Morgunblaðið - 17.06.1948, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 17.06.1948, Blaðsíða 12
12 nm MORGUNBLAÐIÐ Fimmtudagur 17. júní 1948. — Meðal annara orða Framh. af bls. 8. Hversu fullkomin, sem stjórn landsins kann að virðast og hversu vel sem stjórnmála- flokkunum kann að vera stjórn að, bá er ekki hægt að koma á fót lýðræði í landinu fyrr en fólkið, sem í hlut á, skil- ur og metur lýðræðishugsjón- ina, gerir sjer grein fyrir þeim rjettindum og þeirri ábyrgð, sem lýðræðisskipulaginu fylgja. Margir bandarískir og bresk ir sierfræðingar vinna nú að því að hjálpa þýsku yfirvöld- unum í þessu augnamiði. Fyr- irlestrar eru haldnir, opinber- ir fundir og ráðstefnur. ,,Ef ekki reynist kleift að kenna Þjóðverjum þetta“, segir dr. Landin, „þá geta þeir aldrei orðið lýðræðisþjóð. •— Verkefni okkar er að vinna að bví, að þýska þjóðin skilji og noti rjettindi sín sem frjáls þjóð í frjálsu landi“. MÁLFTJTNINGS- SKRIFSTOFA Einar B. Guðmundsson Guðlaugur Þorláksson Austurstræti 7. Símar 3202, 2002. Skrifstofutími kl. 10—'*' og 1—5. BERGUR JONSSON Málflutningsskrifstofa Laugaveg 65. Sími 5833. Heimasími 9234. VONDUÐ PRENTUN A TRJE, GLER, MÁLMA, PLAST, VEFNAÐ OG PAPPÍR miiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiuiMimiiiifitmuiimvn Vjeismiðjair! Ungur reglusamur maður, baulvanur logsuðu (á þykt og þunt), rörlögnum og IB allskonar viðgerðum á vjelum og bílum, óskar Ieftir vinnu úti á landi í sumar. Aðeins löng vinna kemur til greina. — Þeir, I sem vildu sinna þessu, j I leggi nöfn sín inn á afgr. í Iblaðsins fyrir föstudags- [ kvöld merkt: „Úti á landi '■ — 884“. 1 fiiiiiiiiiiiiiMiiaiiMiiiiniiiif'ficMriuiiiiiiiiiiiiiiinimmfi - Grein Gísla Halldórssonar Framh. af bls. 11. kenningu á þessu skynjaði jeg — eins og þegar horft er á brum á trjám — ákveðið tákn þess að farið væri að vora á ný í landi þessarar stórmerku þjóð- ar. Og í hinum djörfu og vígreifu hugsjónum gamla Churehills um bandalag Vestur-Evrópu með Bretland í broddi fylkingar, hyllir undir nýrri og betri tíma, ekki aðeins fyrir Bretland sem stórveldi, heldur einnig fyrir allan hinn vestræna heim, fram- taks og frjálsræðis. Hin snjalla ræða Smuts hers- höfðingja um þetta efni, er hann hjelt ekki alls fyrir löngu, hefði þurft að birtast í íslensk- um blöðum. Jeg hef það á tilfinningunni að þessar hugmyndir um banda lag Vestur-Evrópuríkjanna eigi eftir að fá vaxandi byr og verða að veruleika. En eigum við hjer á íslandi þá, að verða vestasta ríkið í Evrópu-bandalaginu eða aust- asta ríkið í Ameríku-bandalag- inu? Þetta er þýðingarmikil raunsæ spurning, sem einhvern- tíma verður að svara. Reykjavík, 14. júní 1948. Gísli Hc.Udórsson, verkfræðingur. Lax fer í ferðalag SIGBJÖRN ÁRMANN kaup- maður hjer í bæ sendi nýlega flugleiðis til kunningja síns í Philadelphia í Bandaríkjunum, lax sem hann hafði veitt hjer á Islandi. Ferðasaga laxins er skemmtileg saga um á hve skömmum tíma er hægj að senda íslensk matvæli um hálf- an hnöttinn. Klukkan hálf fimm e. h. 7. júní er laxinn sendur með flug- vjel til Keflavíkur og frá Kefla vík leggur hann af stað kl. 10 um kvöldið með flugvjel AOA til New York. Þaðan fer hann líka flugleiðis til Philadelphia og kl. 20 mín. yfir tvö daginn eftir er laxinn soðinn og etinn þar 1 borginni Þeir sem borðuðu þennan frækna „flug“-lax segja að hann hafi verið alveg eins og glænýr herramannsmatur. ara Framh. af bls. 6. blessunar