðir.
• •
Brandari um okkur.
Jímmy Durante sá jeg, eins
og áður sagt, á Copacabana i
New York. Hann „tróð þar
upp“ — sagði brandara og söng
og spilaði fyrir fólkið. Hann
átti í þetta skiftið það eitt sam-
eiginlegt með Tyrone, að hann
notaði íslendinga í skemtiþátt
sinn. Hann hefir, eins og ýms-
ir kunna að vita, ákaflega stórt
nef, og hann kom fólkinu á
Copacabana til að skellihlæja,
með .því að handleika þennan
rana sinn og gráta það, að hann
væri ekki á íslandi, því „þar
kystust allir með nefinu“.
• 9
Vel vaktaður.
Annars þótti mjer það einna
ath’..lisverðast við komu Pow-
ers, hversu vel hann var var-
inn fyrir ásókn almennings. Á
Borginni gerðist að minsta
kosti einn Ameríkani, sem þar
var ótilkvaddur lífvörður hans,
og þeir, sem tókst að sleppa
gegnum dyravarðalínuna, lentu
sumir hverjir í höggi við stór-
merkilega unglingsstelpu, sem
sýnilega áleit það skyldu sína,
að halda strangan vörð við
svefnherbergisdyr kvikmynda-
Sumar ráku nefið í hann
stjörnurnnar. — Og svo ákveð-
in var hún, að jafnvel þeir,
sem fengið höfðu loforð um við
tal við stjörnuna, áttu erfitt
með að, komast framhjá telp-
unni.
© ©
Einn rólcgur.
Annars varð það eins og oft
vill verða, að sá, sem mest læt-
in stóðu um, reyndist langsam-
lega rólegastur. Power var
þannig ákveðinn en kurteis og
sýnilega vanur ólátunum. Og
hann ljet sjer fátt um finnast,
þótt drjúgur hópur Reykvík-
inga firtist eina kvöldst'und,
enda gekk engin stúlknanna á
Borginni svo langt að reyna að
kyssa hann. — En það margar
ráku þó nefið í hann, að marg-
1 kystur hefði hann farið hjeðan,
ef nefkossarnir hans Durante
| væru ekki eintómur uppspuni.
Á FUNDI bæjarráðs er hald-
inn var s. 1. föstudag, var styrk
til sumardvala brana skipt milli
þriggja aðila, en á fjárhagsá-
ætlun er 150 þús. kr. varið til
| þessa. Styrknum var skipt þann
ig: Rauði Krossinn 120 þús.,
Mæðrastyrksnefndin 13 þús., og
Vorboðinn 17 þús.
Fræðslufulltrúi hafði lagt til
að styrknum yrði skipt þann-
ig og á það fjellst bæjarráð.