Morgunblaðið - 27.07.1948, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 27.07.1948, Blaðsíða 10
MORGUN8LA&H3 10 KENJA KONA C-ftif íSeH. s4m.e* 'lÁJi.ffiamí 138. dagur Jeg hefi verið slóttug síðan jeg man eftir mjer. Jeg komst fljótt að því að gf jeg gerði dálítið fyrif karlmenn, þá vildu þeir allt fyrir mig gera. Faðir minn var stór og .sterkur, stærri en þú, Dan. Hann hefði verið vænsti maður ef jeg hefði ekki verið svo slóttug og miskunn- arlaus, að jeg gerði hann hálf- brjálaðan,-svo að hann breytti skammarlega og hataði mig á eftir og iangaði mest til að deyja. Ó, Dan, Dan .... En hún var ekki altaf svona slæm í sinn garð. Stundum á- feldist hún John og formælti þeim öllum. Og þegar vinir hennar höfðu verið í heimsókn hjá henni, þá talaði hún um þá við Dan og úthúðaði þeim á allan hátt, „Þessir heimskingj ar, þessir grasasnar, sem halda að jeg hafi verið góð og göf- uglynd. Þessir dæmalausu asn- ar“. Hún talaði með sjerstakri fyrirlitningu um þetta auðtrúa fólk, sem hafði mætur á henni. „Mig. langar mest af öllu til þess að hrækja framan í smett in á þeim. Mig langar til þess að segja þeim — —“. Hún kipraði augun ofurltíið og sagði í meiri geðshræringu: „Mig langar til að segja þeim alt það sem jeg hefi sagt þjer. Það væri gaman að sjá framan í þau þá“.. En svo áttaði hún sig, leit á hann og spurði: „Heldurðu að .ieg sje gengin af vitinu, Dan?“ Svo sagði hún nokkuð byrstari: „Nei, auðvitað ekki, þú ert of líkur John til þess að þú getir aétlað nokkrum manni nokkuð illt. Og trúðu mjer ekki þegar jeg segi eitthvað Ijótt um sjálfa mig. Viltu lofa mjer því, Dan?“ Slíkar stundir átti hann marg ar með henni. Það kom ekki fyrir sá dagur frá því að hann kom heim og þangað til hún dó, að hann sæti ekki lengur eða skemur hjá henni. Og þetta varð langur og erfiður tími. Hann hefði ekki afborið það, hefði hann ekki fengið styrk til þess frá föður sínum, og eins frá Beth. En altaf var hann reiðubúinn að reyna að gleðja móður sína og stytta henni stundir. Þegar hann kom til hennar hækjulaus í fyrsta skipti, þá varð hún mjög glöð. En það fór af þegar hann sagði henni að hann ætti þeim Meg og Beth að þakka að hann hefði fengið stígvjel, sem gerði hon- um fært að ganga. Þá fór hún að snökta eins og krakki. -- VII. Dan hafði yart verið einn mán- uð heima þegar hann fann það að hann langaði mest af öllu til að giftast Beth, en sagði við sjálfan sig að hann mætti það ekki. Hún var ung og glæsileg stúlka, en hann var farlama maður. Honum var mest fróun þegar móðir hans var að gera út af við hann, að fara á fund Beth, en er hann komst að því að hún elskaði sig, þá leist hon- um ráðlegast að forðast hana. Og einu sinni um haustið er þau Meg voru tvö ein, sagði hann: „Jeg skal segja þjer — jeg hefi verið að hugsa um — að það sje ekki rjett að við Beth sjeum svo mikið saman“. Meg hugsaði sig um stund- arkorn og var alvarleg á svip- inn.. Svo spurði hún með hægð: „Kantu ekki. betur við þig hjer en annars staðar?“ „Jú------en Beth ætti frem- ur að umgangast ungt fólk. Nú getur hún það ekki vegna þess að hún er altaf að stjana við mig“. Hún sagði eins og hún hugs- aði upphátt: „Þú ættir að vita það að Beth hefir þótt vænt um þig síðan hún var barn að aldri“. „Jeg veit hvað þú átt við, en nú er Beth að verða fullþroska stúlka og þá er kominn tími til þess að hún fari að elska einhvern11, sagði hann. „Hún er nú þegar fullþroska stúlka“, sagði Meg blátt áfram. „Og hún elskar þig“. Hann vissi að þetta var satt, en hann mælti hálf gremjulega: „Gætir þú hugsað þjer það að hún færi að bindast örkumla- manni eins og mjer?“ Meg brosti. „Mjer mundi þykja vænt um það“. sagði hún. „Enn það kem- ur víst málinu lítið við hvað mjer finnst. Beth vill fara sínu fram. Þú ættir að spyrja hana“. Hann hugsaði sig um stund- arkorn og mælti svo hikandi: „Og hverju heldurðu að hún mundi svara?“ „Hvað finnst þjer sjálfum um það?