Morgunblaðið - 17.06.1948, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 17.06.1948, Blaðsíða 1
16 síður 35. árgangur 142. — Fimmtudagur 17. júní 1948. Isaíoldarprentsmiðja fe.t. Þýskaland: 'tröpiiali:je hefur verið sainið í Palestíim og: iiaida báðir aðilar saemilega skiUnálana. í Jerúsalem rikir aftur kyrrð og mcnn vona að' friSur komist á kið bráðasta. — Hjer að ofan er mynd af kíena'iúsinu samkomustað Araba í borginni. Sifgjar Gyðinga og Kairo í gærkvöldi. Einkaskeyti til Morgunblaösins frá Iteuter. t DAG hefur Bernadotte greifi setiö á tveimur fundum með ieið- tcgum Transjordaníu, Libanon og Egyptalands og er viðræoum bans við leiðtoga Araöa þar með lokið að þessu sinni. Árangur þessara viðræðna var góður. Arababandalagið hefur fallist á að senda fjóra fulltrúa sína á funa Bernadotte til aðalbækistöðva hans á Rltodos eynni næstkomandi mánudag. Er talið að með þessu hafi Arabar sýnt góðan vilja á því að friður náist. — Bernadotte mun fara til Tel Aviv á morgun, til viðræðna við leiðtoga Gyðinga og hefur hann von um, að þeir muni einnig fallast á að senda fulltrúa sína til Rhodos eynnar á mánudaginn. RjMfur mun hann fara þangað á föstudaginn. Framtíð Jerúsalem. Frá Lake Success herma fregn ir, að verndargæsluráðið hafi samþykkt í dag samkvæmt beiðni fulltrúa Rússa, að taka til athugunar vandamálið um framtíð Jerúsalem. Samkvæmt úrskurði allsherjarráðsins s. 1. ár á Jerúsalem að vera undir alþjóðastjórn. — A síðasta fundi sínum gerðu fulltrúarnir í verndargæsluráðinu frumdrög að reglugerS varðandi Jerú- salem. Hefshöfðingjar hittast. Frjettir frá Jerúsalem herma, að hershöfðingjar Gyðinga og Araba hafi í dag hittst í St. Geórgs skólanum þar í borg. Viðstaddir voru fulltrúar Berna dotte greifa. Báðir aðilar lögðu fram uppdrætti, er sýndu að- stöðu hersveita þeirra í borginni eins og hún var þegar vopna- hljeið hófst. En Arabar höfðu áður sakað Gyðinga um að hafa bætt aðstöðu sína síðan 11. júní. Verkföll í Suður- Frakklandi París í gær. UM tíma leit út fyrir, að verk föllunum í iðnaðarborginni Clermont-Ferrand væri að ljúka, því að verkamenn, sem voru þar í setuverkfalli höfðu haldið heim og virtust vera orðnir þreyttir á verkföllum. En verkalýðsfjelagið, sem er und- ir stjórn kommúnista hefur nú fyrirskipað verkfall í gúmmí- vei'ksmiðjum Michelin í borg- inni, en þar eru m. a. fram- leiddir hjólbarðar. Einnig hafa kommúnistar íyrirskipað verk- fall flutningaverkamanna þar á staðnum og sömu sögu er að segja meðal verkamanna. Frá Marseilles berast fregnir um óróa meðal verkamanna og verkföll munu vera í undir- búningi í Vichy. — Reuter. Hugsanlegf, að Rússar verði með í verðfestingu Kaupæði grípur fólk --------- i Verðfesliugm gefur ekki dregisl mikið úr þessu Berlín í gærkvöldi. Einkaskeyti til Morgunblaðsins frá Reuter. RÚSSAR hafa átt sameiginlegar viðræður við hin hernámsyfir- völd Þýskalands um útgáfu og verðfestingu nýs gjaldeyris. Vin- ræður þessar hafa farið fram í Berlín, en ekki cr talið, að árang- ur verði mikill af þeim. Erfitt verður að fresta því að hinn nýi 'gialdmiðill gangi í gildi, vegna þess að ótti fólks um að sitja uppi rneð gamla peninga er svo mikill, að nær því öngþveiti ríkir nú í viðskiptum landsins. Afmællsdagur Svíakenungs Stokkhóirnur í gærkvöldi. GTJSTAF Svíakonungur ók í dag um götur Stokkhólmsborg- ar í opnum vagni í tilefni af 90 ára afmæiinu. —- Um 500 bús. manns h.