Morgunblaðið - 09.10.1948, Blaðsíða 14
M O RGU N B L AÐIÐ
Laugardagur 9. okt. 1948.
14
fTTBU o o »n 1 ri n ii» »
risuanaa oa3an ■ ■ ihmam
■ Knaiiiimm íiiWlJllSinnCifrt]
mmm
PILSVARGUR
^Ldídáa^a e^tir ^atnei t^onaíd
mnnafiaanaa
,jfu.i i'i inaammmmmmmmmmm
„Það er nokkuð seint að fara
að berjast um mann, sem ætlar
að gifta sig eftir nokkra daga“,
pagði Janet.
,,Hann giftir sig nú ekki
-»>emð Fern sje frísk“, sagði
Janet.
11. dagur
dags. Á sumrin, frá því snemma
í júní og þangað til seinast í
september, ljet hún ávalt færa
sjerr.teið út á veröndina. Hún
átti forkunnarfagra tebolla,
sem. hún hafði erft eftir ömmu
sína. Þeir voru úr kínversku
postulíni og svo næfurþunnir
að sólin skein í gegn um þá og
litaði teið rósrautt
I
Njú varð það einn dag um
miðjan júní að þær Janet og
frú Olifant sátu að tedrykkju
úti á veröndinni.
Frú Olifant sötraði hægt og
seint úr bolla sínum og leið vel.
Það var nú vika liðin síðan
brúðkaupið fór fram og hún var
farin að jafna sig eftir alt sem
þá hafði gengið á. Hún hafði
fengið skeyti frá Fern kvöldið
áður. Fern var þá stödd í Maine
og sagði að þetta væri dásam-
legir dagar, en þó gætti hún
þess ag reyna ekki of mikið á
sig.
Um hundrað metra frá íbúð-
arhúsinu var gestaskáli. Hann
hafði nú verið endurbættur á
allan hátt, fágaður og málaður
og keypt í hann ný húsgögn.
Því þetta átti að vera heimili
ungu hjónanna þegar þau kæmi
aftur. Frú Olifant hafði því
ekki.. um neitt að hugsa þessa
Þegar Janet gekk til svefn-
^horbergis síns sá hún að dyrnar
á herbergi frú Olifant voru í
hálfa gátt. Og þegar hún var að
ganga fram hjá dyrunum kali-
aðí frú Olifant til hennar.
„Já, frænka“, sagði hún og
langaði þó síst af öllu til þess
að t.ala við hana.
„Komdu hjerna til mín svo
að jeg geti sjeð framan í þig“,
sagði fóstra hennar.
Janet gekk til hennar. Frú
Olifant tók í hönd hennar blíð-
Jegar en hún var vön.
„Þú ert mjer reið fyrir það
að jeg skyldi láta þig gera lækn
jrinn afturreka“, sagði hún.
,,Jeg er ekkert barn, frænka.
f>ú hefur kent mjer að hugsa
og taka afleiðingunum af því
sem jeg geri. Það er því ekki
fallegt af þjer að segja þetta
þegar jeg gerði ekki annað en
fara eftir því sem þú hefur
fcent mjer“.
„Mjer þykir fyrir þessu. En
’það voru ástæður til þess, sem
jeg.vona að jeg þurfi ekki að
-úílista. En jeg þurfti ekki að
vera jafn höst við þig og jeg stundina og gat notið góða veð-
var, Og nú hefi jeg beðið þig ( ursins og drykkjarins.
íyrirgefningar. Er það svo nokk I A borðinu hjá henni var stór
uð annað?“ I hrúga af bókum. — Það voru
„Á jeg að gera ráðstafanir minnisbækur um Fern frá því
til þess að brúðkaupinu verði hún lá í vöggu. Fyrsta bókin
írestað?“ byrjgði á skírnarvottorði henn-
ar og þar næst kom örlítill
barnsskór. Svo komu myndir af
Fern á öllum aldri: tveggja ára
gamalli í laugarkeri, sex ára
sitjandi á litlum hesti, fjórtán
ára í fyrsta síða kjólnum sín-
um, átján ára þegar hún var að-
fara í fyrsta samkvæmið. Og
svo komu danskort og ótal úr-
klippur úr blöðum þar sem
minst var á það að Fern hefði
verið í þessu og þessu sam-
kvæmi.
