Morgunblaðið - 21.03.1948, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 21.03.1948, Blaðsíða 10
10 MORGUNBLAÐIir Sunnudagur 21. mars 1948 KENJA KONA I S I s 1 i +■ (C/tir Een ~s4m.ee Witli. tami -J I i 5 I RUMIÐ SEM HVARF Eftir M. MYERS 13. „En hvernig ætlið þið að koma rúminu aftur til Marlton?1' spurði Stutti. Þeir höfðu ekki hugsað út í það. „Jeg þekki mann, sem fer þangað á hverjum laugardegi með vörubíl, og hann myndi taka það fyrir ykkur ef þið borguðuð honum 2 shillinga," sagði Stutti. „Það er stórfínt,“ sagði Pjetur. „Þú ferð með rúmið í bílnum,“ sagði Georg. „Á meðan skila jeg hjólinu og næ í bátinn. Við verðum sennilega komn- ir jafnsnemma til frú Rolfe.“ Þeir kvöddu nú Stutta með virktum, og gáfu honum síð- asta aurinn sinn fyrir hjálpina. Síðan hjeldu þeir hver sína leið. Klukkan var að verða sex um kvöld, þegar vörubíllinn staðnæmdist fyrir framan húsið hennar frú Rolfe og Georg kom nokkrum mínútum síðar. Frú Rolfe hafði verið orðin vonlaus um, að sjá rúmið nokkurn tíma aftur og hún rak upp fagnaðaróp þegar hún sá drengina koma með rúmið á milli sín. „Þið hafið vissulega staðið ykkur vel,“ sagði hún þegar d.rengirnir höfðu sagt henni upp alla söguna. „Jeg veit ekki, hvemig jeg get fullþakkað ykkur þetta alt saman.“ Þegar Pjetur og Georg sáu gleðina í andliti frú Rolfe, voru þeir ásáttir um það, að deginum hefði verið vel varið — og einnig vasapeningum þeirra fyrir tvo næstu mánuði. ENDIR. 39. dagur Þessar einföldu setningar komu við hjartað í Ephraím. Hann skammaðist sín, því að það hafði þó nokkrum sinnum komið fyrir, eftir að Jenny var farin að hátta, að hann læddist upp á loft til Ruth. Hann hafði brýnt það fyrir henni að líta ekki á sig þegar aðrir væri við, svo að þær Jenny og frú Hollis grunaði ekkf neitt. Hann hafði verið.hræddur um að Ruth gæti ekki leynt því hvað hún var hrifin af honum. Aldrei fór hann svo til henn ar að hann skammaðist sín ekki fyrir það eftir á. En hann var nú í rauninni ekki að finna hana, heldur Jenny Ruth gat komið í hennar stað vegna þess hvað þær voru líkar. Það var því oft þegar hann var hjá henni að hann sagði ekki eitt einasta orð. Hann vildi ekki láta hana tala, því að málrómur hennar eyðilagði alveg ímynd- unina um það, að hún væri Jenny. Venjulega tafði hann ekki nema stutt hjá henni, en ef honum varð það á að sofna, þá gætti hann þess þó jafnan að vera kominn niður til sín áður en nokkur kæmi á fætur í húsinu. Hann gerði sjer aldrei grein fyrir því hver afleiðing þessa mundi verða. Ruth krafðist aldrei neins af honum og það var nú jafnvel verst hvað hún sýndi honum mikið trúnaðar- traust. Samt sem áður kom það fyrir að hún grjet í faðmi hans út af því að sjer þætti svo vænt um hann að hún gæti ekki neit að honum um neitt. Hann bað hana þá að hafa lágt svo að ekki heyrðist til þeirra. Og hún hætti að snökta, en tárin flóðu niður vanga hennar. Hún hafði hlakkað til þess að vera ein með honum í hús- inu á meðan hjónin væri burtu. „Það verður gaman“, hafði hún sagt við hann. „Þá látum við eins og við sjeum hjón og eigum húsið og alt sem í því er. En jeg er hrædd, Ephraim, altaf hrædd“. Hún hafði komið inn í skrifstofuna þar sem hann var að vinna og var að taka þar til. „Jeg þoli þetta ekki að vera altaf hrædd og þurfa að skammast mín“. „Þetta breytist nú bráðum“, sagði hann. „Pabba líkar betur og betur við mig með hverjum deginum sem líður Það líður bráðum að því að jeg get sagt honum frá þessu. En við þurf- um ekki að skammast okkar fyrir neitt, Ruth, þv íað við elskum hvort annað“. „Eignumst við okkar eigið hús begar við erum gift. Eph- raim?