Morgunblaðið - 12.12.1947, Qupperneq 12
12
MORGUNBLAÐIÐ
Föstudagur 12. des. 1947
— Eignakönnunin
Fimm mínúlna krossgálan
SKÝRINGAR:
Lárjett: — 1 dugmikla — 6
bættu við — 8 tónn — 10 tónn
— 11 bergið — 12 stafur —
13 eins — 14 flana — 16 lát.
Lóðrjett: — 2 tvíhljóði — 3
bátnum — 4 hvað — 5 hnappa
— 7 spil — 9 þvertrje — 10
meyr — 14 eins — 15 tenging.
Lausn á síðustu krossgátu.
Lárjett: — 1 safar — 6 nef
— 8 us — 10 aa — 11 blærinn
— 12 bæ — 13 N.N. — 14 fat
•— 16 narta.
Lóðrjett: — 2 an — 3 febrúar
■— 4 af — 5 gubba — 7 sanna
— 9 slæ — 10 ann — 14 fa —
15 tt.
— Meðal annara erða
Frh. af bls. 8.
þótti mjer eins og þessi látlausa
og áreiðanlega ódýra móttaka
hefði það í för með sjer, að
okkur fyndist við frekar vera
á meðal gamalla kunningja en
ríkislaunaðra embættismanna.
þótt eins og við hefðum það á
tilfinningunni, að við lentum
ekki þarna í Prestwich af nauð
syn einni, heldur til að heilsa
upp á fólkið og fá okkur mola-
sopa. — Og ekki dró það úr þess
ari tilfinningu, þegar ein af ein-
kennisklæddu stúlkunum stilti
sjer upp við Loftleiðaflugvjel-
ina og kvaddi brosandi hvern
farþeganna, um leið og hann
stei£ um borð.
• •
Ekki dýrt.
Það, sem jeg er að reyna að
sýna með þessum orðum, er, að
góð farþegaþjónusta og mikið
ríkisdæmi þarf ekki nauðsyn-
lega að fara saman. Vissulega
skal því ekki neitað, að góð
húsakynni stórauka gildi far-
þegaflugvalla, en hitt hefir ekki
heldur lítið að segja, að fram-
andi farþegum sje sýnt það, að
það sje starfsfólkinu gleðiefni
að taka á móti þeim.
Að minsta kosti fanst mjer
jafnmikið varið í kveðju ein-
kennisklæddu stúlkunnar á
Prestwichflugvelli og öll þæg-
indin, sem þar var boðið upp á.
Frh. af bls. 9.
Ef eigandi seðla á heima ut-
an nefndra staða, eða sje hann
ekki fær um að afhenda seðla
sjálfur, má hann fela öðrum
manni að innleysa seðlana fyrir
sína hönd, enda afhendi hann
honum nafnskírteini sitt til sýn-
is og stimplunar í innlausnar-
stofnun.
Þeir, sem æskja innlausnar
seðla fyrir börn innan 16 ára
aldurs, skulu, auk þess að gera
grein fyrir sjálfum sjer, eins og
áður segir, skýra frá fullu nafni
og heimilisfangi eiganda seðl-
anna, svo og fullu nafni og heim
ilisfangi föður barnsins eða fram
færslumanns. Innlausnarbeiðni
ópersónulegra aðila, fjelaga,
stofnana, sjóða o. s. frv., skal
undirrituð af þeim stjórnar-
mönnum viðkomandi aðila, sem
lögum samkvæmt geta skuld-
bundið hann.
Um nafnskráningu á innstæðum
í lánsstofnunum.
Hver sá, sem á framtalsdegi á
innstæðu á einum eða fleiri
reikningum í banka, sparisjóði
eða annarri lánsstofnun, þar
með taldar innlánsdeildir sam-
vinnuf jelaga, skal afhenda hlut-
aðeigandi lánsstofnun yfirlýs-
ingu til staðfestingar á eignar-
heimild sinni á innstæðunni og
sýna samtímis nafnskírteini sitt.
Samkvæmt þessu ber því inn-
stæðueigendum, hvort sem inn-
stæður þeirra eru skráðar hjá
peningastofnunum á fult nafn
og heimilisfang eigendanna eða
skráðar þar með öðrum nöfnum,
eða nafnlausar, að gefa um það
yfirlýsingu.
