Morgunblaðið - 17.12.1948, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 17.12.1948, Blaðsíða 1
16 síðnr ód. argangur 299. tbl. — Föstudagur 17- desentber 1948- Prentsmiðja Morgunblaðsins BARIST UNDIR BORG- ARMÚRUM PEIPING Sljórnarhermenn höfia inn í aðatborgina. _ Tientsin í gærkvöldi. Einkaskeyti til Morgunbl. frá Reuter. •FREGNIR frá Peiping, hinni gömlu höfuðborg kínverska keisaradæmisins, hermdu í kvöld, að verið væri að flytja rnargar stjórnarherdeildir úr úthverfunum og inn í aðalborg- iná. ..Hermennirnir eru vel vopnum búnir og óhræddir", sagði í einni tilkynningunni. Bórist við borgarmúrana Fallbyssudrunur heyrðust gréinilega í Peiping í dag, enda hermdu fregnir þá að barist vséri undir borgarmúrunum. Engar staðfestar frjettir haía en'n borist um það, að kommún istár hafi byrjað fallbyssuskot hríð á borgina, en fallbyssur þeirra eru nú komnar í færi við vesturhverfi hennar. Tientsin í Tientsin nálgast fallbyssu- drunurnar ört sjálfa aðalborg- ina og stjórnarhermenn hafa í dag verið önnum kafnir við að koma stórskotaliði sínu fyrir á sem bestan hátt. ,,Ovíst“ ástand Sextíu kílómetra fyrir aust- an Tientsin eru borgarbúar byrjaðir að streyma frá hafn- arborginni Tanku, en herdeild ir stjórnarinnar hafa búist til varnar við höfnina. „Óvíst“ var orðið, sem í dag var notað til að lýsa ástandinu á þessum slóðum. Æt!a að verjasl gegn lar Washington í gærkv. SAMKVÆMT áreiðaniegum heimildum, eru lönd þau, sem nú eiga í samningum um At- lantshafssáttmála, að athuga moguleika á því, að í hinum fyrirhugaða samningi verði sjerstök ákvæði um tilraunir einræðissinnaðra fimtu her- deilda til að brjótast til valda með ofbeldi í meðlimalöndum bandalagsins. . Samkvæmt hinum fyrirhug- uðu samningsákvæðum, mun ætlast til þess, að bandalags- þjóðirnar beri ráð sín saman, ef hætta þykir á slíkri valdaráns- tilraun hjá einhverri þeirra. Meginhluti bandalagsins yrði auðvitað það, að meðlimaþjóðir þess aðstoðuðu hver aðra, ef á eina eða fleiri þeirra yrði ráð- ist, en viðburðarásin frá ófrið- arlokum hefur sýnt, að sá möguleiki er ætíð yrir hendi, að fimtu herdeiísáir, sem hlýða fyrirskipunum érlends veldis, nái völdunum í sínar hertdur með ofbeldi. Vetrarhjálpin 13 þúsund söin- uðusl í Vesturbæn- um — 250 um- sóknir hafa borist Á MIÐ VIKUD AGSKV ÖLD söfnuðu skátar um 13 þús. krómim í Mið- og Vestur- bænum til handa Vetrar- hjálpinni. Var yfirleitt mjög vel tekið á móti þeim. Ætlunin var, að þeir færu um Austurbæinn og úthverfi hans í gærkveldi, en því var frcstað vcgna veðurs. Munu þcir fara í þcssa bæjarhluta í kvöld, ef vcður leyfir. — í fyrra söfnuðust rösklega 27 þús. krónur í þcssum bæjar- hluta. 250 hjálparbeiðnir Úthlutun hjá Vetrarhjálp- inni er hafin, en þegar hafa 250 umsóknir borist um aðstoð frá heimilum og ein- staklingum þá fjóra daga, sem Vetrarhjálpin hefir starf að. — Reyna fðnnskir kommar að sieypa sijérninni fyrtr jéi? s Stokkhólmur í gærkveldi FRJETTARITARI Aftonbladet í Finnlandi heldur því í dag fram í grein, að koommúnistar hafi ákveðið að reyna að steypa hinni sósíaldemokrat- isku stjórn Fagerholms. Kommúnistar og áhangend- ur þeirra munu líta svo á ,að mótmælaorðsendingar Rússa að undanförnu hafi gert stöðu finnsku stjórnarinnar ótrygga. Þeir munu þó gera sjer það ljóst, segir frjettaritarinn, að áróður grundvallaður á þessum orðsendingum geti engan árang ur borið. og hafa því í hyggju að ráðast af alefli á fjármála- stefnu stjórnarinnar. — Reuter. 