Morgunblaðið - 21.03.1948, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 21.03.1948, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ Sunnudagur 21. mars 1948 IjérlagaframyarpÍS ATKVÆÐAGREIÐSL.A um ibreytingartillögur við frjárlaga ifrumvarpið við þriðju umræðu fór fram í gær, en endanlegri atkvæðagreiðslu um frumvarp- ið sjálft verður frestað þar til eftir eldhúsumræður. Þótt þetta sjeu þau hæstu fjár lög sem Alþingi hefur nokkurn tíma samþykkt, þá ber að leggja áherslu á að þau voru afgreidd tekjuhallalaus. Lágu þó fyrir bæöi við aðra og þriðju umræðu fjölmargar hækkunartillögur frá einstökum þir.gmönnum og frá kommúnist um einum upp á 18 milj. kr. En fulltrúar stjórnarflokkanna voru samtaka um að bera á- byrgð á fjárlögunum og feldu allar yfirboðstiHögur kommún- ista og flestar tillögur einstakra Fjelag bifreiðasmiða hefir yfirbyggt 1035 bíia á 20 árum 10 ára afmali fjeiagsins FJELAG bifreiðasmiða minntist tíu ára afmælis síns með hófi að Hótel Ritz í gærkvöldi. 1 tilefni afmælisins átti fje- iagið stutt viðtal við frjettamenn og skýrði þeim í aðalatrið- ' um frá starfsemi bifreiðasmiða, þau ár, sem sú iðn hefur einna helst vcrið stunduð hjer á landi. Kemur í ljós, að þótt ' fjelagið sje ckki mannmargt — í því eru nú alls 34 fjelagar j— hafa bifreiðasmiðir afkastað óhemju miklu bæði við smíði og viðgerðir bifreiða. þingmanna Eins og við var að búast greiddu kommúnistar óskiptir atkvæði með ö!lum hækkunar- tillögum bæði frá sjer og öðr- um. Þingmannatillögur samþykktar. Hjer skal getið um þær breyt ingartillögur frá cinstökum þing mönnum, sem samþykktar voru: Tillaga frá Gunnari Thorodd sen um að greiða Pjetri Á. Jóns- syni, ópersöngvara, 3600 kr. ár- leg listamannalaun. Tillaga frá Jdrundi Brynjólfs syni, Þorsteini Þorsteinssyni, Sigurði Guðnasyni og Steingr. Steinþórssyni að greiða 10 þús. kr. til útgáfustarfsemi rímna- fjelagsins. Tillaga frá Gylfa Þ. Gísla- syni, Gunnari Thoroddsen, Jör- undi Brynjólfssyni, Einari Ol- geirssyni og Guðm. í. Guð- mundssyni, um að greiða Gunn laugi Blöndal og Gunnlaugi Scheving, listmálurum 15 þús. kr. byggingarstyrk hvorum. Tillaga frá Sigurði Bjarna- syni og Hannibal Valdimars- • syni um að greiða Tryggingar- sjóði sjómanna í Bolungavík 12.577.09 kr. Tillaga frá Sigurði Bjarnasyni • og Hannibal Valdimarssyni um að greiða Jóni Magdal, bónda í Engidal í Skutulsfirði, 12 þús. • kr. skaðabætur vegna atvinnu- tjóns af völdum 12 ára sóttkvíar. Tillaga frá menntamálaráð- herra að kaupa íbúð handa , rektor Menntaskólans í Reykja- vík. Tillaga frá atvinnumálaráð- herra ufn að ábyrgjast Siglu- fjarðarkaupstað allt að 2 millj. kr. vegr.a Fijótavirkjunarinnar. Tiilaga frá landbúnaðarráð- herra um að kaupa jarðirnar Gesthús og Bakkakot á Álfta- , nesi handa jarðakaupasjóði, ef samkomulag næst um greiðslu- skilmála, enda greiði sjóðurinn andvirði jarðanna . Loks var tillaga fjármálaráð- herra, er sagt var frá í blaðinu í gær, um hækkun á tekjuáætl- uninni, um 5 millj. kr., sam- þykkt og sömuleiðis tillaga frá sama ráðherra um að fjölgun starfsmanna ríkis- og ríkisstofn ana skuli vera háð samþykki fjármálaráðherra, þar til sett verða lög um ráðstafanir til að draga úr kostnaði við opinberan ■ rekstur. ★ í fjárveitingarnefnd þingsins voru aí hálfu Sjálfstæðisflokks- ins: Gísli Jónsson (form.), Pjet