Það, sem lánsstofnanir eiga
hver hjá annari, þarf þó ekki að
gefa yfirlýsingu um.
Ef innstæðueigandi er heim-
ilistfastur utan þess kaupstaðar
eða hrepps, þar sem viðkomandi
lánsstofnun er, getur hann af-
hent innstæðuyfirlýsingu til for-
manns skattanefndar eða skatt-
stjóra, þar sem hann á heimiíi,
en þeir senda hlutaðeigandi láns-
stofnun yfirlýsingarnar.
í innstæðuyfirlýsingu skal
greina heiti lánsstofnunar, núm-
er innstæðureiknings eða spari-
sjóðsbókar, fullt nafn innstæðu-
eiganda, stöðu hans og heimilis-
fang.
Ef innstæðueigandi er gift
kona, skal greina nafn og heim-
ili eiginmanns hennar, og sje
eigandi barn innan 16 ára ald-
urs, skal greint nafn og heimili
föður eða framfærslumanns.
Ef fleiri en einn eru eigendur
innstæðu, skal greina nafn,
stöðu og heimilisfang hvors eða
hvers eiganda um sig og skýra
frá, hvernig eignahlutföll eru
þeirra á milli.
Ef sami aðili á fleiri en einn
innstæðureikning í sömu láns-
stofnun, skal greina sjerstaklega
hverja innstæðu fyrir sig.
Framtalsnefnd lætur gera
eyðublöð undir innstæðuyfirlýs-
ingar, og skulu þau liggja
frammi í öllum lánsstofnunum,
svo og hjá skattstjórum og for-
mönnum skattanefnda.
Undirskriftum innstæðuyfir-
lýsinga skal hagað með sama
hætti sem undirskriftum fram-1
tala.
Sjeu fleiri en einn eigandi að
innstæðu, er nægilegt, að einn
sameigandi undirriti yfrlýsing-
una. Ef ekki er kunnugt um eig-
anda einhverrar innstæðu, hvíl-
ir yfirlýsingarskyldan á þeim, er
hefur viðtökuskírteinið í vörsl-
um sínum.
Handveðhafar innstæðna geta
einnig gefið slíka yfirlýsingu
fyrir hönd eiganda veðsins, þóft
þeir hafi ekki sjerstakt umboð
til þess.
Yfírlýsingar um innstæðu
skulu afhentar hlutaðeigandi
lánsstofnunum eða skattayfir-
völdum innan tveggja mánaða
frá framtalsdegi.
Einstaklingar og fjelög, sem
heimilisfang eiga erlendis, skulu
hafa frest til að skila innstæðu-
yfirlýsingum sex mánuði frá
framtalsdegi. Framtalsnefnd
getur veitt lengri frest, ef sjer-
stakar ástæður eru fyrir hendi.
VandræSi sökum
smjðrlíkisskorts
SMJÖRLÍKI er nú. að heita ófa-
anlegt í bænum og stafa af því
margvíslegir erfiðleikar. — Hús-
mæður eru í vandræðum með
jólabaksturinn, en hann fer nú
senn að byrja á flestum heimil-
um.
Sjúkrahúsin fá ekki smjörlíki
og heldur ekki skip. Gríðarleg
eftirspurn er eftir smjörlíki, sem
von er, þegar eins er ástatt og nú
í þeim efnum.
Ástæðan fyrir smjörlíkisskort-
inum er sú, að bankarnir hafa
ekki treyst sjer til að yfirfæra
fyrir hráefni, sem liggur hjer í
höfn og er komið fyrir nokkru.
Gjaldeyris- og innflutningsleyfi
eru fyrir þessum hráefnum og
stendur því aðeins á bönkunum.
Húsmæður og aðrir, sem þurfa
á smjörlíki að halda vænta þess
fastlega, að bankarnir reyni sitt
ýtrasta til að yfirfæra þessa pen-
inga til þess að hráefnið í smjör-
líkið fáist laust hið fyrsta og
smjörlíki komi á markaðinn í
tæka tíð fyrir jólin.
Fáheyrð ósvífni
Rússa {Berlín
Berlín í gærkv.
