Morgunblaðið - 27.07.1948, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 27.07.1948, Blaðsíða 6
6 Ritstjóri: Valtýr Stefánsson (ábyrgöarm.). Frjettaritstjóri: Ivar Guðmundsson. Auglýsingar: Ami Garðar Krist.inaaon. Ritstjórn, auglýsingar og afgreiðsla: Austurstræti 8. — Sími 1600. Áskriftargjald kr. 10,00 á mánuði, tnniinlandn, f lausasölu 50 aura eintakið. 75 aura með Lesbók. kr. 12,00 utanlands. Afkoma ríkissjóðs 1 SAMTALI því, sem blaðið átti fyrir skömmu við fjármála- xáðherra skýrði ráðherrann frá því, hvemig afkoma ríkis- sjóðs hefði verið fyrstu 6 mánuði þessa árs. Samkvæmt upp- lýsingum hans urðu tekjurnar 78,2 milljónir króna á þessu tímabili, en voru á sama tíma í fyrra 83,3 miljónir króna. Rekstrarútgjöld ríkissjóðs urðu fyrstu 6 mánuði þessa árs 73 miljónir króna, en 70,3 miljónir króna á sama tíma í fyrra. Heildarsvipurinn á afkomu ríkissjóðs það sem af er þessu ári er þannig sá, að tekjurnar hafa orðið nokkru lægri en í íyrra en gjöldin hærri. Fjármálaráðherra gaf þær upplýsingar um einstaka tekju- liði að tollatekjurnar hefðu á þessu ári orðið lægri en í fyrra, en skattatekjurnar hærri. Orsök hinna lækkandi tollatekna ríkissjóðs er að sjálf- sögðu, hversu mjög hefur verið dregið úr innflutningnum til landsins vegna gjaldeyriserfiðleika þeirra, sem þjóðin á nú við að búa. Samkvæmt fjárlögum var gert ráð fyrir að tekjur ríkissjóðs af vörumagnstolli yrðu 18 milj. króna,.verí5- tolli 60 miljónir króna, innflutningsgjald af bensíni 4 milj. og gjald af innlendum tollvörutegundum 3 milj. kr., samtals tollatekjur 85 miljónir króna. Af þessari tekjuáætlun fjárlaganna er auðsætt, hversu minkandi innflutningur getur haft mikil áhrif á fjárhags- afkomu ríkissjóðs. Heildartekjur ríkissjóðs eru á reksturs- yfirliti fjárlaga yfirstandandi árs áætlaðar 221,4 milj. kr. Nema tollatekjurnar þannig nálega 37 af hundraði allra ríkisteknanna. Tekjur ríkissjóðs af tekju- og eignarskatti ásamt stríðs- gróðaskatti og tekjuskattsviðauka eru í fjárlögum áætlaðar 43 milj. króna. Telur fjármálaráðherra líklegt að sá tekju- liður fari verulega fram úr áætlun, jafnvel svo mikið að nægilegt sje til þess að vega upp á móti hallanum á tolla- tekjunum. En þrátt fyrir þessar niðurstöður í afkomu ríkissjóðs fyrri helming þessa árs verður þó ekki annað sagt en að nokkur óvissa ríki um heildarhag hans á árinu. Innflutningurinn og þar með tollatekjurnar fara eftir því, hvernig gjaldeyris- afkoman verður, hversu mikinn erlendan gjaldeyri síldveið- amar t. d. gefa í aðra hönd. Það er því ekki með rökum hægt að áfellast ríkisstjórnina fyrir að nota heimild þá, sem Alþingi veitti henni til þess að draga úr framlögum til verk- legra framkvæmda, sem ekki eru bundin í öðrum lögum en fjárlögum, um allt að 35%, eftir jöfnum hlutföllum eftir því sem við verður komið, ef ríkisstjórnin telur, að vinnuafl dragist um of frá framleiðslustö’Tum, eða fyrirsjáanlegt er að tekjur ríkissjóðs á árinu hrökkva ekki fyrir gjöldum. En jafnhliða því að ríkisstjómin hefur ákveðið að nota þessa heimild hefur hún ákveðið að láta hana ekki ná til íjárveitinga til nýrra akvega. Fjárveitingar til þeirra fram- kvæmda verða því ekki skertar um 35 af hundraði. Mun það áreiðanlega mælast vel fyrir ekki aðeins í sveitum lands- ins, sem mestra hagsmuna eiga að gæta í sambandi við yegagerðina heldur og meðal annara atvinnustjetta. Bættar samgöngur um landið er hagsmunamál allrar þjóðarinnar. Það mun vafalaust verða sagt að það sje ekki að byrja á rjettum enda í sparnaðinum að draga úr framlögum til yerklegra framkvæmda og víst á sú skoðun við gild rök að styðjast. Það verður í framtíðinni að finna aðrar leiðir til spamaðar en að draga úr framlögum til hafnar- og lend- jngarbóta og slíkra framkvæmda. En það er ekki hægt að rífast um það óendanlega, hvaða útgjöld eigi að lækka, einhversstaðar verður að byrja. Alþingi gaf ríkisstjóminni heimild til þess að draga úr