Morgunblaðið - 27.07.1948, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 27.07.1948, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐI& Þriðjudagur 27. júlí 1948. J Framboð SjáSfsfæðisflokkslns í Snæfellsnessýslu: Sigurður Ágústsson útgerðurmuð- ur vulinn frumbjóðundi. Gunnur Thoroddsen óskuði uð verðu þur ekki 1 kjöri LAUGARDAGINN 24. júlí hjelt hjeraðsnefnd Sjálfstæðisflokks- ins í Snæfellsness- og Hnappa- dalssýslu fund að Görðum í Staðarsveit. Mættir voru full- trúar úr öllum hreppum sýsl- unnar, alls 48, en fyrir hönd miðstjórnar mættu þeir Ólafur Thors formaður Sjálfstæðis- flokksins og Gunnar Thorodd- sen aiþingismaður. Ákvörðun um framboð Fundurinn vay boðaður í til- efni af því, að Gunnar Thor- oddsen hafði tilkynt miðstjórn flokksins, að hann hefði tekið um það endanlega ákvörðun, að verða ekki í kjöri 'i Snæfellsnes- sýslu við næstu aiþingiskosning- ar, vegna þess að hann teldi sjer ekki auðið til lengdar að vera í senn borgarstjóri í Reykjavík og þingmaður kjördæmis úti á iandi. Fyrir hjeraðsnefndar- fundinum lá því að taka ákvörð- un um frambjóðanda fyrir kjör- dæmið við næstu alþingiskosn- ingar. Fundarstjóri var kosinn sjera Þorgrímur Sigurðsson á Staðarstað. í upphafi fundarins skýrði Gunnar Thoroddsen frá þessari ákvörðun sinni, en Ólafur Thors gerði grein fyrir því, hversvegna miðstjórn flokksins hefði talið óumflýjanlega nauð- syn að leggja að Gunnari Thor- oddsen um að taka að sjer borg- arstjórastöðuna, þegar fyrver- andi borgarstjóri, 'Bjarni Bene- diktsson, tók að sjer embætti utanríkisráðherra ,enda þótt það hefði þá þegar verið Gunnari Thoroddsen og miðstjórn flokks- ins Ijóst, að afleiðing þessa yrði sú að Gunnar Thoroddsen mundi ekki sjá sjer fært að gegna til frambúðar þingmennsku fyrir Snæfellinga. Mfltlar umræður Hófust nú langar umræður, og tóku þátt í þeim, auk um- boðsmanna miðstjómar, milli tuttugu og þrjátíu fundar- manna. Hörmuðu þeir allir, að svo hefði til tekist, að nú væri að öðru sinni með samþykki mið stjórnar af þeim tekinn þing- maðurinn. Mættu Snæfellingar að sönnu miklast af því, að þeir hefðu borið gæfu til að velja þingmenn, er þættu bera svo af öðrum, að þeir væru valdir til hinna þýðingarmestu starfa í þjóðfjelaginu og yrði að viður- kenna, að Sjálfstæðismenn í hjeraði hefðu ekki rjettmæta á- stæðu til að kvarta yfir því, þó að þeirra sjerstaka fulltrúa væri í enn ríkara mæli falið að þjóna helldinni. Viðurkenndu ræðu- ihénn almennt þau rök, sem umlx)ð.smenn miðstjórnar /hefðu fært fyrir því, að Gunnar Thor- oddsea ljeti af þingmennsku fyrir Snæfellinga að loknu þessu Frá fundi hjeraðsnefndar Sjáifstæðis- flokksins. Sigurður Ágústsson. kjörtímabili og sögðust nú mundu enn sýna bæði flokknum og alþjóð manna, að þeir bæru gæfu til að velja sjer fulltrúa, sem mundi sóma sjer vel á vett- vangi stjórnmálanna. Einhugur um Sigurð Ágústsson Sá hjeraðsnefndarmanna, sem fyrstur tók til máls, ljet í ljós þá skoðun, að úr því að menn þyrftu nú að sjá á bak Gunnari Tnoroddsen sem þingmanni, væri mjög æskilegt að valinn yrði maður innan kjördæmisins til þess að taka við af honum og skýrði jafnframt frá því sem sinni skoðun, að þá mundi far- sælast að fara þess á leit við Sigurð Ágústsson og útgerðar- mann í Stykkishólmi, og að hann gæfi kost á sjer til þing mennsku við næstu kosningar. Taldi ræðumaður, að Sigurður