Morgunblaðið - 09.10.1948, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 09.10.1948, Blaðsíða 8
8 MORGUNBLAÐIÐ Laugardagur 9, okt. 1948. Irtilífg Útg.: H.f. Árvakur, Reykjavík. Framkv.stj.: Sigfús Jónsson. Ritstjóri: Valtýr Stefánsson (ábyrgðarm.). Frjettaritstjóri: ívar Guðmundsson. Auglýsingar: Árni Garðar Kristinsson. Ritstjórn, auglýsingar og afgreiðsla: Austurstræti 8. — Sími 1600. Áskriftargjald kr. 10,00 á mánuði, innanlands, kr. 12,00 utanlands. í lausasölu 50 aura eintakið. 75 aura með Lesbók. * Skömtun, innflutningui og gjaldeyristekjur SKÖMMTUN ýmiskonar nauðsynja bitnar stöðugt tilfinn- anlegar á þessari þjóð, sem á undanförnum árum hefur lifað við allsnægtir á sama tíma, sem flestar aðrar Evrópuþjóðir hafa búið við skort á öllum sviðum. Það er alveg rjett að hjer er í dag mikill vöruskortur. Almenning vantar ýmsar nauðsynjar, sem erfitt er að vera án, svo sem búsáhöld, klæðnað o. s. frv. Við vöruskortinn bætast svo óþægindin og leiðindin, sem nefnda- og ráðaskipulagið hlýtur altaf að hafa í för með sjer. Því verður ekki neitað að ýmsra misfellna hefur orðið hjer vart í stjórn og framkvæmd skömmtunarráðstafana og inn flutningstakmarkana. En með aukinni reynslu verður að gera ráð fyrir að framkvæmdamisfellunum fækki. Það verð- ur einnig að krefjast þess að skömtunin og innflutningshöml- urnar sjeu látnar ganga jafnt yfir alla. Misrjetti í þeim efn um getur ekki leitt til annars en rjettmætrar óánægju. En þegar rætt er um nauðsyn skömmtunar og innflutn- ingstakmarkana er nauðsynlegt að gera sjer það ljóst. senr meStu máli skiptir, gjaldeyrisafkomu þjóðarinnar, mögu leika hennar til þess að kaupa vörur frá útlöndum. Gjald evristekjur þjóðarinnar hljóta að hafa grundvallarþýðingv fyrir innkaup hennar. Þær verða að ráða innflutningnum eyðslunni. Það er þýðingarlaust að bannfæra vöruskömmt un og innflutningshömlur ef þjóðina brestur gjaldeyri ti þess að standa undir vörukaupum eftir fyllstu þörfum. Tekj urnar verða að ráða eyðslunni. Það er lögmál, sem allar þjóð ir, við íslendingar einnig, verðum að miða búskap okkar við I grein, sem Magnús Jónsson prófessor, formaður fjár hagsráðs, ritaði hjer í blaðið í þessari viku felast greinileg- ar upplýsingar um gjaldeyrisástand okkar nú óg áætlanir um innflutning og útflutning. Samkvæmt þeim var ráð fyrir því gert í upphafi þessa árs að fluttar yrðu inn á árinu vörui fvrir rúmlega 310 milj. kr. en að duldar greiðslur yrðu rúm- ar 79 milj. kr. Gjaldeyriseyðsla okkar á árinu var þannig áætluð um það bil 389 milj. kr. Á útflutningsáætlun, sem gerð var, var hinsvegar gert ráð fyrir að gjaldeyristekjurnar yrðu rúmlega 381 milj. kr. eða 8 milj. kr. lægri en gjaldeyriseyðslan. Sjest á því að gjald- eýrisyfirvöldin hafa þó reynt að leyfa eins mikinn innflutn- ing og frekast gat talist ráðlegt. En í áætluninni um gjald- evristekurnar var gert ráð fyrir að síldarafurðir sumarver- tíðarinnar sköpuðu rúmlega 116 milj. kr. gjaldeyristekjur. Sú áætlun brást hrapalega. Niðurstaðan varð sú að fyrir sum- arsíldina fengust aðeins 38 milj. kr. eða 78 milj. kr. minna en áætlað hafði verið. Það liggur í augum uppi að þegar þessi staðreynd lá fyrir hlutu gjaldeyrisyfirvöldin að taka nýja afstöðu til málanna. Annað hefði verið óverjandi. Fjárhagsráð og Viðskiptanefnd sömdu þessvegna nýjar áætlanir bæði um gjaldeyriseyðsluna og útflutninginn, það sem eftir var ársins. Með hliðsjón af útflutningnum fyrstu 7 mánuði ársins er hafði orðið 238 milj. kr. var heildarútflutningsverðmætið til áramóta áætlað 358 milj. kr. eða um það bil 48 milj. kr minna en áður hafði verið gert ráð fyrir. Innflutningsáætlun- in var jafnhliða lækkuð nokkuð. Það, sem að gerst hefur er rnjög einfaldur hlutur. Gjaldeyristekjurnar hafa reynst lægri en ráð hafði verið fyrir gert. Þessvegna hefur orðið að draga nokkuð úr þeirri eyðslu, sem