Morgunblaðið - 12.12.1947, Qupperneq 16

Morgunblaðið - 12.12.1947, Qupperneq 16
VEDURÚTLITIÖ: — Faxaflói: NOUÐAUSTAN or austan kaldi. — Sennilega úrkomu- laust. 285. tbl. — Föstudagur 12. desember 1947 EÍGNAKÖNNUNIN. Fjár- málaráðherra birtir reglugerð. — Sjá grein á bls. 9.' ígæt kvöldvaka Varðarfjelagsins VARÐARFJELAGIÐ hjelt í gærkveldi síðustu kvöldvöku sína fyrir jól. Skemmtiskráin var þannig að fyrst flutti Sigurður Bjarnason alþingismaður ræðu, þá söng Kristinn Hallsson söngvari ein sön". Vigfús Sigurgeirsson sýndi kvikmynd, þá var söng- ur með gítarundirleik, Brynj- ólfur Jóhannesson leikari las upp og að lokum vár dansað. Ragnar Lárusson setti sam- komuna og stjórnaði henni. Fór hún í öllu hið besta fram. -------------- Berda! verðcr ráðu- nautur víð rsýju Sogs virfajimina BÆJARRÁÐ kom saman til fundar s.l. miðvikudag. — Á þessum fundi va - samþykt að heimila borgarstjóra og raf- magnsstjóra að semja við A.B. Berdal verkfræðing í Oslo, um að vera ráðunautur við und- irbúning fyrirhugaðrar nýrrar Sogsvirkjunar. A. B. Berdal var ráðunautur rafveitunnar, er orkuverið við Ljósafoss var hygt hjer á ár- unum. Áffa fungurdufl gerð óvirk EINS og kunnugt er vinna hjer á landi allmargir menn að því á vegum Skipaútgerðar ríkisins að gera tundurdufl, ér reka að ströndinni, óvirk. Nýlega hafa þessir menn þannig gert átta dufl óvirk. — Helgi Eiríksson gerði dufl ó- virkt á Þykkvabæjarfjöru og á Efri-Eyjarfjöru í Meðallandi. Skarphjeðinn Gíslason óvirkti dufl í Mýrabug, Jón Guðmunds- son í Skinnalóni á Melrakka- sljettu, Hjeðinsfirði og Dalvík og Haraldur Guðjónsson hjá Broddadalsá í Hrútafirði og Hvalsá. BRESKT blað birtir þessa mynd og heldur því fram að hún sje af stærstu ýsu, sem nokkru sinni hafi komíð á land í Bretlandi. Hægt er að gera sjer í hugarlund stærð fiskjarins með því að bera hana saman við stikuna á myndinni, sem er 15 þumlungar. Ýsan veiddist á togaranum „Leeds United“. Fiskurinn vóg 26 Z> enskt pund upp úr skipi, en þegar búið var að reykja ýsuna var hún 20 pund. Þess er getið að þessi risa-ýsa hafi veiðst á íslandsmiðum. Sfærsfa ýsan af íslandsmiðum Mikil veiði síðari hluta da%s í sœr í Hvalfirði o cy Búið að bræða á Siglufirði 149 þúsund mál. í GÆR var hið ákjósanlegasta veður til síldveiða í Hvalfirði. En síldin Ijet lítt á sjer bæra þar til komið var rhyrkur. Þá kom hún upp og eftir þeim frjettum er bárust hingað í gærkvöldi munu mörg skip hafa náð mjög góðum köstum. Önnur fyltu sig á skömmum tíma. Reykjavík Síðastliðinn sólarhring hafa ekki komið nema fá skip inn. Klukkan um 10 í gærkvöldi voru þau orðin 8, sem komið höfðu síðan á sama tíma í fyrrakvöld. Skipin voru með því sem næst 5,500 mál. í gærkvöldi voru hjer í höfn- inni rúmlega 30 skip. Verið var að losa í flutningaskip og milli 5 og 10 skip ljetu síld sína í land hjer til geymslu. 