Morgunblaðið - 27.07.1948, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 27.07.1948, Blaðsíða 12
17EPUR0TL1T1Ð (Faxaflói) ; *— S og SA kaldi. Sumstaðar stimi'ngskaldi. Skúrir. SIGURÐUR ÁGUSTSSOIS frambjóðandi Sjálfstæðis* manna á Snæfellsnesi. — Sjá bls. 2. d lorska síldin er komin ísienÉi fáttinn að hún í London. — segir Sigotieijur Vagnsson fiskifr. En rauðáfen kemur ekki í yfirborðið. í MÖRG ÁR hefir Sigurleif- ur Vagnsson verið aðstoðar- maður Árna Friðriksonar við síldarrannsóknir o. fl. Hann hefir m. a. unnið að aldurs- ransóknum á síldinni, sem veið ist við Norðurland. í gær átti blaðið tal við Sig- urleif í síma á Siglufirði. til t>ess að fá hjá honum vitneskj.u um bað, hvað liði aldursflokk um þeirrar síldar, sem á land berst. 1— Síldin er nokkuð gömul, segir hann, eins og áður hefir verið sagt frá. Síldiu frá Noregi. — Er, ekki farið að bera á 11 ára aldursflokknum, sem var svo mikill í síldveiðinni við Noreg í vetur sem leið? — Jú, segir Sigurleifur. — Einkum síðustu daga. Það er alveg víst að norska síldin er komin. — Hvernig vitið þjer það? — Bæði vegna þess, að mikið kemur hjer í land af „merktu síldinni" "og svo erum við svo heppnir, að hjer er hjá okkur norslcur sjerfræðingur, Ras- mussen að nafni, sem unnið hefir í mörg ár við síldarrann- sóknir. Hann fullyrðir, að hann þekki síld, sem hjer kemur á land, ef hún er af sama stofni og síldin við Noreg. — A jeg að skilja það svo að bið sjeuð farnir að finna eitthvað af merkjum þeim, sem Árnj Friðriksson og samstarfs- men hans settu i síld við Nor- egsströnd í vetur? 11 ára síldin hjer. — Nei. Ekki enn. En mikið ber nú á þeirri síld, sem við köllum „merkta.af náttúrunn- ar hendi“. Það er síld sem hef- ir það sjerkenni, að hún hefir breiðari árhring frá fimta ald- ursári sínu, en eðlilegt er. Á því sjerkenni þekkist norsk síld frá árinu 1937. En þessi alducsflokkur var sjerstaklega mikill í hinni miklu síldveiði við Noreg í vetur sem leið. — Hafið þið þá orðið varir við þessa ,,náttúrumerktu“ síld sem á heima við Noregs- strönd á vetrum? — Þessi síld, sem. jeg tel að komin sje frá Noregi, hefir komið fram í veiði fyrir vest- an Grímsey og víðar. Höfum við t. d. fengið síld austan frá Vopnafirði, með þessari síld. í sömu síldarprufunni var líka allmikið af sumargotssíld, sem komin er frá gotstöðvunum hjer fyrir sunnan land. Tvær send- ingar höfum við fengið þar sem 80% síldanna voru að mínu álili norskar. Hann þekkir hreistrið. —En hvernig þekkir hinn norski fiskifræðingur Rasmus- sen það, hvort sjldin, sem hann handleikur, er norsk eða ekki? —; Hann þekkir það á hreist urlaginu, eftir langa reynslu. — En úr því að þið álitið, að síldargangan sje komin á mið- in frá Noregi e<í þar voru þessi ósköp af síld í vetur og mikil Tíu norrænir banka- stjórar í boði Lands- bankans UM þessar mundir eru staddir hjer í bænum 10 bankastjórar í boði Landsbanka íslands. — Þeir eru: Ivar Root bankastjóri Stokkhólmi, Lennart Hammer- skjöld, bankastjóri, Stokkhólmi, Gunnar Jahn, aðalbankastjóri, Osló, Arthur H. Mattiesen, bankastjóri, Oslo, Kivialler, bankastjóri, Finnlandi, Tumm- ioja, bankastjóri, Finnlandi, E. G. Lundman, bankastjóri, Hels- ingfors, Sven Nielseh, banka- stjóri, Kaupmannahöfn, Ove Jepsen, bankastjóri, Kaupmanna höfn. Hjeraðsmót ungra Sjátisiæðismanna í Snæfelisness- og Hnappadalssýslum Stykkishólmi, mánudag. Frá frjettaritara vorum. ÁKVEÐIÐ hefur verið, að hjer- aðsmót Sambands ungra Sjálf- stæðismanna í Snæfellsness- og Hnappadalssýslum, verði hald- ið sunnudaginn 21. ágúst n.k. Tilhögun mótsins hefur enn ekki verið ákveðin en mótsstað- ur verður í Ólafsvík_ — Sam- bandi við mótið, verður haldinn aðalfundur Sambandsins þann sama dag. rauðáta og hjer finnið þið síld af sama aldursflokk og var mjög öflugur við Noreg, því í dauðans ósköpunum veiðist þá svona lítið hjer við land? — Það vantar ekki að