væri allra manna vinsælastur í hjeraði sakir atgjörvis og mann- kosta og mundi engum manni þýða að fara á móti honum. Allir hinir mörgu ræðumenn, er á eftir töluðu, tóku mjög í sama streng. Að loknum hinum löngu um- ræðum ljet fundarstjóri fara fram atkvæðagreiðslu um það, hvern menn teldu heppilegast að hafa í kjöri af hendi flokks- ins, Hlaut Sigurður Ágústsson 45 atkvæði, en 2 seðlar voru auðir. Að lokinni þessari át- kvæðagreiðslu skoraði formað- ur flokksins á Sigurð Ágústs- son að verða við áskorun fund- armanna. Sigurður Ágústsson tók nú til máls og skýröi frá þvi, að enda þótt hann vegna umíangsmikils atvinnureksturs og margvíslegra opinberra starfa teldi sig þegar hafa færst svo mikið í fang, að ekki væri á það aukandi, sæi hann sjer þó ekki fært annað en að verða við jafn eindreginni áskorun fundarmanna og miðstjórnar flokksins, enda þótt af því mundi leiða, að hann yrði að gera sjerstakar ráðstafanir vegna forstöðu fyrirtækja sinna ef hann hlyti kosningu til al- þingis. Var Sigurði ákaft fagnað af öllum fundarmönnum, enda hef- ur það lengi verið kunnugt, að hann hefur oft átt þess kost að verða í kjöri fyrir Snæfellinga, en jafnan verið ófáanlegur til þess, þótt hann nú hafi orðið viö brýnni þörf flokksins. Kosið í stjórn hjeraðsnefndarinnar Voru nú enn fluttar margar ræður og umboðsmönnum mið- stiórnar þakkað fyrir komuna. Ljetu menn jafnframt í ljós mikla ánægju yfir þeim einhug, sem ríkt hefði á fundinum, sem yfir hinu, að Sigurður Ágústs- son hefði nú gefið fyrirheit um að taka að sjer framboð fyrir flokkinn. — Var á mönnum að heyra, að enginn mundi láta sitt eftir liggja til að tryggja kosn- ingu þessa ágætismanns. Sjálfstæðismenn um land allt munu fagna því, að jafn ágætur maður sem Sigurður Ágústsson he.fur nú gerst virkur þátttak- andi í forustuliði Sjálfstæðis- flokksins og mun mörgum þykja betur hafa úr rætst, en á horfð- ist fyrir Snæfellinga, úr því að nauður rak til að sviíta þá hin- um ágæta þingmanni, sem þeir hafa haft á undanförnum árum. Að lokum var kosin stjórn hjeraðsnefndar og hlutu kosn- ingu Kristján Gunnarsson skóla stjóri og oddviti á Sandi, for- maður, Kristján Steingrímsson sýslumaður, Stykkishólmi, Þrá- inn Bjarnason bóndi, Böðvars- holti, Staðarsveit, sjera Þor- steinn L. Jónsson, Söðylsholti, Eyjahreppi, og Böðvar Bjarna- son smiður, Ólafsvík. — Veslur-Þýskaland Framh. af bls. 1 trúana og mun hvert ríki fá fulltrúa í tiltölu við fólksfjölda. Fyrir 1. september. Þingin í smáríkjunum munu eins fljótt og kostur er kjósa sína fulltrúa, en vonast er til, að stjórnlagaþingið geti komið saman fyrir 1. sept. Vilja sameiningu við A.-Þýskaland. Á fundinum lögðu forsætis- ráðherrarnii' allir mikla á- herslu á það, að þeir óskuðu að Austur-Þýskaland sameinaðist Vestur-Þýskalandi. Bretar og Bandaríkja- menn ráðgast um Þýskalandsmálin ----- i Önnur móiinæíaorðsending í vændunt London í gær. Einkaskeyti til Morgunblaðsins frá Reuter, BRESK-BANDARlSK ráðstefna var haldin í dag í utanríkis- málaráðuneytinu breska og snerist hún um Þýskalandsmálin, Stjórnmálafrjettaritarar telja liklegt, að rætt hafi verið um hina væntanlegu ítrekun Vesturveldanna á mótmælaorðsendinga til Rússa, vegna samgöngubannsins við Berlín. Sú mótmælaorð- sending mun verða byggð á ályktunum þeim, sem gerðar voru a fimmveldaráðstefnunni í Haag í síðustu viku. Sumarslátrun