“ spurði Meg. „Það er ekkert að marka. Hún er ekki orðin nógu göm- ul til þess að vita hvað hún vill“, sagði hann. „Hún vor- kennir mjer vegna þess að jeg er kominn fatlaður úr stríð- inu. En jeg verð að sýna dreng skap gagnvart henni“. „Beth er enginn káni“, sagði Meg alvarlega. „Hún veit hvað hún vill og hún þekkir líka til- finningar sínar“. Svo brosti hún og varð þýðlegri á svip. „Jeg hefði ekki ráðlagt þjer Dan, að spyrja hana, ef jeg væri ekki viss um hverju hún muni svara. Mjer kæmi síst til hugar að hafa þig að ginning- arfífli". En Dan hafði hvorki hug nje dug í sjer til þess að tala við Beth. Einu sinni sem oftar kom Meg að heimsækja Jenny. Dan tók á móti henni. Þá skipaði Meg hon um að fara til Beth. „Jeg sagði henni að jeg mundi senda þig heim“, sagði hún. „Jeg ætla að vera hjerna hjá Jenny á með an. Farðu nú Dan. Þú hefir ekki gott af því að sitja hjer altaf“. Svo tylti hún sjer á tær og kysti hann brosandi. „Flýttu þjer nú“, sagði hún svo og hljóp upp stigann. Dan lagði af stað, en hann fór brátt að skjálfa af geðshrær ingu Hendurnar á honum skulfu og hann glápti undr- andi á þær. Hann var bæði kvíðandi og fagnandi yfir því sem í vændum var. Hann kaus að fara gangandi. Auðvitað hefði hann getað farið í vagni, en veðrið var framúrskarandi gott, og hann var orðinn nokk- uð fær til gangs. Á leiðinni mætti hann ýms- um.kuningjum og tók þá tali. En þess á milli flýtti hann sjer allt hvað af tók. Þegar hann nálgaðist húsið, fór hann þó að verða óstyrkari á fótunum, óg seinustu skrefin drógst hann áfram. Hún hlýtur að hafa átt von á honum því að hún opnaði áð- ur en hann gæti barið að dyr- um. „Komstu gangandi11, mælti hún glaðlega. „Já, jeg gekk alla leið“. Hann hafði aldrei gengið jafn langt síðan hann komst á fæt- ur. „En hvað það er gaman“, sagði hún feginsamlega. Svo gengu þau inn í dagstofuna og hún bauð honum sæti fyrir fram an arininn. Fyrst í stað þögðu þau bæði og hann var ein^ og á nálum. Að lokum spurðijjiún hvernig Jenny liði, og hann sagði henni frá því: „Þjáningarnar aukast með hverjum degi og það dregur alt af af henni“. ó „Það er þungbært fyrir þig að burfa að sitja yfir fenni altaf“. || „Hún vill það helst“. Svo varð þögn aftur. J^lt í einu spurðj hún: „HverrSg er það — talið þið samanlf'alla daga?“ „Hún talar mikið. Henní þj'k ir gaman að því að talj£|við mig. Að vísu talar húnj.ekki við mig“, bætti hann við.|“,Það er miklu líkara því aðphún hugsi upphátt um ævi fíina, einkum þá er við drenjirnir vorum litlir. Henni líður^ijög illa stundum“. 0-, „Jeg veit það“, sagði >piún, „Hún hefir ekki litið gj^ðan dag síðan þeir Mat og Torrf' fóru til Suðurríkjanna. Jeg vilj|I að þeir hefðu ekki farið þaiigað, Dan. Hún tók það svo pærri sjer, einkum vegna þess að hún hefir altaf verið á móti Sunn- anmönnum". Hann kinkaði kolli og|'hún sagði í meðaumkunartón:; „Hún á það ekki skili'ð að henni líði illa og að húnjþjá- ist, hún sem altaf hefir yerið svo góð og hjálpað mörgum. Óllum þykir vænt um haha“. Honum fannst það undar- legt að Beth skyldi trúa þéssu. En hann mintist þess að Állir, sem eitthvað höfðu kynst þióð- ur hans mundu segja hið áama um hana. , „Hún er tápmikil, Bþth“, sagði hann. „En mjer getfg'ur það nær hjarta að horfa uþþ á hvernig henni líður“. jíí, ', „Jeg vildi að það hefði fkísi mætt svona mikið á þjer“., „Mjer þykir vænt um að geta glatt hana“, sagði hapn. „En henni liggur eitthvað á hjarta, eitthvað, sem hún'vill að allir fái að vita“. „Hvað getur það verið?“ „Jeg veit það ekki. Hún hef- ir þrásinnis sagt, er talið barst að fólki hjer í borginni: Jeg vildi að jeg gæti sagt þeim það“. „Hvers vegna segir hún þjer ekki frá því?“ „Jeg veit það ekki“, sagði hann enn. „Jeg held að það sje eitthvað skrítið, því að hún verður altaf svo kankvís þégar hún minnist á það“. Hann þagn aði skyndilega því að híann mintist þess hvað gleði hQnn- ar var stundum ónáttúrleg. Beth spurði einkis fraiþar. Hún hallaðist áfram og horfði í eldinn. Honum þótti gott að Þriðjudagur 27. júlí 1948. Svört og hvít Austurlenskt ævintýri. 