Morgunblaðið - 06.03.1948, Síða 14

Morgunblaðið - 06.03.1948, Síða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ KENJA KONA <Cftir Een ^4mee 'Willi uuná 26. dagur Húsið stóð í eyði í þrjú ár. í>á fiekk Jenny leigjanda í það, konu sem hjet Lena Tempest. Isaiah hafði algerlega bann- að Jenny að vinna neitt nema að saumaskap og þlss háttar, því að hann vildi ekki að hún skemdi fallegu hendurnar sín- ar. Þess vegna hafði hann -fenjið frú Hollis til þess að sjá um ræstingu á húsinu þeirra og öll grófari lieimilis- störf. Þetta varð brátt of mikið fyrir hana, svo að Lena Temp- est var fengiri til þess að þvo þvottana. Lena Tempest var nýlega flutt til Bangor. Hún var um þrítugt, en barnlaus. Hún var af norrænum ættum, ljóshærð með blá augu, ,há og grönn. Eftir að faðir hennar dó, hafði móðir hennar rekið matsölu- hús í Springfield og sóttu þang að aðallega skógarhöggsmenil. Þar hafði Lena einu sinni tek- ið málstað lítils manns, sem hjet Connell, gegn Dan Mc- Isaac, sem var risi að vexti. Það fór nú svo að út úr þeirri deilu komst Connell handleggs brotinn og með þrjú brotin rif, en Lena lamdi Melsaac í haus- inn með stól og rotaði hann. Connell var henni svo þakklát- ur hann bað hennar og þau giftust. En vorið eftir drukn- aði hann. Mclsaac var aumingi eftir þá útreið, sem hann hafði fengið hjá Lenu, svo að hún aumkaðist yfir hann og tók hann að sjer og Ijet hann öllu ráða Nú dó móðir hennar og Lena tók við matsöluhúsinu, en Mclsaac var þar eins og hús- bóndi og eiginmaður hennar. Þannig gekk þetta í átta ár. Þá dó Mclsaac og þá fyrst leyfði Lena sjer að giftast Jeff Temp- est, sem lengi hafði gengið á eftir henni með grasið í skón- um. Tempest var myndarmað- ur á að líta, en hann var mjög drykkfeldur og eftir stuttan tíma hafði hann sólundað öllu sem Lena átti. Hann rjeði því þá að þau færi til Bangor, því að þar var alt í blóma vegna timburverslunarinnar En skömmu seinna varð hann undir bjálka í sögunarmyllu í Old Town og beið bana af. Eftir það lifði Lena á því að vinna fyrir hina og aðra. Ekki hafði hún verið lengi hjá beim Posterhjónum er þær Jennv tóku að gerast mjög sam rýmdar, og sátu oft og lengi á tali.. Isaiah komst að þessu og gat ekki annað en látið van- þóknan sína í ljós. „Hvernig stendur á því að þú getur setið tímunum saman á tali við þessa konu?“ sagði hann í ávítunarrómi. „Vegna þess að jeg liefi gam an af því“, sagði hún. „Að vísu er hún ekki það sem maður get ur kallað góða konu. Hún segir að bau Jeff Tempest hafi ekki verið gift, og hún hefir alið all- an aldur sinn meðal ruddalegra manna“. „Þetta er hneiksli, Jenny“, sagði. hann. „Þú verður að losna við hana“. „Þess gerist ekki þörf“, sagði hún. „Hún lítur á þetta frá sínu sjónarmiði. Hún hefir aldreí selt sig fyrir peninga. Hún lítur svo k< að ef kona elskar einhvern þá sje það sama sem hún sje gift honum“. Isaíah blöskraði að heyra þetta af vörum Jenny, því að hann hafði altaf litið á hana sem barn í þessum sökum. Hann taldi það því bæði borgaralega og kristilega skyldu sína að láta Lenu fara. En Jenny mátti ekki heyra það nefnt. „Það er ekki henni að kenna þótt hún hafi lent í þessu um ævina“, sagði hún. „Hún talar um menn sína alveg eins og jeg tala um þig, og meðan hún bjó með beim leit hún ekki við öðr um mönnum“. Þá gerði hann sig reiðan og hótaði að beita húsbóndavaldi sínu. En hún gerði ekki annað en leggja undir flatt og segja ósköp rólega: „Hvers vegna læturðu svona. Sambúð hennar og þessara manna var alveg eins og sam- búð vkkar frú Wetzel“. Hanri hafði ekki haft minsta grun um að hún vissi neitt um sambúð þeirra frú Wetzel“. Hann hafði ekki haft minsta grun um að hún vissi neitt um sambúð þeirra frú Wetzel, enda hafði hann aldrei minst á það við hana, taldi hana alt