gert hafði verið ráð fyrir Afleiðing þess er svo aftur sú að vöruskömmtun og inn- fiutningshömlur hafa bitnað á þjóðinni með vaxandi þunga. Ekkert er eins greinileg vísbending til okkar íslendinga um það, á hverju afkoma okkar \reltur og einmitt það ástand sem nú ríkir í landinu. Áfkojma okkar veltur fyrst og fremst á því að atvinnuvegirriir blóhigist. Þessvegna verðum við að leggja á það mesta áherslujað auka útflutningsframleiðslu okkar og gera han-a Samkeppnishæfa á heimsmörkuðunum Það er rjetta leiðih til þess að losna við skömmtun og nefnda- fargan. rar: • víln/eru skriia ÚR DAGLEGa LÍFINU Bæjarspítalinn TILLÖGUR Sigurðar Sigurð onar, berkalyfirlæknis í bæj rstjórninni um byggingu ný júkrahúss hjer í bænum, o; að bæjarspítala, mun vekj' nægju allra, sem hafa áhug. yrir heilbrigðismálum bæjar ns. Allir vita hvernig ástatt er júkrahúsmálunum hjá okkur Jað er illmögulegt að fá rún sjúkrahúsi, þótt líf liggi vif ivað þá ef um væga sjúkdóm: r að ræða. Slysastofu þar sen æknavörður er allan sólar ringinn vantar tilfinnanlega orgina og ekki hægt að dragr það mikið lengur, að komið verði á læknaverði allan sólar- hrirminn og það með fleiri en einum lækni á vakt. * á*mm\ Hægt að byrja smátt ÍSLENDINGAR eru stórhuga þegar þeir ráðast í eitthvað. — Það er um að gera að byggjr stórt og-myndarlega og alt ' einu. Þessi stefna byggist á hin um mesta misskilningi. Það e? engin ástæða til að bæjarspít- ilinn verði allur bygður á sama írinu, eins stór og mikill og ’iann á að verða í framtíðinni, neð öllum þeim deildum, sem ■>ar eiga að vera. Það er :ióg að ■>yggja eina og eina deild í inu og færast ekki meira í fang m hægt er að afkasta í hverj- im áfanga fyrir sig.. • Það liggur á ÞAÐ má ganga út frá því, að illögur Sigurðar yfirlæknis fái tuðning allra bæjarfulltrúa og 'iessvegna er nú um að gera að iíða ekki eftir neinu, heldur lefjast handa um undirbúning ->g byrja að byggja strax, ef Landakotsspítali fæst ekki. Það er ótrúlegt að Landakot aist til kaups, enda veitir ekki if að hafa það sjúkrahús líka, hótt bæjarspítali með 140 rúm- m bættist við. Nú vilja fáir hjúkra í SAMBANDI við umræður m sjúkrahús og heilbrigðismál \ bBPÍarsjórnarfundi í fyrradag -ar það upplýst, að mikill íörgull sje á hjúkrunarfólki í eim sjúkrahúsum, sem fyrir ru í landinu, bæði lærðu og lærðu. Það er mjög alyarlegt mál, f ungar stúlkur fást ekki til ð nema hjúkrun lengur og ef f beim orsökum fækkar í júkrunarkonustjettinni til íuna. Hjúkrunarkonustarfið er ’fitt, en það er líknarstarf og <>A^r,orStarf. Sje það rjett, að ungu stúlkurnar okkar hafi eng an áhuga fyrir að leggja hjúkr- unarstarf fyrir sig verður að .gera einhverjar ráðstafanir til að vekja áhuga þeirra fyrir starfinu. Það væri best gert með rjettu upplýsingastarfi. • Þykir dýrt TALSVERT margir kvarta undan því hve dýrt sje seldur aðgangur að kvikmyndum, sem einstaklingar sýna hjer. Þá er verð aðgöngumiða frá 10 kr. upp í 20—25, en er kvikmynda- húsin sjálf hafa sýningar er að- göngumiðaverðið ekki nema frá 2 kr. upp í kr. 4,50, bestu sætin. Sú er skýringin á þessum verðmismun, að þegar einstakl- ingar sýna kvikmyndir, er það venjulega gert í góðgerðar- skyni, eða menn eru að sýna þar eigin framleiðslu og ef um það síðarnefnda er að ræða, þá er það íslensk framleiðsla og þarf þá ekki frekar vitnanna við, því alir vita hvað kostar. • Of dýrt að fólk kvarti undan því háa verði, sem heimtað er fyrir að- göngumiða að íslensku kvik- myndunum. En er það verðlag ekki í samræmi við annað? Hætt er við að svo sje og þessvegna er ekki hægt að seg.ia neitt, nema borga og brosa, ef menn vilja sjá þessar kvikmyndir. • Allir voru eins KUNNINGI minn einn sendi mjer eftirfarandi sögu á dögun- um: „Það var hjer um kvöldið að ieg lá upp í sófa og hlustaði á fvettir frá London í útvarp- inu. Þar var sagt að tveir Júgó- slafar