ur Ottesen, Ingólfur Jónsson og Sigurður Kristjánsson, af hálfu Alþýðuflokksins: Sigurjón Á. Olafsson, og af hálfu Fram- séknarflokksins: Helgi Jónasson ■og Halldór Ásgrímsson. Stofnaö 1938 Fjelag bifreiðasmiða var stofn að 7. mars 1938. Voru stofnend- ur 22, en fyrstu stjórn fjelags- ins skipuðu þeir Tryggvi Árna- son, sem var formaður, Þórir Kristinsson, ritari, og Guðjón Guðmundsson, gjaldkeri. Síðan fjelagið tók til starfa hafa 12 nýir menn tekið próf, en 12 til viðbótar eru nú starfandi lær- lingar. Auk lærlinganna og fje- lagsbundinna manna, starfa nú alls 55 hjálparmenn á bifreiða- verkstæðum. 1035 bílar Núverandi formaður bifreiða- smiðafjelagsins, Gísli Jónsson, skýrði frá því í gær, að eftir því, sem næst yrði komist, hefðu bifreiðasmiðir byggt yfir 1035 bíla frá því 1927. Er hjer um að ræða byggingar á allt frá tveggja manna vörubílshúsum til 60 manna strætisvagna. Auk þess hafa auðvitað verið fram- kvæmdar geysimargar og um- fangsmiklar viðgerðir og breyt- ingar á bílum á þessu sama tímabili. Gerir fjelagið ráð fyr- ir, að sú vinna nemi um helm- ingi afkasta bifreiðasmiða. Traust smíöi í sambandi við afmæli bif- reiðasmiðanna, sagði Egill Vil- hjálmsson, stórkaupmaður, frá því í gær, að enginn vafi sje á því, að yfirbyggingar, smíðaðar á bifreiðar innanlands, stand- ist algerlega samkeppni við erlenda smíði. Telur Egill inn- lendar yfirbyggingar sjerlega traustar og öruggar, enda hafi það vart átt sjer stað, að slys hafi orðið á mönnum, sökum þess að innlenda framleiðslan hafi bilað. Þess sjeu jafnvel dæmi, að stórir Jangferðabílar hafi farið margar veltur, án þess að yfirbyggingin hafi gefiö sig. Núverandi stjórn bifreiða- smiðafjelagsins skipa þeir Gísli Jónsson, Tryggvi Pjetursson, sem er ritari, og Guðjón Einars- son, gjaldkeri. Nýff úfflufningsmef Brela London í gærkvöldi. FRÁ því stríðinu lauk, hefur út flutningur Breta aldrei verið meiri en í febrúarmánuði. Voru að meðaltali á hverjum starfs- degi fluttar út vörur fyrir um sjö milljónir sterlingspunda. Kolaútflutningur hefur aukist til muna undanfarna mánuði, en breski bifreiðaútflutningurinn hefur aldrei verið meiri en í febrúar. Voru þá fluttir út 14, 704 bílar. — Reuter. Guðm. Apsisson vann í I ,-SSokk í landsflokkaglím- unni LANDSFLOKKSGLÍMAN fór fram í íþróttahúsinu við Há- logaland á föstudagskvöld. — Guðmundur Ágústsson bar sig- ur úr býtum í I.-flokki, Steinn Guðmundsson í Il.flokki, Sigurð ur Hallbjörnsson í Ill.-flokki og Ármann Lárusson í drengjafl. Úrslit urðu a.nnars þessi: I. flokkur: — 1. Guðm. Ágústs- son, Á, 6 v., 2. Gunnl. Ingason, Á, 4 -f 1 v., 3. Sigurður Sigurjóns- son, KR, 4 v., 4. Einar Ingimund- arson, Á, 3 v., 5.—6. Guðm. Þor- valdsson, Á, og Sigurjón Guð- mundsson, Vöku, 2 v., og 7. Magn ús Óskarsson, KR, 0 v. II. -flokkur: — 1. Steinn Guð- mundsson, Á, 4 v., 2. Sigurður Brynjólfsson, UMFK, 3 v., Sig- fús Ingimundarson, Á, 2 v., 4. Friðrik Jónsson, HSÞ, 1 v. og 5. Unnar Sigurtryggvas., UMFR 0 v. III. -flokkur: — 1. Sigurður Hallbjörnsson, Á, 5 v., 2. Ingólfur Guðnason, Á, 4 +2 v., 3. Ólafur Jónsson, KR, 4 -f 1 v, 4. Aðal- steinn Eiríksson, KR, 4 v., 5. Grjetar Sigurðsson, Á, 3 v., 6. Einar Markússon, KR, 1 v., og 7. Helgi Jónsson, 0 v. Drengjaflokkur: —■ 1. Ármann J. Lárusson, UMFR, 9 v., 2. Har- aldur Sveinbjarnarson, KR, 8 v., Gunnar