1 gær var ver- ið að lesta Súðina og ms. Gróttu. í dag verður sennilega byrjað á að lesta Selfoss og Banan er væntanlegt að norðan fyrir há- degi í dag. Skipin sem komu Þessi skip hafa komið s.l. sól- arhring: ísleifur með 700 mál. Garðar 350, Vilborg 400, Eggert Ólafsson 250, Ágúst Þórarinsson 1000, Edda 1000, Sidon 950, Freyja RE. 850. Altmargir b'át- ar voru á leið til lands þegar þetta er skrifað. Siglufjörður Til Siglufjarðar höfðu í gær kvöldi borist 140 þúsund mál af Hvalfjarðarsíld og var allri bræðsu hennar lokið. Á leiðinni eru allmörg skip, sem ekki enn hafa getað komist vegna veðurs. Meðal þeirra er True Knot, sem enn liggur á Patreksfirði. Hin skipin eru síldveiðiskip er sigla með eigin afla. Þessi skip eru með um 60 þús. mál. í gærkvöldi kom þangað Snæfellið frá Ak- ureyri og von var á Eldborg- inni. Halafdippingar verði bannaðar með lögnm ÁÐUR en gengið var til dag skrár í Sameinuðu Alþingi í gær, las forseti upp brjef frá frú Ingunni Pálsdóttir frá Akri, þar sem hún skorar á Alþingi að setja löggjöf um bann gegn halaklippingu nautgripa. <g------.-------------------- Sveitir !s@barns cg Ragnars Jóhannes- scnar urðu efslar BRIDGEKEPPNI Bridgefjelags Reykjavíkur í I. fl. er lokið. Leikar fóru þannig, að sveitir Ingólfs Isebarns og Ragnars Jóhannessonar urðu jafnar, með 12 stig hvor, og flytjast því upp í meistaraflokk. ■Næst komu sveitir Magnúsar Björnssonar og Einars Jónsson- ar með 8 stig hvor, 5. var sveit Gunnars J. Möller, með 6 stig, 6. sveit Jóns Ingimarssonar, með 5 stig, 7. sveit Hersveins Þor- steinssonar með 3 stig og 8. sveit Rúts Jónssonar, með 2 stig. Næstkomandi þriðjudag verð ur spilakvöld hjá Bridgefjelag- inu í Breiðfirðingabúð. Keppa þá sveitir Ingólfs Isbarns og Ragnars Jóhannessonar um 1. sætið í I. flokks keppninni. SUNDKNATTLEIKSMÓT Reykjavíkur hjelt áfram í Sund höllinni í gærkveldi með leik milli Ármanns og Ægis. Bar Ármann sigur úr býtum með 5 :1. í kvöld fer svo fram úr- slitaleikurinn milli KR og Æg- is. Nægir KR jafntefli til þess að vinna mótið, en ef Æg- ir vinnur leikinn, hafa öll fje- lögin hlotið jafnmörg stig og endprtaka verði keppnina. Manilla. — Kosningaúrslit hjer eru ekki kunn, en líkur virðast benda til að frjálslyndi flokkur- inni vinni 17 gegn 7 meirihluta í öldungaráðinu. 75% kjósenda notaði kosningarjett sinn, og kusu 3 milljónir. Hekla í ferð um Evrópu Norður- og Suður- Ameríku Hún fiutti sýnishorn af hraðfrysfri síld ti! Rómaborgar. í GÆR milli klukkan 5 og 6 lagði Skymasterflugvjel Loftleiða ,,Hekla“ upp í fjögra daga ferðalag um Evrópu, N-Ameríku og S-Ameríku. Ferðinni hjeðan er heitið til Rómaborgar. í þessari ferð sinni flutti flugvjelin nokkuð af hraðfrystri síld til um- boðsmanns Sölumiðstöðvarinnar í Róm. Forseli íslands og Fínnlandsforseti skiftast á kveðjum í TILEFNI 30 ára afmælis sjálf- stæðis Finnlands sendi forseti ís lands, herra Juho K. Passikivi forseta Finnl. árnaðaröskir hoh- um til handa og finnsku þjóð- inni. Forseta íslands barst í gær svohljóðandi þakkarskeyti frá forseta Finnlands: „Jeg færi yður, herra forseti, alúðarfyllstu þakkir mínar fyr- ir Vingjarnlegar árnaðaróskir yðar í tilefni af 30 ára sjálfstæð- isafmæli Finnlands. Jafnframt sendi jeg yður persónulega, rík- isstjórn