síld- in sje í sjónum. Norskir skip- stjórar og aðrir síldveiðimenn, eru sammála um, að mikil síld sje á miðunum fyrir Norður- landi, En hún veður ekki. — Hvað um átu? Er lítið um átu enn í sjónum? Nei. Mjer skilst að mikið sje af rauðátunni. Norskir veiði- menn, sem veiða í reknet, segja að síldin sem þeir. veiða, sje svo full af rauðátu nú upp á síðkastið, að hún skemmist, ef hún er ekki söltuð mjög fljótt. Hvaða getgátur eru uppi um það, hversvegna síldin vaði ekki? Mjer þykir líklegast, að ef einhverjum ástæðum sje rauð átan ekki í yfirborðinu. Og þess vegna komi síidin þangað ekki heldur. Jeg átti nýlega tal við norsk- an skipstjóra sem sagði mjer, að hann hefði komist að raun um að síld væri þjett í sjónum niður í 10 faðma dýpi. En að- eins uppi við yfirborðið var engin síld þó svona mikið væri af henni þegar neðar dróg. HnefalsHcakeppnin í hvöld ÞEGAE íslenski fáninn var tíreginn að hún í fyrsta skifti í Olympíu- þorpinu í London, þar sem íslensku keppendurnir búa. Erlingur Pálsson við flaggstöngina, ásamt fulltrúa bresku Olympíunefndar- inar. Til hægri á myndinni sjesí Jóhann Þ. Jósefsson fjármálaráð- Iierra, sem var viðstaddur athöfnina. isienskir Olympíukeppendur. í KVÖLD fer fram á vegum Ár- manns hnefaleikakeppni 'i Aust- urbæjarbíó, þar sem hinn kunni hnefaleikakappi Otto von Porat kemur fram. Keppendur eru: í þungavigt: Þorkell Magnússon og Alfons Guðmundsson, Ljett þungavigt: Matthías Matthías- son og Sigfús Pjetursson, Milli- vigt: Stefán Jónsson og Jóel B. Jakobsson, Veltervigt: Bjarni Eyþórsson og Gunnar Guð- mundsson, Ljettvigt: Sigurður Guðmundsson og Gissur Ævar og loks sýna þeir Otto von Porat og Guðmundur Arason listir sínar. OLAUSEN-bræður, Örn og um í London, Önnu, Þórdísi Haukur ásamt íslensku sundmeyjun- og Kolbrúnu. r Islendingumtm finsl of heitf í London í REUTERSKEYTI í gærkveldi er birt stutt viðtal við Ólaf Sveinsson, flokksstjóra íslensku frjáls íþróttamannanna. Hann seg ir þar, að íslendingarnir sjeu óvanir svo miklum hitum eins og hafi verið í Bretlandi síðustu tvo daga og ef svo mikill hiti verði bá daga, sem keppni fer fram, geti það dregið úr afrekum íslensku íþrótta- mannanna. Þegar frjetta- maðurinn átti þetta tal við Ólaf, var verið að leita að hitamæli, en hann var ekki til í Richmond Park. Sænskir síldveiði i menn finna síld með loði nálægt Qrímsey I Vonasf effir góðum afla SlÐASTLIÐINN laugardag fengu sænskir síldveiðimenni síld í hringnætur sínar nokkr* um mílum suður af Grimsey, Höfðu þeir lóðað fyrir síldina og fundið hana í sjónum á þenná hátt. En síld er fundin með því móti að blýlóði er rent í sjóinn, sem hangir í fínni silkisnúru. Óskar Halldórsson útgerðar* maður átti í gær tal við einn af skipstjórum þeim, sem eru á' hinum sænsku skipum, eg fengu þessa veiði, en þau eri| tvö skipin, með hverja hring* nótina. Skipstjóri þessi heitiii Carl Johan Petterson. Hefufí hann stundað síldveiðar hjer við land í f jöldamörg sumur. Hana’ skýrði Óskari svo frá: Sildina fundum við með lóð- um á 10 faðma dýpi. Fjekk ann- að úthaldið 250 tunnur en hitt 150 tunnur. Þetta er í fyrsta sinn sem jeg hefi lóðað fyrir síld hjer við Norðurlandið. Er. jeg mjög ánægður með árangur- inn. Eftir þessa reynslu er jeg mikið öruggari með það að við getum fengið viðunanleg- | an afla. Auk þess sem við erum lausir við það kvalalíf að geta ekkert aðhafst nema þegar við sjáum síldina vaða. Hann kvaðst gera sjer vonir um að hann geti lagt af stað heimleiðis til Sví- þjóðar með fullfermi síldar áður en langt líður. Hringnætur þær sem Svíar þessir hafa til veiðanna eru 205 faðmar á lengd og 33 faðmar á I dýpt sagði Óskar. j Ýmsir síldveiðimenn höfðu lóð til að finna síld í Hvalfirði i vetur með góðum árangri. En aðrir höfðu bergmálsdýptarmæl j inn til að segja sjer til um það, hvar síldin væri í sjónum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.