Morgunblaðið - 17.06.1948, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 17.06.1948, Blaðsíða 10
10 Fimmtudagur 17. júní 1948. M O R G V N B L 'Á Ð I Ð ven 'LíóÁin oa ^JJeimiíiÉ tfandavinn arsýning9 sem ailir ættn að sjá ÞAU eru ekki fá fjelögin hjer á landi, sem berjast fyrir góðum málstað. Aðferðirnar, sem fje- Iög þessi nota til þess að afla sínum góða málstað fjár, eru all-mismunandi. — Varla getur hugsast skemmtilegri aðferð en sú, sem fjáröflunarnefnd Uall- veigarstaða hefur valið, sem sje að efna til handavinnu- og list- iðnaðarsýningar, sem stendur yfir í Listamannaskálanum þessa dagana og ölium er menntunarauki að því að sjá. Með þessari sýningu er unnið að tveimur menningarmáium þjóðarinnar: eflingu listiðnaðar ins og byggingu kvennaheimilis- ins Hallveigarstaðir. BÆÐI INNLENT OG ERLENT Fjáröflunarn. Hallveigarstaða hefur einu sinni áður efnt til list iðnaðar- og handavinnusýn., á öndverðum vetri 1945. Voru þá nær eingöngu sýndir munir unnir af íslenskum konum. Að þessu sinni eru einnig sýndir munir frá fjarlægum og annar- legum löndum, svo sem Persíu, Indlandi og Rússlandi. Mun það gert til þess að hægt sje að gera samanburð á íslenskum og erlendum listiðnaði til upp- örvunar og þekkingarauka fyr- ir unga listiðnaðarmenn og konur. Það má vel vera, að verr hafi tekist um val hinna erlendu listmuna en á þeim ís- lensku. — En hver svo sem ástæðan er, þá bera íslensku munirnir af — þeir hafa á sjer menningarblæ, sem hina skortir flesta. stærsti blómavasi, sem nokkurn tíma hefur verið renndur á ís- landi, 1,5 m. á hæð, og var hann sjerstaklega gerður fyrir sýn- ingu þessa. — Frá „Funa“ er margt fallegra * handmálaðra keramikmuna og einnig sýnir ný leirbrennsla, Laugarnesleir, þarna sína fyrstu rnuni. Þessi tegund listiðnaðar virðist vera i stöðugri framför og á án efa mikla framtíð íyrir sjer. MYNDVEFNAÐUR Eitt af því, sem mesta athygli vekur á sýningunni er nýr myndvæfnaður frá vefstofu frú Ernu Ryel. Slíkur vefnaður hef- ur aldrei sjest hjer áður. Fyrir- myndirnar eru aðallega sóttar I Þjóðminjasafnið. Sýningargestir hafa sjer í lagi verið hrifnir af einni myndanna — bláu mvnd- inni af konunni með koluna. Ein kona sagði/þegar hún var búin að virða myndina lengi ívrir sjer: „Þetta er mynd, sem gam- an væri að hafa inni hjá sjer — eða gefa þeim, sem manni þætti vænt um“. Ungfrú Gyða Jónsdóttir hef- ur teiknað og ofið myndir ;æss- ar. Hún mun hafa lært hjá finnsku listakonunni Eva Ant- illa, sem hingað kom í fyrra að tilhlutan frú Önnu Ásmunds- dóttur. Eva Antilla er meðal frægustu listvefnaðarkvenna Evrópu. Ein forkunnartögur mynd er sýnd þarna eftir hana, í deild þeirri, sem íslensk ull hefur. Einnig er á sýningunni mjög fallegur listvefnaður eftir Áslaugu Zoega. ÍSLENSK ULL í deild þeirri sem íslensk ull hefur, fæst gott yfirlit yfir það, hve ótal margt fallegt má vinna úr ullinni okkar, ef vel er á hald ið. Þar er mikið af togvinnu, m. a. gólfteppi í sauðalitunum, ein- göngu unnið úr togi af Sigriði Guðmundsdóttur frá Efribrún, Grímsnesi. Þar eru vettliogar, sem kona á 100. árinu, Rann- veig Þorkelsdottir frá Svaða- stöðum, hefur prjónað. Hin fögru sjöl Þórdísar Egilsdóttur, unnin úr líntogi og einnig fín þelsjöl. Munirnir í deild þessari eru hvaðanæfa af landinu, allir ramm-íslenskir og virðist margt þeirra tilvalið sem minjagripir fyrir erlenda íerðamenn — ef erlendir ferðamenn eiga ein- hvern tíma eftir að heimsækja Island í stóium stíl. Þá er þarna margt af falleg- um gull- og silfurmunum, m.a. forkunnarfagrir gripir g-rðir af snillingunum Baldvin Björns- syni og Birni Halldórssvni. Út- skornir munir, m.a. eftir út- skurðarmeistarann mikla Stefán Eiríksson, handmálað postulín, haglega gerðar eftirlíkingar af vopnum frá Söguöldimú, eftir Þorleif Þorleifsson, 87 ára gömul söðulsessa, saumuð af Höilu Magnú .dóttur frá Bráð- ræði (móðir frú Guðrúnar Jón- asson), mjög skemmtileg mynd eftir Kurt Zier af Gunnari á Hlíðarenda þegar hann oiður Hallgerði um lokkinn og margt, margt fleira, sem oflangt vrði hjer upp að telja, enda er sjón sögu ríkari. IVIinningarorð nm Guðlaug Ingimundarson MIKIL AÐSÓKN HANDAVINNA SKÓLANNA Handavinnan. sem Kvenna- skólinn og Húsmæðraskóli Reykjavíkur sýna, er skínandi falleg og vel unnin. Mikið er á sýningunni af alls- konar veggteppum, og eru flest þeirra eftirlíkingar af tepoum á Þjóðminjasafninu. Þau eru yfirleitt falleg *— og myndu vera miklu fallegri, ef ekki væri um eftiröpun að ræða. Fyrir þessari sýningu nafa staðið, f.h. Hallveigarstaða* frúrnar Sigríður Magnússon og Anrheiður Jónsdóttir, en Biörn Th. Björnsson, listfræðingur, hefur sett sýninguna upp. Að- | sókn hefur vertð mjög góð. Þeg ar hafa um 2000 manns skoðað sýninguna, en hún verður opin , til mánudagskvölds. Eftir handavinnu- og listiðn' aðarsýninguna 1945 bártist f jár- öflunarnefnd Hallveigarstaða margar áskoranir umað efna oft ar til svipaðra sýninga. Og eftir hrifningu fólksins að dæma, sem sótt hefur þessa sýningu, verða áskoranirnar varla færri nú, um að fá meira að sjá. Vitanlega væri æskilegast, að ekki reyndist nauðsynlegt fyrir fjáröflunarnefndina að efna tii fleiri sýninga — að sjóðurinn fari nú senn að verða bað gild- ur, að hægt sje að hefja bygg- ingu Hallveigarstaða. En svona Framh. á bls. 12. KERAMIK Annað það, sem sjerstak.a at- hygli vekur á sýningu þe^sari, er íslenska keramikið. í deild Guðmundar Einarssonar frá,, .. . A Miðdal er t.d. sýnt kaffistell, I kyns rykk,nSumJ slaufum og blundum. Pilsið ur svortu tafti. og sem er einstakt í sinni röð, 0g!l-eðan undan Því gægist blúntlubekkur. Hjerna sjáið þið nýtísku balikjól. Blússan úr bleiku tafti, með alls- DAUÐINN er ferðhinum Guðleg gjöf, enda gefin sem siðustu launin. Mjer kom i hug þessar hendingar þeg ar jeg frjetti andlát Guðlaugs Ingi- mundarsonar netjagerðarmanns, hann ljest að heimili sínu Ásvalla- götu 6 hjer í bæ að kvöldi 7. júní s.l. Hann var fæddur 15. dag nóvem- berbánaðar árið 1877 í Minni Vogum Vatnsleysustrandarhreppi. 2 ára gam all fluttist Guðlaugur með foreldr- um sínum í Knútsborg á Seltjarnar- nesi. 1 Knútsborg og víðar á Seltjarn arnesi mun Guðlaugur hafa átt heima til 26 ára aldurs. Ungur byrj- aði Guðlaugur að stunda sjó og að- ein 21 árs lauk hann prófi við1 Sjó- mannaskólann í Reykjavik með miög góðum vitnisburði. Nú byrjaði lífs- starfið fyrir alvöru, næstu árin sigldi Guðlaugur, fyrst sem stýrimaður og bráðlega sem skipstjóri á ýmsum þil- skipum, þilskipa útgerðin var þeirra tíma nýsköpun sem var i mestum blóma nokkru fyrir og fram yfir aldamótin eða þar til togararnir fóru að riðja sjer til rúms. Árið 1904 giftist Guðlaugur Ólínu Hólmfríði Klemensdóttur ætt- aðri frá Strjúgi, Langadal, Austur- Húnavatnssýslu. aÞu hjónin eignuð- ust 3 drengi, fyrst Jón sem dó korn- ungur. Þvi næst annan Jón, sem sið- ar lærði rennismíði í Vjelsm. Hjeðinn en vann skamman tíma í þeirri iðn þar til hann gerðist einn af stofnend- um Hampiðjunnar og starfaði þar sem verkstjóri þar til hann fyrir nokkrum árum fluttist til Ameriku. Yngsti bróðurinn er Kristinn vjel- stjóri, bútsettur hjer í Reykjavík. Á þeim bræðrum hefur sannast að apl- ið fellur sjaldan langt frá eikinni, þeir hafa báðir getið sjer mjög góðan orðstýr við störf sín og al!a um- gengni við aðra menn. Árið 1912 eða eftir aðeins 8 ára hjónaband varð Guðlaugur fyrir þeirri sorg að missa konuna og stóð nú einn uppi með sína tvo ungu drengi. Um svipað leiti hafði Guðlaugur komið auga á framtiðarmöguleika togaranna og gerst stýrimaður á togaia, hann silgdi t.d. lengi sem slikur á togaran- um Braga með Jóni skip.tjóra Jó- hannssyni. j 1 annað sinn giftist Guðlaugur 8, . október árið 1915 «g gekk ])á að eiga I Jensínu Ingimundardóttir frá Kiossa- , dal í Tálknafirði. Það hefir löngum ..