Morgunblaðið - 06.03.1948, Page 5

Morgunblaðið - 06.03.1948, Page 5
Laugardagur 6. mars 1948 MORGtiNBLAÐIÐ 5 Mikilsverð kynning iðnaðarfyrirtækja í gær FJELAG íslenskra iðnrekenda og Landssamb. iðnaðarmanna efndu til kynningar á ýmissri iðnframleiðslu í gær og iðn- rekstri hjer í bænum. Stjórnir þessara fjelagssam- taka buðu til kynningar þess- arar ráðherrum, bankastjórum, Fjárhagsráði, Viðskiptaráði, skömmtunarstjóra, - verðlags- Stjóra, ýmsum fulltrúum kven- fjeiaga, blaðamönnum o. fl. Að meðtöldum forstöðumönn ym iðnfyrirtækjanna voru þarna alls um 100 manns. Allur söfnuðurinn kom fyrst saman í tveim skrifstofu- herbergjum h.f. Loftleiða, í húsi Nýja Bíó við Lækjargötu. Þar hafði verið komið fyrir J þessum rúmgóðu og björtu herbergjum, sýningu á fatnaðar- yörum frá ýmsum verksmiðjum hjer í bænum, sem vinna úr inn- lendu og erlendu efni. i Fatnaðarsýning Segir syo í greinargerð fyrir sýningu þessari, að vörurnar, er þar voru sýndar, hafi verið vald ar af handahófi, aðeins tekin sem dæmi, um nokkurn hluta þessa iðnaðar eins og hann er rekinn hjer í bænum nú. En þarna voru sýnd sýnishorn af ýmsum erlendum vörum af sama tagi, til þess að menn gætu áttað sig á mismuninum á gæð- unum. Tilgreint var hve mikið það er af erlendu efni, eða hve mikinn gjaldeyri þarf, til þess að framleiða vöruna hjer, sam- anborið við notagildi varanna eða útsöluverð þeirra. M. ö. o. leitast er við, að gera mönnum sem Ijósast, hve mikill gjaldeyr- issparnaður það er, að þessi fyrirtæki fái efni til vinnu sinn- ar, í stað þess að vörurnar yrðu keyptar tilbúnar frá útlöndum. Þarna var sýndur nærfatnað- ur, prjónles, kjólar og kápur, karlmannaföt, frakkar, skyrtur og íþróttafatnaður, vinnuföt, sjóklæði og lóðabelgir o. fl. Nærfatnaður og fleira var þarna frá h.f. Lillu, frá nærfata verksmiðjunni Hörpu, frá nær- fatagerðinni í Hafnarstræti 11, hlutaf jelaginu Lady, er framleið ir kraga og lífst.ykki, hlutafje- laginu Artimes, verksmiðjunni Max, Herkúles og h.f. Amaro á Akureyri. Prjónles var þarna frá ullar- verksm. Framtíðinni, prjóna- stofu Önnu Þórðardóttur og prjðnastofunni Iðúnni. Kjólar og kápur voru frá h.f. Gullfoss, Kápubúðinni og h.f. Kápan, klæðaverslun Andrjesar Andrjes sonar og verksmiðjunni Dúkur. Karlmannaföt, frakkar og skyrtur vorú frá h.f. Föt, h.f. Últíma, frá klæðaversl. And- rjesar Andrjessonar, Sjóklæða- gerðinni. Skyrtugerðinni og verksmiðjunni Dúkur. íþróttafatnaður var frá Magna, frá h.f. Skírni, frá Belgjagerðinni, sem framleiðir frakka, kápur, blússur, skinn- jakka o. fl. og frá Toledo, er fram'eiðir drengjajakka m.m. VinnufÖt voru þar frá Vinnu- fatagerð íslands, Sjóklæðagerð Islands. í yíirliti, sem gestirnir fengu, segir m, a. að ullarverksmiðj- urnar hafi árið 1946 notað er- lenda efnivöru fyrir kr. 150.000, en innlenda efnivöru fyrir kr. 2.