Morgunblaðið - 17.06.1948, Page 8

Morgunblaðið - 17.06.1948, Page 8
s jsssssmrnmtmsamssm^ 1 Útg.: H.f. Árvakur, Reykjavík. Framkv.stj.: Sigfús Jónsson. Ritstjóri: Valtýr Stefánsson (ábyrgðarm.). Frjettaritstjóri: ívar Guðmundsson. Auglýsingar: Árni Garðar Kristinsson. Ritstjórn, auglýsingar og afgreiðsla. Austurstræti 8. — Sími 1600. Áskriftargjald kr. 10,00 á mánuði, innanlands, kr. 12,00 utanlands. í lausasölu 50 aura eintakið. 75 aura með Lesbók. Höíum vjer gengið til góðs-—? t MINNINGU þess atburðar, er gerðist að Þingvöllum við Öxará fyrir rjettum fjórum árum, halda íslendingar i dag þjóðhátíð. Þá var hið forna þjóðveldi endurreist og lýðveldi stofnseít á Islandi. Þegar íslenska þjóðin með einstæðri samheldni ýtti lýð- veldi sínu úr vör, voru veður öll válynd í stjórnmálum heims- ins. Hrikalegustu styrjaldarátök mannkynssögunnar stóðu sem hæst. Innrásin á meginland Evrópu var fyrir sköthmu hafin og miljónaherir lögðu þar land undir fót. Úrslitin í heimsstyrjöldinni voru að verða auðsæ, en mikil óvissa ríkti um skipan mála að henni lokinni. Bandamenn höfðu ágæta samvinnu um að ráða niðurlögum Hitlersismans. Styrjald- armarkmið þeirra var skilyrðislaus uppgjöf Þýzkalands. Þrátt fyrir það að stjórnir stórveldanna lýstu því yfir að þær vildu tryggja sjálfsákvörðunarrjett þjóðanna, ríkti þó mikil óvissa um framííð smáþjóðanna, sem margar höfðu verið hernumdar af hinum stríðandi stórveldum. Þannig var umhorfs á morgni hins íslenska lýðveldis. -----o---- Höfum vjer gengið til góðs götuna fram eftir veg? spurði Jónas Hallgrímsson samtíð sína. Við, sem í dag lifum og fögnuðum hinu endurborna sjálfstæði íslands hinn 17. júní 1944, hljótum einnig að spyrja okkur þeirrar spurningar í dag. — Island hefur síðan það gerðist lýðveldi fyrir fjórum érum aflað sjer þeirra viðurkenninga á sjálfstæði sinu, sem telja verður til horsteina hvers sjálfstæðs ríkis. Svo að segja jafnhliða lýðveldisstofnuninni viðurkendu stórveldin í vestri og austri þá ráðstöfun. Var það Islendingum meira virði en sumir hafa gert sjer í hugarlund. Viðurkenning margra ann- ara þjóða fylgdi í kjölfar yfirlýsinga stórveldanna, þs.r á meðal stjórna frændþjóðanna á Norðurlöndum. 1 dag er Island meðlimur í samtökum Sameinuðu Þióð- hnna, sem 54 þjóðir í öllum heimsálfum taka þátt í. Af því leiðir hinsvegar að allar þessar þjóðir hafa viðurkent hið islenska lýðveldi. Með þátttöku sinni í þessum víðtæku al- þjóðasamtökum hafa Islendingum skapast stórauknir mögu- leikar til þess að auka þekkingu heimsins á landi þeirra, þörfum þjóðarinnar og allri aðstöðu. Jafnhliða hafa við- skipti tekist við fleiri og fleiri þjóðir. Islenskar vörur hafa hnnið nýja markaði .þrátt fyrir margvíslegar hindranir á yegi hverskonar verslunar og viðskipta. — Út á við hefur hið íslenska lýðveldi þannig unnið mikið á og treyst aðstöðu sína á þeim fjórum árum, sem liðin eru frá stofnun þess. -----o---- Þegar litið er á þá hlið hinnar ævarandi sjálfstæðisbar- áttu, sem snýr inn á við, koma þessar staðreyndir í ljós: Með stofnun lýðveldisins hófst stórfeldasta framfaratima- bil, sem komið hefur yfir þetta land. Haustið 1944, nokkrum mánuðum eftir að fáni lýðveldisins var dreginn að hún yfir Lögbergi hinu helga, lauk tveggja ára niðurlægingartíma- bili íslensks þingræðis. Mynduð var þingræðisstjórn, sem studdist við myndarlegan meirihluta á Alþingi. Hún var mynduð til þess að framkvæma draum íslenskra manna um framfarir og umbætur. Þjóðin var bjartsýn. Alt líf hennar hafði s.l. hundrað ár snúist um hið mikla takmark, algera frelsistöku lands hennar. Því marki var náð. íslendingar fengu umbæturnar. Þeir njóta þeirra í dag á Svo að segja öllum sviðum þjóðlífsins. Menn greinir ekki á jim nytsemi þeirra, en sumir álita að þær hafi verið of órar. -----o----- En í dag minnumst við ekki aðeins þess, hvernig tímanum hefur verið varið s.l. fjögur ár síðan lýðveldi var hjer stofn- sett. Við minnumst 137. árstiðar þess manns, sem glæsileg- asta.forystu hefur haft i baráttunni fyrir pólitísku og efna- legu sjálfstæði Islands, Jóns Sigurðssonar forseta. 