þótt vanda verk fyrir þær konurnai* að vera stjúpur og gang.a ungum börnum sem aðrir áttu í móðurstað. en svo var þetta vel heppnað hjá Jensínu að þeir bra'ður báðir, Jón og Kristinn hafa tjóð mjer sem þess- ar linur rita, að Jensina sálaða hafi , sýnt þeim bræðrum svo frábæra um- hyggju og ummönnun eins og hún væri hin raunverulega móðir þeirra. Árið 1918 hætti Guðlaugur sjó- mennsku og gerðist þá mjög bráðlega starfsmaður á netaverkstæði Sigur- jóns Pjeturssonar kaupmanns, þá var vinnuformaður ó verkstæðinu Þor- valdur Jónsson skinstjóri og tókst bráðlega vinótta með þeim fjelögum, enda stofnuðu þeir fyr en varði sína eigin netjagerð og setlu sig niður i húsakynnum h.f. Völundar hjer i bæ. Þetta mun liafa verið um árið 1924. Vandvirkni þeirra fjelaga var mjeg rómuð af viðskiptavinum og má enn í dag sjá glögg merki þess hjá því starfsfólki sem þar kom við sögu eða starfaði undir þeirra um- sjón. Það mun hafa vcrið á órinu 1938 sem þeir fjelagar lögðu niður þessa netjagerð. Þorvaldur sálaði þá farinn að heilsu en Guðlaugur rjeðst sem vinnuformaður til nýstofnaðrar netjagerðar sem í dag . starfar undir nafninu Netastofan h.f., og er deild j af Hampiðjunni. Gegndi hann því j starfi alt fram ti! ársins 1942, þá tók j við aðalverkstjórn á netastofunni Ingibergur Kristinsson uppeldissonur og frændi Þorvaldar sál. lónssonar, sem áður var eins og fyr segir, fje- j lagi Guðlaugs, á sama tíma setti Netastofan upp útbú austur á Eyrar bakka og var Guðlaugur vinnuformnð | ur þar og þrátt fyrir hnignandi i heilsu vann hann fram á siðasta ár og endaði sitt farsæla dagsverk hjá Netastofan h.f. Seinni konu sina misti Guðláugur 10. júlí 1946 og naut frá því um- önnunar sonar síns Kristins og tengda dóttur, Unu Kristjánsdóttur, sem um gengust hann að hans eigin sögn með sjerstakri prýði. Að lýsa uGðlaugi sólaða sjerstak- lega sem manni tekur ekki langan tima, þar voru linurnar svo hreinar, hann var þjettur á velli og þjettur í lund, andlega og likamlega vél ó sig kominn, heitur, tilfinninga maður og svo sannleikselskaður að maður gat imyndað sjerð að hann hefði tekið sjer til eftirbreyttni hið désamlega erindi Þorsteins Erlingssonar þar sem hann segir- Jeg trúi þvi sannleiki að sigurinn þinn að síðustu vegina jafni og þar vinn jeg konungur það sem jeg vinn og þvi stig jeg hiklaus og vonglaður • inn i frelsandi framtiðar nafni. Guðlaugur verður jarðsunginn frá Fríkirkjunni í Reykjavik 18. júní n.k. Við samstarfsfólk þitt kveðjum t>irr GuðUufrur með virðingu og inni- )P-„ baklrlæti fyrir samvinnuna. Gó«"’- r;'-ð varvmti big og veri þjer alt i þínum nvie beimknni. 'Jón Sigurðsson. VatnslHamyndir frá íslandi sýndar í Kalíforníu FRÚ Luise Gohl Abraham, móð ir Róberts Abraham söng- stjóra, hafði sýningu á vatns- litamyndum ffá íslandi í Ray- mond Galleries, San Francisco, dagana 28.—39. maí s.l. Sýn'ing þessi vakti -mikla hrifningu og hafa blaðinu borist nokkrar úr- klippur úr San Francisco-olöð- unum, þar sem farið er njög lofsamlegum orðum um mvndir frúarinnai1. Hún sýndi alls um 30 vatns- litamyndir, og voru þær allar frá íslandi. Hún segir í viðtali við eitt blaðið, að það, sem hafi komið sjer til þess að fara að mála, hafi verið friður og fign hinnar hrikalegu ísiensku nátt- úru. Hælir hún íslendingum á hvert reipi, segir að þeir sjeu manna vingjarnlegastir og eigi sjer gamla og rótgróna menn- ingu, sem enginn geti bó skilið til fulls, nema hann dvelji um skeið á eynni og læri íslenskuna. Frú Abraham hafði aldrei fengist neitt við málaralist fyrr en hún kom til íslands og er al- gjörlega sjálfmenntuð í beirri grein. — Hún dvaldi hjer á landi í átta ár, en ætlar nú að setjast að í Kaliforníu hjá syni sínum, Peier Abraham, en hann er kennari í hljómlist við Kaliforníu-háskólann.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.