Í50.000 og framleiðsluverð- mæti þeirra hafi samtals verið rúmlega 7 milj. kr. En verk- smiðjur, sem nota erlendar efni vörur sem aðalefni notuðu á ár- inu erlendar vörur fyrir rúml. 12 milj., en framleiðsluverð- mæti þeirra allra var 32,3 milj. Vinnan þarf að flytjast inn í landið svona mistök eiga sjer stao, kemur það af skipulagsgöiium, sem þarf að laga, sagði hann. LJDSM. MBL: QL. K. MAGNUSSDN. Frá hádegisverði iðnaðarmanna \ Tjarnarcafé í gær. Miðað við full afköst vjela og húsnæðis, sem þessar verksmiðj ur hafa yfir að ráða, geta þær frandeitt vörur, sem að verð- mæli nema upp undir 70 milj. króna. Kynningarnefnd H. J. Hólmjárn, forstjóri, skýrði frá því, að fjelagsskap- ur iðnrekenda hefur nýlega kos ið 4'manna nefnd, er á að ann- ast kynningu á íslenskum iðn- aðarvörum, svo að almenningur í lar.dinu fái betri vitneskju um hann, en hann áður hefur feng-, ið. í nefndinni eru, auk Hólm- járns: frú Halldóra Björnsdótt- ir, Sveinn Valfells, Kristján Friðriksson, forstj. Últíma. Er það fyrir frumkvæði þessarar nefndar, að sýning þessi og kynn ing fór fram. Páll S. Pálsson, fulltrúi Fje- lags ísl. iðnrekenda, gerði með fáum orðum grein fyrir þeim vörum, sem þarna voru sýndar. Hann gat þess m. a. að Álafoss- verksmiðjan ynni nú úr 50 tonn- um af ull á ári. En eítir að hún hefur fengið aukið vjelakost sinn, eins og búist er við, að hún fái á þessu ári, þá ætti hún að geta unnið úr 200 tonnum af ull árlega. Skoðunarferðir Er gestirnir höfðu skoðað sýn ingarmuni þessa, var skift liði, og .fóru menn í ýmsar verk- smiðjur bæjarins, til að sjá þar vinnubrögð og framleiðslu. Sá, sem þessar línur ritar, var í þeim flokki, sem fyrst fór inn í Kassagerð Reykjavíkur. Allir, sem þangað komu, luku lofs- orði á þann myndarskap, sem þar er á öllum hlutum. Er sjer- staklega ánægjulegt að sjá hinar stórvirku, vönduðu vjelar, sem þar eru að verki. Þar var og skoðuð silfursmíðastofa Guðl. Magnúséonar er vakti mikla at- hygli. Sami flokkur skoðaði einnig hin myndarlegu verkstæði Gamla Kompanísins, við Hring- braut, og horfðu um stund á smiði, sem þar voru að vinna við húsgagnagerð. Siðan var haldið niður í nið- ursuöuverksmiðju SÍF, en þar starfa nú 25—30 stúlkur. Fram leiðsla niðursuðuverksmiðjunn- ar heíur nurpið 1 y2—2 milj. á ári. Fer mikið af því á innlenda markaðinn. Nokkuð af síld er sent til Ameríku, en, eftir því, sem forstjórinn skýrði frá, virð- ist markaður þar enn vera tak- erfiðieika á, að selja afurðir verksmiðjunnar vegna þess hve verðið hefur prðið-að vera hátt, samanborið við verðlag í öðrum löndum á samskonar vörum. SíÖan voru skoðaðir vinnusal- ir í Sanitas við Lindargötu. Þar eru tvaér vjelasamstæður, sem geta aígreitt 8—9 þús. flöskur á dag, en ekki nema önnur þeirra var nú í gangi. Á síðasta ári afgreiddi Sáiú- tas 10.000 flöskur að meðaltali á dag, eða rúmlega 3 milj. og var góour markaður fyrir þessa vöru. í Iðnskólanum Er hóparnir höfðu lokið við skoðunarferðir sínar um bæinn, söfnuðust allir saman í Iðnskól- anum, til þess, eins og einhver komst að orði.,að sjá „hvernig skóli ætti ekki að vera.“ Eins og öllum bæjarbúum er kunnugt eru húsakynni Iðnskól- ans með öllu óviðunandi. Þar eru nú 900 nemendur, og 30 kennarar. Skólinn var stofnaður 1904 og hafði í fyrstu 82 nem- endur og 5 kennará. Kennslustof urnar eru 7, svo að um 130 nem- endur eru á hverja stofu. Eru þar I einu orði sagt ömurleg skólahúsakynni. Enda er nú haf- ist handa við byggingu á mynd- arlegum Iðnskóla hjer í Reykja- víkurbæ og ekki vanþörf á, þótt fyrr heíði verið. í greinargerð fyrir kynningu þessari er m. a. skýrt frá því, að mikil sje eftirspurn eftir framhaldsnámi og allskonar fraiTihaldsnámskeiðum.