of barnslega til þess að geta skil- ið rj.ett slíka hluti. Hann gat það ekki heldur núna. Og þá ráðlagði Jenny honum að hann skyldi tala yið Leriu sjálfur. Hann fjelst á það. Lena vann hann fljótt á sitt band. Hún var svo veraldar- vön að hún vissi hvað Isaiah kom, og hún kunni að gera hon um glatt í geði. Hún sagði hon um sögur á meðan hún stóð við þvottabalann, og hantn hafði ánægju af því að horfa á þrýsna handleggi hennar bera og löðr andj í sápu upp fyrir olnboga. Og hann skellihló að sögunum, sem hún 'sagði honum frá Sþringfield, sögunum um rudda lega og vitna fleytingamenn og konur, sem lifðu á því að vera þeim til geðs. Hún kvaðst aldrei hafa haft áhuga fyrir þessu. Sitt mesta keppikefli nú væri að geta sparað svo mikið saman að sjer yrði kleift að stofna þvotta- hús. Að lokum hjálpuðu þau Isaiah og Jenny henni til þessa. Lena hafði áður átt heima í kjallara á Broad Street, skamt frá ánni. í marslok komu af- skanlegar rigningar og fyrsta apríl brotnaði ísinn á ánni, þar fyrir ofan og hræðilegt flóð kom í ána. Neðan við borgina stöðvaðist ísrekið aftur og ís- inn hlóðst þar upp í háan múr og stíflaði ána algjörlega, svo að hún flæddi yfir alla bakka. Flóðið sópaði á burt miklu af timbri, sem geymt var á ár- bökkunum, og fór inn í alla kjallara áður en menn gæti nokkru bjargað. Lena var ein af þeim, sem varð fyrir slíku tjóní Þegar Isaiah kom heim um kvöldið sagði Jenny honum alla sólundarsöguna. „Lena varð að flýja í dauð- ans ofboði undan flóðinu“, sagði hún. „Alt, sem hún á er á kafi í vatni og leðju og hún getur ekki verið þarna lengur. Mjer hefir því komið ráð í hug, Isaiah. Mjer er vel við Lenu og langar til að hjálpa henni. Hana ■hef;r a’taf lansað til að koma á fót þvottahúsi. Nú ætla jeg að leigja henni húsið mitt. Það stendur svo hátt að engin hætta er á að flóðin nái þangað. Hiin mun hugsa vel um húsið og henni mun þykja vænt um að fá þar inni“. Isaiah fjelst undir eins á þetta, eins og alt annað sem Jenny vildi. Og þannig komst Lena inn í húsið, sem Tim Hager hafði átt og hafði þar ofan af fyrir sjer með því að þvo- þvott fyrir einhleypinga í borginni. Atvinna hennar jójrst jafnt og þjett fyrstu árin jafn- hliða því að fólki fjölgaði í bor~inni. Fyrst varð hún að fá sjer eina stúlku til aðstoðar og síðan aðra. En þá var húsið orðið of lítið svo að þau Isaiah Jenny fjellust á að láta stækka það. Einhverju sinni fór Isaiah þangað til þess að skoða nýju húsakynnin. Þá hafði Lena fjór ar ungar stúlkur í vinnu. En Isaiah fanst alt of mikill gá- leysis og losarabragur á þeim og ÖJlu í húsinu. Hann grun- aði begar að ekki væri alt með feldu og sagði: ,,Þú ættir að fá þjer reyndar og rosknar konur, sem kunna að vinna fyrir kaupi sínu“. „Þær vinna fyrir kaupi sínu“, sagði Lena ósköp góðlátlega. „Þú skalt ekki hafa áhyggjur út af því. Þú verður að gæta þess að viðskiftavinir mínir eru aðeins ungir og ógiftir menn, og heldurðu að þeim þyki ekki skemtilegra að koma með þvott inn sinn hingað þegar ungar og fjörugar stúlkur taka á móti honum, heldur en ef jeg hefði gamlar og skorpnar kerlingar?“ „Hvað sem um það er þá fyrirbýð jeg allan ólifnað í þessu húsi“, mælti Isaiah byrst ur. En þá sagði hún brosandi gð þetta væri alt siðsamar stúlk ur og hún hefði ekki skifti við aðra en siðsama menn. Isaiah afrjeð að segja Jenny ekki frá þessu, hún var of ung og óreynd til þess að hann færi að tala um slíkt við hana. Hann skifti sjer því ekki meira af þessu. IX. Bangor stækkaði mjög ört á þessum árum og þorpsbúar voru montnir af því. Eitt kvöld ið las Isaiah upphátt fyrir Jenny kafla úr forystugrein í „Penobscot Journal“, sem þá hafði nýlega hafið göngu sína. Þar stóð: Viðskiftalífið í Bangor er nú orðið svo fjörugt að ó- kunna furðar á því, en Bang or-búar