Morgunblaðið - 21.03.1948, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 21.03.1948, Blaðsíða 6
6 MORGUNBLAÐIÐ Sunnudagur 21. mars 1948 Útg.: H.f. Árvakur, Reykjavík. • .Framkv.stj,: Sigfús Jónssom . Ritstjóri: Valtýr Stefánsson (ábyrgðarm.). Frjettaritstjóri: ívar Guðmundsson. Auglýsingar: Árni Garðar Kristinsson. Ritstjórn, auglýsingar og afgreiðsla: Austurstræti 8. — Sími 1600. Áslcriftargjald kr. 10,00 á mánuði, innanlands, kr. 12,00 utanlands. í lausasölu 50 aura eintakið. 75 aura með Lesbók. Á-'í Fjárlagaafgreiðslan ÞRIÐJU umræðu fjárlaganna er lokið að öðru ieyti en þv' að útvarspumræður eru eftir um frumvarpið og loka at- kvæðagreiðsla. Atkvæðagreiðsla um breytingartillögur fjár- veitinganefndar, ráðherra og einstakra þingmanna hefui farið fram. Enda þótt ekki liggi ennþá fyrir yfirlit um niðurstöðutölui þessa fjárlagafrumvarps eftir lokameðferð þess á Alþing; eru þær þó nokkurn veginn ljósar. Tekjur á rekstraryfirliti eru áætlaðar rúmlega 221 millj kr. og svipuð upphæð til útgjalda. Verða fjárlögin þannig afgreidd tekjuhallalaus. Á sjóðsyfirliti verða innborganir hinsvegar rúmlega 223 millj. kr., en útborganir um það bil 248 millj. kr. Greiðslu halli er þannig áætlaður um 25 millj. kr. Það, sem skapað hefur mesta örðugleika við setningu f jár- iaga fyrir þetta ár eru hinar háu upphæðir, sem nauðsyn bar til að ætla á þeim til beinna og óbeinna dýrtíðarráðstaf- ana. Fjárveitingar til þeirra nema samtals 55 millj. kr., 35 millj. kr. til niðurgreiðslna á verðlagi innanlands og 20 millj. kr. til þess að fullnægja lagaákvæðum um ábyrgð ríkissjóðs á útfluttum fiski og kjöti. Þessar háu upphæðir til dýrtíðarráðstafana eru þyngsti bagginn á ríkissjóði á þessum fjáiiögum. Er ekki hægt að sniðganga þá staðreynd að raunverulega er dýrtíðin í land- inu gjörsamlega að sliga gjaldgetu ríkissjóðs. Það er áreiðanlega rjett, sem fjármálaráðherra, Jóhann Þ. Jósefsson, hefur þrásinnis bent á við umræðurnar um fjárlagafrumvarpið á Alþingi, að með hinum háu útgjöldum þess er teflt á mjög tæft vað í fjármálum ríkisins. En hvers vegna eru þá útgjöldin ekki skorin niður, kann margur að spyrja? 1 því sambandi má benda á það, sem fjármálaráðherra einnig hefur tekið fram, að mjög verulegur hluti fjárlaga- útgjaldanna er bundinn með sjerstökum lögum. Slík útgjöld er þess vegna ekki hægt að fella niður nema með því að breyta viðkomandi lögum. Af þessum orsökum er verulegur niðurskurður útgjalda ómögulegur í einu vetfangi. Að því hlýtur hinsvegar að verða stefnt að losa ríkissjóð við ýmsar þær byrðar, sem á hann hafa verið lagðar með iögum. Það er óhjákvæmileg nauðsyn. ★ Ríkisstjómin hefur í þessum f járlögum heimild til þess að iækka þær greiðslur þeirra, sem ekki eru lögbundnar, um allt að 35 af hundraði. Að sjálfsögðu verður sú heimild ekki notuð nema að brýna nauðsyn beri til. En það var óhjá- kvæmilegt fyrir ríkisstjómina að fá slíka heimild. Svo mikil óvissa ríkir nú í efnahagsmálurrt landsins og fjármála- og viðskiptalífi heimsins yfirleitt. Á það má einnig benda, að hin róttæka takmörkun inn- flutningsins til landsins hlýtur að draga mjög úr tollatekj- um ríkissjóðs. Það, sem af er árinu hefur afkoma atvinnu- veganna heldur engan veginn verið góð, enda þótt vetrar- síldveiðin hafi gefið nokkurn arð. — Vetrarvertíðin hefur brugðist að verulegu leyti i flestum verstöðvum landsins vegna óvenjulegra ógæfta. Hlýtur það einnig að hafa mikil áhrif á fjárhagsafkomu ríkissjóðs. ★ Á þessu stigi málsins er þess vegna ekki ástæða til mikillar bjartsýni á afkomu ríkisins á árinu, enda þótt vel megi svo fara að hún verði sæmileg. En sú ályktun, sem óhjákvæmilega verður að draga af afgreiðslu fjárlagafrumvarpsins fyrir þetta ár, er sú, að engar líkur eru til að gjaldþol ríkisins geti framvegis borið hin háu útgjöld til dýrtíðarráðstafana. 