Morgunblaðið - 17.06.1948, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 17.06.1948, Blaðsíða 9
[ Fimmludagur 17. júní 1948. MORG G TSBLAÐIÐ 0 P.t. Oslo, 9. júní. MJER FINNST dálítið hjákát- legt að skrifa mánaðaryfiriitið initt að þessu sinni, vegna þess að meirihluta undanfarins mán- aðar hefi jeg verið á götunum í Reykjavík og fjarri daglegum viðburðum Noregs. Það væri íreistandi að gera dálítinn sam- anburc) á því, sem Jón á Lauga- veginum og Óli í Karl Johans- gate tala og hugsa mest um, því að nútímasamgöngurnar gera manni kleift að hlusta á það svo að segja sama daginn, en út í þá sálma þori jeg ekki að, fara, því að þá yrði ekkert rúm afgangs fyrir almenn tíðindi. En eitt verð jeg þó að segja, því j að það þótti mjer mest áber- andi: Norðmenn hugsa miklu j minna um stríð en íslendingar. ! Og þeir trúa miklu minna á spá dóma og pýramída en við, enda hefir enginn Rutherford orðið til þess að gera þá að „hinni útvöldu þjóð“ hinna síðustu og yerstu tíma. -------Er ekki best að byrja ' með að tala um veðrið? Núna um mánaðamótin er öðru vísi Mm að litast en á sama tíma í fyrra, þegar burkurinn ætlaði allt að drepa. Nú má svo heita &ð maður „heyri grasið spretta“, eins og Brynjólfur gamli á Sela læk sagði stundum, — allt grær. Astæðan er mátulega mikill hiti ásamt mikilli úrkomu. í maí var úrkoman við Oslofjörðinn V8 mm, en í sama mánuði í fyrra 0.4 mm. Það gerir muninn. — Meðalúrkoman er 59 mm. — Bændur hjer austan fjalls gera Bjer því vonir um gott grasár, nema hvað kyrkingur verour i grastegundum, sem sáð var til í hitteðfyrra. Stórþingið situr, ber fram og samþykkir frumvörp og tek- ur ákvarðanir. Og stjórnin fram kvæmir jafnóðum. Eitt af nýju frumvörpunum er um lestar- gjald af skipum og skatt á farm gjaldsgróða, 20 aura á smálest á mánuði og 2%% skatt af inn- sigldum farmgjöldum. Þetta á að gefa 50 milj. krónur á ári. Frumvarpið nær til flutninga- skipa, sem eru yfir 300 br. smá- lestir að stærð, en í þann flokk koma 4.150.000 br. smál. af morska flotanum. Flutningaskip lundir 300 smál. og fiskiskip eru undanþegin gjaldinu. Koma Churchills er sá viðburður, sem mest hefir kveðið að í Noregi s.l. mánuð. í Oslo ætlaði allt af göfl unum að ganga, og blöðin segja, að hann hafi fengið „bestu og Innilegustu viðtökur, sem nokk Ur útlendingur hefir fengið í Noregi.“ Hann kom í flugvjel fil Fornebu síðdegis 11. maí, á- samt frú Clementínu konu sinni — Þar stóðu konungurinn og Ólafur krónprms til að taka á móti honum. Á leiðinni inn í foorgina var þjettskipað fólki meðfram akbrautinni og æpti það og hrópaði húrra, veifaði flöggum og vasaklútum og klappaði. Fylgdi þessi fögnuður stríðsmanninum alla leið að foallardyrunum, en þar voru þau hjónin til húsa meðan þau voru í Osló, sem gestir Hákonar konungs. Churchill kom með Dakota- vjel sinni, „Siiver Fly“, en sex norskar herflugvjelar voru látn ar fljúga á móti honum og mættu honum, er komið var að Noregsströnd- Og það voru fleiri en konur.gsfeðgarnir, sem tóku á móti honum á flugvell- inum. Þar var enski