Morgunblaðið - 07.12.1948, Side 8
s
«f O K I. V y H L A& IÐ
Þi'iðjudagur 7. dÆsember 1948.
í
Útg.: H.f. Árvakur, Reykjavík.
Framkv.stj.: Sigfús Jónsson.
Ritstjóri: Valtýr Stefánsson (ábyrgðarm.)
Frjettaritstjóri: ívar Guðmundsson.
Auglýsingar: Árni Garðar Kristinsson.
Ritstjórn, auglýsingar og afgreiðsla:
Austurstræti 8. — Sími 1800.
Áskriftargjald kr. 12.00 á mánuði, innanlands,
kr. 15.00 utanlands.
í lausasölu 50 aura eintakið, 75 aura með Lesból:.
FJárhagur og framtíð
þjóðarinnar
ALLT frá því að þeir flokkar voru myndaðir, sem Sjálfstæð-
isflokkurinn er sprottinn upp úr hafa fjármál þjóðarinnar
verið meðal þeirra mála, sem flokkurinn hefur látið sig mestu
skipta.
Þetta hlaut þannig að vera. í þennan flokk skipuðu sjer
ilestir þeirra manna, sem á raunhæfastan hátt unnu að fram-
förum og umbótum í landinu. Þeim var Ijóst að grundvöllur
framfara var traustur fjárhagur. Á þeim skilningi bygði Jón
Þorláksson fjármálastefnu sína þann tíma, sem hann stýrði
íiármálum ríkisins og jafnan síðan. Fyrir hans atbeina tókst
svo giftusamlega til að árið 1927 þegar stjórn hans ljet af
völdum voru erlendar skuldir ríkiss jóðs svo að segja engar
cða aðeins 7 milljónir kr. Innlendar skuldir voru þá aðeins
4 millj. kr.
Eins og nýlega hefur verið bent á hjer í blaðinu hjelt
Framsóknarílokkurinn þannig á stjórn fjármálanna á valda-
tímabili sínu, árunum 1927—1939, að erlendar skuldir ríkis-
sjóðs hækkuðu upp í rúmlega 16 millj. kr., sem samsvarar
um það bil 160 millj. kr. með núverandi gildi ísienskra pen-
iiiga. Þegar svo var komið tóku Sjálfstæðismenn á ný við
íjármálastjórninni. Á sjö árum tókst þeim að greiða hinar
erlendu ríkisskuldir á ný upp og mátti hinni sligandi skulda-
byrði heita ljett af ríkissjóði er stjórn Ólafs Thors fór frá
völdum í árslok 1946. Síðan hafa ekki verið tekin erlend
ríkislán þegar undan er skilið Marshalllánið, sem tekið var á
s.l. sumri vegna eflingar síldariðnaðarins við Faxaflóa og
sem þau fyrirtæki standa straum af, sem það var úthlutað
þannig að raunverulega er það ekki skuld ríkisins, þó að
það hafi formlega sjeð tekið lánið.
íslenska ríkið er þannig í dag nær skuldlaust út á við
Skiptir það að sjálfsögðu meginmáli þegar rætt er um fjár-
hag ríkissjóðs.
Samkvæmt upplýsingum fjármálaráðherra í ræðu hans við
1 umræðu fjárlagafrumvarpsins á Alþingi voru innlendar
skuldir ríkisins í árslok 1947 rúmar 120 millj. kr. þar af
geymslufje 21 millj. kr. Innlendar skuldir voru þannig um
100 millj. kr. Hefur mikill hluti þeirra safnast á því ári.
Valda þar fyrst og fremst um ýms útgjöld, sem lögð hafa
verið á rikissjóð með lögum. Veruleg brögð hafa einnig
yerið að því að ríkið hefur orðið að taka lán til þess að mæta
útgjöldum, sem ekki hafa verið tekin upp í fjárlög og engar
tekjur áætlaðar til að standast. Á það t. d. við um greiðslur
ríkissjóðs vegna ábyrgða á verði sjávarafurða, sem fram-
leiddar voru á árinu 1947. Fyrir þeim var engin upphæð
áætluð á fjárlögum. En þessi ábyrgð hækkaði skuldir ríkis-
sjóðs um 21 millj. kr. á þessu eina ári.