1 dag blessa,r hvert barn Islands minningu hans. Þess vegna er árstíð háns jafnframt þjóðhátíð íslendinga, þess vegna mun hin áevaíandi barátta fyrir óskoruðu sjálfstæði hins íslenska lýðveldi's og öryggi íslenskra manna um allan aldur verða háð undir merki Jóns Sigurðssonar. MORGVNBLAÐIÐ Fimmtudagur 17. júni 1948. \Jíhar Jzrifar: ÚR DAGLEGA LlFINU Dansað í miðbænum. ÞAÐ VERÐUR mikið um dýrðir hjerna í dag, ef veðrið nú aðeins vill hafa svolitla samvinnu við okkur. Þjóðhá- tíðarnefndin er búin að til- kynna, að dansað verði á Ing- ólfsstræti og götunum umhverf is Lækjartorg, og ekki verður skortur á hljómsveitunum, því þær verða að minnsta kosti þrjár. Það má búast við því, að það verði margt um mann- inn í miðbænum í kvöld og í dag, enda er svo komið, að 17. júní er sá dagurinn, sem ís- lendingar virðast samhentastir um að gera sem hátíðlegastan. Þetta er dagur allrar þjóðar- innar. • Góður undirbún- ingur. OG ÞESSI dagur hefur ver- ið undirbúinn, eins og endra- nær. Það verður eitthvað fyrir alla. Það er skrúðganga frá Há- skólanum fyrir börn og full- orðna, guðsþjónusta í Dóm- kirkjunni, íþróttakeppni, kór- sön^ur, fjöldinn allur af ræð- um og heilmikið af músik. Og svo verður dansað til kl. 2 eft- ir miðnsetti á Lækjartorgi og Ingólfsstræti. Hátíðahöldin í fyrra voru myndarleg og vel heppnuð. Svo ætti enn að verða í dag, ef Reykvíkingar verða jafn sam- taka um að halda vel virðingu dagsins og þeir voru í sjálf- stæðisbaráttu sinni. • Skrítið brjef. SMÁDÁLKAHÖFUNDAR dag blaðanna fá oft einkennileg brjef. Sum eru jafnvel að mestu óskiljanleg, önnur svo „æðisgengin“ að það er ómögu legt að birta þau. í gær barst Ðaglega lífinu eitt, sem er að mestu óskiljanlegt. Eftir því sem næst verður komist, vill brjefritarinn láta taka alla jarðsímakapla landsins, „sem með ströndum fram liggja“, úr sambandi, ,,því að þaðan koma segulbeygjur, sem hindra sigl- ingar skipa“. „Allar slíkar leiðslur“, heldur brjefritarinn áfram, „eru gagnslausar ....“ • Á móti símum. HANN SEGIR ennfremur: „Ritsíminn hefur ekkert að þýða, nema eyðileggingu á sam böndum og umferð skipa. Bif- reiðar og umferð öll er þann- ig háttað að síma gerist ekki þörf í borgum. Verslanir yfir- leitt svo nálægt hver annari“. Eftir því sem best verður sjeð, vill brjefritarinn því láta leggia niður alla simaþjónustu í Reykjavík, sökum þess að þessi tæki á einhvern dular- fullan hátt eyðileggja einhver dularfull „sambönd“ hjerna í höfuðborginni okkar. • Leifur á barnum. DAGLEGA LÍFINU hefur borist löng frásögn af bví, að Leifur vinur okkar heppni sje kominn í barinn í May Fair hóteli í London. Hann er að vísu aðeins á málverkum, en þar er sýnt líf þessa fræga landa okkar og bó einkum er hann fann Ameríku. í brjefjnu segir, að bæði íslenska og norska sendisveitin í London hafi útvegað listamanninum, sem málverkin gerði, heimild- ir um líf og æfi Leifs, en bar- inn barna í hótelinu heitir nú Víkingabarinn - og þykir mjög svo athyglisverður, eins og barir gerast. Hann var opin- berlega opnaður 8 þ. m. • Góður gestur. HINGAÐ ER kominn góður gestur. Hann heitir Lithgow Osborne og er forseti American Scandinavian Foundation. Os- borne hefur að undanförnu verið á ferð á Norðurlöndum og hjer kemur hann við á leið sinni til Bandaríkjanna. Mark- mið hans og fjelagsins, sem hann veitir forstöðu, er að auka kynningu Bandaríkja- manna og norrænu þjóðanna. American-Scandinavian Foundation er öflugt fjelag og þekkt og hefur þegar unhið mikið og merkilegt starf. Sam- starf Bandaríkjanna og Norð- urlanda er mikið, en það mætti vera víðtækara og ætti raunar að vera það, þegar þess er gætt. hversu margir Norður- landabúar hafa flutst vestur um haf. Síldin að byrja. NÚ FARA