Morgunblaðið - 12.12.1947, Side 6

Morgunblaðið - 12.12.1947, Side 6
6 MORGUNBLAÐIÐ Föstudagur 12. des. 1947 Áttrœð Halldéra Pjetursdótlir frá Efsiabæ. í DAG á áttræðisafmæli borg- firsk sæmdarkona, Halldóra Pjetursdóttir bónda á Grund í Skorradal Þorsteinssonar. Er Halldóra ein hinna mörgu, myndarlegu og landskunnu Grundarsystkina, barna Pjet- urs Þorsteinssonar og konu hans Kristínar Vigfúsdóttur. — Hefur ættleggur þessi markað djúp spor á braut framfara og menningar í Borgarfjarðarhjer aði á síðari árum. Bjarni bróðir Halldóru bjó að föður sínum látnum um ára- tugi á þessari föðurleifð sinni við forkunnar rausn og mynd- arbrag í hvívetna Gerði hann garðinn frægan, en þar ljet Brynjól'fur Sveinsson biskup fyrstur manna reisa byggð á stekkjarhólnum frá Vatnsenda. Halldóra dvaldi í föðurhús- um á Grund til þess er hún giftist Sveinbirm Bjarnasyni frá Stórabotni. Var Sveinbjörn orðlagður áhuga- og dugnaðar- maður, enda ávalt talinn um sína daga í hópi hinna tápmestu og atorkusömustu bænda í Borg arfirði um framkvæmdir allar og búsumhyggju. Þau Sveinbjörn og Halldóra reistu bú í Efstabæ í Skorradal árið 1898 og bjuggu. þar æ síð- an. Mann sinn misti Halidóra árið 1922. Bjó hún eftir það með börnum sínum, syni og tveim- ur dætrum, um 8 ára skeið, lengst af í Efstabæ. Efstibær í Skorradal er, eins og nafnið bendir til, fremsti bær í því bygðarlagi. Er það landkosta jörð hin mesta til sauðfjárræktar, en það krefur mikils dugnaðar og árveknj við fjárgæsluna að notfæra sjer þann kost og kjarna, sem fólg- inn er í hinum fjölbreytta gróðri hinna víðáttumiklu og hálendu heiðarlanda. Aður en þau Sveinbjörn og Halldóra reistu bú í Efstabæ, hafði verið búið þar góðu búi í fornum stíl. En meðal annars, sem þessi ungu og áhugasömu hjón fluttu með sjer fram í dalbotninn, var hin nýja um- bótastefna í búnaði, sem þá var að byrja að ryðja sjer til rúms á landi hjer, og hefir á síðustu áratugum gjörbreytt bygðum og búskaparháttum í sveitum þessa lands. Á næstu árum bygðu þau hjónin upp öll hús á jörðinni, jafnframt því, sem gengið var með hinni mestu at- orku að jarðabótum. Var það mikið verk og eríitt að flytja byggingarefni allt, timbur, járn og sement á klökkum sunnan frá Hvalfirði að Et'stabæ. Er þar yfir Botnsheiði að fara, og eru torsóttar brekkur og sneiðing- ar upp á héiðina og ofan af henni. En Efstabæjarbóndanum uxu þessir erfiðleikar ekki í augum. Þau Sveinbjörn og Hall dóra höfðu sett sjer það mark- mið í upphafi að giöra Éfstabæ að fyrirmyndar bvli um húsa- kost allan og margháttaðar um- bætur aðrar. Og þessu áformi tókst þeim vel og giftusamlega að hrinda í framkvæmd á til- tölulega stu.ttum tíma. Jöfnum höndum óx búið að fyrirferð og gagnsemi. Fyrirhyggja var þar á um alla hluti. Fóðurbirgð ir voru þar ávalt nógar og fyrir því sjeð örugglega, að breyti- legt vetrarfar bitnaði ekki á bústofninum eða rýrði afurðir búsins. Voru þau hjónin einkar samhent og samtaka um þetta sem og alt annað, er að heill og bamingju heimilisins laut. — Greiðasemi þeirra hjóna og gest risni, var ávalt tiltæk þeim, er með þurftu. Búskapur þeirra Halldóru og Sveinbjarnar í Efstabæ er ljóst og ótvírætt dæmi þess, að hægt er að reka bú með miklum myndarbrag í afskekktum dala bygðum þessa lands, þegar saman fer árvekni, dugnaður og fyrirhyggja þeirra, sem helga því starfi krafta sína. Þessi áttræða