Morgunblaðið - 17.04.1948, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 17.04.1948, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIfí Laugardagur 17. apríl 1848. minning frú Rannveigar Linnet ÁKVEÐIÐ er að á mánudag- inn 19. þ. m. verði jarðsett að Villingaholti frú Rannveig Linn et frá Syðx-i-Gróf í Villinga- hor.:lr::.??i. Hún var dóttir Hans D. Linnets kaupm. í Hafn arfirði og Kristínar Jónsdóttur frá Setbergi við Hafnarfjörð. Systur á húri tvær á lífi, sem báðar heita Hansína, og bræður tvo, þá Hafstein Linnet í Hafn- arfirði og Kristján Linnet fyrv. sýslumann í Vestmannaeyjum. Hún ólst upp í Nesi í Selvogi og þaðan giftist hún 1908, Jóni Sig- urðssyni í Syðrigróf. Bjuggu þau allan sinn búskap þar, Jón var valin kunnur sæmdarmað- ur. Er hann látinn fyrir þrem- ur árum. Eftir það bjó Rann- veig með dóttur sinni og upp- eldissyni, sem hefur reynst henni sem góður sonur. Þau hjón eignuðust 5 börn. Tvær dæt- ur dóú ungar, en eftir lifa tvær dætur og einn sonur. Öll eru þau ágætis fólk, svo sem þau eiga kyn til. Auk sinna eigin bai’na ól hún að nokkru leyti upp bróðurdóttur manns síns og reyndist henni sem besta móðir. Jeg var smátelpa, er jeg man fyrst eftir Rannveigu, er hún kom að Syðiágróf. Síðan hef jeg þekt hana og átt hana að vini. Er mjer því ljúft að minn- ast hennar, þótt örlítið brot verði hjer skráð af öllu því góða, er hún ljet a fsjer leiða. Að ytri sýn var hún gjörfuleg og bar á sjer íyrirmannlegan blæ og festulegar. svip, svo að maður bar virðingu fyrir henni. En hjer kom og til greina hin nánari kynni, sem staðfestu að hjer var um mannkdsta konu að ræða með höfðinglega lund og stórbrotna. Viljaþrekið var mikið, sem best má marka af því, að hún var sívinnandi, þótt hún lifði við vanheilsu í fjölda mörg ár. Handbragð hennar var afbragðs gott og vinnusfköstin svo frábær, að jeg bekki fáar! konur hennar líka í dugnaði.! Frá Syðrigróf fór mörg falleg flíkin til fátækra barna, nær og fjær. Þar náði Rannveig til furðu margra, þótt hún væri að eðlisfari fáskiftih og heima- kær. Vildi helst altaf vera heima. Mjer er það minnisstætt, er jeg var kennari í þessari sveit og til heimilis í Syðrigróf í tvo j vetur, þegar Rannveig sá skóla ■ böi'nin fátæklega til fara. Þá; var hennar hjálpfúsa hönd fljót j til starfa til þess að veita þeim ' liðsinni, er í skugganum stóðu. Mörg voru þau börnin, sem dvöldu á sumrin í Syðrigróf. Húsmóðirin gaf þeim oftast al- klæðnaði og skildi þannig við þau, að sannur sómi var að, enda hef jeg heyrt mæður þess- ara barna þakka hennar höfð- ingslund, svo sem vera ber. — Yndi Rannveigar var að gefa og fórna þar með kröftum sín- um fyrir aðra. Sá, sem gefur þannig af sjálfum sjer, leggur skerf í veginn íil farsældar. Þessi eiginleiki er einn af mannkostum, sem jeg veit ekki hvort er metinn að verðleikum, af því sjón manna nær ekki altaf til insta kjarnans. Þegar talað er um húsmæður yfirleitt, er margur, sem viðurkennir að þeirra starf sje þarft, en nær liggur það mannkyninu að skrá nöfn þeirra, er styrj- aldir heyja, en hinna er að líf- •inu og frumgróandanum hlynna. Rannveig hlynti að líf- inu og taldi ekki eftir sjer vinnu — starfið var henni svo mikils virði, að án þess hefði hún ekki getað unað. Hún var áreiðan- lega