“ spurði hún. „Þú skalt fá alt sem þú óskar þjer“, sagði hann. Svo dró hann hana að sjer að kysti hana. Og þegar hún var farin fór hann að hugsa um að rjettast væri fyrir sig að giftast henni. Hann losnaði þá máske undan hinu seiðandi aðdráttarafli Jenny, og það værj honum þá styrkur að vita að hann væri heiðar- .legur maður. Eftir langa umhugsun ákvað hann að gera þetta. Hann var viss um að Isaiah mundi ekki háía neitt á móti því. Hann þóttist meira að segja viss um að föður sínum mundi þykja vænt um að hann staðfesti ráð sitt. Og hann afrjeð að tala um ( þetta við Isaiah undir eins og i hann kæmi heim. IV. Þau Isaiah fengu ófærð á leiðinni heim og það seinkaði vagninum. Um kvöldið gerði norðaustan drífu og herti frost ið. Þeim var því báðum ákaf- lega kalt þegar þau komust að lokum heim til sín. Isaiah var algjörlega stirður af kulda, því að blóðið í honum var farið að kólna svo að það gat ekki hald- ið líkamanum hlýjum. Hann gat ekki staðið svo að Ephraim náði í stól og setti gamla mann inn í hann og svo báru þeir, hann og vagnstjórinn, stólinn með manninum upp á loft. Frú Hollis hafði gert funheitt í svefnherbergi Jenny, og þang að báru þeir Isaiah og lögðu hann í rúm hennar. Þær Jenny og frú Hollis afklæddu hann og vöfðu um hann hlýjum voð- um. Svo sótti frú Hollis heitt límonaði, blandað með rommi, og helti því ofan í hann. En honum hlýnaði ekkert við það og hann heimtaði stöðugt að Jenny háttaði hjá sjer svo að hann fengi yl af henni. Og hún varð seinast að gera það. Ephraim ljet þær einar um að dútla við gamla manninn og fór niður í skrifstofuna. Þar fór hann að hugsa um það hvernig sjer hefði brugðið er hann sá Jenny aftur. Hann gat ekki um annað hugsað en hana. Það var sem eldur hefði farið um allar taugar hans er hann sá hana. Hann hafði ekki eirð í sjer til að sitja en æddi fram og aftur um gólfið og beið þess að hún kæmi ofan af loftinu. En hún kom ekki, heldur frú Hollis og hún sagði: „Jæja, honum er nú farið að hlýna, en guð má vita hvað úr þessu verður. Hann var alveg gegnfreðinn þegar hann kom. Það var sama hvar maður tók á honum, það var eins og taka á jökli. Ekki veit jeg hvemig hann verður á morgun“. „Er — er Jenny hjá honum?“ spurði Ephraim. „Já, hún er háttuð hjá hon- um og heldur honum eins og barni í faðmi sjer til þess að hlýja honum. Það er sannarlega gott fyrir gamlan mann að eiga unga konu, sem getur hlýjað honum þegar honum verður kalt“. Epraim hjelt að hann mundi verði vitlaus, er hann heyrði þetta Að hugsa sjer það, að þessi eldgamli karlskröggur, nauðsköllóttur, tannlaus, heyrn arlaus og hálf sjónlaus, skyldi vefja Jenny örmum og láta vel að henni. Hann gleymdi því að Isaiah var faðir hans. Ekkert annað fylti hug hans, en brenn- andi hatur á þessum karl- fauski. Frú Hollis hjelt áfram að tala við hann, en hann heyrði ekki hvað hún sagði og svaraði einhverju út í hött. Hún hjelt þá að hann væri hræddur um föður sinn. „Þú skalt ekki taka þjer þetta nærri“, sagði hún. ..Jenny mun hugsa um hann og blása lífinu í hann aftur. Hann verð- ur orðinn góður á morgun“. Svo kvaðst hún ætla að vera í auða herberginu um nóttina, ef ske kynni að þau þyrftu á sjer að halda. Hann fór ekki upp á loft fyr en löngu seinna.. En þegar hann gekk fram hjá svefnherbergisdyrum Jenny heyrði hann að Isaiah var að hósta og Jenny að tala blíðlega við hann til þess að gera hann rólegan. V. Isaiah hafði ekki náð sjer um morguninn. Hann vildi þó ólm- ur fara á fætur og þeir Ephra- im hittust við morgunverð. Jenny var þreytuleg og það var auðsjeð að hún hafði ekki sof- ið mikið. Ephraim stakk upp á því að sækja lækni, en Isaiah hrevtti úr sjer að hann skyldi ekki