íslands og íslensku þjóð inni innilegustu árnaðaróskir. Finnska þjóðin óskar þess að varðveita og efla samskipti þau við íslendinga, sem lengi hafa staðið og hvíla traustum stoðum í menningarsamvinnu Norður- landa“. (Frá utanríkisráðuneytinu). VerSur hafisi leif að málmum í jörðu! INGÓLFUR JÓNSSON flyt- ur á Alþingi tillögu til þings- ályktunar um leit að dýrmæt- um efnum og málmum í jörðu, svohljóðandi: Alþingi ályktar að skora á ríkisstjórnina að fela rannsókn- arráði ríkisins að láta rannsaka hvort hjer eru í jörðu efni eða málmar í það stórum stíl, að af því megi verða arðvænlegur atvinnurekstur. í greinargerð segir: Það er kunnugt, að fundist hafa hjer í jörðu ýmis dýrmæt efni og málmar, enda þótt það hafi ekki verið í svo stórum stíl, að til- tækilegt þætti að hefja vinslu þeirra. Það er ekki sæmandi, að gera ekki meira en gert hef- ur verið til að rannsaka til hlít ar, hvort hjer eru í jörðu málm ar og dýrmæt efni í það stórum stíl, að arðvænleg atvinnugrein geti af því orðið, Meg tillögu þessari er gert ráð fyrir því, að rannsóknar- ráði ríkisins verði falið að sjá um framkvæmd rannsóknanna. Má gera ráð fyrir, að ekki vrði hjá því komist að bæta aðstöðu ráðsins á ýmsan' hátt, til þess að það geti sinnt þessu mikil- væga hlutverki í ríkari mæli en verið hefur. ■^Flugáætlunin Þessi flugferð er farin á veg- um ferðafjelags í Bandaríkjun- um. — Fyrsti áfanginn á leið Heklu- í þessu langa ferðalagi, er Parísarborg, en þangað var flogið í gærkvöldi. Einn farþegi var með flugvjelinni þangað, Jóhannes Þórir Jónsson. Flug- stjóri er Alfreð Elíasson. í Róm tekur flugvjelin 44 farþega, sem hún flytur til höfuðborgar Suð- ur-Ameríkuríkisins, Venezuela, Caracas. — Á leiðinni þangað verða París og Reykjavík áfang- ar. Alfreð Elíasson stjórnar flug vjelinni hingað heim aftur. Hjer tekur Kristin Olsen við flug- stjórn ,,Heklu“ og flýgur til New York, en þar tekur Bandaríkja- maðurinn Moore við og flýgur til Caracas og til baka til New, York, en Kristinn flýgur heim, „Jólafer3ir“ Hjeðan fer flugvjelin svo samkv. áætlun 16. des. til Prest- vjkur, Stavanger og Hafnar og þann 18. des. til Prestvíkur, Hafnar og Stokkhólms og er það síðasta flugferð frá Loftleiðum til útlanda fyrir jól. v Hraðfrysta síldin Það mun þykja og merkilegt við þessa för Heklu, að til Róma borgar flutti hún milli 300 og 400 kg. af hraðfrystri síld frá Sölumiðstöð hraðfrystihúsanna, Umboðsmaður S. H. í ítalíu Hálfdán Bjarnason ræðismaður tekur þar við henni. En hann á að kynna gæði vörunnar og kanna sölumöguleika hennar þar um slóðir. Munu menn ef- laust fylgjast vel með starfi um boðsmannsins og vænta menn góðs af því. Gert var ráð fyrir að Hekla myndi koma til Rómaborgar eft- ir um 12 stunda flug. Stjórn segir af sjer Sofía. — Stjórn Dimitrovs hefur sagt af sjer. Frjettir herrna þó að þetta sje aðeins til málamynda, vegna hinnar nýju stjórnarskrár, sem nýlega gekk í gildi, og muni þingið skipa Dimotrov íorsætis- ráðherra strax aftur. . dapr tii

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.