alin upp við rjettmæti þess, eins og margir þeirra tíma unglingar voru. Launin voru oft ekki annað en vinnugleði. I-íún er líka eitt hið mesta hnoss, það felst ekkert smátt í því, þegar hægt er að segja það um einhvern, að hann sje vinnu- glaður, kappsamur og það, sem kallað er samviskusamur. Um samviskusemi tala sumir sem eitthvert smáatriði í fari fólks. Er það ljelegur skilningur, því hún er hið rjettmæta stolt við sjálfan sig, um að gera þannig hvern hlut að betur sje ekki hægt og ávirðing verði ekki af. Syðrigróíarheimilið var eitt með fremstu heimilum sveitar- innar. Þegar jeg minnist á það, get jeg ekki annað en minst hins aðilans, er átti sinn sterka þátt í að skapa það og gera garðinn frægan. En það var hinn ágæti eiginmaður hennar. Hann var greindur vel og gegndi trúnaðarstörfum í sveit sinni. Heimilisfaðir var hann hinn ágætasti. svo að fólk hefði margt getað af honum lært. — Fáa átti hann sína líka að skap- stillingu. Oft mun gott skap verða auðnugjafi, og satt er hið foimkveðna, að „sá, sem stillir skap sitt, er meiri en sá, sem vinnur borgir". Þessi kostur hans gerði hann góðan stjórn- anda. Á mannmörgum heimil- um þarf á festu að halda, ráð- snild og skilningi, þsr sem á- hugamálin eru oft gerólík, og nokkurs konar tengil þai’f til þess að gera heimilið að heild. Þau hjón unnu að heill heimilis síns þótt þau væru altaf boðin og búin til þess að rjetta öðrum hjálp, á einn og annen hátt. Efnalega sjálfstæð veru þau, eigi ao síður. Rannveig lagði ckki leið rína út um bæina til bess að spjalla um fánýta hluti, eða til bess að skifta sjer af högum- nágrann- anna til ónýtis. Þann hugsunar hátt átti hún ekki til. Hitt var henni líkara, að byggja upp í kyi-þei heima. Góð móoir var hún börnum sínum. Hafa þau margs góðs að minnast og margt að þakka; svo sem við öll er þektum hana, voi’um með henni og ntum trúfastrar vin- áttu hennar, því sannur vinur var hún og trygglynd. Mjer finst næsta tómlegt, að eiga aldrei eftir að sjá þig, fram ar Rannveig mín. Vel get jeg þó unnað þjer þess, að vera laus við þjáningar þessa lífs og vera á bjartarj braut, eftir vel unnið lífsstarf, og mikla lífs- reynslu. Kveð jeg þig. svo með þökk fvrir samveruna, vina mín kær. Áslaug Gunnlaugsdóttir. — SVEINASAMBANDIÐ Framh. af bls. 9 tjeðu frumvarpi fullnægir ekki þeim kröfum, sem gerðar eru til inðnáms samkvæmt núgild- andi lögum og telur að megi í engu rýra.Fyrir því skorar þing ið á Alþingi að fella frumvarpið eða vísa því frá. 12. þing Sveinasambands bygg ingamanna skorar eindregið á ríkisstjórnina að sjá um að bygging sementsverksmiðjunn- ar og innlend sementsvinnsla verði hafin svo fljótt sem nokk- ur tök eru á. 12. þing Sveinasambands bygg ingamanna skorar eindregið á Fjárhagsráð að það geíi nú þeg- ar leyfi fyrir áframhaldandi framkvæmdum varðandi bygg- ingu hins nýja Iðnskóla í Reykja vík, með tilliti til þess að Iðn- skólinn býr nú við algjörlega ó- viðunandi húsnæði. 12. þing Sveinasambands bygg ingamanna lítur svo á að þær ráðstafanir, sem Fjárhagsráð hefur gert varðandi byggingar- framkvæmdir sjeu mjög vafa- samar með tilliti til hins mikla og margumrædda húsnæðis- vandamáls og ískyggilegar að því er snertir atvinnu byggingar- iðnaðarmenn. Nú þegar ríkir hin mesta aft- urför varðandi byggingaiðnað- inn. Þingið skorar því á Fjár- hagsráð að endurskoða áætlanir sínar um framlag efnis til bygg- ingarframkvæmda. 