Morgunblaðið - 27.07.1948, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 27.07.1948, Blaðsíða 1
85 árgangur 175. tbl. — Þriðjudagur 27. júlí 1948. PrentsmlSJ* MorgunblaðsLðl íslensku Olympíufararnir ksma lil London ÞESSI mynd var tekin er Olympíufararnir íslensku komu til London með „Heklu“, skymasterflugvjel Loftleiða s.l. fimtudag. Fremst til hægri á myndinni er fulltrúi Olympíunefndarinnar íslensku í London, Björn Björnsson ltaupmaður, dóttir hans, Stefán Þorvarðarson sendiherra, Benedikt G. Waage, forseti ÍSÍ, Ólafur Sveinsson, fulltrúi frjálsíþróttamanna og fararstjórinn Erlingur Pálsson, yfirlögregluþjónn. Þing smáríkjanna kjósa fúlltrúana að tiltölu við fólksfjölda Sfjérstlagaþfíigsi komi saman ekki 5íðar sn I. september. Frankfurt am Main í gær. Einkaskeyti til Morgunblaðsins frá Reuter. HERNÁMSSTJÓRAR Vesturveldanna sátu í dag fund með hin- um 11 forsætisráðherrum smáríkjanna í Vestur-Þýskalandi og var verkefni fundarins að koma í verk ákvörðunum Lundúnaráð- stefnunnar um framtíð Vestur-Þýskalands, meðal annars um að komið skuli á fót stjórnlagaþingi fyrir Vestur-Þýskaland. Fyrst eftir Lundúnaráðstefnuna voru forsætiráðherrarnir algjörlega mótfallnir þeirri ákvörðun, en hafa nú skipt um skoðun og vilja fallast á stjórnlagáþing. Var ákveðið á fundinum í dag, að þvi skyldi komið á fót fyrir 1. september. Sammála um stjórnlaga- þing. Hernámsstjórar Vesturveld- anna ræddu við forsætisráð- herrana um nauðsyn þess að kqma sem fyrst á föstu fyrir- komulagi á stjórn landsins og væri það einn liðurinn í þeirri viðleitni að gera Þýskaland sjálfstætt 'og sjálfu sjer nóg. Voru þeir sammála um að það þyrfti að koma á stjórnlaga- þingi, til þess að undirbúa jarðveginn undir kosningar. Fulltrúatala í hlutfalli við fólksfjölda. Stjórnlagaþing þetta verð- ur þannig skipað, að þing hinna ýmsu smáríkjamunu kjósa full Framh. á bls. 2. Knaltspyma Olymp- íulelkanna byrjuð London í gærkvöldi. UNDANKEPPNIR í knatt- spyrnu vegna Olympíuleikanna hófust í dag. Holland og Eire áttust við í Fretton Park í Ports mouth og sigraði Holland með 3 mörkum gegn 1, þá kepptu Lux- emburg og Afghanistan og sigr- aði Luxemburg með 6 mörkum gegn engu, seinni leikurinn fór fram í Brighton. Strax og und- ankeppni'r eru búnar hefst fyrsta umferð hinna eiginlegu Olympíuleika. Mætast þá Hol- land og England og Luxemburg og Danmörk, Pólland og Banda- rikin, Ungverjaland og ítalía, Korea og Mexico, Svíþjóð og Austurríki og Frakkland og Indland. Enn er ekki vitað um þátttöku Júgóslava og Ung- verja. — Reuter. 