mannkyninu. Þá og þá fyrst öðlast einstaklingar og þjóðir hið sanna frelsi. Hjer er hið sanna og göfuga takmark fyrir heimili, skóla, kirkju, stjórnarvöld, já, hvern einasta einstakling í þjóðfjelag- inu að vinna að. Hinn merki stjórnmála- maður og mannvinur Roose- velt forsetí Bandaríkja Norður- Ameríku sagði eitt sinn í ræðu: Hver þjóð þarf að gera upp við sjálfa sig heimafyrir, áður en hún sendir fulltrúa á alþjóða ráðstefnu. Já, við verðum að gera upp við sjálfa oss hvaða leið við viljum halda til uppeldis s.jálfra vor, og að hvaða marki við stefnum. Lítil þjóð með göfugt og há- leitt takmark ætti á alþjóða þingi að geta átt engu óverðugri sess en stórþjóð. Gleðilega nátíð. V. E. Ríkislögreglan ungverska hefur mikið að gera. BUDAPEST — Ungverska lög- reglan hefur tekið fjölda manns fastan fyrir þátttöku í mótmæl- um gegn ungversku stjórninni í skólamálum landsins. Kviknar í háskóla- byggingu Heidelberg í gærkveldi. HUNDRUÐ stúdenta söfnuð- ust í dag saman fyrir framan eina af (háskólabyggingunum hjer í Heidelberg, til þess að krefjast þess, að hersveitir Bandaríkjanna hefðu sig þaðan brott og afhentu bygginguna aft ur til afnota fyrir háskólann. Skömmu síðar braust út eldur í byggingunni og eyðilagðist þakið og efsta hæðin. Tveir menn biðu bana í eldsvoðanum. Ekki er vitað til þess, að stúd- entarnir hafi átt neinn þátt í eldsvoða þessum. — Reuter. Undirbúningur undir kosn- ingabaráttu. NEW YORK — í prófkosningu, sem New York Herald Tribune hefur látið fara fram um hver sje líklegastur til að verða í fram boði fyrir republikanaflokkinn fjekk Dewey flest atkvæði. Ann- ar varð Vandenberg og þriðji Stassen og númer fjögur Taft. Grjef Skúla Framh. af bls. 9. þægindum, og skrifstofuher- bergjum fyrir hvern einstakan þingmann, nefndarherbergjum og ótal mörgu fleira. Hjer verður að láta staðar numið í þetta sinn. Um tog- streytuna útaf hervarnasam- vinnu þriggja norðurlandaþjóð anna vísast til sjerstakrar grein ar, þar sem segir frá ræðu Hal- vard Langes utanríkisráðherra, er hann hjelt > Malmö jiýlgga. Skúli Skúlason. * Asmundur Gestsson 75 ára ÁSMUNDUR GESTSSON, Lauga vegi 2, á 75 ára afmæli í dag. Má það að visu virðast ótrúlegt þeim, sem sjá Ásmund á förnum vegi, því '45 svo beinn er hann í baki og ljett- ur í spori, að fáir gera betur. Ásmundur Gestsson er fæddur Skarðskoti í Leirársveit 17. júní 1873, en fluttist á bamsaldri að Fer stiklu á Hvalfjarðarströnd og ólst þar upp hjá föreldrum sínum. Er hann tengdur böndum kærleiks og ræktarsemi við bemskustöðvar sin- ar. Faðir Ásmundar var Gestur bóndi á Ferstiklu Erlingsson bónda og hreppstjóra á Geitabergi. En móðir Ásmundar, og kona Gests á Fer- stiklu, var Guðrún Guðmundsdóttir bónda á Súlunesi og Ingibjargar, systur Jóns bónda Sigurðssonar, er eitt sinn bjó lengi á Ferstiklu. Er margt vel gefinna og mætra manna í ættum Ásmundar, þótt hjer sje ekki unnt að rekja, Ásmundur Gestsson stundaði nám í Flensborgarskóla og siðar kennara- nám í Danmörku 1912—1912. Um nokkurn tíma dvaldi hann og á Englandi. Aflaði hann sjer þannig j staðgóðrar menntunar, enda gjörhug ull maður og' ávalt leitandi fróðleiks og þekkingar. Aðalstarf Ásmundar var lengi kennsla, og skólastjórn um nokkurt skeið, og ávalt hefir hann stundað nokkuð kennslu ásamt öðr- um störfum. Hygg jeg að kennsla hafi látið honum vel, því að honum er það eðlilegt og lagið að skýra það skilmerkilega og ýtarlega, sem