Morgunblaðið - 07.12.1948, Blaðsíða 14
14
VORGVNBLABIo
Þriðjudagur 7. desember 1948,
Binaca heyrði fótatak manns
síns í forstofunnj. Hún ljet fest
ina- detta niður á gólfið og fól
hana undir kjólfaldi sínum.
Hún tók pennafjöður og stakk
henni í blekbyttu á borðinu
íyrir framan hana. Svo dró hún
upp blað og fór að skrifa.
Þannig kom Don Luis að henni
nokkrum augnablikum síðar.
„Svo þú kant að skrifa?“
fiagði hann. „Mjer líkar það
ekki. Kanntu líka að lesa?“
„Já“, sagði Bianca ákveðin.
„Mjer finnst þetta kuldalegar
k veðjur frá eiginmanni, sem hef
ur verið fjarverandi lengi“.
Don Luis gekk til heinar og
lók hana i fang sjer.
„Fyrirgefðu mjer, Bianca“,
sagði hann. „Mjer varð bilt við,
Þegar jeg sá að þú varst að
skrifa. Kvenfólk er of við-
kvæmt til þess að vera að am-
ast við slíkt og það er svo margt
sem stendur í bókum, sem er
ckkí hæft að konur sjái“.
„Jeg les aðeins kverið og
bænabókina mína“, sagði Bian
ce stuttlega. „Auk þess er jeg
ckki saklaus stúlka lengur. Jeg
cr orðin fullorðin kona“.
Don Luis kastaði tii höfðinu
og rak upp hlátur. „Þú ert snör
ííl svars“, sagði hann. „Jæja,
konan mín er líklega mesta
hæfileikamanneskjan í allri
Cartagena. Það er engin kona
» þessu hjeraði, sem getur les-
ið eða hraflað niður nafn sitt.
En þar sem mjer er kunnugt
um hjartagæsku þína, þá ætla
jeg ekki að láta það hafa áhrif
á mig. Auk þess hef jeg frjett-
ir að færa þjer. Jeg hef fengið
brjef frá Spáni, þar sem í stend
ur, að mjer sje veittur lávarð-
artitill“.
Bianca losaði sig úr faðmi
hans og hneigði sig djúpt fyrir
framan hann. En Don Luis
skorti ekki sjálfan slægð, svo
hann sá í gegnum alvörusvip-
inn á henni aið hún var að hæð-
ast að honum um leið.
„Lávarður minn“, tautaði
;hún.
„Þú virðist ekki gleðjast yfir
forfrömun minni“, sagði hann
og varð þungur í brún.
„Jú, jeg samgleðst þjer“,
.sagði Bianca. „En nafnbót
eykur mjer ekki lífshamingj-
una“.
„Nei, hvernig ætti það að
geta átt sjer stað þar sem þú
hefur verið í einhverskonar
þunglyndiskasti frá því að við
giftum okkur. En þú skalt ekki
misskilja gleði mína. — Mig
skiptir titillinn sjálfur litlu og
sömuleiðis auðvirðilegir mann
ræflar sem krjúpa við fætur
mínar. Það er annað, sem
mestu máli skiptir fyrir mig“.
„Hvað er það?“,
„Það veist þú vel. Hjer eftir
má ekki selja eða skipta upp
eigum mínum. Þær verða að
ganga í beinan karllegg, frá
elsta syni mínum til elsta son-
ar hans og svo framvegis. Og
þannig verður það til eilífðar“.
„Frá elsta syni þínum til
....“, hvíslaði Bianca.
„Já“, sagði Don Luis. „Enn
hefur þú ollið mjer vonbrigð-
um. En það verður ekki leng-
ur. Á morgun leggjum við af
stað til Lima. Þar eru læknár,
26. dagur
sem geta læknað þig af óf-rjó-
seminni“. ,
„Þú fórst með mig til Cali“,
sagði Bianca, af því að þar
var gott loftslag. Mjer þótti
vænt um Causa-dalinn. Lit-
skrúðið og .birtan þar var eins
og í Paradís, og mjer þótti leið
inlegast að fara frá Popayan.
Loftslagið var miklu svalara
þar. En það gerði mjer svo
sem ekkert gagn. Og ekki held
ur í Rio-Atrato-dalnum ’í
Choco-fylki, þar sem við
dvöldumst í nokkrar vikur á
heimleiðinni“.
„Jeg vildi ekki fara með þig
til Atrato“, sagði Don Luis. —
„Þú vildir það endilega sjálf“.
„Já“, sagði Bianca, „og ég
vildi óska þess núna að við
hefðum ekki farið þangað. Mig
tók það svo sárt að sjá hvernig
farið var með Indíánana. Þeir
stóðu þarna allan liðlangan
daginn í vatninu upp að mitti
og mokuðu upp gullsandinum.
Sólin skein brennheit á bakið
á þeim og umsjónarmennirnir
þínir slógu þá hvað eftir ann-
að með svipunum svo að það
blæddi úr þeim....Hvað dóu
margir þeirra, meðan við stóð-
um við, Luis?“
„Jeg er búinn að fá nóg af
þesSu tali þínu“, hreytti Don
Luis út úr sjer.