öíðu saínast saman meðfram götunum, sern konung urinn ók urn. Fagnaði fólkið konungi sínum ákaflega or, Ijet blómunum rigna yíir hann. — Prins Karl Gústaf, sem er 2VÚ árs, sat við hlið konungsins í vagninum. — Reuter. Sydney í gærkveldi. ÞÚSUNDIR fermilna af frjó- sömustu hjeruðum Astralíu eyði lögðust í dag af flóðum, er fylgdu í kjölfarið á hvirfilvindi, einum þeim ægilegasta, sem geisað hefir þar um slóðir. Marg ir bæir hafa burrkast út með öllu en ekki er vitað til þess að manntjón hafi orðið. — Reuter. 25ðþú£. í verkfalli í Belgíu London í gærkvöldi. SPAAK, forsætisráðherra P>elg- íu, hefur nú gert tilraun til þess að binda endi á verkföllin bar í landi, en alls eru 250 þús. málm iðnaðarmenn í verkfalli í Belg- íu. Þeir krefjast hærri lauria. Umræ&sm í íranska þinginu lýkur. París í gær. UMRÆÐUM í franska þing- inu um ákvarðanir London ráð- stefnunnar um framtíð Þýska- lands, mun ljúka í dag. Síðustu ræðuna flytm Bidault utan- ríkisráðherra í kvöld, og at- kvæðagreiðsla fer fram annað hvort í kvöld eða snemma á morgun. Bidault hefur sagt, að stjórnin muni ekki krefjast traustsyfirlýsingar þingsins, en atkvæðagreiðslan um ályktan- irnar er samt mjög þýðingar- mikil. — Reuter. Það hefir verið tilkynt, að rússneskir liðsforingjar hafi byrjað viðræður við fulltrúa hinna hernámsyfirvaldanna nm verðfestingu og samræmingu gjaldmiðilsins yfir alt Þýskr,- lands. Þá fylgdi, að viðræc ir þessar væru eingöngu skýring- ar viðræður, en rússnesku fu'l- trúarnir hefðu enga heimild til samninga. Verðfesting á næstunni. Opinberar heimildir herr'a, að Brian Robertson yfirmaóur breska hernámsliðsins hafi g/ f- ið Hermann Púnder formanni þ.ýska framkvæmdaráðsins og fleiri háttsettum Þjóðverji m nákvæma skýrslu yfir á hvem hátt verðfestingin skuli ft "a fram mræður i bresku ingiuu um Ruhr Framfíð þeirra ákveðin í samráði við Þjóðverja London í gærkvöldi. Einkaskeyti til Morgunblaðsins frá Reuter. BEVIN utanríkisráðherra Bretlands sagði í dag í neðri deild breska þingsins. að það væri stefna stjórnarinnar, að sjá til þess að koianámurnar í Ruhr fjellu ekki í hendur fyrri eigendum sínum. Ákvc'ðið í samráði við Þjóðvcrja. Þegar Bevin var spurður, hver framtíð námanna yrði, sagði hann, að það yrði síðar ákveð- ið af hernámsyfirvöldunum í Þýskalandi í samráði við full- trúa þýsku þjóðarinnar, en að fyrst og fremst yrði að koma því svo fyrir, að Þjóðverjum yrði aldrei kleyft að vígbúa sig með vopnaframleiðslu Ruhr hjeraðanna. Frakkar með alþjóðastjórn. Bevin sagði að komið gæti til mála að Ruhr yrði sett undir alþjóðastjórn, og meðal annars væru Frakkar mjög fylgjandi því. Hins vegar mega Þjóðverj- ar ekki heyra það nefnt á nafn. j Æði grípur fólkið. I Verslun og viðskifti í Rr’ir og Rínarlöndum hafa hjer i;m bil stöðvast, vegna þess að fólk óttast að það muni sitja upoi með gamla peningaseðla. /1- menningur reynir að kaupa alt hvað það getur, en kaupmcnn vilja helst ekkert selja. í íhc g- un þegar búðir voru opn .ðar var sem alt ætlaði af göflUnum að ganga, fólk þyrptist í versl- anir til þess að reyna að nota síðasta tækifærið til að kaupa fyrir gömlu peningana. FRJETTIR SEINT í GÆRKVÖLDI. Rússar fóru fram á það í kvöld við hin hern 'íns- yfirvöldin, að þau í'resti verðfestingu þýska g'jald- miðilsins um eina viku svo að rannsakað verði • ti! fullnustu, hvort hægt er að koma á samkonv '"gi. milli allra hernám i'- valdanna. Þessi beið’.r i ur á óheppilegaste ’r- . því að með yfir\ \ gjaldbreytingu verð. It viðskiftalíf Þýsk; ids lamað og má því ekki 'gg ast lengi úr þessu, að ' in nýi verðmikill komi ic.n i viðskiftalífið.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.