Morgunblaðið - 27.07.1948, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 27.07.1948, Blaðsíða 8
8 MORGUWBLAÐIÐ íWðjudagur 27. júlí 1948. Bræðslusíldaraflinn er nú orðinn rúml. 100 þús. hl. — 22 skip hafa fengið 1000 mál FISKIFJELAG Islands birti í gærkvöldi þriðju síldveiðiskýrslu gína á vertiðinni. Samkvæmt henni var bræðslusíldaraflinn kl. 32 á miðnætti aðfaranótt sunnudags, orðinn 127.403 hektólítrar. Á sama tíma í fyrra var bræðslusíldaraflinn rúmlega fimm sinn- um meiri, eða 640,505 hektól. Auk þess sem þá var búið að salta síld í 12452 tunnUr. — í vikunni sem leið bárust á land alls 35.887 hl. í skýrslunni eru birt nöfn 62 skipa, sem fengið hafa 500 mál og har yfir. t Skipin 62 Af þeim 62 skipum, sem birt eru í skýrslunni, hafa 22 þeirra fengið 1000 mál og þar yfir. Með mestan afla er m.s. Helga frá Reykjavík, 1916 mál. Næstur kernur Narfi frá Hrísey og þá Andvari frá Reykjavík. Samkv. skýrslunni taka f jórir togarar þátt í síldveiðunum, en enginn þeirra hefur enn fengið 1000 mál. Afli skipanna Hjer á eftir fer skýrsla yfir af’a þeirra 62 skipa, sem skýrsl- an nær yfir og er bræðslusíldar afli þeirra miðaður við mál. Botnvörpuskip: Sindri, Akranesi 806 mál og tunnur Sa var, Vestmannaeyjum 608 Trvggvi gamli, Reykjavík 659 Ónnur gufuskip: Jökull, Hafnarfirði 903 Óiafur Bjarnason, Akranesi 620 Móforskip: Álsey, Vestmannaeyjum 769 Andvari, Reykjavík 1612 Arnarnes, ísafirði 1450 Ásgeir, Reykjavík 1066 Áamundur, Akranesi 560 Ásþór, Seyðisfirði 614 Auður, Akureyri 594 Bjarmi, Dalvik 623 Björgvin, Keflavík 1119 Björn, Keflavík 554 Björn Jónsson, Reykjavík 1490 Böðvar, Akranesi 1122 Dagný, Siglufirði 1192 Dagur, Reykjavík 1419 Einar Þveræingur, Ólafsf. 605 Eldey, Hrísey 721 Erlingur II, Vestmannaey. 649 Fagriklettur, Hafnarfirði 1390 Finnbjörn, ísafirði 806 Flosi, Bolungarvík 847 Fram, Akranesi 658 Freyfaxi, Neskaupstað 879 Garðar, Rauðuvík 1306 Guðm. Þorlákur, Reykjavik 718 Gylfi, Rauðuvík 1355 Hafdís, ísafirði 582 Helga, Reykjavík 1916 Holgi Helgason, Vestm. 1575 Ingólfur, Keflavík (GK 125) 596 Jón Finnsson, Garði 564 Jór Magnússon, Hafnarf. 897 Jón Valgeir, SúðaVík 808 Keflvíkingur, Keflavík 713 Narfi, Hrísey 1749 Njörður, Akureyri 589 Olafur Magnússon, Keflavík 534 Pjetur Jónsson, Húsavík 512 Pólstjarnan, Dalvík 1037 Rifsn.es, .Reykjavík 1333 ; 5iglup.es, Siglufirði 1604 í jleipnir, Neskaupstað 1006 15næfell, Akureyri 1431 Stígandi, Ólafsfirði 711 Stjarnan, Reykjavík 849 STraumey, Akureyri 571 Súlan, Akureyri 1195 Svanur, Réykjavík 548 Sveinn Guðmundss., Akran. 700 Sædís, Akureyri 675 Sæhrímnir, Þingeyri 939 Sævaldur, Ólafsfirði 556 Valþór, Seyðisfirði 675 Viðir, Akranesi 1418 Víðir, Eskifirði 1266 Vörður, Grenivík 582 Þorsteinn, Dalvík 556 Óðinn, Týr og Ægir, Grinda- vík 771. Þing sambands ísl. sveifarfjeiaga sett á Akureyri SEXTÍU fulltrúar taka þátt í störfum þriðja landsþings Sambands íslenskra sveitarfje- laga, sem sett var hjer á Akur- eyri á sunnudagsmorgun. Jónas Guðmundsson skrif- stofustjóri, setti þingið og var hann kosinn fyrsti forseti þess. Annar var kjörinn Þorsteinn M. Jónsson forseti bæjarstjórn ar Akureyrar. Ritarar þings- ins eru Karl Kristjánsson odd- viti, Húsavík og Eiríkur Páls- son, bæjarstjóri í Hafnarfirði. Erlendir gestir. I setningarræðu sinni gat Jónas Guðmundsson þess, að fulltrúar frá Noregi, Dan- mörku og Svíþjóð hefðu sýnt sambandinu þann heiður að sitja þingið sem gestir. Frá