sendiherr- ann Lawrence Collier, Lange Noregsbrjef frá Skúla Churchil! og Hákon Noregskonungur utanríkisráðherra, Stokke for- maður bæjarstjórnarinnar í Oslo, Welhawen lögreglijgtjóri, Bernt Balchen forstjóri D N L flugfjelagsins en utan grind anna stóðu um átta þúsund manns, sem ætluðu af göflun- um að ganga þegar Churchill kom út í dyrnar á flugvjelinni, berhöfðaður og gekk til kon- ungsins og heilsaði. Hann brosti út undir eyru og smelti sí og æ V-kveðju sinni með fingrunum til hægri og vinstri, eins og forðum á Sprengisandi í Reykja vík, Frú Lous Mohr, kona há- skólarektorsins. annaðist um frú Churchii! meðan á öllu þessu stóð. Lögreglunni tókst ekki að h'alda opnu svæði því, sem af- girt hafði verið fyrir framan konungshöllina og undir eins og þeir konungur og Churchill voru komnir inn, varð aliur hall argarðurinn eitt iðandi mann- haf, sem klappaði og hrópaði á kounginn og gesti hans. Fjórum sinnum urðu þeir að koma fram á svalirnar til að láta hylla sig. Og þarna stóð fjöldi fólks fyrir neðan allt til miðnættis til að reyna að sjá gestinn. — Fjöldi hinna stærri verslana hafði skreytt gluggana með myndum af gamla manninum, og flögg voru á hverri stöng í borginni og á höfninni (nema í rússneska sendiráðinu. Þeim mun fleiri voru þau í því breska, sem er beint á móti) Þó var þetta ekki opinber heimsókn. Það var einkaferð Churchills til þess að taka á móti doktorsnafnbót háskólans, og hann var einkagestur kon- ungs, en ekki riorsku ríkisstjórn arinnar. Um kvöldið hjelt konungur fjölmenna veislu, þar sem ekki aðeins voru staddir „broddarn- ir“ úr borginni, heldur og marg ir þeirra, sem komu við baráttu Noregs á stríðsárunum, svo sem Rjukan-spellvirkjarnir og ýms- ir frægir strandhöggsmenn norskir. Aðeins konungur og Churchill hjeldu ræður. Daginn eftir fór svo doktors- kjörið fram, með þeim hætti, sem tíðkast í Oslóarháskóla, í nærveru stjórnarinnar, Stór- þingsforsetanna, sendiherra er- lendra ríkja og fjölda mennta- manna yngri og eldri. „Fest- polonaise" Johans Svendsen var leikin og svo kom akademiska skrúðgangan inn í hátíðasalinn. Mohr háskólarektor hjelt ræðu og að svo búnu hófst doktors- kjörið og aðstoðaði Eiliv Skard við það og töluðu nú báðir lat- ínu, hann og Mohr. Churchill fekk doktorshringinn og skjalið og nú söng Stúdentasöngfjelag- ið, en á eftir steig Churchill fram og hjelt þakkarræðu sína. Og að lokum flutti Mohr rektor snjalla ræðu fyrir Churchill. — Átveislan, sem doktorskjörinu fylgdi var haldin á Bristol um kvöldið og þar talaði Worm- Muller prófessor fyrir Chur- chill. Og næsta dag kom hann á fund í Stórþinginu og hjelt stutta ræðu, borðaði síðan há- degisverð hjá borgarstjóra Oslóar í Heftyehúsinu á Frogn- er, þar sem Stokke formaður borgarstjórnarinnar hjelt aðal- ræðuna og kvaðst vona, að Chur chill lánaði myndir sínar til að sýna þær í Oslo. Síðan var far- ið í Ráðhúsið. þar sem varafor-t maður bæjarstjórnar Brynjulf Bull, tók á móti. Um 20,000 manns stóðu á torginu við Ráð- húsið þegar Churchill-hjónin, konungur og krónprins komu fram á