á vegum skólans, en engu hægt að sinna vegna húsnæðisleysis. Má það ekki lengur svo til ganga, þar sem áhugi manna íyrir auknum iðnaöi er mjög mikill hjer í bæn um, sem betur fer. Hádegisveisla Frá Iðnskólanum var haldið í Tjarnarkaffi og sest þar að hádegisverði. Páll S. Pálsson, frkvstj^ bauð gestina velkomna. Vjek hann- að því um leið nokkrum orðum, að við kynning þessa hefðu menn kynst ýmsu því, sem framleitt er hjer í bænum, kynnst að nokkru áhuga manna á auknum iðnaði og hve bágborin húsa- kynni Iðnskólinn á við að búa, sú stofnun, sem á að undirbúa æskuna undir störfin í þág.ú iðn aðarms. rekenda, Kristján Jóhann Krist- jánsson. til máls. Vjek m. a. að því i ræðu sinni, að skilningur almennings á framþróun og hlut verki iðnaðarins væri nú meiri, en áður hefði veriö. Menn væru farnir að skilja, að iðnaðurinn væri, og hlyti að verða, þriðja aðalatvinnugrein landsmanna. Hann þakkaði iðnaðarmálaráð- herra fyrir forgöngu að því, að safnaá skyldi skýrslum um iðn- aðinn á öllu landinu, hve marg- ir hefðu þar atvinnu o. s. frv. Og Fjárhagsráði fyrir að hafa unn- ið að þessari skýrslugerð. Sú tíð er liðin, sagði hann, er menn álitu iðnaðinn einskonar flökkukind meðal atvinnuvega landsmanna. Menn sjá nú, hve nauðsynlegt það er, að iðnaður blómgist með íslendingum, sem öðrum menningarþjóðum. Jeg efast ekki um, sagði hann, að ménn þeir, sem fara með völd- in hjer í Jandi, hafa besta vilja á því, að leysa úr erfiðleikum iðnaðarins. Við iðnrekendurnir álítum það skyldu okkar að benda á, hve mikil nauðsyn það er, að kaupa efnivöruna til lands ins, en láta vinnuna fara fram hjer. Það er gjaldeyrissparnað- ur, sem þjóðin getur ekki án verið. Hingað til hefur oft borið á því, sagði hann ennfremur, að menn telja að þeir fórni pen- ingum að óþörfu, með því að kaupa íslenskar iðnaðarvörur. En með aukinni kynningu munu menn komast að raun um, að þetta á sjer ekki stað, því íslensk iðnaðarvara er hvorki dýrari nje lakari en hin erlenda. Að endingu vjek ræðumaður að því, hve nauðsynlegt það er, að allar atvinnustjettir þjóðfje- lagsins hafi sem mest og best samtök sín á milli. Islensk iðnaðarvara jafngóð erlendri Síöar tóku forstjóri Iðnaður er nauðsynlegur fyrir útgerðina Þá tók skólastjóri Iðnskólans Helgi H. Eiríksson, til máls. — Hann minntist í upphafi á þá tillögu, sem fram kom fyrir nokkru, að hið opinbera gerði ráðstafanir til þess, að fólk færi úr iðnaðinum til fiskiveiðanna. Erfiðara væri það, sagði hann; en tillögumenn hefðu gert ráð fyrir að taka fólk úr einni at- vinnugrein í aðra. Þeir sem við iðnaðinn vinna, kunna fáir til fiskiveiða. Að sjálfsögðu þarf að beina fólkinu sem mest til sjávarútvegsins, því með hon- um er gjaldeyrisins aðallega afl að. Er. ekki er hægt að halda útveginum í horfi, nema iðnað- armerin sjeu til í landinu, vjel- stjóraf og aðrir, og fólk, sem vinnur að því, að aflinn notist til hlýtar. SíÖan vjek hann að Iðnskólan- um, hve bágborin húsakynni hans væru, og hve mfltil