Enda þótt meginmunur sje á hinum innlendu ríkisskuld-
um, sem margar eru lausaskuldir hjá þjóðbankanum og
skuldum við erlenda lánardrotna, er hin mikla innlenda
skuldasöfnun tveggja síðustu ára mjög varhugaverð og
óheppileg. Ekki fyrst og fremst vegna þess að hún ógni
fiárhagslegu sjálfstæði þjóðarinnar eins og hinar erlendu
skuldir, sem Framsóknarmenn stofnuðu til, heldur vegna
þess að með þeim er bundið allt of mikið af lánsfje banka-
stofnana landsmanna. Afieiðing þess er svo aftur sú að þær
etga mjög örðugt um vik með nauðsynlegan og sjálfsagðan
stuðning við atvinnulífið og margskonar framkvæmdir. Á
árinu 1948 hafa þessar skuldir enn hækkað. Það er nauð-
synlegt að stöðva þessa söfnun innlendra ríkisskulda.
Á því hefur Sjálfstæðisflokkurinn og núverandi fjár-
málaráðherra fullan skilning. Þessvegna m. a. hefur ríkis-
sjóður boðið út tvö happdrættisskuldabrjefalán að upphæð
30 millj kr., en með þeim lánum munu ýmsar lausaskuldir
verða greiddar upp um leið og fjár er aflað til nauðsynlegra
framkvæmda.
Sjálfstæðisflokkurinn hefur jafnan haft forystu um skyn-
samlega fjármálastjórn ríkisins. Aðstaða hans til þess að
framkvæma stefnu sína hefur verið örðug. En hann mun
halda áfram að berjast fyrir fjárhagslegu fullveldi þjóðar-
innar.
^ar:
XJíluerjL óhrlpa
ÚR DAGLEGA LÍFINU
í biðröð’ með kaffi
á hitabrúsa
ÞAÐ LIGGUR við, að maður
blygðist sín fyrir, að hafa ver
ið að heimta rýmkun á kaffi-
skamtinum, eftir að hafa sjeð
biðröðina, sem var í gærmorg-
un við tvær af skóbúðum bæj-
arins,-sem höfðu fengið örlitla
sendingú af barnaskóm og
kvenskóm.
Þessi biðröð sýndi og sannaði
átakanlega, að þgð er meiri
þörf á rýmkun á öðrum skömt
unarvörum en kaffi. Það var
skóverslun Þórðar Pjetursson-
ar í Bankastræti og skóverslun
Lárusar Lúðvíkssonar, sem
höfðu fengið smásendingar af
skóm, sem ekkert sagði iil að
hægt væri að hjálpa þeim
hundruðum manna, sem komu
í þeirri^ von að fá eitthvað á
fæturna fyrir börn sín, eða
sjálfa sig.
Fólkið var farið að safnast
saman við verslanirnar kl.
5 í gærmorgun og var fullyrt,
að sumir hefðu haft með sjer
nesti. kaffi á hitabrúsa og
brauð.
Fæstir fá jólaskó í
ár
EINU sinni þótti það sjálfsagt
að allir fengju sjer nýja skó
fyrir jólin. En að þessu sinni
er ekki útlit fyrir, að fáist jóla
skór, eins og oftast áður.
í fyrsta lagi er skóskömtun-
in það naum, að menn geta
ekki fengið sjer nema eitt par
á ári og þeir, sem eru svo
heppnir að eiga skómiða, geta
ekki fengið neitt við sitt hæfi.
Það væri óskandi, að skömt
unarnefndin nýja sæi sjer fært
að gera einhverjar tillögur um
rýmkun á skófatnaði, því sann
leikurinn er sá að til stórvand
ræða horfir hjá mörgum vegna
þess hVe skóskömtunin er
knöpp. Menn gera það ekki
að gamni sínu, að fara á fæt-
ur klukkan 5 að morgni í svart
asta skammdeginu til að standa
í biðröð í þeirri von, að ná sjer
í eitt par af skómm.