kona hefir innt af hendi mikið og lærdómsríkt dagsverk. Heimili sínu hefir hún ávalt stjórnað með hinum mesta myndarbrsg og skörungs skap. Mátti þar ekkert úr skorð um ganga. Hver hlutur á sínum stað. Heimili, sem slíkar kon- ur veita forstöðu, þar sem andi mannúðar og reglusemi svífur yfir vötnunum, er geðþekkur dvalarstaður, enda voru þau hjón hjúasæl. Uppeldi barna og unglinga við 'slíkan heimilisbrag er hag- stætt pg heillaríkt hverju þjóð- fjelagi. Þar eru lagðir horn- steinar að traustri þjóðfjelags- byggingu. Þökk sje þjer og öllum öðr- um konum, sem lagt hafa fram krafta sína til þess að byggja upp góð heimili, hlúa þar að og glæða fagra og göfuga heimilis- háttu, sátt og samlyndi. Það er vissulega þjóðnýt: starf og þákk arvert, að vernda þessi helgu vé þjóðarinnar. Halldór ber aldurinn vel, enda hefir henni ekki verið fisjað saman. Nú dvelur hún hjá dóttur sinni Jórunni og tengda- syni, Birni Blöndal. í Laugar- holti í Bæjarsveit Onnur börn hennar eru Kristín, húsfreyja í Bæ og Þorgeir leikfimiskenn- ari, forstjóri Sundhallar Reykja víkurbæjar. Hinir mörgu vinir og kunn- ingjar Halldóru um Borgar- fjörð og annarsstaðar, munu í dag minnast hennar méð hlýj- ur hug og þakklæti. P. O. Bók eftir Indriða á Fjalli HELGAFELL og Sögufjelag Þingeyinaa hafa nú sent frá sjer nýtt bindi af Ritum Þingeyinga. Að þessu sinni er höfundurinn hinn merki þingeyski bóndi og skáld Indriði á Fjalli. Hann nefnir rit sitt „Milii hafs og heiða“ og eru það sagna þættir úr Þingeyjasýslum. Bók- in er hátt á þriðja hundrað blað- síður í sama broti og fyrra bind- ið, sem kom út á s.l. ári, en kápumynd er frá Mývatni. — Indriði Indriðason, sonur höf- undar hefur annast útgáfuna fyrir forlagið. Um efni þessarar bókar er ó- þarft að f jölyrða. Allt, sem kom- ið hefur frá hendi þessa merka og gáfaða fjallabónda er með sama menningar- og snilldar- brag og sama er að segja um hlut forlagsins í útgáfunni. Jón Oddsson sex- tugur JÓN er fæddur að Ketileyri við Dýrafjörð 12. desember 1887 og verður því sextugur á morgun. Ársgamáll fluttist hann með foreldrum síni.m að Sæbóli við Önundarfjörð, en þar bjuggu þau um árgtugi. Foreldrar Jóns voru þau Oddur Gíslason, bóndi og bókbindari, af hinni alkunnu Mýraætt, og kona hans, Jónína Jónsdóttir, síðast prests að Stað á Reykjanesi, ná- inn ættingi Olsens á Þingeyrum. Jón er því vel kynjaður í báðar ættir. Snemma bar á kappgirni Jóns Við þau störf, sem hann vildi vinna að og er hann hafði verið nokkrar vertíðir á þilskipum fjekk hann þá ósk sína uppfyllta að komast á enskan togara. Var hann þá innan við tvítugt. Er hann hafði verið tvö ár á enskum togurum tók hann stýri- mannspróf í Englandi og strax sem leyfilegt var skipstjórapróf. Fjekk hann þá strax skip til for- ráða og reyndist hann þegar af- burða aflamaður. Nokkru síðar kvongaðist hann enskri afbragðs konu, Ethel, fædd Letten. Mlinningarorð um Vilhelmínu Árnadóttur Jón Oddsson. Eins og eðliiégt var um slíkan aflamann, var mjög sókst eftir Jóni til skipstjórnar á enska tog- ara, en skjótlega eignaðist hann nokkurrt hluta í skipum þeim, sem hann stjórnaði og um 1934 hætti hann skipstjórn og keypti tvo togara, sem hann gerði út frá Hull, en þau skip fórust bæði í síðasta stríði. Nú er Jón hættur togaraútgerð og býr nú á óðals- jörð sinni á eyjunhi Mön, ásamt konu sinni og kjörsyni, Magnúsi, átta ára