I DAG var tveimur bresk-
um blaðamönum vikið af fundi
Kristilega Lýðræðisflokksins af
þeirri fáheyrðu ástæðu að þeir
væru breskir. Tildrög þessa
fundar voru þau Kristilegi
Lýðræðisflokkurinn hafði boð-
að, að ósk Rússa, til fundar til
þess að krefjast þess, að Kais-
er, formaður flokksins, segði af
sjer, vegna þess að hann neit-
aði að styðja hið svokallaða al-
þjóðarþing, sem ætlar að senda
fulltrúa sína á fund utanrík-
isráðherranna í London.
Þegar fundurinn var ný-
byrjaður, gengu þessir Bretar
í salinn og bjuggust við að sjá
hvað fram færi. En þá var allt
í einu fundurinn stoppaður og
Kaiser sagði þeim einslega að
fundurinn myndi ekki byrja
fyrr en þeir gengu út.
Þeir neituðu ,en þá komu
rússneskir hermenn og sögðu
. að yfirboðarar þeirra hefðu gef
ið út þá yfirlýsingu, að ekki
mætti halda fund þar sem Bret
ar eða Ameríkumenn væri við
staddir.
Þegar blaðamennirnir neit-
uðu enn einu sinni höfðu her-
mennirnir í hótunum svo þeir
urðu frá að hverfa. Þegar síð-
ast frjettist, hjelt Kaiser fast
við sinn keip, og neitaði að
segia af sjer. Þetta skeði eins
og menn vita í rússneska svæð
inu í Berlín.___— Reuter. __
London í gærkvöldi.
NEÐRI málstofan breska hefur
nú samþykt frurnvarpið um að
minka frestunarvald lávarða-
deildarinnar úr þremur niður í
eitt ár. Tillaga kom fram frá
stjórnarandstöðunni um að
hafna frumvarpinu, en hún var
feld með 340 atkvæðum gegn
186. — Reuter.
Fonnaður frönsku
Hóttamannanefnd-
arlnnar rekinn
París í gærkvöldi.
TILKYNT var í París í dag, að
formaður flóttamannanefndar-
innar, sem nýlega var vikið úr
Moskva, hafi verið rekinn frá
störfum. Hann_ heitir Marquie
og er ofursti. Ákvörðun um að
reka hann frá stórfum var tek-
in eftir að utanríkismálaráðu-
neytið fekk skeyti frá franska
sendiherranum í Moskva, sem
skýrði frá því að Marquie hefði
lýst því yfir í blaðayiðtali, að
utanríkismála árekstrar Rússa
og Frakka, síðustu daga, væru
hluti af skipulögðum áróðri
frönsku stjórnarinnar gegn
rússnesku stjórninni.
—Reuter.
Kvekarar fá verðlaun
Osló. — Bandarískir og breskir
kvekarar fengu friðarverðlaun
Nobels, þetta ár. Hjelt fulltrúi
Ameríku þar ræðu og kvatti allar
þjóðir til þess að reyna að bæta
úr ósamkomulaginu milli USA og
Rússlands.
SKIPAUTCi€RÐ
RIKISINS
Esja
vestur um land til Akureyrar
um miðja næstu viku. Við-
koimistaðir á báðum leiðum:
Patreksfjörður, Bíldudalur,
Þingeyri, Flateyri, ísafjörður
og Siglufjörður.
Vörumóttaka í dag og árdeg
is á laugardag. Pantaðir far-
seðlar óskast sóttir á mánudag.
UNGLINGA
vantar til að bera út Morgunblaðið í eftir-
talin hverfi:
Lindargala Yesfurgölu
Við sendum blöðin heim til barnanna.
Talið strax við afgreiðsluna, sími 1600.
Efllr Robert Storm
X HAVEN'T
TlME F0R
GUES£IN6
QAME&,
L0U....
I WASB V0UR BAð
PACKED/ W1LPA, BUT
GUEZZ’ WHATl
Copr 1947. King Features Syndicate, Inc , World
Vinkonan segir: Jeg er búin að pakka niður fyrir vera að því, bíllinn bíður. Vinkonan: Phil Corrigan
Wilda: Hvað — hvað sagðirðu — endurtaktu það —
þig, Wilda, en gettu hvað skeði. Wilda: Jeg má ekki hringdi og sagðist elska þig og vilja giftast þjer. hægt.