1 þeim málum verður að fara aðrar og beinari leiðir í framtíðinni, en að borga 55 millj. kr. úr ríkissjóði til uppbóta á aðalframleiðsluvörur þjóðarinnar og niðurgreiðslna á verðlaginu innanlands. — Þeim bagga verður að verulegu leyti að ljetta af ríkinu, ef unnt á að vera að forða því frá fjárþroti. rt vlJÍ. „ FINU Óvenju rætin lyga- saga. ÓVENJULEGA RÆTIN lyga saga hefir verið í umferð í bænum undanfarna daga. Sag- an er á þá leið, að Sigmundur Karlsson bifreiðarstjóri, sem fann flakið af Anson-flugvjel- inni, sem fórst í Skálafelli, hafi komið óheiðarlega fram í sam- bandi við fund vjelarinnar. Hann á að hafa stolið fjemæti, áður en hann tilkynti fund sinn, segir lygasagan. Það er vitanlega enginn fót- ur fyrir þessari rætnu lyga- sögu. Sveinn Sæmundsson yfir lögregluþjónn sagði mjer í gær morgun, að ekkert hefði verið hreyft hjá flugvjelaflakinu er menn komu þar að og alt fund- ist, sem þar átti að vera, pen- ingar, úr og annað, sem menn- irnir í flugvjelinni voru með. • Andstyggi'leg iðja. ÞAÐ ER EKKI HÆGT að fordæma með nógu sterkum orðum þá menn, sem búa til lygasögur eins og þessa og hin- ir eru einnig sakir, sem breiða bær út. Þetta er andstyggileg iðja Ef rjett væri ætti að hefja rannsókn í þessu máli og hafa upp á þeim manni, sem kom söguni á kreik og láta hann sæta ábyrgð fyrir lygar sínar. Það kemur oft fyrir, að slúð- ursögur komast á kreik manna á milli ,en þessi lygasaga er með þeim rætnustu og ógeðsleg ustu, sem heyrst hefir um ’engi. Pörupiltar. UNDANFARNA DAGA hafa borist nokkur brjef um fram- ferði pörupilta hjer í bænum. Munu þessi brjef standa í sam- bandi við blaðaskrif um ljótt framferði unglinga, sem lýst var í blaði hjer á dögunum. Það mætti æra óstöðugan, að hafa alt það eftir, sem sagt er um óknyttastráka, en hitt er rjett, að í skemtistöðum, eink- um kvikmyndahúsunum eru skrílslæti stráka oft óþolandi. I einu brjefinu er sagt frá strák um, sem Ijeku það, að hrista upp í gosdrykkjaflöskum þar til kolsýruþrýstingur myndað- ist og sprauta síðan innihaldinu á kvikmyndahúsgesti. Fallegur leikur það, eða hitt þó heldur! Það er hverju orði sannara, að skrílslæti unglinga eru næsta óþolandi, en oft eru þessi grey espuð upp með því, að full orðna fólkið hlær að þeim og þykir gaman að óknyttunum. Verkefni fyrir barna- verndarnefndina. EINS OG ER tel jeg ekki lík- legt, að blaðaskrif hafi mikil áhrif á að bæta framkomu pörupilta. En hinsvegar er hjer ærið verkefni fyrir barnavernd arnefndina, kennara og for- eldra. Fulltrúar úr barnaverndar- nefndinni ættu að koma í skemtistaði bæjarins, sem sótt- ir eru af unglingum og horfa á framferði þeirra. Kynna sjer hverjir það eru, sem forystuna hafa og reyna að hafa áhrif til hins betra með samtölum og fortölum. Það er til lítillra bóta að skamma ærslabelgina, eða fara að þeim eins og þetta sjeu glæpamenn með því að senda þá í sveit, eða á hæli fyrir vandræðabörn. Það getur verið og er oftast ágæt mannsefni í þessum strákum, ef þeir fá rjett uppeldi og rjett er farið að þeim. Ekki hrifinn af veitíngahúsunum. FYRIR NOKKRUM dögum var að því vikið, að spor væri stigið í rjetta átt með stofnun nokkurra nýrra veitingahúsa hjer í bænum, þar sem hrein- lætis væri gætt og annar að- búnaður í lagi. Við þetta vill Friðsteinn Jóns son gera þá athugasemd, að enn sje svo ástatt í flestum veitinga húsum í bænum, að þar sjeu ekki til samstæð bollapör leng- ur, bað vanti almennustu hrein lætistæki og jafnvel glös, hnífapör og annað, sem siðaðir menn nota er þeir matast. Inn- flutningsleyfi hafi ekki feng- ist fyrir þessum nauðsynlegu áhöldum um langan tíma. Þá víkur brjefritari að „sjopp unum“, sem hann rjettilega tel ur vera til mikils álitshnekkis fyr,ir þær veitingastofur, sem reyna eftir megni að búa sæmi lega að viðskiftavinum sínum. I MEÐAL ANNARA ORÐA —>—Eftir G. J. Á. J—«*—>"—■—»•—»>—.