Þarna voru fjórar slíkar bæk
ur fyltar spjaldanna á milli. —
Janet sat með fimtu bókina í
kjöltunni og var að líma inn í
hana alt viðvíkjandi brúðkaup-
inu.
„Gestaskálinn verður mjög
við þeirra hæfi fyrst í stað“,
sagði frú Olifant alt í einu. „En
þtegar þau eignast fyrsta barn-
ið þá ætla jeg að flytja þangað
og l.áta þeim íbúðarhúsið eftir.
Jeg .get vel komist af í gesta-
skálanum með Norah og eina
vinnukonu. Þau Henry og
„Hvernig dettur þjer slíkt í
hug?“
„Jeg hjelt ef Fern — ef Ferxi
__ U
„Það verður ekkert að Fern
á giftingardaginn. — Þú mátt
reiða þig á það“.
„Má jeg spyrja hvað læknir-
inn; frá New Haven sagði um
hana?“
„Hann var á sama máli og
jeg. Fex*n hefur reynt of mikið
á sig, gert of mikið að því að
leika tennis og fara í sam-
hvaemí“:
„Það er þá ekki----------■“
„Ekki hvað?“ sagði frú OIi-
fant og starði á Janet.
„Það er þá ekki nein ástæða
til þess að hún skuli ekki gift-
ast?“ sagði Janet.
„Nei, auðvitað ekki“, sagði
frú Olifant.
Janet var ekki ánægð með
$>að svar.
„Ertu alveg viss um það,
írænka?“
„Já, jeg er alveg viss
um
t>að“, sagði frú Olifant, i Mattie eiga að vera hjerna og
Fáum dögum seinna stóð Jan líta eftir Fern“.
et á húströppunum og horfði á j „Þú talar um hana eins og
eftir þeim Peter og Fern. Yfir hún.eigi að lifa sama lífi og þú
L>au dundu skúrir af brjefkorn- hefur lifað“, sagði Janet.
um og brjef lengjum og gamall
skór var bundinn aftan á vagn-
inn þeirra. Fjöldi fólks var um er tillit til
hverfig hana og allir hlógu og bækluð þá má
kölluðu, en hún tók varla eftir
Í>ví. Þegar vagninn var horfinn
flýtti hún sjer upp á loft til her
bergis síns. Hún læsti hurðinni
og fleygði sjer svo grátandi
upp í rúmið.
Annar kafli.
Skemtilegustu stundir frú
Olifant voru þær er hún sat
yfir tedrykkju seinni hluta
„Finst þjer það? Jæja mjer
hefir ekki liðið illa. Og ef tekið
þess hvað jeg er
segja að mjer
hafi liðið ágætlega hjer. — Og
Fern hefur miklar mætur á
Green Acres“.
„En Peter?“
Frú Olifant kímdi ofurlítið.
„Jeg sje það á þjer að hann
hefur sagt þjer frá búgarðin-
um sínum í New Mexiko. AUir
ungir menn eru með slíkar
grillur, en sem betur fer eldist
þaö' ᣠþeim. Og jeg er viss um
að Peter verður bráðum horf-
inn frá því“.
„En ef hann hverfur nú ekki
frá því?‘“
„Hann hefur lofað að vinna
á lögfræðisskrifstofunni í eitt
ár. Qg á þeim tíma verður hann
svo rótgróinn þar að hann hugs
ar aldrei til þess að fara það-
an“.