Ólafsson, UMFR, 6 v., 4. Bragi Cuðnason, UMFR, og Sig- urður Magnússon, UMFR, 5 v., 6. Geir Guðjónsson, UMFR, Hiim ar Bjarnason, UMFR, og Sigurður Jörgenson, Á, 3 v., 9. Valdimar Eiríksson, KR, 2 v., og 10. Ingvi Guðmundsson, Á, 1 v. Fyrsli íyrlrlesfarÍBn um myndlisl í Ausl- urbæjarbíó í dag UNGFRÚ Selma Jónsdóttir, listfræðingur flytur í dag fyrsta erindi sitt um myndlist. Verður hann fluttur í Austur- bæjarbíó og hefst kl. 1,30. Eins og áður hefur verið skýrt frá er þetta fyrsta er- indið af þremur, sem Fjelag frístundamálara hefur fengið ungfrúna til þess að flytja. Með fyrirlestrinum, sem mun fjalla um sögu myndlist- arinnar og einstök listaverk málara, verða sýndar skýringa- myndir. Mun marga fýsa að kynna sjer þau efni, sem þess- ir fyrirlestrar fjalla um. Leopoid Jéhannes- son, fimtugur w , FIMMTUGUR er í dag, 22. mars, Leópold Jóhannesson, Hringbraut 188. Leópold er fæddur að Dúnk í Hörðudal, Dalasýslu. Foreldrar hans voru hin góðkunnu bænda- hjón Anna Guðmundsdóttir og Jóhannes Einarsson, sem látinn er fyrir mörgum árum. Anna móð ir hans er enn á lífi, háöldruð kona og á heima á sínu gamla setri, Dúnk, hjá syni sínum, Ein- ari. —• Leópold er einn af þeim mönn- um, sem hlotið hefur það í vöggu gjöf, að vera fjölhæfur og verk ■hans bera þess líka merki. Hann hefur unnið til sjós og lands, að iðnaðar- og verslunarstörfum. — Leópold er með hægari mönnum, . sem jeg hefi kynnst. Um tvítugs aldur fluttist Leó- ! pold frá föðurhúsum hingað til Reykjavíkur og vann hann þá fyrst við verslunarstörf. Eftir eins árs starf breytti hann um og rjeði sig til sjóróðra suður með sjó. Reri hann þar tvær vertíðir. Að seinni vertíðinni lokinni hafði hann aflað sjer þeirrar reynslu að sjóverkin bægði honum ekk- ert frá þeirri vinnu og rjeði hann sig þá á togara, sem kyndari. I þá mund var togaraflotinn í örum vexti, en stórvöntun þá á vjellærðum mönnum. Kom það því stundum fyrir að ekki var til nema einn vjellærður maður um ■ borð í skipinu til að gæta vjel- arinnar. Reyndist þá oft erfiðlega að finna mann til aðstoðar, við jafn vandasamt starf. Leópold mun ekki hafa verið búinn að vera lengi um borð við starfa sinn á togaranum, sem mig minn- ir að væri „Aria“, þegar fjelagar hans komu auga á fjölhæfni hans. Eftir nokkra mánaða starf var óhætt að trúa honum fyrir gæslu vjelarinnar og af 6 árum, sem hann stundaði togarastörf var hann 4 ár II. vjelstjóri. Eftir þessa 6 ára dvöl á sjónum sneri hann sjer aftur að land- vinnustörfum. — Vann hann þá fleiri ár við húsabyggingar og önnur störf, er til fellu. Að því fráskildu gjörðist hann starfs- maður við Verkamannabústað- ina. Hafði hann umsjá á kynd- ingu o. fl. í samfleytt 8 ár. Leópold er gæddur þeim kost- um að vinna hylli þeirra manna, sem honum kynnast. Hann er skemmtin í kynningu, prúður í allri framkomu, trygglyndur og traustur í raun. Árið 1926, 17. júlí, kvæntist Leópold Þuríði Ágústu Jónas- dóttur. Dugnaðarkonu og eiga þau 5 mannvænleg börn. í dag, við þessi rnerku tíma- mót í æfi hans, veit jeg að marg- ur góðkunninginn, fjær og nær, sendir honum hlýjar kveðjur og árnar honum allra heilla í kom- andi framtíð. G. G. Nýff hafskip London — Elder Dempster skipafjelagið er nú að senda nýjasta skip sitt í reynsluferð. Skip þetta er ætlað til farþega- flutninga og er 10,700 tonn. Austurbæjarbíó: