Morgunblaðið - 06.03.1948, Qupperneq 11
Laugardagur 6. mars 1948
MORGVTSBLAÐIÐ
11
'm ■
[ SymfóníuhSjómsveit Reykjavtkur |
m m
^ ■
j: 2. hljómleikar :
jj (MOZART HLJÖMLEIKAR) j
m m
m m
sem frestað var s.l. þriðjudag vegna veikindaforfalla *
verða n.k. þriðjudag kl. 7,15 i Austurbæjarþíó.
'Stjómandi: Robert Abraham.
Einleikari: Egill Jónsson (klarinett)
■
• ■
Aðgöngumiðar eru seldir í Bókaverslun Sigfúsar Eymunds •
sonar, Ritfangaverslun Isafoldar, Bankastræti og Bækui •
& Ritföng, Austurstræti 1. :
^JJizöt
Sjálfstæðiskvennafjc;arið heldur
AÐALFUND
mánudaginn 8. þ.m. í Sjálfstæðishúsinu við Austurvöll
kl. 8,30 stundvíslega.
Dagskrá:
Venjuleg aðalfundarstörf.
Ýms önnur mál.
Kaffidrykkja.
DANS.
STJÓRNIN.
E
þa U
urcti/ctr
T
Eigendur bókabúðarinnar Helgafells, hafa sýnt okkur
mikla rausn og vinarhug með því að senda okkur tví-
vegis álitlegan fjölda ágætra nýrra og verðmætra bóka
að gjöf.
Um leið og við færum hinum rausnarlegu gefendum
innilegustu þakkir, viljum við geta þess að bækurnar
voru vel þegnar og hafa veitt okkur margar ónægju-
stundir á hafinu.
Skipshöfn á h.v. Helgafeiii RE 280
Einbýlishús
Vil skipta á einbýlishúsi (meðalstærð) sjerstaklega vönd
uðu að öllum frágangi með amerískri olíukyndingu,
fyrir stærra hús nýtt eða í smiðum. Þeir sem vildu
sinna þessu leggi nöfn sín inn á afgreiðslu Morgunblaðs
ins fyrir 10. þ.m. merkt: „Húsaskifti“.
k.i
Norskur innflytjandi
óskar eftir sambandi við íslensk fyrirtæki, sem hafa
áhuga á að flytja inn jólatrje í stórum stíl. Afgreiðsla
í desember gegn trýggingu í Oslo-banka. Uppl. í tilboði
merktu: Nr. 391, sendist Fabritius Reklamebyrá A/S,
övre Slottsgate 25, Oslo, Norge.
I<
vantar á Hótel Borg. Uppl. á skrifstofunni.
■
m
.....................................................
AFSTAÖA KOMMÖNISTA TIL ÐfHTÍMÍÍLAiA
Þef.ar Alþingi var kvatt sam-
an, á öndverðu síðastliðnu hausti
var það að flestra dómi megin-
verkefnt þess, að hefjast handa
gegn'dýrtíðinni í landinu.
Astandið var orðið þannig, að
flestra dómi, að ekki var talið
fært að halda lengur á sömu
braut, og loka augunum fyrir
sjáanlegum vandræðum á öllum
sviðum, ef dýrtíðin yrði enn lát-
in aukast að mun.STlestir vonuðu
því að Alþingi myndi nú taka á
sig rögg og spyrna við fótum.
Þó var sá einn flokkur manna,
sem ekki vonaði að vel myndi
til takast, heldur óttaðist það.
Þessi flokkur var Sameiningar-
flokkur alþýðu — Sósíalistaflokk
urinn, eða rjettara sagt foiystu-
menn þess flokks. Þeir ljetu ekki
heldur á sjer standa að vara þjóð
ina við þeirri vá, sem nú væri
fyrir dyrum hennar. Helstu for-
ingjar og forvígismenn flokksins
dreifðu sjer um land allt og skáru
upp herör gegn öllum aðgerðum
sem væntanlega yrðu gerðar, af
þingi og stjórn.