raka saman fje. Ka.upmenn hjer sjá ekki fram úr annríkinu. Hjer eru komnar götur eins~og í stór- borg og fjöldi skiþa er altaf í höfninni. Flutnirigabátar og flekar eru stöðugt á ferð eftir ánni. Fjöldi húsa er i smíðum, þar á meðal nokkur stór verslunarhús. Hjer er 'stórt gistihús, líklega hið stærsta í ríkinu, og altaf fult af gestum. Mikill skortur er á vinnuafli og kaup afar hátt. #tl* cii tþromilHkcBa ■If.llm- ’ofrMjrot I Laugardagur 6. mars’1948 ---------------- —i RUMIÐ SEM HVARF Eftir M. MYERS Starfið gekk ágætlega. Laugardagsmorgun einn, þegar skátarnir höfðu unnið við þetta verk í um þrjá mánuði, voru Pjetur og George búnir fyrr en venjulega. Þeir ákváðu því, að ganga um bæinn og sjá hvernig hinum drengjunum gengi í sínum hverfum. „Við skulum ganga niður í hverfið við sjóinn“, sagði Pjet- ur. „Bill og Jimmy eiga að sjá um það, en þeir eru raunar helst til ungir. Watson er vanur að vera með þeim, en hann er veikur í dag“. Húsin þarna niður frá voru fremur lítil og göturnar þröng- ar. Pjetur og George gengu um þarna góða stund og loks komu þeir auga á skátakerruna, sem stóð á götuhorni þar skammt frá. Bill og Jimmy voru önnum kafnir við vinnu sína. „Sælir“, sagði Pjetur. „Getum við nokkuð hjálpað ykkur?(< „Þökk fyrir“, sagði Bill. „Okkur gengur ágætlega. Þetta er síðasta húsið — en sjáið þið bara, hverju við þurfum núna að aka á burt -— heilu jámrúmi!“ Við girðingu á húsinu stóð stórt og fallegt járnrúm. „Þarna bar vel í veiði“, sagði George. „Hjálpaðu okkur Pjetur, til þess að lyfta því upp á kerruna". Síðan gengu þeir allir niður á bryggjuna með kerruna, en þar voru þeir vanir að skilja draslið eftir. „Þið hafið veitt vel í morgun“, sagði vörðurinn á bryggj- unni. „Báturinn kemur innan stundar — þið komið alveg hæfilega snemma". Piltarnii losuðu sig við ruslið, og gengu síðan niður í bæ- inn, þar sem þeir höfðu aðsetur í skátaskrifstofunni. Þeir voru vanir að mæta þar allir, að loknum störfum. Pjetur og George voru i þann veginn að halda heim, þegar lítil stúlka kom hlaupandi til þeirra. Henni var mikið niðri fyrir. „Vinnið þið fyrir skátana?“ spurði hún. „Já“, svaraði Pjetur. „Hvað er að? Getum við hjálpað þjer?“ „Mamma sagði, að þið ættuð að koma undir eins“. „Okkar er ánægjan. En hvað er að?“ „Það er mjög mikilvægt. Flýtið þið ykkur“. Telpan tók á rás niður götuna, og drengirnir áttu ekki annars úrkosta en elta hana. Tvíburar mcð tannpínu. •* íri og Gyðingur hittust eitt sinn, og hafði þá írinn orð á því við Gyðinginn, hvernig á því stæði, að Gyðingar væru svo vitrir. „Vegna þess“, sagði Gyðing- urinn, „að við borðum mikið sjersjaka fisktegund“, og hann bauðst til að selja íranum einn fisk fyrir fimm dollara. Þegar írinn hafði bragðað á fiskinum sagði hann undrandi: „Hvað, þetta er bara reykt síld“. „Siáum til“, sagði Gyðingur- inn, „þú ert bara strax byrj- aður á að verða vitur“. Rosenblom var sárþjáður og ákvað að leita til Moe Levinsky vinar síns og biðja hann ráð- leggingar. „Moe“, sagði hann, „jeg er sjúkur maður, og ætti held jeg að iejta til læknis“. „Einmitt“, en hversvegna ferðu ekki til Isacson læknis?“ „Já, en er það ekki-svo dýrt?“ „Jæja, ekki svo mjög“, ságði Moe, „hann tekur 15 dollara fyrir fyrstu heimsókn, en 3 dollara fyrir hverja heimsókn eftir það“. Næsta dag fór Rosenblom til Isacson læknis. Um leið og læknirinn opnaði dyrnar og bauð honum inn, sagði Rosen- blom: „Sælir læknir, þá er jeg kom inn aftur“. ★ — Konan rriín heldur að hún sje fullkomin. — Já, jeg hefi heyrt hana minnast á það. — Nei, er það satt? Hvenær? — Það var í sambandi við orðið lieimskingi. ★ — Á Jón Jónsson stúdent heima hjerna? — Ja, Jón Jónsson leigir hjer, en igg hjelt að hann væri næt- urvörður.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.