hefðu verið hálshöggriir fyrir að versla á svartamarð- aðnum. í morgun fór jeg snemma á faetur til vinnu, en er jeg kom út á götu sá jeg einkennilega sjón. Hópar af fólki var á leið til vinnu sinnar, eins og vant er á þessum tíma dags. Allir voru að flýta sjer, skrifstofufólk, verkamenn, iðnaðarmenn, kon- ur og karlar. En alt þetta fólk var höfuðlaust. Jeg greip um höfuðið til að vita hvort jeg væri svona líka. Nei, ekki var það nú. Á Jögreglustöðinni ÞEGAR jeg kom niður í Póst hússtræti ákvað jeg að fara inn í lögreglustöð og vita hverju þetta sætti. „Hvað viltu“, spurði lögregluþjónn, og svo ertu með höfuð þarofaní kaup- ið“. Og áður en jeg vissi af var búið að stinga mjer inn í lög- reglubíl og ekið með fleygiferð inn að Kleppi. Þar var jeg lagður á skurðar- borð og fjöldi lækna gekk í kring um borðið og skoðaði mig i krók og kring. (Jeg man ekki hún hvort þeir voru líka höfuðlaus- ir). En svo fjell úrskurðurinn: „Hann er bandvitlaus". — Og þá loks vaknaði jeg eftir þenna ' ÞAÐ er ekki nema eðlilegtfurðulega draum“. MEÐAL ANNARA ORHa iMiuitimign Benes sagði, að kommúnisminn myndi að lokum bíða ósigur SKÖMMU eftir valdarán kommúnista í Tjekkóslóvakíu gat Benes forseti komið skila- boðum til nokkurra náinna ving og kunningja. Einn þess- arra vina hans, háskólakennar- inn Franz Kovarna, hefur ný- lega sloppið út úr Tjekkósló- vakíu og hafði hann meðferðis brjef frá* forsetanum, ritað af honum sjálfum. í brjefi þessu skýrir Benes í fáum orðum, eins og hann átti vana til, eðli og tilgang þeirra atburða, sem á undan höfðu gengið. Skýrir hann þar frá valdaráni kommúnista og segir, að lýSræði Tjekkóslóvakíu hefði verið brotið á bak aftur og alt frelsi í landinu væri úti. Hann segir frá því, að hann sje sjálfur ákveðinn í að neita kommúnistum um samstarf, en að hann ætli ekki að segja af sjer fyrr en slíkt tækifæri gef- ist, að alheimur geti ekki mis- skilið, ástæðurnar. Nú vitum við, að Benes áleit þetta augna- blik komið, þegar hann neitaði að undirrita hina nýju komm- únistisku stjórnarskrá. • • „FLOKKUR GLÆPAMANNA“ Benes nefnir kommúnistana í brjefi sínu flokk „glæpa- mana“ og hann segir, að þeir sjeu meinsærismenn við frelsi þjóðarinnar. Hann segir, að þeir leiki happdrætti með ham- ingiu hennar. Hann ásakar jafn vel Stalin um svik, þar sem hann hefði gefið mörg fyrirheit um að Tjekkóslóvakía skyldi fá að _halda óskertu sjálfstæði sínu. • • „ÆTTI AÐ HENGJAST“ En harðast ræðst Benes á Fier linger, sem í fjölda ára hefur unnið sem erindreki kommún- ista í sósíaldemókrataflokknum og sem síðast gekk algjörlega í lið með kommúnistum. Segi-r Benes, að ef nokkur maður beri ábyrgð á hinum ógeðslegu að- förum kommúnista í febrúar, þá sje það Fierlinger. Benes var ekki vanur að vera stóryrtur, en um Fierlinger segir hann blátt áfram í brjefi sínu, að „hann ætti að hengjast á hæsta gálga“. • • TELUR MÖGULEGT AÐ KOMA Á SAM- KOMULAGI. Varðandi framtíðina minnist Benes nokkuð á ágreiningin milli austurs og vesturs. Telur hann ekki ómögulegt að koma á samkomulagi milli hinna mis- munandi sjónarmiða, en telur, að til þess að lækka rostann í Rússum sje nauðsynlegt að Vesturveldin standi fast á móti óbilgjörnum kröfum þeirra. Benes segir: Eftir að komm- únisjtar hafa lagt undir sig Tjekkóslóvakíu geri jeg ráð fyr ir, að komi kyrrð í heimsstjórn- máljn, en það verður ekki til þess að koma í veg fyrir endan- : legan ósigur kommúnismans, i heldur eingöngu til að fresta honum nokkuð. (Dagens Nyheter). Hæffa á míklu verkfalli á Ífalíu Róm í gær. FORINGJAR starfsmannafje lags ítalska ríkisins komu í dag j saman á fund til að ræða hvort | þeir ætli að fyrirskipa allsherj ar verkfall allra starfsmanna ! ríkisins, sem eru um miljón tals | ins. Ríkisstjórnin hafði nýlega neitað þeim um launahækkun. — Reuter.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.