Morgunblaðið - 21.03.1948, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 21.03.1948, Blaðsíða 12
VEÐURÚTLITIÐ: Faxaflói: MINNKANDI sudvestan kaldi' fyrst, gerigui- í suðvestan átt undir kvöldi'ð. REYKJAVIKURBRJEFIÐ er á bls. 7. 74. tbl. Sunnudaaur 21. mars 1948. Eidurinn kom upp í |iurkhiisinu RANNSOKN brunans. í neta gerðinni Höfðavík, hófst í gær. Nokkrir starfsmenn gáfu rann sóknarlögreglunni skýrslu. í gær hafði ekki verið tek- ið saman tjón það er varð á Vörum netagerðarinnar og öðru. En eins og skýrt var frá í frjettum blaðsins í gær, þá brunnu til ösku milli 60 og 70 herninætur, að verðmæti 3—- 3V2 milj. kr. Ljóst er af framburði starfs- manna netagerðarinnar, sem rannsóknarlögreglan yfirheyrði í gær, að eldsupptök hafa ver- ið i herpinóta þurkhúsinu. Eld- urinn hafði læst sig um síldar- næturnar og var mjög magn- aður svo að segja á svipstundu. í nótaþurkhúsinu var raf- magnsblásari, scm dældi heitu lofti á næturnar, til þess að þurka þær. Hann mun hafa verið ræstur um klst. áður en eldurinn kom upp. Þá klst. er leið frá því að rafmagnsblás- arinn vár settur af stað og þar til eldurinn kom upp, er ekki vitað til að neinar mannaferðir hafi verið um þurkhúsið. Inn- rjettingar þess voru allar úr timbri. Þegar eldsins var vart, fóru tveir menn þegar niður í neta litunarklefann, sem er í næsta herbergi við þurkhúsið. Þegar mennirnir komu þangað heyrðu þeir snarkið í eldinum í þurk húsinu, en litunarklefinn var þá að fyllast af reyk. Að undanförnu hafa 20 karl- ar og þrjár konúr unnið í netagerðinni. Fjsll inn um búðarglugga 114 þátttakendur í iiiðeiiiótl islands iHTT HUNDRAÐ OG FJÓRTÁN þátttakendur veröa á Ikíðamóti Lslands, sem fer fram á Akureyri um páskana. ýlestir eru frá Akureyri, eða 36. Frá Reykjavík eru 30, 15 rá Siglufirði, 11 frá fsafirði, 11 úr Suður-Þingeyjarsýslu, 9 ;rá Ólafsfirði og 2 úr Strandasýslu. Eru meðal keppendanna destii bestu skíðamenn landsins. ItamkvæmdiráMela velllnum Irefjasl EINS og skýrt hefur verið frá hjer í blaðinu, hefur stjórn í- þróttavallarins sent bæjarráði skýrslu um þær framkvæmdir, sem nauðsynlega þarf að hefja nú í vor á íþróttavellinum á Melunum. Stjórn íþróttavallarins lagði áherslu á, að bæta mjög að- stöðu íþróttamanna í búnings- klefunum, m.a. meo fjölgun steypibaða og kerlauga. — Enn- fremur að byggðir yrðu snyrti- klefar fyrir gesti vallarins, kon- ur og karla. Og að búa betur um aðgöngumiðasöluna. Bæjarráð fjellaði um þetta mál á fundi sínum s.l. föstudag og var samþykkt að fram- kvæmdir skyldu hafnar. Fjölgun ferða að Kleppi YFIRLÆKNIRINN á Kleppi, hefur farið þess a leit við bæjar- ráð, að ferðum strætisvagnanna að Kleppi verði breytt. Frá því í vetur hafa vagn- arnir farið heim að spítalanum á klst. fresti. Telur læknirinn nauðsyn bera tii, að vagnarnir fari að spítalanum á hálf tíma fresti. Mál þetta var tekið fyrir á fundi bæjarráðs s.l. föstudag og var samþykkt að vísa því til umsagnar forstjóra strætisvagn anna. í FYRRAKVÖLD bar það við í Austurstræti, að piltur, sem þar var á gangi rann til á götunni og fjell inn um glugga Bókverslunar ísa- íoldar. Hann skarst talsvert á fæti og sjest hjer á myndinni er hann er að binda um sár á fæti sínum. Ferðafóik lendir í hrakn ingum á Hval- fjarðarströnd :i gi'la að Fen NlU MANNS urðu að láta fyrirberast í bílum á Hvalfjarðar- strönd í fyrrinótt. I þessum hópi vcru konur og eins árs gamalt barn. Fólkið var á leið til Reykjavíkur og tókst því ekki að komast hingað í gær. Versnandi veður. Veður var þá mjög tekið að spillast og bentu staðarmenn bílstjóranum á, að ekki væri vænlegt að leggja út í slíka ó- vissu, með fullr.n bíl af farþeg- um. Að því e” sagt er, böfðu bílstjórinn og farbegarnir þetta að engu og sögðust vilja kom- ast til Reykjavík.ur, án frekari tafa. Stórhríð. Segir svo ekki af ferðum þeirra, fyrr en komið er undir Múlafjall. Þá varð ekki lengra komist. Nokkru síðar bar þar að vörubíi og voru í honum tveir menn. Var nú reynt að moka bilunum leiðina, en þá festust báðir. Varð fólkið því að láta fyrirberast í þeim um nótt- ina, því úti var stórhríð. Líðan þess mun hafa verið mjög slæm. Hjáip send. Snemma í gærmorgun komu tveir menn heim að Þyrli og báðu um hjálp. Slysavarnar- fjelaginu. var tilkynnt um, hversu komið