12. þing Sveinasambands bygg • ingamanna skorar á stjórn ! verkamannaf jel. „Dagsbrún“ og „Alþýðusambands íslands“, að nema burtu hinn svokallaða gerfi- og hjálparmanna kaup- taxta og ákvæði þau, sem um þennan kauptaxta eru, þar sem þingið lítur svo á, að tjeður kauptaxti sje jafn ólögmætur og vinna gerfimanna í hinum ýmsu iðngreinum. Með tilliti til þáverandi at- vinnu byggingaiðnaðarmanna skorar 12. þing Sveinasam- bands byggingamanna á stjórn Alþýðusambands íslands, að hún aðstoði sveinafjelögin við útilokun óiðnlærðra manna í þessum iðngreinum. Ennfremur gaf þingið stjórn sambandsins heimild til þess að leggja kr. 10,000,09 — tiu þús. I krónur — úr sambandssjóði til kaupa á hlutabrjefum í Húsfje- lagi iðnaðarmanna í Reykjavík. Stjórn Sveinasambands bygg- ingamanna skipa nú eftirtaldir menn: r' Forseti: Steingrímur Sigurðs- son, málari; ritarí: Jón G. S. Jónsson, múrári; fjehirðir: Ás- : kell Norðdahl, pípulagninga- maður. Aðrir meðstjórnendur eru frá múrurum: Guðni Hall- dórsson, Aage Petersen, frá mál urum: Valgeir Hannesson, Guð- mundur Einarsson, frá pípulagn- ingamönnum: Haukur Jónsson, Zophonías Sigurðsson. ÁHræður Sigurður Guðmundsson C7 Enn sem fyrri glaður, góður, gamanyrtur, dæmafróður, þulur mesti á þjóðar sögur, þúsund líka kann hann bögur, líf og athöfn lýða forðum leiðir fram í skýrum orðum. SIGURÐUR er fæddur á Gamla- Hrauni í Stokkseyrarhreppi, hinum forna, 17. apríl 1868 og er þvi áttræður í dag. Hann er sonur Guðmundar á Gamla- Hrauni Þorkelssonar og Þóru Símonardóttur á Gamla-Hrauni Þorkelssonar skipasmiðs, er þar bjó einnig, Jónssonar, og einn hinna svonefndu Gamla-Hrauns bræðra, sem margir austanmenn kannast við. En bræður Sigurð- ar voru þeir Jón á Gamla- Hrauni, er var um langt skeið formaður í Þorlákshöfn og á Stokkseyri, Þorkell á Gamla- Hrauni, Guðmundur formaður í Þorlákshöfn og síðar í Ólafs- vík, og Jóhann á Litlu-Háeyri, nú í Reykjavík, formaður í Þorlákshöfn um marga áratugi. Sigurður ólst upp með for- eldi’um sínum og vandist ungur við öll störf, er þá tíðkuðust, einkum þó sjávarverk alls kon- ar. Hann var bæði sterkur að afli og lagvirkur og var því | hinn besti liðsmaour á landi og sjó. Hann var góð skytta og laginn veiðimaður. Afl og — Meða! annara orða Frh. af bls. 8. en hjelt höndunum yfir líkama , bróður síns, eins og til þess að • gera enn eina tilraun til að bjarga lífi hans. Sverðshöggin dundu á þeim. | •• LOKAÞÁTTIJBINN SVO rakst múgurinn á systkini þeirra tvö, 12 ára pilt og unga síúlku, móðir þeirra og afa. — Þau reyndu öll að komast undan. Börnin komust út á miðja götu, móðirin og afinn fjellu fyrir framan húsdyrnar. Morðingjarn ir hjuggu eins og óðir menn. En þegar þeir hjeldu burtu, voru litlu drengirnir tveir enn á lífi, enda þótt líkamar þeirra væru allir flakandi í sárum. Og þeir ljetust skömmu seinna". ; þroska fekk hann snemma við ! heilbrigt og hollt uppeldi og hið einkennilega og nána sam- ' býli landvætta og sjávarvætta á | æskustöðvum hans. Á yngri ár- jum var Sigurður nokkur ár á skútum víða fyrir landi og kynt- ist þá mörgu í háttum manna annars staðar