„En ef hann skyldi nú verða
óánægður?“
„Menn eru skuldbundnir til
þess frá fæðingu að gera það
sem ætlast er til af þeim. Til
þess eru skólarnir, að kenna
mönnum að sitja við sinn keip
þegar út í lífið kemur“.
„Það er eins og þú haldir að
þeir sjeu flugur fastar í neti“
Fyú Olifant sagði eitthvað
um það að fæstir menn gerðu
sjer grein fyrir því hvernig
meg þá væri farið og væri þess
vegna ekki óánægðir með lífið.
Svo andvarpaði hún ljetti-
lega og seildist eftir saumadóti
sínu. Hún var upp með sjer af
því hvað hún saumaði vel, en
til þess að forðast það að menn
sæju hvað hægri hönd hennar
var bækluð saumaði hún aldrei
í viðurvist annara en þeirra
Janet og Norah.
„Jeg tók eftir því að Robert
Elder var mjög stimamjúkur
við þig í brúðkaupinu“, sagði
hún_.
„Þú hlýtur að hafa augu í
hnakkanum, frænka“, sagði
Janet.
„Það fer ekki margt fram hjá
mjer. Mintist hann nokkuð á
það að fá að hitta þig aftur?“
„Er jeg nú ekki frjáls að
nokkrum sköpuðum hlut?‘
sagði Janet. „En ef þú vilt endi
lega, fá að vita það þá hefur
hann boðið mjer að borða með
sjer á þriðjudaginn“.
„Mjer líst vel á hann. Og
hann er vel efnaður. Jeg skil
ekkert í því að konan skyldi
hlaupast frá honum“.
„Þau skildu í góðu. Þau áttu
ekki skap saman og þeim þótti
ekki vænt hvoru um annað“.
„Það er nú kominn tími til
þess að þú takir karlmann al-
varlega“.
„Að hverjum stefnirðu með
því?“
„Auðvitað Robert Elder“.
„Þú ert þó ekki að hugsa um
að láta mig giftast honum?“
„Þú gætir valið af verri end-
anum. Og ef þú giftist honum
þá þyrfti jeg ekki að missa þig,
því að þá mudir þú setjast að í
stóra húsinu þarna fyrir hand-
an“.
„En það getur nú skeð að
Bob kærði sig ekki um þetta.
Hvað mig snertir þá líst mjer
vel á hann, en ekkert meira“.
„Þú ert altaf jafn barnaleg“.
„Kallarðu það barnaskap að
jeg get ekki hugsað mjer hjóna-
band án ástar?“
„Skynsemin hefur miklu
jmeira að segja. Þú ert ekki
skönuð til þess að verða pipar-
mev, Þú ert sköpuð til þess að
eiga börn“.
„Mjer þætti gaman að verða
móðir. En jeg get ekki átt barn
nema því aðeins að jeg elski
föðurinn“.
Gólfteppahreinsunin
Bíócamp,
Skúlagötu. Sími 7360.
iimuimiiiiaiimiimiiiiig
FÁTÆKI KLÁUS
hafa komist að því, að landbúnaður borgaði sig ekki, þau
ákváðu því að reyna verslunina. Það hjeldu þau, að myndi'
borga sig betur.
Þau seldu nú akra og engjar, en komu sjer upp stórri
verslun með miklum vörubirgðum, svo sem fleiri smálestum
af sykri, kaffi, mjeli, nýlenduvörum og landbúnaðarafurð-
um. Þau ljetu fyrir ofan dyrnar á versluninni, spjald., þar
sem stóð stórum logagylltum stöfum að þama væri Kláus
kaupmaður, og það má geta nærri, hvort þau lásu það ekki
með stolti.