—•»—>.—»—■«—»,'—»•—■»- I I -4» Ræða Trumsni var opinská og einarðleg Landamæri lýðræðisins liggja við rússneska járntjaldið. ÞEGAR Truman forseti, flutti ræðu sína síðaslliðinn miðviku- dag, þóttust menn vita, að hann mundi taka opinbera afstöðu til atburðanna, sem orðið hafa í Evrópu allt frá því að styrjöld- inni í álfunni lauk fyrir tæpum þremur árum síðan. Enginn ef- aðist heldur um það, að hann mundi aðallega beina orðum sín um til rússnesku stjórnarherr- anna, höíuðpauranna í þeim stjórnmálaátökum, sem átt hafa sjer stað fyrst og fremst í lönd- unum austan járntjaldsins, en þó einnig að nokkru leyti í Vestur-Evrópu, þar sem lýð- ræðið þó enn heldur velli. STRIÐSYFIRLYSING. ALLFLESTIR munu hafa gert sjer ljóst, að ræða forset- ans yrði ákveðin og opinská. Svo til enginn mun þó hafa búist við því, að orð Trumans yrðu jafn óvjefengjanleg yfir- lýsing og raun varð á um and- stöðu Bandaríkjanna við stefnu Rússa. Ræðan var í sjálfu sjer stríðsyfirlýsing á hendur út- þenslustefnu Rússa í Evrópu. Megininnihald ræðu forset- ans má setja fram í fjórum orðum: Hingað og ekki lengra. Hann fór ekki dult með skoð- anir sínar, sem raunar eru skoð- anir allra sanma lýðræðisþjóða. Um einræðisstefnuna sagði Tru- man meðal annars: MISKIJNARLEYSI EINRÆÐISINS. ÞAÐ er miskunnarleysi ein- ræðisins og augljós viðleitni til þess að koma því á með þeim þjóðum Evrópu, sem enn eru frjálsar, er hefui orsakað hið alvarlega ástar.d, sem ríkir í álfunni nú í dag.. Um Rússland og friðinn sagði forsetinn: ... En ástandið í heiminum í dag er ekki fyrst og fremst árangurinn af þeim erfiðleik- um, sem ætíð fylgja í kjölfar mikilla stvrjalda. Það á fyrst og fremst rætur sínar að rekja til þess, að ein þjóð hefur ekki einungis neitað að taka þátt í því að ganga frá varanlegum og rjettlátum friði, heldur hef- ur hún vísvitandi reynt að koma í veg fyrir, að slíkur frið- ur kæmist á. MISNOTKUN NEIT- UNARVALDSINS Um Sameinuðu þjóðirnar: EIN þjóð heíur hindrað störf ^ S Þ. með sífelldri misnotkun j neitunarvaldsins Þessi þjóð hef ' ur notað neitunarvald sitt til þess að fella tuttugu og eina tillögu á rúmlega tveimur árum. Endurreisn Evrópu: Rússlandi og þjóðum þeim, sem Rússar hafa umráð yfir, var boðin þátttaka í áætluninni um endurreisn Evrópu. (En) á- ætlunin er þrándur í göíu þeirra til þess að undiroka þær þjóð- ir Evrópu, sem enn eru frjáls- ar. Rússar vilja ekbi að Banda- ríkin hjálpi Evrópu. — Þeir vilja ekki einu sinni að þjóðirnar sextán fái tæki- færi til þess að hjálpa sjer sjálf- ar. • • STAÐREYNDIR. í RÆÐU Trumans forseta, var þannig ekkert dregið und- an. Hann setti fram skoðun sína og Bandaríkjamanna skýrum orðum. Hann dró fram í dags- ljósið þær staðreyndir, sem jafn vel forhertustu Rússavinir treysta sjer ekki til að neita. J Hann fór á engan hátt dult með afstöðu Bandaríkjanna. Hann undirstrikaði þá ógæfu einræðis I herranna, að þeir fá með engu , móti skilið jafnvel einföldustu j grundvallaratriði lýðræðishug- sjónarinnar. Hann sagði út- j þenslustefnu Stalins stríð á hendur. AHRIFIN. HVAÐA áhrif getur þá þessi ræða Trumans Bandaríkjafor- seta haft? Frjett sú, sem Morgunblaðið birti í gær um hinar fyrirhug- uðu rússnesk-finnsku samninga viðræður, ætti að varpa nokkru ljósi á málið. Augljóst er, segja stjórnmálaritararnir í Helsing- fors, að ræðan hefur stappað stálinu í Finna Svo kann að fara, að finnska þingið reynist tregt til að samþykkja banda- lagssamning þsnn, sem Rússar hafa heimtað að Finnland geri við sig. • • LANDAMÆRI LÝDRÆÐISINS. FINNSKA þjóðin finnur það Framh. á bls. 8

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.