16. Ekki veit jeg, hvort þú ert að heimska þig, eða hvað, sagði hann, en eyjan Komora liggur 200 dagleiðir frá þessu landi, sem þú nefndir. Það eru aðeins þjónar Sigurrósar drottningar, sem komast þá leið á þremur dögum, en þeir fara hraðar en vindurinn. Gleði Akmeðs prins var meiri en undrunin. Jeg er þá kominn í ríki Sigurrósar, sagði hann. Það var einmitt drottningin, sem jeg vildi finna. Viltu koma mjer á fund hennar. Fiskimaðurinn hristi höfuðið. Það er ekki svo auðvelt, sagði hann. Því að fundi Sigur- rósar ná aðeins þeir, sem hún vill tala við. En þú getur haldið áfram meðfram kóralrifinu, þá muntu koma að háu hamrabelti, en þú kemst áfram fyrir það, því að í klettana er höggin braut, sem er lögð marmara. Hún liggur í kráku- stigum upp á fjallið og innan skamms ertu kominn að hlið- inu, sem er að hallargörðum drottningarinnar. Þú skalt staðnæmast við hliðið og ef Sigurrós drottning vill veita þjer áheym, muntu ekki þurfa að bíða lengi. Akmeð fór leiðina, sem fiskimaðurinn hafði sagt honum og hjelt áfram eftir marmarabrautinni. Brátt kom hann að hliðinu, sem var gert úr silfurgrind, sem var lögð með gulli. Þegar hann leitaði að loku, opnaðist hliðið af sjálfu sjer og Akmeð sá fyrir framan sig skógargöng með gullaldintrjám og blóm til beggja handa í dásamlegum litum. Akmeð fannst hann aldrei hafa sjeð neitt, sem jafnaðist á við þessa miklu fegurð. Hann steig af baki, vegna þess, að honum fannst ekki hæfa að ríða inn í garð drottningarinnar og þá kom fram úr skógarfylgsnunum þjónn búinn gulli og purpura, sem tók við hestinum og benti Akmeð án þess að segja eitt orð, hvert hann skyldi ganga. Og Akmeð gekk áfram eftir laufgöngunum, undrandi og forvitinn eftir, hvað nú tæki við. Göngin hjeldu áfram í sveigjum. Síðan kom hann að læk, sem gullbrú lá yfir og hinumegin var stór sljetta, þar sem ilmsæt blóm vögguð- ust í blænum svo þúsundum skipti og fyrir framan gnæfði snjóhvít marmarahöll. Akmeð fannst hann vera kominn til paradísar, en hann f jekk varla tíma til að hugsa um um það, því að tvær þernur birtust, sem tóku í sitt hvora hönd hans og leiddu hann inn í fagran lund, þar sem kona lá á mjúkum grasbala. Húún var hvítklædd með slæðu fyrir andlitinu. Skrifstofumaðurinn: — Jeg var að eignast lítinn dreng. Skrifstoiustjórinn (utan við sig): — Dreng? Ef hann er dug- legur, þá ættuð þjer að koma með hann. Okkur vantar dreng til sendiferða. ★ — Jeg heyri sagt ,að þú sjert að flytja úr sveitinni. Ætlarðu að flytja nær borginni? — Já. — Og hvers vegna ertu að fara? — Það heyrist ekki nógu hátt í útvarpstækinu mínu, þegar það er svona langt frá stöðinni. ★ Gyrðyrkjumaðurinn: — Þetta er tóbaksplanta. Gömul kona: — Nei, hvað það er gaman. Og hvað er langt þang að til vindlarnir eru fullþrosk- aðir. — Hvað tala konur um, þegar þær eru einar? — Það sama og karlmenn tala um. — Eru þær svona ægilegar? ★ Er hún ekki dálítið frek? Dálítið? Hún sem skrifar dag- bókina sína viku fram í tímann. Maður, sem stamaði, var spurð- ur, hversvegna hann gerði það. Þ-þ-það e rsjerkennið við mig. Allir eru e-e-eru eitthvað sj sj- sjerkennilegir. Ekki er jeg neitt sjerkennileg- ur, sagði sá, sem hafði spurt. Nú? Ert þ-þ-þú e-e-ekki vanur a-að hræra í kaffibollanum þ-þ- þínum með hægri hendinni? Jú, auðvitað geri jeg það. Þa-þa-þarna sjerðu, a-að þ- þú ert sj-sj-sjerkennilegur, því að flestir no-no-nota sk-sk-skeið! ★ Sá fulli kemur út af veitinga- staðnum: Halló þú þarna þjónn, pantaðu fyrir mig bíl, undir eins. Sá einkennisklæddi. — Jeg er ekki þjónn. Jeg er sjóliðsforingi. Sá fulli: —- Allt í lagi, þá get- urðu bara pantað fyrir mig bát. ★ Hún: — Eigum við að fara I Tívoli á föstudaginn? Hann: — Já, en ef það verður rigning? Hún: — Þá geturðu komið daginn áður. AUGLYSING ER GULLS \GILDI

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.