„Þeir voru barðir, þegar
græna gullið kom á pönnurnar
þeirra“, sagði Bianca, eins og
hún hefði ekki heyrt til Don
Luis. ..Mennirnir þínir Ijetu þá
fieygja því aftur í vatnið ög
slógu þá með svipunum fyrir
að taka það upp. Hvers vegna
verða þeir að fleygja því aftur
í vatnið? Er þetta ekki ágætur
málmur .. næstum því eins
og silfur11.
„Það er einskis virði. Það er
altof hart til að vinna úr því.
Og ef það er látið liggja kyrt
í vatninu, verður það að gulli
með tímanum. Hættu nú þess-
um kjánulegu spurningum. Þú
hefur nóg annað að gera. Við
siglum á háflóði í fyrramálið
til Porto Bello“.
Bianca hneigði höfuðið. —
„Eins og þér þóknast, lávarður
minn“, tautaði hún. Hún sneri
sjer við í dyrunum og leit á
eiginmann sinn. „Hvaða ástæðu
gefur lávarðurinn fylgdarmönn
unum og þjónunum fyrir þess-
ari ferð? Það er bezt að ég viti
það, svo að okkur beri sam-
an ef einhver skyldi spyrja
mig“.
Lon Luis leit á hana og kald
hæðnislegt bros ljek um
skeggjaðan munn hans. •—
„Hverju mundir þú svara, ef
jeg seeði þjer ekkert fyrir?“
spurði hann.
„Að jeg sje ófnó oe lávarð-
urinn ætli að láta lækna mig
við bví“, svaraði Bianca.
Don Luis hnvklaði brvrnar.
„Seeðu heldur. að Ricardo
Goldamens, sonarsonur er>i-
biskunsins í ^artagena, hafi
lokj* lævnanámi í San Marcos
háskólanum í T ima. Þar snm
jeg var skírnarvottur, þegar
hann var skírður. verð iee auð
vitað að vera viðstaddur há-
tíðahöldin og sjá um Öll ut-
gjöld, eins og vera ber. Það
hittist einmitt svo á, að það er
rjett, mín fagra kona“. Hann
stundi þungan. „Og útgjöldin
verða engar smáfúlgur.......
Komdu þj'er nú af stað. Þú átt
eftir að gera margt.
A háflóði næsta dag sigldi
Garza, (sem þýðir hegri á
spönsku), út Cartagena-flóann
og stefndi suður í áttina til
Boca-Chica-skurðarins, og það
an út á rúmsjó. Bianca sat á
efra þilfarinu undir gríðar-
stórri sólhlíf, sem varði fagurt
hörund hennar miskunnarleysi
sólargeislanna. Skipið sveigði
á stjórnborða fyrir skagann,
þar sem Santa Cruz-virkið stóð
á. Hinum megin viið skagann
varð landið alt í einu mar-
flatt og varla hæri'a en sjávar
borðið þangað til kryppan á
Terra Bomba reis upp úr flat-
neskjunni.
Það var liðið að kvöldi, þeg
ar þau komu að virkinu í
Boca Chica. Það fór heill dag
ur í það að þræða slóðina á
milli skerjanna í Cartagena-
flóanum, en þegar út á sjóinn
kom, gat Garza þanið út segl-
in og þotið yfir hafflötinn. —
Þrem dögum síðar, köstuðu
þeir akkerum við höfnina 1
Nombre de Dios og þar var
haldið kyrru fyrir yfir nóttina.
Næsta dag var siglt til Porto
Bello, en það var talin tæp
dagleið.
Bianca vildi fara í land, því
að sjórinn er aldrei kyrr í Cara
biska hafinu. Jafnvel á heið-
skírum góðviðrisdögum hafði
Garza veltst fram og aftur og
upp og niður án afláts, svo að
Bianca varð sjóveik. Hafnar-
stæðið í Porto Bello var fagurt,
enda hafði Columbus valið því
fagurt nafn. Don Luis stóð í
stefni skipsins og bölva^
um hljóðum. Bianca leit sljó-
um og veiklulegum augum á
eiginmann sinn.
„Hvað er að, Luis?“ spurði
hún.
„Það er markaðstími“. sagði
hann gremjulega. „Við hefðum
ekki getað hitt verr á“.
Enda þótt þau ættu enn tölu
verðan spotta að landi, sá Bi-
anca mannfjöldann á bryggj-
unum. Á götunum fyrir fram-
an vöruskemmurnar úði og
grúði af fólki ,sem þvældist
hvað innan um annað.
„Kom nokkur floti til Car-
tagena, meðan jeg var í
burtu?“ spurði Don Luis. Bi-
anca játaði því. „Hver skoll-
inn“, hreytti hann út úr sjer.
„Hver einasti braskari og
kaunmangari, alt frá Lima til
Mp-'Úco City er í Porto Bello
—> Strax og beir frjetta af
skipakomu, flykkjast þeir hing
0g gammar“.