síldveiðarnar að býria upp ur mánaðgrmótun- um og ýmsir útgerðarmenn tala urn fátt annað. Eins og endra- nær eru blöðin byrjuð að skýra frá áliti sjómanna um veiði- útlitið .... og eins og endra- nær eru þeim ósammála. Þó er eins og flestum finnist það barla ótrúlegt, að þessi undra- fiskur eeti tekið upp á þeim skolla að bregðast okkur einu sinni enn-. En altaf er þó eitthvað „spennandi“ við síldveiðitim- ann. Útlendingar hafa jafnvel líkt veiðinni við gullæðið í Klondyke. En það væri ósk- andi að síldin brygðist okkur ekki í sumar, því nú munar um hvert síldarmál. Og það er enginn vafi á því, að hugir allra landsmanna verða með bátunum á miðunum fyrir norð an naístu mánuðina. T~'n- TT ni n 1» -T ■ -n r~i—r - - - - - - „ m—iwrimirniwnWiW MEÐAL ANNARA ORÐA . . • • Þjóðverjum gengur illa að skilja lýðræðii hugsjéuina Eftir Jack Smyth, frjettaritara Reuters í Berlín. SPURNING sú, sem erlend- ir hermenn í Þýskalandi velta aðallega fyrir sjer þessa dag- ana er: „Nú hefir prússnesku yfirstjettinni verið útrýmt, prússneska ríkið leyst upn, hin miklu iðnaðarsambönd hafa verið rofin og nasistaflokkur- inn er úr sögunni — hvernig stendur þá á því, að þýska þjóðin - getur ekki bvggt stjórnskipulag sitt að nýju á lýðræðislegum grundvelli?“ • • VEIKLEIKI Eftir því, sem dr. Harold W. Landin, yfirmaður þeirrar deild \r Bandaríkjahers í Berlín, ;era á að sjá um að efla lýð- ■æði^hugsjónina meðal Þjóð- /erja, segir, þá er ástæðan með "æddur veikleiki þýsku þjóðar- nnar. „Það er eðlilegt, að algjör Ssigur hafi dregið kjarkinn úr ->jóðinni — en það verður að ialda lifandi viljanum til þess ið lifa — til þess að vera 'rjáls þjóð og til þess að tak- \st á herðar þá ábyrgð, sem 'ylgir lýðræðisþjóðfjelagi“, seg r hann. „Það er undir Þjóð- ærjurn sjálfum komið, hvort ýðræðið verður sigursælt í Þýskalandi — en ekki hernað- aryfirvöldunum“. Hinn ævaforni þrælsótti, sem Þjóðverjar hafa ætíð borið fyr- ir leiðtogum sínum og embætt- ismönnum, sem hafa á hinn bóginn verið fullir hroka og fyrirlitningar á almúganum, tefur fyrir því, að hægt sje að koma á lýðræði í Þýskalandi. Ein sú aðferð, sem borgar- arnir í- Þýskalandi gætu notað til þess að verjast gjörræði em- bættismannanna, væri að mynda með sjer fjelög. En fólkið ber ekkj við að mynda samtök sín á milli — önnur en stjórnmálafjelög eða stjettafjelög og það sýnir glöggt einn alvarlegasta veik- leikarm í fari býsku þjóðarinn- ar í dag. • • GÆTTI LÖNGU ÁÐUR Þessa veikleika gætti löngu áður en nasistar komu til valda. Fylgjandi þróun þýskrar em bættismannastjórnar undan- farnar tvær aldir, hefir verið ótti almennings við yfirvöld- in og afneitun mannlegra rjett inda. Jafnvel meðal frjáls- lyndra manna hafa áhugamál- in undanfarin 100 ór verið önn ur en þjóðfjelagslegt og stjórn- málalegt frelsi. Einvaldskonungarnir urðu að víkja fyrir einræði hernaðar- sinna og embættismanna. Tísk an breyttist — en hegðun og eðli stjórnarvaldanna var í raun rjettri óbreytt. Þi.óðverjar af öllum stjettum hafa nú verið hvattir til þess að mynda samtök sín á milli — og á megíntilgangur þess- ara samtaka borgaranna að vera sá, að vernda þeirra eig- in rjett. Hernaðaryfirvöldin hafa við uiýíennt þörf slíkra samtaka og hafa tjáð sig fús til þess að ræða við fulltrúa þeirra um ýmislegt, er aflaga fer, en mætti bæta. • • LANGT í LAND Það er augljóst, að enn eiga þeir langt í land, sem eru að reyna að innræta þýsku þjóð- inni lýðræði. Hernaðaryfirvöldum Banda- ríkjamanna og Bretlands hefir tekist að afvopna Vestur- Þýskaland og dreifa stjórnvald inu. En sú viðleitni þeirra, að innræta fólkinu lýðræði, hefir en borið sáralítinn árangur. Hernaðaryfirvöldunum hefir fram til þessa ekki tekist að útrýma algjörlega hinum nas- istiska anda nje að fá fólkið til þess að hugsa og hegða sjer samkvæmt •lýðræðishugsjón- inni. Framh, á bls. 12s

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.