•
Skrásetnin'g merkra
sagna
K. G. SKRIFAR EFTIRFAR-
ANDI:
„Það er mikill siður, einkum
hin síðari ár, að safna, skrá-
setja og prenta alskonar fróð-
leik, þjóðsögum, lausavísum,
kjaftásögum, ævintýrum o. s.
frv. En hefir engum komið til
hugar að sáfna frásögnum sem
í útgáfu gætu kanske heitið -—
„Opinber rekstur um miðja 20.
öldina“. Ekki er nokkur vafi
á að slík bók yrði mikið lesin
eftir svo sem 1—2 mannsaldra.
Hjer eru tvær sögur, allólíkar:
•
TVÆR SÖGUR
K. G. SEGIR svo frá: ,,30.
nóv. voru 3 vöflur keyptar frá
heimili mínu í brauðbúð mjólk
ursamsölunnar. Um þessar 3
vöflur voru vafðar 8 pappírs-
arkir 3814x50 cm. 8 arkir“.
K. G. segir svo frá: „Fyrir
nokkru þurfti jeg að ná tali af
fulltrúa í einni stjórnarskrif-
stofunni. Hringi. Kvenrödd
svarar og jeg spyr eftir fulltrú
anum. Svar: „Ja, jeg heyri nú
eiginlega ekki undir hann. Það
stóð“. „Ha, hvað stóð“. „Sam-
bandið við skiftiborðið, auð-
vitað“. ,En jeg veit tilfeldigvís
að hann er ekki við“.
„Mætti jeg nú ekki biðja yð-
ur, ungfrú, um að hringja til
mín þegar fulltrúinn kemur
til baka, því jeg er sannfærð-
ur um að þjer eruð þæg og
góð stúlka“.
„Guðvelkomið úr því þjer
eruð svona sætur, það skal jeg
gera, ef jeg dett ofan á hann“.
Fjórum dögum seinna fjekk
jeg viðtalið.
•
I leit að jólasvein-
inum
í GÆRMORGUN kom brjef til
Víkverja með norsku frímerki.
Er að var gáð, kom í ljós, að
brjefið var frá sjö ára norskri
telpu, sem er að leita að jóla-
sveininum og brjefinu fylgdi
jólakort til jólasveinsins.
Jeg ætla að birta þetta brjef
frá þessari litlu vinkonu minni,
sem jeg hefi aldrei sjeð. Jeg
birti brjefið á norsku Og orð-
rjett eins og það var skrifað.
Það er á þessa leið:
Kere — Vikverja — Morgun
bladed, Reykjavík.
Jeg — má — skrive — et
brev — til dig — Min söster
— Ellen — siger — du — vet
— vor — julenissen bor. Jeg
— heter — Berit — Jeg — er
— syv — ár — jeg — er föt —
i — Reykjavík — Nár .— jeg
— bodde — der — kom — al-
tid — nissen — með — jule-
kort — og — pakker — til •—
mig — Men — no — vet —
han vist — ekki •— att jeg —
bor-i — Norge — vil du gi —
han — et — kort — fra meg —
Hilsen — til — deg •—- og
Julenissen — fra — Berit —
Röberg — Reine — Loíoten —
Norge.
•
Talsverður póstur
til jólasveinsins
HIN SÍÐARI árin hefir jóla-
póstur til „Jólasveinsins á ís-
landi“ aukist talsvert og eru
mörg brjefin all skrítin frá
unglingum í mörgum löndum
heimsins.
Það mun hafa nokkur áhrif
að stórt verslunarfyrirtæki í
Englandi auglýsti fyrir nokkru
að jólasveinninn væri á leið-
inni til Englands frá íslandi
með alskonar varning. Þarf
ekki að efa, að sú auglýsing
verður til þess, að styrkja
breska unglinga, í þeirri trú, að
jólasveinarnir eigi heima á ís-
landi.
Því miður er ekki hægt að
koma því við, að jólasveinninn
svari öllum þeim, sem honum
skrifa. Hann hefir í mörg horn
að líta, en búið er að gera ráð-
stafanir til að Berit litla í Lo-
foten fái kort frá Pottasleiki,
eða einhverjum þeirra bræðra.