En verslunin gekk heldur ekki svo vel fyrir Kláusi, þótt
hann hefði byrjað stórt. Fje hans minnkaði stöðugt, hann
keypti vörubirgðir, en einhvernveginn gekk illa að fá iiægi-
lega peninga fyrir þær. Það var heldur ekki svo undarlegt,
því að hvorki Kláus nje kona hans kunnu að reikna eða
halda bókhald, svo að starfsfólkið gat stolið eins miklu og
það vildi, auk þess, sem hjónin og bömin voru ekkert að
spara vörurnar, sem til voru í búðinni. Eftir fyrsta árið
höfðu þau keypt vörur fyrir helmingi meira en þau höfðu
selt.
Auður og eyðslusemi Kláusar ávann honrun marga öfund-
armenn, sem reyndu á allan hátt að gera honum lífið leitt,
og svo fór að lokum, að hann lenti í málaferlum við þá.
Það kostaði hann tíma og peninga, en það var jafnvel ekki
verst, heldur hitt, að eftir öll þessi málaferli vaknaði grunur
dómaranna og embættismannanna um að hann hefði fengið
auð sinn á óheiðarlegan hátt. Óvinir hans baktöluðu hann, og
sögðu, að hann væri meðlimur ræningjaflokks, sem væri
jafnan á ferli í nágrenninu. Og svo fór, að honum var varpað
í fangelsi. Það var gagnslaust fyrir hann að fullvissa dóm-
arana um að hann væri saklaus og að hann hefði fengið pen-
ingana á heiðarlegan hátt. Hann sagðist hafa erft þá eftir
frænda sinn í Ameríku en þegar ekkert upplýstist nánar um
þennan frænda var ekkert mark á því tekið.
Loksins fór hann að segja, að hann hefði fundið fjársjóð
og þar sem engar ákveðnar sannanir fengust heldur fyrir
IQílfixr
— Hann hefir víst siglt á
skipi, sem hjet Mary.
V ★
Dag nokkurn — kannske áð-
ur en varir — mun jörðin snú-
ast þannig, að pólarnir verða
þar sem miðjarðarlínan er nú
og öfugt. Það er dr. Hugo
Auchincloss Brown, sem hefir
komið fram með þessa hug-
mynd og skrifað um málið í
„New York Times“.
Það er hinn geisilegi ísþungi,
sem verður þess valdandi að
jörðin missir jafnvægið. Eina
leiðin fyrir okkur til þess að
koma í veg fyrir þetta, ef við
höfum þá nokkurn áhuga á því,
er að senda strax flugvjel með
atombombu til suðurheims-
j skautsins og bræða með henni
ísinn.
| Dr. Brown heldur fram að
jörðin hafi „oltið þannig um“
fyrir 8000 árum. ísbreiðurnar
hafi lent sólarmegin á hnett-
inum og bráðnað á tiltölulega
mjög skömmum tíma.
Brown byrjaði rannsóknir
sínar fyrir mörgum árum. Hann
hefir sjerstaklega bent á að
flestir þeir mammútar, sem
fundist hafa á norðurpólnum,
sjeu með freskan mat í munn-
inum. Bendir það til þess, að
þeir hafi frosið í hel mjög
snögglega, og kuldabreytingin
komið sem leiftur.
— Eftir lögun jarðarinnar,'
segir hann, hefi jeg reiknað út
að pólarnir hafi verið nálægt
Sudan í Afríku og Samoaeyjum
í Kyrrahafi.
— I næsta sinn, sem jörðin
..veltur um“ verða það aðeins
eskimóarnir, sem lifa það af,
það er að segja, ef þeir geta
þá þolað hitabeltisloftslagið. En
það er hægt að koma í veg fyr-
ir allt þetta, heldur dr. Brown
áfram, ef mennimir vilja það
og stofna jarðvarnarsamband.
Það verður bara að eyða 10
milj. dollurum í að rannsaka
suðurpólinn, og komast þannig
að því, hvort nauðsynlegt sje
að nota atomsprengju til þess
að bræða ísinn þar.
★
Það tekur móðurina tuttugu
ár að gera mann úr syni sín-
um. Það telcur aðra konu tutt-
ugu mínútur að gera hann að
ræfli.