57,000 gjafaböglar London í gærkvöldi. SAGT var frá því í London í dag, að Ný-Sjálendingar hefðu í síðastl. mánuði sent Bretum samtals 57,000 mat- vælaböggla, eða um 270 tonn af ýmiskonar matvælum. Gjafa böglar þessir komu með 11 skipum. — Reuter. Allir flutningar til og frá rússneska her- námssvæðinu yfir Vestur Þýskaland bannaðir Hannover í gær. Einkaskeyti til Morgunblaðsins frá Reuter. STJÓRN bresks bandaríska hernámssvæðisins gaf í dag út til- kynningu, þar sem bannaðir eru allir flutningar til og frá rúss- neska hernámssvæðinu gegnum bresk-bandaríska hernámssvæðið. Ástæðan fyrir þessu er, að Rússar hafa gert starf sameiginlegrar nefndar hernámsstjórnanna í Þýskalandi einskisvert, að þeir hafa breytt járnbrautarferðum eftir eigin geðþótta og ekki skilað aftur þeim járnbrautarvögnum, sem vörur höfðu verið fluttar með inn á hernámssvæði þeirra. Sagði ekki orð Gautaborg í gærltveldi. ANDREI Gromyko, fyr- verandi aðalfulltrúi Rússa hjá Sameinuðu þjóðunum, kom í dag með Gripsholm til Gautaborgar á íleið til Rússlands. — Káetuþjónn Gromykos lýsti Rússan- um fyrir frjettamönnun- um sem „fyrirmyndar far bega“. „Hann sagði ekki eiít einasta orð alla leið- ina“, bætti þjónninn við. Gromyko, sem var með 75 töskur og koffort með- ferðis frá Bandaríkjun- um, hefur í hyggju að dveljast nokkra daga í Sví bjóð áður en hann heldur áfram til Rússlands. — Reuter. Enn óvfst hvorl Marie iekst stjérnar- snyndun Gildir um allan flutning, nema póst. Bann þetta gildir um allar vörur, sem fluttar eru til rúss- neska hernámssvæðisins eða frá því, nema póstflutning. Hinsvegar gildir það ekki um vörur, sem fara eiga til ann- ars lands, en þurfa að fara yfir rússneska hernámssvæðið. Samgöngukerfið klofið. Frjettaritarar telja, að með þessari skipun sje samgöngu- kerfi Þýskalands algjörlega skipt í tvennt, en undir niðri höfðu samskiptin verið slæm áður, vegna styrkleika Rússa í hinni sameiginlegu járnbraut- arnefnd hernámsstjórnanna. Þrjár ástæður. Vesturveldin gefd þrjár á- stæður fyrir þessari ákvörðun: 1) að samvinna Rússa og Vest- urveldanna hafi verið farin út um þúfur í járnbrautarmálum Þýskalands. 2) að Rússar hafi tekið upp á ýmsum útúrdúrum, þegar flutningalestirnar áttu að fara yfir takmörk hernáms- svæðanna, svo sem að heimta umhlaðningu, og 3) að Rússar hafi svikist um að skila aftur járnbrautarvögnunum, sem sendir voru inn á hernáms- svæði þeirra. París i gær. ENN er óvíst, hvort André Marie tekst að mynda stjórn í Frakklandi. Hann hafði sett sam an ráðherralista sinn í dag og sendi flokksstjórnum þeirra flokka, sem vilja eiga þátt í stjórninni. Kaþólski flokkurinn samþykkti ráðherralistann ein- róma, en sósíalistaflokkurinn samþykkti hann með aðeins tveggja atkvæða meirihluta. — Þykir það ekki nóg, því að þá er óvíst, hvort stjórnin fær meirihluta á þingi. Marie sendi ráðherralistann aftur dálítið breyttan til sósíalista og síðast þegar frjettist var flokksstjórn- in enn að ræða um listann. — Marie gekk í kvöld á fund for- setans ,en ekki er vitað, hvað þeim fór á milli. — Reuter. SíkuAtu ^rjetlir: ri- V -ju• • Síld á Húnallóa í GÆRKVELDI bárust þær frjettir frá síldarleitarflug- vjelum, að 50—60 stórar síld artorfur hefðu sjest á Húna flóa. — Um 20 skip voru komin á þessar slóðir og menn komnir í báta. Tveir litlir bátar komu í gærkveldi til Drangsness með söltunarsíld.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.