MEÐAL ANNARA ORÐA . . .
MEGININNIHALD uppáhalds
áróðurs rússnesku kommúnist-
anna hefir jafnan verið það,
hversu frelsi borgaranna í dýrð
arríki Stalins sje óumræðilega
mikið og alveg takmarkalaust.
I Rússlandi (lepja þau svo upp
blöð rússnesku leppflokkanna
út um heim) skín náðarsól ein
staklingslrelsisins á hvern ein
asta mann, alt frá austlægustu
hjexuðum Síberíu til Eystra-
saltslandanna og þess hluta
Póllands, sem hinir friðelsk-
andi Rússar stungu í sinn vasa
eftir styrjöldina.
• •
NORÐUR OG
NIÐUR
RÚSSAR (segja leppríkjablöð-
in enn) geta sagt Stalin og
Molotov og Vishinsky að fara
norður og niður og enda þótt
þeir háu herrar verði ekki við
slíkum tilmælum (og hver get
ur láð þeim það, þegar þeir fá
99.99% atkvæða í öllum kosn-
ingum), þá brosai þeir tíara
góðlátlega og segja eitthvað á
þessa leið: „Einstaklingsfrelsið
fyrir öllu. Gagnrýnin fyrir enn
þá meiru. Hreyfið ekki hár á
RÚSSAR (segja lepflokkablöð-
•iiiiHiiH»iiHiin>u»».>.«»»<iMwniiiuiHniiiiiininiiin
Lýðfrelsið í Rússlandi
síst af öllu sendið þá til Síberíu
eins og keisararnir gerðu á sín
um tíma“.
• ®
KUNNA EKKI AÐ
META FRELSIÐ
EN ÞRÁTT fyrir fullyrðingar
rússnesku kommúnistanna og
fullyrðingai' leppflokkanna um
allan heim, hefur þó viljað
brenna við, að fólk í lýðræðis-
ríkjunum hafi ekki, sem skyldi
kunnað að meta hið dásamlega
einstaklingsfrelsi í Rússlandi.
All margir menn hafa jafnvel
orðið til þess að lýsa því yfir,
að þeir gæfu ekki túkall í rúss
neska lýðfrelsið og að Stalin-
kosinn-SSmhljóða og Molotov
með einróma atkvæðin væru
hinir mestu harðstjórar með
meiru.
• •
FANGABÚÐIR OG
KJÓSENDUR
ÞESSIR erlendu gagnrýnend-
ur rússenska borgarafrelsisins
hafa vakið athygli á ýmsum
hlutum, sem þeim þykir illa
styðja staðhæfingarnar um rúss
neska hamingjulandið. Þeir
bend'a á fangabúðakerfið og
þrælahaldið og láta sjer fátt
IIIIIIIIIIIIIIHHllniiimiitiiinmiwMMMw^
um finnast, þótt miljónir karla
og kvenna fái að halda lífinu
fyrir að strita baki brotnu inn
an gaddavírsgirðinga Kreml-
manna og undir byssuhlaupum
rauðliða. Þeir benda á rúss-
neska „kjósandann“, sem er
„frjálst“ að fara á kjörstað og
„frjálst“ að klóra x-ið sitt við
nafn mannsins sem kommún-
istar völdu úr hópi sínum. Þeir
benda á listamennina, sem
kommúnistar hafa kæft í hróp
um sínum um afturhaldssemi,
og vísindamennina, sem horfið
hafa sökum þess, að niðurstöð-
ur þeirra hafa ekki verið í
anda kommúnistakenninganna.
Og þeir benda á konurnar, sem
giftar eru erlendum eiginmönn
um og njóta þess ,,frjálsræðis“
að fá að skilja við mönn sína,
sökum þess, að þær mega með
engu móti fara frá Rússlandi
og setjast að hjá þeim í heima
löndum þeirra.
• •
VOLDUGASTI EIN
RÆÐISHERRANN
ALT ÞETTA og ót'al margt
fleira, þykir gagnrýnendum
Stalins setja nokkurn blett á
Framh. á bls. 12