svalirnar. Þar hjelt Churchill stutta og gamansamá ræðu. Um kvöldið var veisla í ..The Round Table Club“ og hjelt aðalbankastjóri Noregs- banka, Gunnar Jahn, þar ræð- una. Föstudaginn hafði Chur- chill fyrir-sjálfan sig og laugar- dagsmorgun fóru þau hjónin til London aftur, eftir fjóra erfiða Skúlasyni daga. Fjöldi fólks utan af landi og frá Svíþjóð hafði þyrpst til Osló til þess að „skoða mann- inn‘!, og urðu sumir að vinna það til að sofa á bekkjum úth því að hvergi var húsaskjól að fá. — Óg svo kom Seyíjándi maí — Þióðhátíðardagurinn. Það er barnaskrúðgangan og athöfnin við minnisvarða hinna föllnu, sem skapa þessum degi fagran blæ. öðru fremur. Hinsvegar er útlendingi öldungis óskiljan- legt, að verðandi menntamanna stjett heillar þjóðar, nfl. stú- dentsefnin — eða ,,rússarnir“ sem þeir kalla sig — skuli nota þennan dag til þess að láta eins og hálfvitlausir menn. Jeg hefi sjeð aðfarir þeirra oft áður, en í ár sá jeg þær ekki, en eftir því sem blöðin segja þá hafa þær síst verið betri en fyri;, því að í þetta skifti byrj- uðu beir dag klukkan 3 að morgni með því að spilla svefn- friði almennings með óhljóð- um og gauragangi. Ef aðrir yrðu til þessa athæfis en stú- dentaefnin, þá mundu þeir tví- mælalaust vera kallaðir skríll. Afmælisgjöfin til konungs. Svo sem kunnugt er, efndi norska þjóðin til samskota í af- mælisgjöf handa hinum ást- sæla konungi sínum, er hann varð 75 ára í fyrra, og safnað- ist mikil fjárupphæð, er kon- ungur skyldi ákveða hvernig hann vildi nota handa sjálfum sjer. Hann ákvað að kaupa skip fyrir peningana, og nú i fyrra- dag kom hið nýja konungsskip „Norge“ til Osló og verður af- hent konungi hátíðlega í dag- Skip þetta er keypt í Englandi en hefir verið gerbreytt innan- borðs á enskri smíðastöð, en þó er alt efni norskt, sem þar er innanborðs, bæði smíði, heimil- isiðnaður, efni og listmunir. — Þar er sjerstök íbúð handa kon ungi og önnur handa ríkiserf- ingja og krór.prinsessunni, en klefar handa börnum þeirra þremur. Skipið er rúmlega 80 m langt og með ,,yacht“-lagi, líkt og „Stella Polaris“, sem margir Reykvíkingar hafa sjeð. Það er 1628 smálesir og heíur tvo 1500 hestafla dieselhreyfla og kemst 16—17 mílur á vöku. Framvegis mun konungur nota þetta skip til ferða með strönd- um fram í Ncregi og hvar sem það kemur, getur fólkið með sanni sagt að það eigi hlut í þessari glæsilegu gjöf, því að allur Noregur tók þátt í afmæl- issöfnuninni. Sitt af hverju. Landsvikai amálin eru enn á döfinni og þessa dagana er einn af þeim ,,frægu“, læknapró- fessorum, Klaus Hansen fyrir rjetti. Hann gekk í flokk Kvisl- ings skömmu eftir að NS var stofnuð, en var þó aldrei vinur hans. Hinsvegar sá hann ekki sólina fyrir Hitler og Göbbels. Meðal afreka hans var það, að hann kærði alla fulltrúa alþýðu flokksins í bæjarstjórn Óslóar. fyrir þýsku kúgurunum haustið 1940, og einnig gekk hann vel fram í því, að koma háskólan- um undir þýsk yfirráð. Annars er það af þessum málum að segja, áð síðan landsvikaradóm- stólarnir tóku til starfa, hafa sækjendurnii í málunum kraf- list dauðahegningar í 137 tilfell- um, en aðeins 48 hafa hiotið endanlegan dauðadóm, þar af 14 Þjóðverjar. Af þessurn 43 hafa 35 verið teknir af lífi, nfl. 24 Norðmenh og ! 