hefst ekki strax SUMARSLÁTRUN dilka, var leyfð frá og með deginum í gær að telja og jafnframt ákvað fram leiðsluráð landbúnaðarins verð dilkakjötsins, sem er kr. 21,00, í smásölu. Slátrun dilka má þó ekki hefj- ast í þessari viku og sennilega ekki heldur í þeirri næstu. Bænd- ur telja dilkana ekkj vera slátr- unarhæfa og þykir sennilegt að slátrun þeirra hefjist ekki al- ment fyr en um miðjan ágúst. Máhrerkasýning á Akureyr! Akureyri, mánudag. Frá frjettaritara vorum. LISTAMENNIRNIR Barbara og Magnús Árnason, opnuðu hjer málverkasýningu í dag, í Gagnfræðaskólanum. Á sýningunni eru 50 málverk eftir Magnús og 25 vatnslita- myndir eftir frú Barböru. Vel helmingur verkanna eru frá Grímsey, en þar hafa hjónin dvalið síðan í vor. Aðrar mynd- ir eru frá ýmsum stöðum á land inu, svo og hugmyndir og mannamyndir. — Þetta er fjórða sýningin, sem þau halda hjer á Akureyri. Sýningin stend ur til n.k. sunnudags. — H.Vald. Bemadotíe fer til Sví- þjóðar á rauðakross- fund Rhodos í gær. BERNADOTTE greifi sagði blaðamönnum, að hann ætlaði ekki á næstunni að kalla full- trúa Gyðinga eða Araba á sinn fund til Rhodos. Er það vegna þess, að greifinn er á förum til Svíþjóðar, þar sem hann ætlar að sitja fund alþjóðarauðakross- ins. — Reuter. Mesli hiti þessa sumars í Brellandi London í gær. YFIR helginga var mjög gott veður í Bretlandi og notaði fólk sjer það til að fara upp í sveit- irnar og á baðstaðina. Mestur hiti á þessu sumri var í dag, í kringum 30 stig á Celsíus. ^Þeir, sem sitja fundinn. Ráðstefnu þessa sátu fyrir Bretlands hönd Bevin utanrík- isráðherra, William Strang sjer fræðingui; bresku stjórnarinnar í Þýskalandsmálum og Peter- son, sendiherra Breta í Moskva. Fyrir hönd Bandaríkjanna sátu fundinn Lewis Douglas, sendi- herra Bandaríkjanna í Lond- on, Bedell Smith, sendiherra þeirra í Moskva og Charles Bohlen, sjerstakur sendimað- ur bandaríska utanríkisráðu- neytisins. Itrekun á mótmælum til Rússa. Ræddu þeir um Þýskalands- málin vegna ítrekunar á mót- mælaorðsendingu til Rússa, sem væntanleg er á næstunni. Er talið, að bæði breski og bandaríski sendiherrann í Moskva hafi krafist þess að fá að vita til fullnustu öll smá- atriði í sambandi við mótmæl- in. Ékki er talið, að þau verði send Rússum fyrr en á mið- vikudag. Brelar og Banda- ríkjamenn hreinsa Hvalfjörðinn UNNIÐ HEFUR verið að því undanfarna mánuði að fá stjórnarvöld Bandaríkjanna og Bretlands til þess að hreinsa burt úr Hvalfirði allt það, sem sem eftir hefur verið skilið þar á sjávarbotni af setuliðinu, svo sem keðjur, akkeri, víra og ann að sem truflun veldur við veið- ar í firðinum og skemmdum á veiðarfærum. Bretar hafa alveg nýlega lof- að að senda skip eftir eina til tvær vikur til þessara starfa og vonast er eftir jákvæðu svari frá Bandaríkjunum einhvern allra næstu daga um hreinsun af þeirri hálfu. (Samkv. frjetí frá utanríkisráðuneytinu). Brelar þakka björg- un úr sjávarháska BRESKI sendiherrann í Reykja vík, Mr. C. W. Baxter, hefur beðið utanríkisráðherra a'ö flytja bestu þakkir frá bresku ríkisstjórninni til skipstjóra og skipshafnar togarans „Júlí“, er bjargaði skipshöfn breska tog- arans „Lord Ross“, 2. apríl s.l, Hinn breski togari var á leið- inni til Reykjavíkur með sjúk- an mann, er hann strandaði og sökk nálægt mynni Skerja-« fjarðar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.