I krafti síns vanalega ofstækis,
var því blákalt haldið fram, að
nú ætluðu Alþingi og ríkisstjórn
að hefja skipulega baráttu fyr-
ir atvinnuleysi og örbyrgð meðal
verkalýðsins, til þess svo síðar,
í skjóli atvinnuleysisins að skera
niður vinnulaun hinna iægst laun
uðu í landinu.
Þeir vildu því, sem vinir hinna
vinnandi stjetta vara þær við í
tíma og gefa þeim þau ráð, sem
best myndu duga, sem sje þau,
að virðá*að vettugi þær aðgerðir,
sem gerðar kynnu að vera, til
þess að stöðva dýrtíðina. Þeirra
tilgangur var sem sagt sá, að
æsa fólkið til ófriðar og eggja
það til þess að óhlýðnast þeim
lögum og reglum sem settar
kynnu að vera, til þess að forða
þjóðinni frá íjárhagsiegum vand-
ræðum og öngþveiti.
Alþingi kom saman á tilsett-
um tíma. Margir væntu þess að
dýrtíðarmálin yrðu fljótlega tek-
in fyrir, og að stjórnin hefði til-
búnar sinar tillögu-r í málinu. En
því var ekki að heilsa. Vikum
og mánuðum saman var ekkert
aðhafst í dýrtíðarmálunum.
Einskisnýtt þref um smámál.
Það hefir oft verið veist að
Alþingi fyrir vinnubrögð þess og
það með rjettu. Því hefur þá ver-
ið til svarað að hægara væri að
tala en í að komast, og því um
kennt að ýms sjónarmið þurfi að
samræma við afgreiðslu stórra
mála, og slíkt taki mikinn tíma.
Það mun rjett vera. Samt fæ jeg
ekki skilið að ekki skuli vera
hægt að komast að samkomulagi
á skemmri tíma, ef nokkrir mögu
leikar eru á því á annað borð,
og ákveðinn vilji er fyrir hendi
til þess að leysa málin á sem
styttstum tima. Eða eru þing-
menn aldrei ákveðnir, eitt í dag
og annað á morgun. Það er sann-
arlega tími til kominn fyrir þing-
menn að athuga, á hvern hátt
þeir geti tekið í sína þjónustu
hina vaxandi tækni við störf sín.
Hjer er sannarlega um vandamál
að ræða. Er það ekki vansalaust
fyrir Alþingi að sífellt skuli síga
á ógæfuhlið í þessu efni.
Seint og um síðir kom þó dýr-
tiðarfrumvarp ríkisstjórnarinnar.
Mörgum fannst í fyrstu að þar
hefði fæðst „lítil mús“, eftir svo
mikinn aðdraganda. Ýmsum þeim
er Vænst höfðu róttækra aðgerða
þótti alltof skammt gengið í
lækkun vísitölunnar.
Kommúnistar snerust öndverð-
ir gegn frumvarpinu, eins 'og
vissa var fvrir. Töldu það frpk-
lega og lævíslega árás á kjör
hinna lægst launuðu. Þarf engum
blöðum um það að fletta, að
þeirra iðja mun í framtíðinni mót
ast af því einu að koma í veg
fyrir að ráðstafanir af því einu
að koma í \ eg fyrir að ráðstafanir
þær sem í lögunum felast nái
tilætluðum árangri, sem sje þeim
að stöðva dýrtíðina í landinu.
Afstaða komúnista er að sínu
leyti skiljanleg. Þeir sjá mæta
vel að ástandið í landinu er ekki
mjög langt frá því að vera
þannig, sem þeir telja æskilegt.
Þegar atvinnuástandið er slíkt
að greiða þarf miljóna tugi með
aðalfrámleiðsluvörum lands-
manna, þá er ekki að undra þótt
kommúnistar eggi þann langfráða
möguleika að núverandi þjóð-
skipulag liðist í sundur og á rúst-
um þess rísi upp dýrðarríki
kommúnismans. Það getur því
verið um að ræða fyrir þá, að-
eins lokasprettur að markinu.