framlögum til verklegra fram- kvæmda. Hún hafði enga aðra spamaðarheimild í fjárlög- um. Þessvegna varð hún að nota hana. Má og segja að það komi síður að sök nú en oft áður, þar sem þau framlög eru á fjárlögum þessa árs, hærri en nokkru sinni fyrr. En það er rjett að minna það Alþingi, sem kemur saman á komandi hausti, á það, að það verður að finna einhverja aðra leið til sparnaðar en að draga úr verklegum fram- kvæmdum. Það er nauðsyn, sem ekki verður gengið á snið yið ' " ' *t Oft G U NBLAÐIt* Þriðjudagui 27. júlí 1948. WíLverií ibrifar: ÚR DAGLEGA Óheppileg bíla- skreyting. VÍÐA Á þjóðvegum Iandsins má sjá bifreiðar, sem hafa verið skreyttar á hinn óviðkunnanleg- asta eða öllu heldur ósæmilegasta hátt, með skógarhríslum. Hrísl- unum er fest framan á bifreið- arnar, eða á hliðarnar og þeir, sem þetta hafa gert þykjast víst vera ákaflega frumlegir. En í rauninni sýna þeir menn, sem þetta gera ekkert annað en að þeir eru semdarvargar, sem gera sitt til að tefja fyrir og eyðileggja þann litla skógargróð- ur, sem til er í landinu. Auk þess sýna þeir með þessum hríslum á bifreiðum sínum, að þeir eru óráðvandir, því enginn landeig- andi mun samþykkja, að hríslur sjeu rifnar upp úr landi þeirra til þess að skreyta með þeim far- artæki. Leggjum ósiðinn niður. BIFREIÐAEIGENDUR ættu að taka sig saman, að leggja þenna ósið niður þegar í stað. Leigubíl- stjórar, sem aka skemtiferðafólki ættu að neita með öllu, að bílar þeirra sjeu notaðir til að auglýsa vandalisman og einkabílaeigend- ur að gera slíkt hið sama. Mönnum væri nær að hlúa að hinum unga gróðri í landinu og styðja þá menn, sem vinna að því að klæða landið skógi, en að torvelda þeim starf þeirra með því að rífa niður jafnóðum og bygt er upp. Sundurskotnu vega- skiltin. ÖNNUR ÓMENNING, sem alls staðar mætir vegfarendum á ís- lenskum vegum eru hin sundur- skotnu umferðaskilti. Það er nú svo komið, að þessi merki, sem eiga að vera til að vara vegfar- endur við hættum, hafa flest verið eyðilögð á einhvern hátt. Mörg eru skotin sundur með riffilkúlum, þannig að ekki er lengur hægt að lesa hvað á þeim stóð, en önnur hafa verið feld og beygluð. Þurfa að koma fleiri. NÚ ER SANNLEIKURINN sá, að viðvörunarmerki eru síst of mörg við þjóðvegina og væri nær að reyna að fjölga þeim en fækka — eins og raunverulega hefur átt sjer stað með eyðileggingunni. Það er nú kominn sá fjörkipp- ur í Fjelag íslenskra bifreiða- eigenda, að vænta mætti, að sá þarfi fjelagsskapur ljeti málið til sín taka. Það er ekki nokkur efi á, að stjórn vegamálanna myndi taka vel í tillögur í þessu efni, sem öðrum frá FIB. • Sandkassi á rjettum stað. Á BLETTI einum, sem veit að Furumel, er sandkassi til leiks fyrir börn og það er nú kassi, sem er á rjettum stað. Hann stendur á einkalóð og er garður- L ÍFINU inn vel hirtur. Blóm eru í hon- um og trje, eins og í öðrum skraut görðum í bænum og sandkassinn hefir ekkert skemt. En það er einmitt þetta, sem fleiri ættu að gera. Hafa börnin sín sem mest á eigin lóðum og koma upp leiktækjum fyrir þau. Barnaleikvellir hins opinbera eru nauðsynlegir og altaf verður nóg af börnum, sem ekki eiga þess kost, að leika sjer á eigin lóðum. En sandkassinn á blettinum við Furumel, er til fyrirmyndar öðr- um lóðareigendum, sem vilja halda börnum sínum frá hætt- unum á götunum. • Brauðskortur í bæn- um. HÚSMÆÐUR KVARTA sáran yfir því, að þeim gangi illa að fá keypt algengustu brauð í brauðaverslunum bæjarins. Hins vegar sje nóg til af sætum kök- um. Því miður eru nú þessar kvart- anir á rökum reistar. Brauðin seljast furðu fljótt upp í flestum bakaríum og virðist það benda til þess, að bakararnir framleiði ekki nóg fyrir eftirspurnina. Bakarar hafa nú nýlega mynd- að með sjer samtök til brauða- framleiðslu að hafa" farið myndar leg af stað. Þeim ætti því að vera auðveldara en áður að gera sjer grein fyrir brauðþörf bæjarbúa. Kökur geta verið góðar, en brauð eru nauðsyn og ætti