dreng. Jón hefur verið mikill fjárafla- maður og góður fjárgæslumaður, en jafnan hefur fje hans legið laust fyrir íslendingum, sem lið- sinnis hans hafa leitað í Englandi, t.d. hafa sjómenn ávallt fengið hjálp til skipstjórnar náms án annars endurgjalds en þess að lofa að greiða á sama hátt fyrir öðrum, þegar þeir væru komnir í. skipstjórnarstöðu. Þá hefur Jón gefið stórgjafir „hingað heim“, eins og Jón kallar það. Loks hef- ur heimili hans jafnan staðið opið íslendingum. Allt þetta ber vott um ræktarsemi hans við föður- landið. Jón er fyrir löngu bresk- ur ríkisborgari. Jón er riddari af hinni ísiensku Fálkaorðu. Margir munu á morgun senda þeim hjónum hlýjar kveðjur. Reykjavík, 11. des. 1947. J. A. J. Gæfa fylgir trúlofunar hringunum frá SIGURÞÓR Hafnarstr. 4 Revkja vík. Margar gerðir. Sendir gegn póstkröfu hveri á land sem er. — Sendið nákvœmt mál — HÚN verður^borin til moldar í dag í Hafnarfirði, frá heimili sínu Brekkugötu 11. Vilhelmína fæddist að Vattar- nesi við Reyðarfjörð 7. okt. 1866. Hún var af góðu og duglegu bændafólki í báðar ættir. For- eldrar hennar fluttu meðan hún enn var barn að aldri, að Merki í Fáskrúðsfirði. Þar ólst hún upp. Snemma kom í ljós að vöggu- gjafir höfðu henni hlotnast marg- ar og góðar. Hún var góðum gáf- um gædd, ljóðelsk. góðviljuð og nærgætin við menn og málleys- ingja, verklagin og fríð sýnum. Þá voru ekki skólarnir eins og nú, til að fullnægja mentaþránni. Öll menntunin er hún hlaut í upp vextinum, var, að foreldrar henn ar komu henni fyrir um tveggja mánaða tíma á heimili vinafólks til fermingarundirbúings. Náms- greinar voru kverið, reikningur og skrift. Skriftarkennslan, þenn an stutta tíma, varð þess vald- andi, að vinir hennar, og börnin á sínum tíma, urðu aðnjótandi ástúðlegra og velritaðra sendi- brjefa. Allæs var hún orðin sex ára, og níu ára gömul var hún látin lesa húslestrana á heimil- inu. Hún las allar bækur, sem til náðist, jafnt bundið sem óbundið mál. Ljóðabækur Kristjáns Jóns- sonar, Páls og Jóns Ólafssona og gömlu Snót lærði hún spjaldanna á milli. Hún kunni einnig mikið eftir Bjarna, Grím og Jónas. Seinna á lífsleiðinni, þegar sjón- in var farin að bila og líkams- kraftar á þverra greip hún til þessa fjársjóðs og gat stytt langar andvökunætur með að rifja upp Ijóðin, sem hún lærði í bernsku. Fram til hins síðasta var það hennar mesta ánægja að heyra lesin vel samin ljóð. Þegar Vilhelmína var 18 ára kom á heimili foreldra hennar ungur Möðruvellingur Einar Sig- urðsson Andrjessonar prests að Flatey á Breiðafirði Að ári liðnu kvæntist hann heimasætunni, þau settust að á Búðum í Fá- skrúðsfirði og áttu þar heima öll samvistarárin. Ungur að ár- um kénndi Einar vanheilsu og gekk sjaldan heill að verki. Þeim varð sjö barna auðið. Það gefur að skilja að erfitt hafi ver- ið að framfleyta þetta stórri fjöl- skyldu í þurrabúð. Nærri má geta að á herðum húsmóðurinn- ar hvíldu miklar áhyggjur um afkomu fjölskyldunnar. En hún var dugleg', sparsöm. reglusöm og nýtin. Hún var tóskaparkona með ágætum, spann, prjónaði og saum aði upp á hópinn, hjelt litlu íbúð- inni tandurhreinni og börnunum snyrtilegum. Eftir seytján ára sambúð misti Vilhelmína mann sinn og þá um leið einnig elsku- lega stúlku á fermingaraldri. Fjórum árum síðar misti Vilhelm ína aðra dóttur sína, sem þá var einnig á svipuðum aldri. Börn þeirra hjóna, sem upp