Kommúnistar áttu í síðustu
kosningum fylgi að fagna hjá
fjölda manna, sjerstaklega verka
manna.
Það er íullvíst að meginþorri
þessara manna eru víðs fjarri
því að vera kommúnistar í þess
orðs merkingu. Fylgi þeirra við
kommúnista er sumpart sprottið
af því að kommúnistar hafa þótst
vera málsvarar verkamanna og
gengið á undan í kauphækkun-
aræðinu. A hinu leitinu hefir
þeim tekist að sigla svo undir
fölsku flaggi og dylja sína rjettu
stefnu og fyrirætlanir, og á þann
hátt tælt marga til fylgis við sig.
En nú er svo komið að engum
dylst lengur hið sanna eðli þeirra
og áform. Úlfshárin sjást nú alls-
staðar gægjast undan sauðargær
unni. Þeir vilja núverandi þjóð-
skipulag feigt og eru þessvegna
á móti öllum þeim aðgerðum,
sem miða að þvi að koma málum
þjóðarinnar í örugga höfn.
Dýrtíðarlögin munu verða próf
steinn á þa'ð hvort kommúnistar
eiga enn þau ítök með þjóðinni,
sem þeir áttu í síðustu kosning-
um. Takist þeim að ónýta þessa
fyrstu tilraun til þess að sporna
við dýrtíðinni, er auðsætt hvernig
fara mun. Ef hinsvegar þjóðin
hefir til að bera þann þroska að
hún sjái í gegnum blekkingavef
þeirra og láti sig engu skipta
hróp þeirra, þá mun hið „gullna
tækifæri" kommúnista hjá líða
að fullu.
Dýrtíðarlögin eru áreiðanlega
spor í þá átt að færa niður dýr-
tíðina. Er það gleðiefni að loks
skuli hafa verið hafist handa um
raunliæfar aðgerðir til þess að
vinna bug á sívaxandi dýrtíð og
örðugleikum, sem af henni stáfa
fyrir þjóðina.
En betur má ef duga skal. Þetta
er aðeins bvrjunin. Alþingi, ríkis
stjórn og öll þjóðin verða að taka
höndum saman um að ganga milli
bols og höfuðs á verðbólgunni.
Það er þjóðinni lífsnauðsyn. —
Grundvöllurinn að stjórnarfars-
legu sjálfstæði, er efnahagslegt
sjálfstæði. Það hvílir aftur ein-
göngu á því að atvinnuvegir
þjóðarinnar standi með blóma.
Þegar þannig er komið að aðal-
framleiðsluvörur þjóðarinnar eru
lítt seljanlegar, við því verði sem
fást verður fyrir þær, til þess að
geta borið uppi framleiðslukostn
aðinn heima fyrir, þá er vissu-
lega voði á ferðum. Sú stefna,
sem upp hefir verið tékin að
verðbæta mest alla útflutnings-
framleiðsluna er vissulega engin
framtíðarlausn. Það verður að
lækka allt verðlag í landinu, eins
og byrjað hefir verið á með dýr-
tíðarlögunum. Lögfesta grunn-
kaup, ef þörf gerist, skattleggja
stóreignir og hátekjur. Öll þjcð-
in verður að sameinast í því að
yfirstíga þá örðugleika, sem hún
hefir ratað í. Hún verður að
spara við sig ýmislegt það, sem
hún hefir veitt sjer á undanförn-
um velgepgnisárum. Ekki einasta.
hver og einn þjóofjelagsþegn,
hcldur einnig hið opinbera. Það
er af öllum viðurkennt, hver of-
þennsla er komin i allan ríkis-
reksturinn. Þar verður að fara
fram rækileg hreingerning.
Sparnaðurinn er ekki fyrst og
-fremst fólginn í því að kaffi-
skammturinn er skertur. ofan í
einn pakka á mánuði, heldur í
hinu, að fjöldi manna á háum
launum sjeu ekki látnir nengsl-
ast við allskonar skrifstofudútl
þarft og óþarft, í staðinn fyrir
að vinna að arðbærum fram-
leiðslustörfum, sem ykju gjald-
eyristekjur þjóðarinnar. Er sann
arlega tími til kominn að taka
þessi mál til athugunar, á hvern
hátt hægt væri að gera allan
reksturinn einfaldari og ódýrari.
