Morgunblaðið - 17.04.1948, Blaðsíða 8
8
M-ORGUN BLAÐIÐ
Laugardagur 17. apríl 1848.
4%1 ft *vs í
jjlw £■§$!•
Útg.: H.f. Árvakur, Reykjavík.
Framkv.stj.: Sigfús Jónsson.
Ritstjóri': Valtýr Stefánsson (ábyrgðarm.).
Frjettaritstjóri: ívar Guðmundsson.
Auglýsingar: Árni Garðar Kristinsson,
Ritstjórn, auglýsinga-’ og afgreiðsla:
Austurstræti 8. — Sími 1600.
Áskriftargjald kr. 10,00 á mánuði, innanlands,
kr. 12,00 utanlands.
í lausasölu 50 aura eintakið. 75 aura með Lesbók.
'IJíhi/erjl áhri^ar:
ÚR DAGLEGA LÍFINU
Nýsköpun síldariðnað-
ar við Faxaflóa
EINS OG FRÁ HEFUR VERIÐ SKÝRT í blaðinu í gœr,
hafa Reykjavíkurbær og Kveldúlfur ákveðið að ’nynda með
sjer fjelagsskap til þess að reisa 5000 mála síldarverksiniðju
í örfirisey.
Þessi síldarverksmiðja verður sú fyrsta sinnar tegundar,
sem vitað er um, þar sem hún verður með algjöriega nýju
sniði og öðrum vinnsluaðferðum en áður hafa verið notað-
ar við bræðslu síldar.
Ýtarlegar rannsóknir hafa verið framkvæmdar af hálfu
blutafjelagsins Kveldúlfur á Hjalteyri og um síðastliðin ára-
mót lágu fyrir niðurstöður þeirra rannsókna, sem í alla staði
spá mjög góðu um þessa nýju vinnsluaðferð.
Vonir standa til, að hægt verði að koma upp þegar á þessu
ári verulegum hluta vinnslunnar í þessari nýju verksmiðju
og er þegar undirbúið af hálfu Kveldúlfs útvegun vjela o. fl.
•— Ef þessi vinnsluaðferð reynist vel er gert ráð fyrir stækk-
unarmöguleikum í þessari verksmiðju þegar frá byrjun.
Hjer er um að ræða tilraun til bókstaflegrar nýsköpunar í
cíldariðnaði, sem ætlað er að taki Iangt fram öllum eldri
eðferðum.
En nýsköpun síldariðnaðarins við Faxaflóa gerir vart við
sig á fleiri sviðum þótt í öðrum skilningi sje.
Strax og augljóst var um hinn mikla síldarafla í Hval-
íirði á síðasta hausti hófu ýmsir aðilar athugun á því að
koma upp nýjum síldarverksmiðjum hjer við flóann til hag-
nýtingar þessum verðmæta sjálvarafla. Má segja, að Reykja-
víkurbær hafi verið í broddi fylkingar um aðgerðir í þessum
efnum. Bæjarstjórn átti frumkvæðið að því að stofnað var
hlutaf jelag til þess að koma upp allt að 10 þúsund mála verk-
smiðju í skipi. Er þegar búið að festa kaup á 7000 tonna
skipi í Bandaríkjunum, svo sem kunnugt er — og verið að
hefjast handa um breytingar á því og að koma fyrir í því
nauðsynlegum tækjum umfram þær síldarbræðsluvjelar,
sem fjelagið hefur keypt hjerlendis og nú eru á Siglufirði.
Göðar horfur eru á því, að þetta síldarbræðsluskip verði
tilbúið í tækja tíð á næsta hausti. Þá hefur bærinn, eins og
áður er sagt, ákveðið að stofna til fjelagsskapar við Kveld-
úlf um aðra verksmiðju. Verið er að koma upp 5000 mála
sildarverksmiðju að Kletti og er það hlutaf jelag hjer í bæn-
um, sem byggir hana. Jafnframt er verið að auka afköst
þeirra síldar- og fiskimjölsverksmiðja, sem hjer voru starf-
ræktar á síðustu vertíð.