..Hvers vegna koma þeir
ekki til Cartagena“, spurði
•n;a„„q f>angað fara flotarnir
'lrulaent umi 7360
^ífSoami
Gólfteppa h reinsunin.
í leit að gulli
eftir M. PICKTHAAL
38.
Nei, svaraði Leifur og brosti nú í fyrsta sinn. Nú erum við
fjelagar Vilhjálmur. .
Drengurinn andaði djúpt að sjer. Svo sagði hann skyndi-
iega: Jæja, nú ætla jeg að fara og sækjahestana. Hann stökk
á fætur eins og stálfjöður og var þegar kominn allgóðan
spöl upp í hlíðina.
Leifur horfði undrandi á hann.
Hann hleypur líkast Indíána, hugsaði hann og hann hefur
íarið yfir fjöllin, fótgangandi, tognaður í annarri öxlinni,
gegnum þykkt og þunnt, aðeins vegna þess, að hann vildi
ekki, að jeg væri einn á móti þeim þorpurunum tveimur....
Veslings duglegi harðjaxlinn minn.
VI. kafli.
ÞEGAR SNJÓRINN TALAR
Snjóskaflinn hreyfist, sagði Villi.
Hann stöðvaði hestana og tók um handlegg Leifs. Síðan
benti hann upp í hlíðar ísatinds. Já, það virtist svo sem
snjórinn í hlíðunum væri farinn að renna niður og jafn-
framt þyrlaðist snjómóðan út frá fönninni og myndaði
liósa slæðu allt umhverfis. Einu sinni vildi það til, að
snjóskafl, sem lá alveg við veginn tók á rás niður hlíðina,
greip um smábirkihríslu og reif hana upp með rótum. Og
allt sentist það fram af brúninni niður í farveg árinnar.
Þetta var aðeins lítil skriða, sagði Villi litli hugsandi, og
svo hjeldu þeir ferðinni áfram.
Leifur horfði aftur fyrir sig, en snjóþyrlið var enn yfir
allri hlíðinni. Síðan ætlaði hann að líta upp, en klettarnir
sem slúttu fram fyrir ofan þá huldu alla útsýn til Isatinds.
Þeir fóru nú eftir allbreiðum hjalla, sem lá rennsljettur
fyrir framan klettabelti í hlíðinni. Kbmú samt brátt að
djúpu gili, sem var alvaxið skógarkjarri. Útsýni var aðeins
til hægri handar, þar sem Kaldárdalur breiddi úr sjer með
ótölulegum fjölda smálækja, sem runnu niður hlíðarnar sitt
hvoru megin. Leifi fannst hann oft heyra undarleg hljóð,
eins og stöðugt hvísl úr öllum áttum. Villi heyrði það líka.
Hann sagði: Indíánarnir segja, að þegar snjórinn tali, þá
verða mennirnir þöglir. Já, við verðum að fara varlega
næstu daga og ef til vill næstu vikur.
ÍTÍTjlS” nirufiqumhxxllíynjj
Faðirinn: — Jæja, Tommi
minn, þá ferðu nú að eignast
lítinn bróðir eða litla systir.
Hvort vildii'ðu nú heldur eign-
ast?
Drengurinn: — Ef jeg mætti
ráða, vildi jeg helst tindáta.
★
— Jeg er að hugsa um að
gefa frænda mínum 50 vindla
í jólagjöf. Heldurðu að jeg geti
fundið nokkuð, sem honum
myndi líka betur?
—Já, hundrað vindla.
★
Tveir kvenmenn ræðast við.
— Heldurðu að Gunna sje
heiðarleg?
— Já, það er hún áreiðanlega.
i Hún er eins heiðarleg og jeg.
) — Já, mjer datt þetta alltaf
í hug.
★
— Hvað á jeg að gera til þess
að halda manninum mínum inni
á kvöldin?
— Fara út.
Maðurinn skimaði í allar átt-
ir r fatadeildinni.
— Eruð þjer að leita að karl-
mannsfötum? spurði afgreiðslu
maðurinn.
— Nei, jeg er að leita að
kvenmannsfötum, og konan
mín er meira að segja í þeim,
★
Aðkomumaður: — Er mikið
af slyngum veiðimönnum hjer
í sveitinni?
Heimamaður: — Já, já, fjöld-
inn allui', en þeir hafa bara ekki
veitt neitt, vegna þess að hjer
eru engin dýr til þess að veiða.
★
Tveir Skotar talast við:
— Viltu lána mjer þvotta-
rúlluna þína augnablik?
— Já, ertu að þvo?
— Nei, jeg ætla að pressa
það síðasta út úr tannkremstúp-
unni minni með henni.
★
Golf er ákaflega líkt hjóna-
bandinu. Það er afar auðvelt í
augum þeirra, sem aldrei hafa
reynt það.
:
I Sigurður Ólason, hrl. —
I Málflutningaskrifstofa
Lækjargötu 10B.
| Viðtalstími- Sig. Ólas., kl.
| 5—6, Haukur Jónsson,
| cand. jur kl. 3—6. —
Sími 5535.