því að leggja meiri áherslu á framleiðslu þeirra en nú virðist gert. MEÐAL \ ANNARA ORÐA Á ÞRIÐJUDAGINN í síðustu viku skýrði þýska frjettastofan á hernámssvæði Rússa í Berlin frá því, að Rússar hefðu í hyggju að sjá allri borginni fyr- ir matvælum og myndu þeir hefja frjálsa sölu þeirra um næstu mánaðamót. Matvælin gætu íbúar af hernámssvæðum Vesturveldanna keypt ef þeir hefðu rjettan gjaldmiðil, það er að segja rússneska gjaldmiðilinn í Þýskalandi. í sambandi við þetta er vert að rifja upp, að þegar ákveða átti gjaldmiðil fyrir Berlínar- borg fyrir mánuði síðan og her- námsyfirvöldin áttu viðræður saman um það mál, kröfðust Rússar þess, að þeirra gjaldmið ill yrði látinn gilda fyrir alla Berlín. Þetta gátu Vesturveldin alls ekki fallist á, sem vonlegt var. Útkoman varð því sú, að vesturþýskur gjaldmiðill gilti á hernámssvæðum Vesturveld- anna, en austurþýskur gjaldmið ill á hernámssvæði Rússa. — í byrjun var gjaldmiðill Vestur- veldanna í miklu meira verði, því að atvinnulíf á hernáms- svæðum Vesturveldanna er blóm legra en f Austur-Þýskalandi, og hægt að fá nægar vörur fyrir peningana; • • HVORT ÞYKIR ÞEIM VÆNNA UM DAGINN EÐA NÓTTINA? EN NÚ hafa Rússar leikið leik gömlu uglunnar að spyrja Þjóð- verja hvort þeim þyki vænna um nóttina eða daginn. Fyrsta tilraun þeirra hefur algjörlega mistekist. Þeir settu á sam- göngubann við Berlín, en þá tóku Vesturveldin upp loftflutn- inga til borgarinnar og hafa þannig getað sjeð vesturhluta borgarinnar fyrir nægum vist- um. Hitt er svo tilvonandi frjáls sala Rússa á matvælum í borg- inni. Allt er þetta gert í þeim tilgangi að gera gjaldmiðil Vest- urveldanna í borginni verðlaus- an og neyða borgarbúa til að nota rússneska gjaldmiðilinn, en þegar svo er komið er stutt fram að lokatakmarki Rússa, að neyða Vesturveldin til að yf- irgefa borgina. • • BARA MEIRI LOFTFLUTNINGA HELSTA svar Vesturveldanna við þessum ákvörðunum Rússa var, að þeir ætla að taka í notk- un mikinn fjölda Skymaster flugvjela, í flutningana til Ber- lín, en þær geta flutt 10 smá- lestir flutnings. Flugvjelarnar, sem áður voru notaðar voru Dakota vjelar, sem ekki gátu borið nema 2y2 smálest. Robert- son foringi breska hernámsliðs- ins sagði líka: Við getum sjeð hernámssvæðum okkar fyrir matvælum, og þurfum ekki hjálpar Rússa til þess. • • HÆTTAN Á STYRJÖLD? ANNARS hafa menn undrast undanlátssemi Vesturveldanna og sjerstaklega Bandar'ikjanna, þegar þeir hafa ekki gripið enn til neinna róttækra ráðstafana gegn samgöngubanni Rússa á Berlín. En þar eru Vesturveld- in sem oftar stöðvuð af stríðs- óttanum. Er ekki hægt að sjá annað, en að Rússar geti leikið Vesturveldin hjer um bil eins og þeim sýnist með því aðeins að ógna með stríði. — Bandaríkin sjálf þurfa ekki svo mjög að óttast Rússa og ef til styrjaldar drægi má telja Bandaríkin ör- ugg um sigur í þeim hildarleik. En þar verður að taka tillit til fleiri atriða. Sjerstaklega mega Bandaríkjamenn ekki gleyma stöðu vinalanda sinna í Vestur- Evrópu, en ef til styrjaldar drægi yrðu þau fyrsti vígvöllur inn. Þjóðirnar sem þessi lönd byggja hafa kynnst rústum og eyðileggingu nútíma styrjalda, sumar meira að segja tvisvar. Ótti smáríkjanna við að þetta sama endurtaki sig enn einu sinni, kom fram á fundi utan- r’ikisráðherranna fimm, sem var haldinn í Haag mánudaginn 19. júlí, þar sem þeir hvöttu til að farið skyldi varlega í Berlín- armálunum. Og til óska þess- ara smáríkja verða Bandaríkja- menn að taka fullt tillit. Nobelsverðlaunin 160 þúsund sænskar krónur í ár NOBELSVERÐLAUNIN verða í ár Sv. kr. 159,772, en verð- launin eru eins og kunnugt er fimm og er Nobelsverðlauna- upphæðin að þessu sinni því alls 1065,156 sænskar krónur. Samkvæmt ákvörðun sjóðs- stofnanda er % hluti upphæð- arinnar kostnaður við stjórn sjóðsins, eða 266,288 kr. að þessu sinni og eru þá eftir kr. 798.864, sem skiftist í fimm h'.uti.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.