Með öllum þeim aðgerðum, sem hjer er drepið á, má
reikna með því að á þessu og næsta ári verði komnar upp
hjer í Reykjavík og við Faxaflóa síldarverksmiðjur með 20—
30 þúsund mála afköstum á sólarhring.
Þessi nýsköpun hefur mætt hinni bestu fyrirgreiðslu stjórn
arvaldanna, Fjárhagsráðs og ríkisstjórnar, sem á allan hátt
hafa stutt að framgangi málanna.
Sú þróun málanna, sem hjer er á ferðum, var af fulltrúa
Framsóknarflokksins í bæjarstjóm kölluð „Sloipólitik". •—
Einstaka menn hafa einnig látið til sín heyra, sem ekki hafa
getað hugsað sjer að leggja höfuðstaðinn í þá hættu, að
hjer kynni að finnast síldarbræðslu-ólykt og annar óþrifn-
aður af síldarvertíð.
Reykjavík hefur hinsvegar vaxið upp úr örlitlu sjávar-
þorpi og til sjávarins verður höfuðstaðurinn enn að sækja
sína helstu björg.
„Slorpolitikin" hefur reynst Reykjavík heiibrigður og
hollur grundvöllur til þess að byggja á vöxt og viðgang og
menningarlíf sitt. Af þeim grunni hafa vaxið aðrir þættir
bæjarlífsins — af þeim grunni vaxa skólar og menntastofn-
anir og annar þroski.
Sú nýsköpun síldariðnaðarins, sem hjer er nú framundan,
felur í sjer æfintýralega þróunarmöguleika fyrir höfuðstað
Iand3ins. Áræði og framtak á þessu sviði verður, ef rjett er
á haldið, ásamt öðrum framleiðslugreinum atvinnulifsins —
til þess að skapa ný og bætt lífsskilyrði, bæjarbúum og
öllum landslýo til farsældar.
Opinber gjöld.
SKATTAR og útsvör ásamt
öðrum opinberum gjöldum eru
! fastur gjaldaliður, sem hver og
) einn einasti maður, sem ein-
| hverjar tekjur hefir, verður að
; reikna með. Gjöld þess; hafa
farið síhækkandi á undanförn-
um árum og þykir mörgum
erfitt að greiða þau gjöld og
þrjóskast margir í lengstu lög.
En það getur enginn komist
undan að greiða lögboðin gjöld.
Sjeu þau ekki greidd með glöðu
geði, þá kemur fógetinn og tek
ur _bau í fríðu, ef ekki vill
betur.
Menn geta kvartað og kvein
að undaij skattabyrðinni, en
það er ekkert undanfæri.
Olieppilegt greiðslu-
fyrirkomulag.
HIN SÍÐARI árin hefir það
fyrirkomulag verið haft, að at-
vinnurekendum hefir verið
gert að greiða opinber gjöld
fyrir það fólk, sem þeir hafa
í vinnu og eru jafnvel ábyrgir
fyrir greiðslu.
Þetta fyrirkomulag er gott
svo langt sem það nær. En yfir-
| leitt er það svo, að menn greiða
útsvör sín og skatta eftir á.
Stundum löngum eftir að þeir
hafa eytt tekjum sínum, sem
skatturinn var þó lagður á. Það
er sjerstaklega óheppilegt fyrir
fólk, sem hefir óvissar tekjur.
Meira annað árið en hitt, því
þá yill oft fara svo, að það verð
ur raunverulega að greiða háa
skatta af lágum tekjum.
•
Greitt um leið og
tekna er aflað.
ÞAÐ ÆTTI AÐ koma á nýju
fyrirkomulagi um innheimtu
skatta og útsyara, þannig, að
menn greiddu alla sína skatta
um leið og þeir afla teknanna.
Þeir, sem taka vikulega laun
greiddu ákveðinn hluta tekna
sinna og skulduðu síðan ekki
neitt fyr en næst er þeir fengu
útborgað. Sama fyrirkomulag
ætL að vera hjá þeim, sem taka
mánaðarlaun o. s. frv.