á landinu. En út- róðrarnir í Þorlákshöfn og á Stokkseyri voru hans besti sjó- mannaskóli. Á Gamla-Hrauni átti Sigurður heima og bjó þar, ' uns hann fluttist til Reykjavík- ur um 1930, og hjer hefur hann átt heima síðan. Það var fyrst eftir að Sigurð- ! ur fluttist hingað suður, sem jeg kyntist honum að ráði og þó jeinkum síðustu 10 árin. Leiddi ! sú kynning til þess, að mjer | varð tíðfarnara heim til þessa ' merkilega frænda míns en nokk- urs annars manns. Þarna hafði jeg fundið námu, sem mjer virð ist enn, að sje ótæmandi. Marga ; stynd hef jeg setið og numið 'gull af vörum þessa fróða öld- ungs, og ekki eru enn komnar í þurrð sögurnar og vísurnar og skrítlurnar og gamanyrðin. Alt- af er af nýju og nógu að taka. 1 Jeg held það sje ckki of mælt, j að hann kunni allar lausavísur, sem hann á annað borð hefur heyrt, úr Stokkseyrarhreppi og 100 árum, ennfremur óteljandi sögur um menn og atvik, svo langt sem hann man til, og margt frá eldri tíma. Auk þess kann hann utan bókar að mestu eða öllu leyti heila rímnaflokka, svo sem Andrarímur, Úlfars- rímur, Númarímur, Fertrans- rímur, Hálfdánarrímur gamla, Jómsvíkingarímur og Svoldar- rímur fyrir utan mörg einstök kvæði eftir góðskáld fyrri alda, svo sem Hallgrím Pjetursson, Stefán Ólafsson, Guðmund Berg þórsson og ýmsa fleiri. Má af þessu marka, að Sigurður hefur verið með afbrigðum námgjarn og minnugur. Hann hefðí aldrei þurft að „berja til bókar“, ef hann hefði verið settur til menta í æsku. Sigurður er maður ljettlynd- . ur og góðlyndur að eðlisfari og tekur lífið ekki ýkja miklu há- tíðlegar en það er vert og er þó enginn lausungarmaður. Og þannig er hann í umgengni við menn, að allir fara ánægðari en áður voru af fundi hans. Sigurður hefur búið nær 50 ára skeið Tneð Kristrúnu Jó- hannesdóttur frá Ivlúla i Bisk- upstungum, sem verið hefur hon um trúr og samhentur föru- nautur. Þau eiga tvo syni, Skúla símaverkstjóra á Vatnsstig 8 og Jóhannes starfsmann landssím- ans. Eina dóttur á Sigurður, er Sigrún heitir og er búsett x Hafn arfirði. Til hamingju með afmælið, frændi. Guöni Jónsson. — MiiuilngarorS Frh. af bls. 11. lynd og vissi hvað hún vildi, dul var hún og fáskiptin við henni lítt þekkt fólk, en einlægur og bjargíastur vinur allra þeirra, sem hennar leituðu í erfiðleik- úm. Þá átti hennar hljóðláta fói’n fýsi sjer ekki takmörk og nutu þess einnig lægstu smælingjarn- ir, dýrin. Guðríður var afburða starfskona, kunni að nota tímann og átti haga hönd og sýndu þar verkin merkin. Nú er hljótt í ranni á heimili hennar, en kærleikur ástvinanna og örugg von um endurfundi, varðar veginn og byggir brú yfir djúp dauðans. Þakklæti fyrir fórnfúsa móður og göfuga syst- ur er vermandi geisli í rökkri sorgar. íslensk skáldkona segir svo: Senda auð jeg veröld vil sem veltur snauð á kili, enginn dauði að sje til, en aðeins nauð ‘ bili. G. Symerbýstaðyr til sölu, tvö herbergi og : eldhús í Lögbergslandi. — i Strætisvagnaferðir á 2ja i tíma frfesti yfir sumar- mánuðina, verð 10.000.00. Uppl. í dag, frá kl. 1—4 í i síma 6038. Nautak jöl Kálfakjöt Saltkjöt Hangikjöt Kindabjúga og trippakjöt í buff. — j KJOTVERSLUN | HJALTA LÝÐSSONAR f | Grettisg. 64 og Hofsvalla- | | götu 16. —

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.