Það verður og að leggja kapp
á það, að innflutningsverslunin
verði rekin með hagsmuni al-
þjóðar fyrir augum, þannig að
þeir, sem kappkosta að gera sem
best innkaupin sitji fyrir inn-
ílutningsleyfum.
Undanfarin ár hefur því þannig
verið farið, að sá sem verst hef-
ur gert innkaupin hefir grætt
mest. Er þá nokkuð að undra,
þó að allt sje ekki með felldu
þar sem slík og þvílík ákvæði
hafa verið í hávegum höfð.
Það mun einnig mega fullyrða
það, að þeir sem fást við versl-
un og allskonar prang eru orðnir
alltof margir. Úr þeirri stjett
mætti án efa fá marga skipshöfn,
verslunarstjettinni að skaðlausu
og allri "þjóðinni til stórra hags-
bóta. Það er orðið stórt þjóð-
fjelagslegt vandamál hversu
mjög fólk leitar frá hinum „líf-
rænu atvinnuvegum þjóðarinnar,
sjávarútvegi og landbúnaði, í
ýmiskonar óarðgæf störf fyrir
þjóðina. Væri þess sannarlega
full þörf að athugað yæri á hvern
hátt beina mætti þeirri þróun á
annan og æskilegri veg.
íslenska þjóðin stendur nú á
krossgötum. Hún á um tvær leið-
ir að velja. Önnur le'iðin liggur
tiL fjárhagslegrar glötunar og
eymdar. Þá leið fer þjóðin ef
sameinast ekki í baráttunni gegn
dýrtíðinni. Hin leiðin liggur til
framfara og farsældar. Ef hún
velur hana, þá kýs hún að færa
niður allt verðlag í landinu og
spara við sig um stund meðan
verið er að vinna bug á verð-
bólgunni.
Aldrei hefur þjóðin verið eins
vel búin í baráttuna og nú. Við
eigum gnægð nýrra og góðra
tækja til sjós og lands. Það væri
ævarandi skömm fyrir hana ef
hún nú sneri góðæri í hallæri
með aðgerðum sínum eða .að-
gerðaleysi. Markaðsmöguleikar
okkar hafa aldrei verið meiri en
nú, einungis ef okkur tekst að
samhæfa íramleiðsluvörur okkar
kaupgetu annara þjóða. — Það
hefir verið talað um að þjóðin
þyrfti að fórna nokkru til þess að
komast fram úr örðugleikunum.
I raun og veru er hjer ekki um
neina fórn að ræða. Hitt væri
fórn á altari heimskunnar ef við
nú stingjum höfðinu í sandinn
og Ijetum' berast „sofandi að
feigðarósi". Það má aldrei henda.
Baldur Bjarnason,
Vigur.
New York í gærkvöldi.
ÆÐSTARÁÐ Gyðinga hefur
skýrt írá því, að Gyðingar muni
stofna sjálfstætt ríki í Palestinu
hvort sem Sameinuðu þjóðirnar
falla frá ákvörðuninni um skift-
ingu landsins eða ekki. Tjáði
talsmaður ráðsins Öryggisráði
þetta í dag og það með, að Gyð-
ingai' mundu framkvæma þetta
með valdi, ef þörf krefði.
Taismaðurinn skýrði frá því,
að engin von væri um sættir
Araba og Gyðinga. — Reuter.
HOLLAND, Belgía og- Luxem-
burg ætla enn að auka efna-
hagsioga samvinnu sína. Ilafa
nú verið gerðar ráðstafanir til
þess, að bæði Belgir og Luxem-
burghmenn geti notað .drátíar-
báta Hollendiriga á Rín, auk
þess sem samvinna kaupskipa-
flota ofangreindra landa verður
aukin mikið. — Reu\er.