Greiðsla skatta og útsvara
um leið og tekna er aflað er
tvímælalaust besta leiðin fvr-
ir alla aðila og því ætti að ltoma
henni á hið fyrsta.
•
Fyrirframgreiðslur.
TOLLSTJÓRINN er þessa
dagana að hvetia fólk til að
greiða fyriryfram upp í skatta
sína. Ekki veit jeg hvern árang
ur bessar áskoranir hans hafa
borið. En þeir höfuðstaðarbúar,
sem greitt hafa fyrirfram upp
í útsvör sín, samkvæmt lögum.
Hafa komist að þeirri niður-
stöðu,, að það bergar sig. Það
er altaf huggun, þegar útsvars-
skráin kemur út, að vita til
þess, að maður er búinn að
greiða talsverðan hluta af
þeir^j tölu, sern stendur aftan
við nafnið manns.
Það er trúlegt að tollstjóran-
um eangi pott eitt til er hann
hvetur menn til að ereiða fvrir
fram upp í þingsjöld sín ög
það er óhætt að fara eftir því.
•
Hugspð til kríunnar.
ÞAÐ ER^ekki nema tæpur
mánuður þar til krían kemur í
tiarnarhólmann og menn eru
farnir að hugsa til b°ssja litla
varCTs, sem enginn vill þó missa
af, bótt frekur sje og hávaða-
samur. Það sje ieg á brjefum.
sery. farin eru að berast um. að
búa burfi vel fyrir kríuna og
endurnar áður en varptíminn
gengur í garð.
Besta brjefið um þetta mál
er frá manni, sem kunnugur er
varpjöndum og hefir tekið eft-
ir bví, að hvannagróðurinn í
'T.iarnarhólmanum (Nú eru
þeir raunar orðnir tveir) er til
baffa fyrir fuglana.
Br:°f hans er á þessa leið:
Biirt rneð livönnina.
..HEIÐRAÐI VÍKVERJI! Vili
ið þjer vekja athygli á því í
tíálkum yðar, að nauðsyn beri
til að lagfæra tjarnarhólmann,
áour en varptíminn- byrjar.
Undanfarin tvö sumur hefir
hvönnin lagt hólmann að mestu
undir "sig. Og þó að einhverj-
um byki e. t. v. fallegt til að
sjá þennan gróðurríka „skóg“,
er bað vitað, að hvönn er hið
I mesta illgresi í varplöndum.
I Enda hefri raunin orðið sú^ að
j endur og kríur hafa næstum
1 bví yfirsefið sitt gamla varp-
j land. Þetta má ekki svo til
I ganga. Nú er hólminn að mestu
levti flag. Það sem gera þarf
j er að uppræta hvönnina og
j þekia hólmann, svo að hann
. verði aðlaðandi og vistlegur
fyrir fugla.
Sömuleiðis ætti að laga
bakka hólmans, svo að ekki
flæði vfir þá, þegar mikið er í
tjörninni".
„Stríðsæsingar".
í SÓLSKININU í gærmorg-
un tóku bæjarbúar eftir því, að
tvær stórar og rennilegar flug-
vjelar flugu yfir bæinn. Menn
eru farnir að venjast svo flug-
förnm, að brátt var kunnugt,
að b^tta voru amerísk risaflug-
virki.
Og nú hófust „stríðsæsingar"
miklar, eins og oft vill verða
af litlu tilefni
En flugið var saklaust og
ófriðarhættulaust. Flugvirkin
komu til Keflavíkur á miðviku
daginn var og það var enginn
leynd yfir komu þeirra. Meðal
annars var þess getið í bæjar-
frjettum Morgunblaðsins. að
vielar þessar hefði lent í Kefla
vík og mvndu leggia af stað til
Þýskalands á föstudagsmorgun.
Þegar svo flu°mennirnir lögðu
af stað frá Keflavík hefir þeim
fundist veðrið svo gott, að það
væri rjett að bregða s.jer norð-
ur yfir höfuðstað íslands, áður
I en Jangt vær; yfir hafið.