komust og enn eru á lífi eru: Arnfríður gift Valdimar Long, kaupmanni í Hafnarfirði, Friðrik búsettur í Danmörku, kvæntur danskri konu, var áður kvænt- ur Ölafíu Bjarnadóttur frá Reyk hólum. Margrjet, gift Pjetri H. J. Jakobssyni lækni í Reykjavík, Asgeir, málarameistari, kvæntur Ragnheiði Pjetursdóttur frá Norð firði og Björg, gift Jens Runólfs- syni umsjónarmanni barnaskól- ans í Hafnarfirði. Við fráfall mannsins var yngsta barnið tek- ið til fósturs af hinum valin- kunnu hjónum, Guðbjörgu Guð- mundsdóttur og Nielsi Finns- syni á Hafranesi við Reyðarfjörð. Þau ólu hana upp sem sitt eigið barn og veittu henni hið besta uppeldi. Arið 1918 flutti Vilhelmína til Hafnarfjarðar og dvaldi síðan hjá börnum sínum þar óg í Reykja- vík. Síðustu árin sóttu þreyta og vanheilsa elliáranna að henni. Hún var orðin 81 árs og þráði hvíldina. Hún var trúkona á gamla vísu, treysti á náð Frelsarans og hlakk aði til samfunda við ástvi íina, sem á undan voru farnir. Nú heldur hún jólin með þeim. Það verða gleðileg jól. Við vinirnir hennar samfögnum henni og unn um henni lausnarinnar. En við söknum hennar, hún er horfin, sætið hennar er autt. Þessi glæsi- lega gáfaða kona, mentuð í „skóla reynslunnar“ átti marga vini og alla góða. Hún var svo örlát á heilræði, vildi allra vandræði leysa og aldrei var hún glaðari en þegar henni fanst að sjer auðn aðist það. Blessuð sje minning þessarar mætu konu. Einn af vinunum. Hljóð úr horni BLAÐIÐ Tíminn 9. þ. m. gerir að umtalsefni brjef frá skipa- skoðunarstjóra til skipstjórans á Ilelga Helgasyni frá Vestmanna- eyjum. Greinarhöfundur dulbýr nafn sitt með bókstöfunum G. M., skal jeg því í svari mínu engum get- um að því leiða hver greinarhöf- undur er, en jeg býst við að hann sigli ekki á yfirhlöðnum síldarskipum. A mörgum undan- förnum árum hefur verið rætt og ritað um ofhleðslu skipa á síld- veiðum, og ýmsar reglur settar, til öryggis því að hægt sje að losna fljótlega við þilfarsfarm, en þrátt fyrir það, eru ekki svo fá skip sem hafa farið á hafsbotn- inn, meðan þau stunduðu síld- veiðar að sumarlagi fyrir norð- urlandi, og er skemst á að minn- ast s. 1. sumars. Það er gamall málsháttur, sem hljóðar svo: „Það þarf ekki nema einn gikk í hverri veiðiför“. Jeg held að hann eigi hvergi betur við, en um hleðsluna á síldarskip um. Jeg tel mjer skylt að taka svari skipstjórnarmanna ef jeg finn að á þá er ráðist að ósekju, en það tel jeg ekki gert með brjefi skipaskoðunarstjóra, held- ur þvert á móti. Ösiður margra skipstjóra hvað snertir ofhleðslu skipa á síldveiðum er að mínum dómi til vansæmdar þeim sem lengst ganga í þessu. Þegar skipstjóri tekur við skip stjórn á skipi, ber honum skylda til að gæta fyllsta öryggis gagn- vart þeim inannslífum sem hon- um er trúað fyrir, ennfremur er hann ábyrgur gagnvart eiganda skipsins og vátryggjanda, um leið og hann vanrækir eitthvað af þessu sem hjer er nefnt að fram- an á hann á hættu að svo geti farið að hann missi sín skipstjórn arrjettindi, sjerstaklega ef það endurtekur sig. Jeg trúi því ekki að skipstjór- ar gleymi þeirri ábyrgð, sem á þeim hvílir þó þeir fái meiri síld í nótina en bátur þeirra ber með góðu móti. Það er gott að koma með mikinn afla að landi, en öryggi skipshafnar og skips verð- ur alltaf að vera öllu öðru fram- ar. Guðbjartur Ólafsson.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.