Danmörku eru þessir fulltrú- ar: C. E. Christiansen lands- þingsmaður, en hann er fulltrúi kauostaðasambandsins danska og er hann formaður þess. Full trúi danskra hreppsfjelaga á þineinu er M. Edelberg full- trúi í innanríkisráðuneyti Dana. Frá Svíþjóð er mættur Martin Anderson framkvæmdastjóri, en hann er formaður í sam- bandi sænskra hreppsfjelaga og er hann jafnframt á þingi þessu fulltrúi kaupstaðasam- bands Svíþjóðar. Norski full- trúinn er Rudolf Hedemann oddviti og formaður í sambandi norskra hreppsfjelaga. Hann er og fulltrúi kaupstaðarsam- bandsins norska. Hinir er- lendu gestir fluttu allir kveðj- ur við þingsetningu. Á sunnudaginn var kosið í fastanefndir þingsins. Það mun ijúka störfum á þriðiudaginn. — H. Vald. AUGLÝSllSG ER GULLS IGILDI Egill Jónsson, bóndi, Slokkalæk, sjðlugur Göfugt starf — að gróðri hlúa, gera um móa töðuvöll. Kunnátta að kunna að búa, klakklaust sigra ölduföll. Erfiðleika alla kljúfa, árvekni og hugsun snjöll. Sælt að vera sjálf síns maður, sjálfráður um tíma og starf, engum háður, hjartaglaður, höldurinn á slíkan arf. Bærinn hans er bestur staður, besta vje, er landið þarf. Egill Jónsson — öðlíngsmaður, allra besti granni — vin, vinsæll, öllum velviljaður, vel á búskap hefir skyn, prúður, hreinn í geði, glaður, gestrisinn og traustur hlyn. Öllum sínum árum slítur, Egill hjer og stundar bú. Ávaxtanna af iðju nýtur, ásamt hinni dyggu frú. Sjötugur með sæmd hann lítur sína vegferð yfir nú. Við þig hefur lífið leikið, lánið fylgt þjer árla og síð. Ungur fekstu ágætt vífið, er það lífshamingja blíð. Ljúf er æfi, laus við kífið. Lifðu bannig alla tíð. G. Sk. Sr. Eiríkur Brynjólfs- son kominn heim Keflavík, mánudag. Frá frjettaritara vorum. SJERA Eiríkur Brynjólfsson prestur að Útskálum, kona hans og tveir synir, komu loftleiðis til Keflavikur snemma á sunnu- dagsmorgun. Svo sem kunnugt er hefur sr. Eiríkur dvalið í Ameríku í rúmt ár og þjónað þar fyrsta Luth- erska söfnuðinum 'i Winnipeg, í skiptum við sr. Valdimar Ey- lands, sem þjónaði Útskála- prestakalli ,en sr. Valdimar er farinn vestur fyrir nokkrum dögum. Safnaðarfulltr. úr öllum sókn- um Útskála, tóku á móti sr. Eiríki á flugvellinum og fylgdu honum heim til Útskála. Að heimili sr. Eiríks biðu konur úr Útskálasöfnuði með góðar veit- ingar og höfðu þær skreytt heim ili prestshjónanna með blómum. Þar var sr. Eiríki og fjölskyldu hans fagnað og boðin velkomin heim. — Helgi. Ung amerísk hjón óska effir íbúð í til 2ja mánaða, frá 1. I áeúst. Tilboð sendist Cap- | tain Petee, c/o Flugfjelag | Islands, Lækjargötu 4. — | Sími 6608. BiII Vil kaupa bíl. Mætti vera ógangfær. Tilboð er greini ásigkomulag, aldur og verð, sendist Mbl. fyrir miðvikudagskvöld, merkt: „20 — 354“. Minningarorð: Stefanía Arnórsdóttir sýslumannsfrú í DAG er til grafar borin frá Sauðárkrókskirkju Stefanía Guðríður Arnórsdóttir, sýslu- mannsfrú á Sauðárkróki. Hún andaðist 14. þ. m. í sjúkrahúsi í Danmörku og er nú komin heim í fjörðinn sinn, til að hvíla þar. S.l. ár átti frú Stefanía við mikla vanheilsu að stríða, von- irnar um bata voru veikar, þó hefur farið svo, sem jafnan fyr, að „dáin, horfin“ er sú stað- reynd, sem flestum reynist erf- itt að sætta sig við og skilja til fulls. Vinum hennar flutti andlátsfregnin skugga sorgar- innar og þegar við kveðjum hana í dag viljum við jafnframt þakka, að hún hefir gefið okk- ur minningarnar um mikilhæfa drengskaparkonu, er