MEÐAL ANNARA ORÐA
Eflir G. J. A.
Þegar fitúgæsiugin grípur menn.
UM síðastliðna helgi skýrou
blöðin frá því, hvernig vitstola
múgur í Bogota, Coiumbía, stór-
eyðilagði borg sína og kom af
stað óeirðum, sem kostuðu
hundruð manna lífið. Áður en
þessir atburðir áttu sjer stað,
hafði allt verið með kyrrum
kjörum í Bogota, og frjettirnar,
sem þaðan bárust, gáfu siður en
svo í skyn að víð stórviðburðum
væri að búast þarna. Það verður
því ekki annað sjeð, en að nokk-
urskonar æði haíi skyndilega
gripið borgarana og nokkrir
menn síðan notfært sjer þetta,
til þess að koma af stað blóðs-
úthellingum og eyðileggingu.
• •
ÖFGASTEFNUR
NÚ er það vitað, að sumar þjóð-
ir eru ekki lengra komnar upp
menningarstigann en það, að
þær kunna ekki enn að hafa
vald á skapsmununum og láta
vitið víkja fyrir öfgastefnun-
um. — Svo vill til, að jeg á
hjer í fóVum mínum grein, þar
sem því er lýst á áhrifamikinn
hátt, hvemig múgæsingin getur
gripið menn. Greinín er skrifuð
af ljósmyndaranum David Doug
las Duncan og segir frá fjölda-
morðum, sem hann var vitni að
í Nev/ Delhi, Indlandi. ■— Þótt
frásögnin sje ófögur, þykir mjer
rjett að hún komi hjer fram.
• •
UPPIIAFIÐ
DUCAN lýsir því fyrst, hvernig
hópur Hindúa byrjaði að safn-
ast saman, eftir að einhver
hafði komið þeirri flugufregn af
stað, að Ivlúhameðstr armenn í
borginni væru að undirbua árás
gegn þeim. í fyrstu segir Dun-
can að Ilindúarnir hafi sýni-
lega verið á báðnm áttum og
ekki vitað hvað peir áttu að
gera„ enda sást hinn ýmmdaði
óvinur hvergi. En svo Kemur
fram maður, sem tekur að sjer
forystuna, sýnilega oístækis-
fullur sadisti, sem trúir á of-
beldi og takmarkalausa grimmd.
Frásögn Duncans af þvi, sem
hann sá þennan sumardag í New
Delhi, fer hjer á eftir:
p •
MISLITUR HÓPUR
„GATNAMÓTIN voru nu yfir-
full af fólki. -— Hindúar voru
þarna í miklum meirihluta og
sumir þeirra voru byrjaðir að
hlaupa fram og aftur milli sam-
herja sinna, öskrandi og veif-
andi sverðum sínum. Sýnilegt
var, að margir höfðu ekki
minnstu hugmynd um, hvað var
í raun og veru að ske. Þarna
voru skrifstofumenn, smakaup-
menn, ríkisstarfsmenn og skóla-
strákar. Maður, sem að eins var
kiæddur mittisskýlu, hljóp fram
hjá mjer, öskrandi eins og Indí-
ánamir, sem jeg Jiafði sjeð í
gömlu Indíánamyndunum. Hann
hvarf inr, í mannþröngina.
Hindúinn, sem tekið hafði að
sjer forustuna, stökk niður af
umferðarmerkinu, sem hann
hafði klifrað upp á, hljóp inn í
autt hliðarstræti og byrjaði að
lemja á hurð eins hússins. Nú
vissum við, hvað um var að vera.
Einhversstaðar fyrlr innan þess-
ar dyr voru Múhameöstrúar-
menn, sem ekki hafði tekist að
flýja.
• e.
MORÐIN
DYRNAR opnuðust. Örlítil, sex
ára gömul telpa, þaut út á göt-
una með bróður sinn í fanginu.
Múgurinn lyfti vopnum sínum
—• kylfur, axir, spjót og sverð
voru allt í einu á iofti. Barnið
hneig til jarðar á miðri götunni,
(Framh. á bls. 12)