hann fer með, þá er hann fræSir aðra. En á fleira gott og gagnlegt hefir hann lagt gjörva hönd, og má þar m.a. nefna bókfærslu, reikningshald og endurskoðun, störf, sem einmitt krefjast þeirrar glöggskygni og vand- virkni, sem Ásmundi er lagiu. Hafa margir aðilar trúað honum fyrir slík um störfum. Það var annars ekki ætlun min að segja hjer ævi- eða starfssögu Ás- mundar Gestssonar, enda brestur mig margt til þess að geta það. Það voru einkum störf hans að málum Fríkirkjusafnaðarins hjer, og langt og gott samstarf við mig, sem mig langaði að minnast með þakklæti. Ásmundur Gestsson gekk í Frí- kirkjusöfnuðinn á fyrstu árum hans, en hann var stofnaður árið 1899. Fyrst sje jeg Ásmundar getið i sögu safnaðarins 17. des. 1904j þegar sam- þykkt var að stækka kirkju safnaðar ins hið fyrra sinni. Var þá Ásmund- ur kosinn í nefnd þá, er annaðist þessar framkvæmdir. 1 safnaðarráði hefir hann nú starfað um 40 ár, síð- ustu 30 árin sem fyrsti safnaðarráðs- maður, og hefir jafnframt gegnt meðhjálparastörfum við helgiathafnir kirkjunnar með þeim virðuleik, er það starf prýðir best. Allmörg ár gegndi hann og gjaldkerastörfum fyrir söfnuðinn, og var það um það leyti, sem fjárhagur safnaðarins var örðugastur vegna almenns árferðis. Sýndi Ásmundur í þvi starfi sem öðrum hve annt honum er og hefir ávallt verið um hag safnaðarins jafnt andlegan sem efnalegan. Þá hefir hann og starfað mikið í Bræðrafjelagi Fríkirkjusafnaðarins. Ásmundur Gestsson er það reyndur maður að hann hefir hlotið fulla vissu um það hvers virði crugg og bjargföst trúarsannfæring er. Hann hefir leitað að þeirri perlu, fundið hana og eignast. Hann er glaðvær maður og ljettur i lund, samfðra alvörugefni sinni og ihygli, og einn hinna skemmtilegustu manna að hitta eða heimsækja. Ásmundur Gestsson er umhyggju- samur heimilisfaðir. Hann kvæntist tvisvar, hið fyrra, sinni Helgu Helga- dóttur, en síðara sinni Sigurlaugu Pálsdóttur bónda Olafssonar frá Litlu-Heiði í Mýrdal. Eru nú eldri börn hans gift og heiman farin, en hin yngri eru mcð föður sínum. Fríkirkjusöfnuðurinn vill við þessi tímamót votta Ásmundi Gestssyni bestu þakkir fyrir safnaðarstarfið. Og sjerstaka ástæðu hefi jeg til þess að minnast með þakklæti hins nána, ljúfa og skemmtilega samstarfs við Ásmund í rúm 25 ár, frá því er jeg hóf ungur prestsstörf hjer í bæ. 1 mínu eigin nafni og margra vina annara sendi jeg Ásmundi kæra af- mæliskveðju og bömum hans og fjölskyldu allri heillaóskir. Á. s. — Hallveigarstaða- sýnlngln Framh. af bls. 10. sýningar ætti að halda oft. —• Það er menntandi fyrir alla að sjá þessa íslensku dýrgripi, sem því miður að bllu jöfnu aðeins örfáir eiga kost á að hafa fyrir augunum. M. Ds Gasperi fær frauifs- yfirfýsingu, Róm í gærkveldi. FULLTRÚ ADEILD ítalska þingsins veitti í dag stjórn de Gasperis traustsyfirlýsingu með 346 atkvæðum gegn 167. X-9 A A Efflr Roberf Sfornt i»*J. Imuics j)nJ.taí Á flugvellinum: X-9: Jæja, hjerna kemur flugvjel- þekkja hann, þegar jeg sæi hann. X-9: Hvað er in þá. Undarlegt, að þeir sögðu mjer ekki, hvern þetta-----------------? Getur það verið hann? Jeg trúi varla þeir ætluðu að senda mjer. Sögðu, að jeg myndi mínum eigin augum. Nýi maðurinn: Sæll Phil. En hvað það er gaman að sjá þig aftur kæri vinur. X-9: Ja, hver fjandinn. Aldrei datt mjer neitt slíkt í hug, að þeir myndu senda þig. Jæja það er ágætt.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.