1 Þjóðverjar. — Þrír dauðadæmdir menn hafa látist í fangelsi. Af misjöfnu þrífast börnin best. Fólkið er mætt yfir "11- um sköttunum og öllum fyrir- mælunum og cyðublöðunum, er það þarf að útfylla i hvert skil’ti sem það snýr sjer við, en svo fær það hins\cgar að heyra tíð- indi, sem því þykir vænt um að heyra og gleðst yfir. Tvrnn slík tíðindi gerðust núna nm og upp úr mánaðamótunum. —• Frá 31. maí var smjörlikið lækk að um 38 aura og sykur urn 14 aura kílóið og kostar nú hvort- tveggja 1 kr. pr. kg. eða l.itlu meira en fyrir stríð. Rífcið borg ar brúsann, en vitanlega ekki að gamni sínu, heldur til þess að balda vísitölunni innan þeirra takmarka, sem ákveðin voru sem grundvöllur fyvir kaupgjaldssamningunum í vor. Hitt er það, að stjórnin hefir gefið leyfi til þess að bifreiða- eigendur fái að nota vagna ína til þess að komast á í sumar- leyfið og úr þvl. En samkv. gíJd- andi fyrirmælum mega einkabif reiðar ekki aka nema 25 krn frá heimilisfangi sínu og alls ekki á helgidögum. Æðsti herstjóri Noregs Olav Helseth, hefir sagt af sjer em- bætti sökum ósamkomulags við hervarnaráðherrann, Hauge, og er hann þriðji maðurinn sem fer úr þessu embætti síðan Hauge varð ráðherra. Gerhnrd- sen hefir tekið upp hanskann fyrir Hauge, en málstnður þeirra virðist veikur og hefir nú verið gerð hríð að stjórninni og þess krafist að Hauge fari frá. Hefir hann orðið fyi'U þungu aðkasti áður en þó þrauk að. Mál þetta kom fram í Stór- þinginu fyrir nokkrum dögum og Gerhardsen kenndi Helseth um ósamkomulagið og gaf í skyn að hann hefði ætlað að setja sig á svo háan hest, að shkt væri ekki þolandi í týð- ræðislandi. En þessu máli er ekki þarmeð lokið. í Stórþinginu var líka annað mál á ferðinni fyrir skemmstu, sem fyllti alla áheyrendabekki þingsins. Það var tillaga stjórn- arinnar um, að Sigurd Hoel rit- höfundur fengi höfundarlaun þau, sem laus urðu við fráfall Sigurdar heitins Christiansen. Nú er það svo, að Hoel er tal- inn ef til vill besti skáldsagna- höfundur Noregs um þessar mundir, en jafnframt stundum svo berorður í lýsingum sínum, að hann hefur stórhneykslað „harðtrúað“ fólk og vandlæt- ingasamt. Kristilegi flokkurinn í þinginu gerðist til þess aO and- mæla tillögunni, þó að hann vissi að hann yrði ofurliði bor- inn, og hófust nú kappræður í þinginu og einn þingmannanna las upp í ræðu sinni allt það „sóðalegasta“ sem hann fiafði fundið í bókum Hoels. Árang- urinn varð sá að æskulýðurinn þyrptist á bókasöfnin og í búð- irnar til þess að fá bækurnar lánaðar og keyptar, en skáþla- launin voru samþykkt með 116 atkv. gegn 21. Annars er Stórþingið með* húsbyggingamál á prjónunum, því að það þarf meira og meira pláss. Nú er komin fram tillaga um að reisa stórhýsi bak við núverandi þinghús, miklu hærr'a en það gamla, með allskonar Framh. ú bls, 12#-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.