var traust ur vinur vina sinna. Frú Stefanía Arnórsdóttir fæddist að Felli í Kollafirði 15. apríl 1889. Var hún dóttir hjón- anna sjera Arnórs Árnasonar frá Höfnum, síðast prests í Hvammi í Laxárdal og fyrri konu hans Stefaníu Sigríðar Stefánsdóttur. Var frú Stefanía Arnórsdóttir komin af góðum ættum og verður það ekki rak- ið hjer. I bernsku misti hún móður sína og ólst eftir það upp með föður sínum og seinni konu hans Ragnheiði Eggertsdóttur, sem mun hafa reynst henni ágæt stjúpmóðir. Jeg hefi hevrt um það rætt, að hin unga prestsdóttir hafi vakið á sjer athygli fyrir fríð- leik og atgerfi. Fór hún til náms í Kvennskóla Reykjavík- ur einn vetur, en stundaði að því námi loknu kennslu og verslunarstörf. Árið 1915 giftist hún eftir- iifandi manni sínum, Sigurði Sigurðssyni frá Vigur og var heimili þeirra fyrstu búskapar- árin á Isafirði, í Reykjavík og Vestmannaeyium, en 1924 fluttu þau til Sauðárkróks, er Sigurður var skipaður sýslu- maður í Skagafjarðarsýslu og hefir heimili þeirra verið þar síðan. Þau hjónin eignuðust 9 börn, þrjár dætur og sex syni, sem öll eru á lífi og mannvænleg. Eru tveir yngstu synirnir nem- endur í Mentaskólanum á Ak- ureyri og fjögur systkinanna eru gift. Naut frú Stefanía þannig þeirrar igleðl, að 'sjá börn sín öll uppkomin og fá að veita barnabörnum sínum ástúð og umhyggju, ekki síst litlu Stefaníu Arnórsdóttur, er lengst barnabarnanna var með ömmu og afa. Frú Stefanía var atorku kona og hafði margt að vinna, en á s.l. sumri, er hún gekk að dag- legu starfi sínu á heimilinu, var hún snögglega gripin þeim sjúk dómi, sem nú hefir dregið hana til dauða. Eftir það var hún sjúklingur, ýmist í heimahúsum eða sjúkrahúsi og för hennar í vor til Danmerkur var farin í von um það, að þar kynni hún að fá bót meina sinna. Fyrir nokkru fór Sigurður sýslumað- ur einnig til Danmerkur og ætlaði að eyða þar sumarleyfi sínu. Dvölin þar varð styttri en ætlað var, hann er nú kominn heim aftur með brúði sína ör- enda. Verkahring húsfreyjunnar fylgja oftast nær áhyggjur og erfiði, samfara gleðinni sem fæst við það að veita ástvin- unum skjól og hamingju og gestum beina, með þeirri rausn og alúð, sem hæfir íslenskri höfðingslund. Verkahringur frú Stefaníu hefir oft verið erfiður. Húsmóðurstaðan á hinu stóra og gestrisna sýslumanns heim- ili og erfiði móðurinnar við uppeldi níu barna, er mikið starf og veglegt. Þessu dags- verki hefir frú Stefanía lokið með sæmd. Jeg veit að ástvinir hennar bakka benni æfistarfið, hvern dae sem hún vann fyrir velferð þeirra og hamingju. Við. sem nutum þess, að vera lengi nágrannar hennar, þökk- um henni vináttu og gæðin við börnin okkar, því hjá henni mættu þau æfinlega sama hlý- hug. Skagfirðingar þakka húsfreyj unni á sýslumannsheimilinu fyr ir störf hennar þar og fyrir það, að hún gaf sjer einnig tíma til að sinna fjeiagsmálum, sjer- st.aklega fjelagsmálum kvenna. Vinir frú Stefaníu í Skagafirði og annarsstaðar kveðja hana með virðingu og þökkum. Saga hennar er óskráð, en hún er geymd í minningum þeirra, er kyntust hæfileikum hennar og mannkostum, þar fær hún gott eftirmæli. P. Hannesson. | Sá sem getur útvegað mjer f Silfurbúinn staf I situr fyrir herbergi í mið- | i bænum. Tilboð merkt: f i ..Göngustafur — 347“ f j sendist afgr. Mbl. ! | BERGUR JÓNSSON Málflutningsskrifstofa ! Laugaveg 65. Súnl 5833, Heimasími 9234.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.