nefna slíka vitleysu. Að loknum morgunverði fór hann svo með Ephraim inn í skrif- stofuna til þess að láta hann gera grein fyrir öllu sem hann hafði gert á meðan Isaiah var að heiman. Þarna sátu þeir lengi og Isaiah var óvenju illur í skapi. Hann álasaði syn sínum fyrir alt og hreytti í hapn ónot- um með hárri og skrækri rödd. En það var meira af viljamæfti en líkamsorku að hann hjelt sjer uppi. Hvað eftir annað fjekk hann kölduflog og hósta svo að hann ætlaði varla að ná andanum, svo að hann greip höndum um brjóstið og engdist sundur og saman. Um kvöldið var hann rauður í framan og frú Hollis fullyrti að hann mundi vera með hita. En hann vildi ekki heyra það og sat fram að háttatíma. Þá urðu þær Jenny og frú Hollis að styðja hann í fjelagi upp stigann og hjálpa honum í rúmið. Ekki vildi hann þó heyra það nefnt að læknir væri sóttur. En um morguninn var farinn úr honum mesta þrjóskan og þá stakk hann sjálfur upp á því að Mason læknir væri sóttur. John Mason var bæði læknir og lyfsali og hann bjó hjá föð- ur sínum, sjera William Mason í High Street. Þegar kólerufar- aldurinn gekk fyrir tveimur ár um hafði hann verið sendur til New York til þess að kynna sjer hvernig hægt væri að verj- ast kóleru og hvernig fara ætti með sjúklinga. Hann kom nú og skoðaði gamla manninn og var alvar- legur á svip. Hann ráðlagði New England Pectoral Sýróp og hóstatöflur við hóstanum og Hall and Holdens Improved Compound Syrup of Sarsa- parilla til þess að hressa hann. En þegar Isaiah neitaði alger- lega að taka það inn, breytti hann um og ráðlagði Swaims Panacea. Hann stundaði sjúkl- inginn með mestu nákvæmni, kom til hans tvisvar og þrisvar á dag, settj sinnepsplástur á brjóstið á honum og sá um að rúmið hans væri upphitað. En þrátt fyrir alla umhyggju hans og nærgætni versnaði Isaiah stöðugt. Hann var með óráð og þekti ekki einu sinni Jenny. En ef hún ætlaði að víkja frá honum ætlaði hann samt vitlaus að verða, og hún varð altaf að halda í hendina á honum. Frú Hollis var nú þarna nótt og dag, og þegar gestir kornu til að spyrja um líðan Isaiah, urðu þau Ephraim jafn- an f.yrir svörum, því að Jenny Tveir menn sátu að drykkju í veitingahúsi einu. — Heyrðu, kunningi, sagði annar þeirra eftir að þeir höfðu fengið sjer nokkra snapsa,, jeg ætla að kaupa þetta hótel. — Gerðu það ekki alveg strax, vinur, sagði hinn, þegar jeg verð búinn að fá mjer nokkra í viðbót, skal jeg selja þjer það. ★ Nokkur „gullkorn“ úr skóla- stílum: — Robinson Caruso var mik- ill söngvari, sem átti heima í lítilli eyju. — Chopin var keisari í Japan. — Eiginmaður Katrínar miklu var hengdur af vernd- urum sínum. — Þá gerðust Englendingar mótmælendatrúar, en Frakkar hjeldu áfram að trúa á Guð og hjeldu fast við sína kaþólsku trú. ★ — Hvernig hefir maðurinn þinn það? — Maðurinn minn, það veit jeg ekki. Þegar jeg er heima, er hann einhverssaðar annars- staðar, en þegar hann kemur heim, fer jeg út. ★ S.annur vinur er sá, sem þekk ir mann mjög vel, og geðjast að manni jafnt fyrir það. ★ Kennarinn: — Hvaða dýr er hændast að manninum? Nemandinn: — Konan. ★ — Hvenær er dóttir þín að hugsa um að gifta sig? — Altaf. ★ Kennarinn: — Hvar er Al- aska? Nemandinn: — Alaska er ekki í Kanada. ★ — Hvað get jeg gert til þess að fá manninn minn til þess að vera heima á kvöldin? — Fara út sjálf. 'í’to. t. 1 SKIpAUTUtfíÐ RIKISINS M,s. „SVERRIR" til Arnarstapa, Sands, Ólafs- víkur, Grundarfjarðar, Stykk- ishólms og Flateyjar. M.s. u S T R A U M E Y,r tekur vörur á allar hafnir milli Ingólfsfjarðar og Skagastrand- ar. M.s. „HELGI" ! Til Vestmannaeyja.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.