væri fyrir fólk- inu. Sendi það vjelbát með mat og cUykI: upp í Iivarfjörð og gekk feríiin vel. Var fólkið búið að fá matinn um kl. 5 í gær. Bíll kemst upp eftir. Ekki fór fólkið með bátn- um til Reykjavíkur. Stórum bíl tókst að brjótast í gegn, en sú ferð sóttist mjög seint. Um kl. 7 í gærkvöldi kom ferðafólkði að norðan að Hálsi í Kjós. Þar mun það hafa gist i.nótt er leið. máiiudap- og þriðjudagskvöld UMRÆÐUM um fjárlaga- frumvarpið lauk í gær að öðru ieyti en því að eldhús- umræðum er ólokið. Fara þær fram n. k. mánudags cg þriðjudagskvöld. — f lok út- varpsumræðnanna fer fram atkvæðagreiðsia um fjárlaga- frumvarpið í heild. Ef veður ekki hamlar hefst mótið laugardaginn 27. mars með keppni í bruni karla og ivenna kl. 11 f. h. Kl. 1 verð- ur keppni í svigi kvenna og C-flokki karla og kl. 4 hjeraða keppni í svigi. Á páskadag verður hlýtt á messu fyrir hádegi en síðdegis verður keppt í stökki og svigi karla í A- og B-flokki. Annan páskadag fer* fram keppni í skíðagöngu. Flestir keppendur í bruni. í bruni karla verða kepp- andur alls um 100, en 70 í sviði. Eru þar mættir til leiks allir bestu svigmenn landsins, eins og t. d. Akureyringarnir Magnús Brynjólfsson, Björg- vin Júníusson, núverandi svig- meistari, Guðmundur Guð- mundsson, Júlíus Magnússon og Eggert Steinsen, Siglfirð- ingarnir Haraldur Pálsson, Ás- grímur Stefánsson og Jónas Ás geirsson, Reykvíkingarnir Þór- ir Jónsson, Ásgeir Eyjólfsson, Gísli Kristjánsson og Hafsteinn Þorgeirsson og Haraldur Svein björnsson frá Isafirði . 40 keppendur í stökki. í stökki verða keppendur alls um 40. Þekktastir þeirra eru Siglfirðingarnir Jónas Ás- (jeirsson, Steinn Símonarson, Haraldur Pálsson og Ásgrímur Stefánsson. Frá Akureyri eru m. a. Sigurður Þórðarson og Guðmundur Guðmundsson. — Þar er og skíðakappi Vest- fjarða Arnór Stígsson og Gunn laugur Magnússon og Stefán Ólafsson frá Ólafsfirði. í göngu eru 30 keppendur. Keppendur í göngu verða 30. Aðalkeppnin þar verður sennilega á milli íslandsmeist- arans Jóhanns Jóhannssonar frá íþróttasambandi Stranda- sýslu og Haraldur Pálssonar frá Siglufirði. Meðal annarra keppenda má nefna ísfirðing- inn Arnór Stígsson, Stein Sím- onarson frá Siglufirði, Reyk- víkingana Helga Óskarsson og Gísla Kristjánsson og Þingey- ingana Reyni Tómasson og Tryggva Tómasson. Kvennakeppni Keppni kvenna fer fram í svigi og bruni Meðal þátttak- enda nú er Aðalheiður Rögn- valdsdóttir frá Siglufirði, sem er íslandsmeistari í báðum þess um greinum, Alfa Sigurjóns- dóttir, Siglufirði, Akureyrar- stúlkurnar Björg Finnbogadótt ir og Helga Júníusdóttir og Jónína Niljóníusardóttir og Sig rún Eyjólfsdóttir frá Reykja- vík. Lítill snjói’. Snjór er nú lítill á Akureyri sem stendur og færi hart. Skíða mótið mun fara fram í Snæ- hólum. amkofflulag um búnaðarmálasjéð FRUMVARP um breytingu á lögunum um búnaðarmáalsjóð var afgreitt sem ’ög frá Alþingi s.l. íimmtudag. Samkvæmt þeim lögum skipt- ast tekjur sjóðsins að jöfnu milli stjettarsambands bænda annarsvegar og búnaðarsam- bandanna hinsvegar. Er þar með ráðið til lykta margumræddu deilumáli, Þorsteinn, sýslumaður, þing- maður Dalamanna, var fyrsti flutningsmaður þessa frum- varps og framsögumaður land- búnaðarnefndar Efri deildar í málinu. í Neðri deild hafi Jón á Reyni stað framsögu fyrir meirihluta lanbúnaðarnefndar. Minningarráð Á FUNDI bæjarstjórnar Hafn arfjarðar, sem haldinn var fyr ir skömmu var kosið Menning arráð Hafnarfjarðar, sam- kvæmt tilmælum frá Fjelagi íslenskra sveitafjelaga. I ráðið voru kjörnir þessir menn: Benedikt Tómasson skólastj. Páll Daníelsson framkvæmdá- stjóri, Guðjón Guðjónsson skólastjóri ,frú Ingibjörg Guð mundsdóttir og frú Jakobína Matthiesen. Aukaskafflffllur a! kaffi í GÆR ákváðu skömmtunar- yfirvöldin, að veittur skyldi aukaskammtur af kaffi. Skömmtunarreitur nr. 2 hef ur verið gefið gildi sem inn- kaupaheimild fyrir einunx kaffipakka. Skömmtunarreitinum vag gefið gildi í gær. Fundur Ameríkuríkj- anna Washington í gærkveld.i TRUMAN forseti skipaði í dag 10 manna sendinefnd, und- ir forustu Marshall, utanríkis- ráðherra, til þess að sitja fund allra Ameríku-ríkjanna, sem haldinn verður í Bogota, Colum- bía, og hefst 30. mars n. k. •—Reuter.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.