nauð- syn væri á því, að fá úr þessu bætt. Þakkaði hann gestunum komuna, en sagði það skyldu ráð andi manna í landinu, að afla sjer sem víðtækastrar og ná- kvæmastrar þekkingar á at- vinnuliáttum og atvinnuvegum í hinum ýmsu starfsgreinum þjóðarínnar. Að endingu vjek hann að því, að á fatnaðarsýningunni, sem skoðuð var um morguninn, hafði m. a. borist í tal, nð eitt fyrir- tæki hefði orðið að hætta fram- leiðsiu á nauðsynlegum fatnaði Fyrirtækið með jafnmargt starfsfólk og 10 togarar Þá tók til máls Emil Jónsson, ráðherra, og þakkaði fyrir boð- ið. Lýsti því, hve mikla þýð- ingu það hefði, að almenningur fengi meiri kunnleika á hinum starfandi iðnfyrirtækjum í land inu og framleiðslu þeirra og af- köstum. Benti á, að margt það fólk, sem t. d. bekti flest af . þeim skipum, sem færu út og inn í höfnina, hefði litla eða pnga hugmynd um mikilsháttar iðnfyrirtæki, sem hjer væru rekia. Þjóðin þarf að kynnast því betur, en hingað til, hvað er að gerast á þessu sviði. Hann kvaðst að þessu sinni í fyrsta skifti hafa sjeð með eig- in augum starfandi iðnaðarfyr- irtæki hjer í Reykjavík, sem hefði eins margt fólk í vinnu og væri á 10 togurum. En alt þetta fólk vinnur nauðsynleg, þjóðnýt störf, sem við ekki-get- um án verið. Hann mintist á nauðsyn þess, að hafa nákvæmt ýfirlit yfir iðn aðinn í landinu, hvað hann þarf af erlendum efnivörum, til þess að hanri geti dregið úr þörf- inni fyrir erlendan gjaldeyri. Talað er um bæði gjaldeyris- og eínisskort, sagði ræðumað- ur, en að sumu leyti stafar efn- isskorturinn af því, að erfitt er að fá efnivörurnar í framleiðslu löndunum, eins og nú standa sakir. En við verðum að stefna að því, að sem mest af þeim vör- um, serii þjóðin þarf á að halda, sjeu unnar af íslenskum hönd- um. Hann mintist með nokkrum orðum á Iðnskólann og þörfina fyrir bætt húsakyrini fyr- ir þessa nauðsýnlegu stofnun, og sagði merkilegt að svo mikil og starfhæf iðnaðarstjett skyldi hafa getað notast við svo ljeleg- an húsakost við uppfræðslu sína. Að endingu óskaði hann ís- lenskum iðnrekendum og ísl. iðnaðarmönnum til hamingju með margskonar framkvæmdir, í þessari atvinnugrein þjóðar- innar. Áður en staðið var upp frá borðum, mælti Sigurjón Pjeturs- son á Álafossi fyrir minni rík- isstjórnarinriar. Eri Páll S. Páls son • þakkaði gesíunum fj-rir komuna. Þáð var allra manna mál, er þarni komu saman, að slík kynn ing, sem hjer fór fram, væri hin ánægjulegasta og hin gagn- legasta. Á hin fjögurra manna kynr.ingarnefnd, sem talað var um í upphafi, áreiðanlega mik- ið og þarft verk fyrir höndum. markaður. Yfirleitt taldi hann%erðarinnar, form. fjelags Iðn vegna þess, að ekki hefði feng- að öllum Kassa-' ist innflutningur á krókum, sem 1 göngu. til fatnaðarins þurfti. Þegar' Kommúuistum bannaðuraðgang- ur Ottawa í gær. SKÝRT var frá því hjer í Ottawa í kvöld, að stjórnar- völdin hafi ákveðið að banna kommúnistum að koma til Kan ada. Akvörðun þessi mun með al annars tekin vegna þess, að ýmsir kommúnistar frá Banda ríkjunum hafa að undanförnu lagt leið sína til landsins. Bandnríkin hafa þegar bann kommúnistum inn- Reuter.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.