Loðnl apinn MYND sú sem Austurbæjar* bíó sýnir um þessar mundir, Loðni Apinn (The hairy ape) er byggð á leikriti Eugene O’- Meils. Myndin skýrir frá ungum cyndara sem huldinn er brjálæðis senndri ást á starfi sínu. Skipið æm hann er á er að leggja af dað til New York frá Lissabon ig fara með því nokkrir flótta- menn og meðai þeirra Mildred, -ík, nautnasjúk, kærulaus ;túlka, sem farið hefur til Lissa- bon til þess að hjálpa flóttamönn um þar, en eytt tímanum í dans- sölum borgarinnar. Með henni ef vinkona hennar. Helen, sem unn- ið hefur við hjálparskrifstofu flóttamanna. Mildred leiðist um borð í skipinu og þegar hún kemst að því að vinkona hennar er ástfangin í 2. vjelstjóra, þá gerir hún sitt besta til að kom- ast upp á milli þeirra og það tekst henni. Henni tekst einnig að fá 2. vjelstjóra til að fara með sig nið- ur til kyndaranna og þar kemur hún augliti til auglitis við Hank kyndara. Verður þeim svo mikið um að hvorugt er mönnum sinn- andi. Ekki er auðvelt að skilja hverskonar áhrifum þau verða fyrir enda gerir myndin litla til- raun til þess að skýra það. Virð- ist einna helst að hún fyllist hræðslu, losta og um leið fyrir- litningu á þessu loðna, sveitta dýri, en hann einkennilegri þrá til þess að sýna þessari veik- bygðu stúlku líkamlega yfirburðí sína. Þetta mun vera í f.yrsta sinn sem William Bendix (Hank) er trúað fyrir hlutverki, þar sem verulega leikarahæfileika þarf til þess að inna vel af hendi. Er leikur hans festulegur, skemmti- legur og tilfinningaríkur. Er banr* einkar vel fallinn til þess að fara með hlutverk bessa tröllaukna, heimska manns Mildred, nautnasjúka stúlkara og heimsborgarinn, er leikin af Susan Haywarl Þarf ekki að fjölyrða um leik hennar því húra er kvikmyndahúsgestum vel. kunn frá fyrri myndum. Johra Loder leikur 2. vjelstjóra, Lazar að nafni. Loder hefur aldrei ver- ið mikill leikari og passar illa f. hlutverk sitt sem sjómaður. Eru sum atriði í myndinni næsta hlægileg cins og þegar hann sparkar kyndaranum niður stíg- ann og seinna ætlar að stilla lii friðar, þegar tveir kyndaranna hafa lertt í slagsmálum. Þegar Mildred segist ekki elska hann, segir hann: „Jæja, þá það“, þýt- ur síðan á næsta bar og drekkur sig 1 ovit. Vinkonu Mildreds, Helenu, leikur Dorothy Comin- gore. Er leikur hennar sjerstak- lcga tilkomulaus og óeðlilegur og einna líkast að hún lesi hlutverk sitt af blöðum en láti leikinn sitja á hakanum. Furðar engan að Lazar skuli heldur verða ástfang- inn af Mildred en þessu dauðýfli.. Meðleikendur eru allir ágætir og' bera þeir Roman Bohnen og Torra Fadden (Paddy og Long) af, endai báðir þekktir og vinsælir leik- arar. Þrátt fyrir þessa galla mynd arinnar er hún þó þess mjög vel verð að kvikmyndahúsgestir sjál hana. Jeg get þó ekki að því gertí að benda þeim sem þýtt hefur „prógram" myndarinnar á það að Lazar er ekki undirkyndari held- ur 2 vjelstjóri, að Mildred fór* ekki með skipinu til þess að kynra ast flóttatolkinu, heldur vegnai þess að ekki var um annað far- artæki að ræða. Gerir hún ítrek- aðar tilraunir til þess að komast með flugvjel. MacDougald er ckki yíirvjclstjóri heldur skip- stjóri. Hann missir ekki af fjelög- um sinum i mannþrönginni, því að um enga mannþröng er að ræða, heldur bara „stingur þá af“. A. B. j

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.