70 milj. króna verði vurið lil dýr- tíðarrúðstafanu ó næsta ári Dönsk lisfsýning í Svíþjóð Sjerstakur dýrtíðar- sjóður stofna' Frumvarp ríkissljétnarinnar é Alþlngi. RÍKISSTJÓRNIN lagði í gær fyrir Neðri deild Alþingis frumvarp til laga um dýrtíðarráðstafanir vegna atvinnuveg- snna. Er það í þrem köflum. Fjallar fyrsti kaflinn um ríkis- ábyrgð á útflutningsvörum o. fl. — Annar kaflinn er um að- stoð til útvegsmanna, er síldveíðar stunduðu 1943, og er þar veitt heimild til að veita útvegsmönnum uppgjöf á lánúm sem þeim kefur verið veitt vegna' síldarbrestsins 1945, 1947 og 1948. — Þriðji kaflinn er um stofnun dýrtíðarsjóðs til að stand- est straum af gjöldum skv. I. og II. kafla. FYRIR SKOMMU var haldin sýning á verkum danskra kven- listmálara í Stokkhólmi, scm vakti mikla athygli í höfuðstað Svíþjóðar. Myndin hjcr að ofan var tckin við opnun sýningar- innar og er af Louise krónprins essu Svía og Elisaheth Neckle- man listmálara. Gerilsneiðing mjólkur London. SAMKVÆMT nýju frumvarpi, sem lagt hefur verið fram í breska þinginu að beiðni Strarh ey matvælaráðherra, á öll mjólk sem seld verður í Bretlandi eft- ir fimm ár, að vera gerilsneidd. Ráðstefnu frestað París í gærkvöldi. RÁÐSTEFNU þeirri, sem með- limalönd Vestur-Evrópu banda lagsins hafa setið á að undan- förnu í París, var í dag frest- að til 16. janúar. Hefur ráð- stefnan rannsakað möguleika á því, að koma á fót ráðherra- nqfnd og ráðgjafaþingi fyrir Evrópu. Fulltrúarnir á ráðstefnunni munu nú gefa stjórnum sínum skýrslu um árangur hennar til þessa. lltvorpsstöð Rússa í Berlín hætti send- ingnm í gær Frakkar sprengdu útvarpsslengur slöövarinnar í loll upp. Berlín í gær. Einkaskeyti til Morgunbl. frá Reuter. ÚTVARPSSTÖÐ Rússa í Berlín hætti í dag sendingum sín- iim eftir að franska herstjórnin hafði látið sprengja í loft upp utvarpsstengur stöðvarinnar, sem stóðu á hernámshlufa Frakka í borginni. Stengur þessar voru mjög nærri hinum nýja ílug- velli á franska hernámshlutanum og þóttu hættulegar fyrir alla flugumferð þar. Rússar fengu frest. Franska herstjórnin fyrir- skipaði, að stengurnar skyldu eyðilagðar, eftir að fresturinn, sem Rússum var gefinn til að fjarlægja þær, var runnin út. Hafði Rússum verið tilkvnnt fyrir alllöngu síðan, að út- varpsstengurnar yrði að rífa, en þeir hirtu ekkert um þá að- vörun. Radíó Berlín. Útvarpsstöð Rússa í Berlín — Radíó Berlín — sendi út frá húsnæði, sem hún hafði á franska hernámshlut.anum. — Skrifstofur stöðvarinnar voru hinsvegar á þeim bveska ’Fiskábyrgðin Ríkissjóður ábyrgist bátaút- veginum 65 aura fyrir hvert kgr. af nýjum fiski, miðað við þorsk og ýsu slægða með haus og hraðfrystihúsunum það, sem á kann að vanta, að sölu- verð á þorskflökum nái kr. kr. 1,33 ensk pund og saltfiskút- flytjendum kr. 2,25 fyrir kgr. af fullsöltuðum stórfisk. Þá ábyrgist ríkisstjórnin kjötframleiðendum að verð á útfluttu kjöti verðlagsárið 1948 —1949 nái þvi verði, sem lagt verður til grundvallar í verð- lagningu landbúnaðarvara. í greinargerð frumvarpsins segir að ekki sje kleift, eins og hag ríkissjóðs er komið, að hækka ábyrgðarverðið þrátt fyrir óskir útvegsmanna. Eftirgjöf á lánum Ríkisstjórninni er heimilt að kveða svo á, að útgerðarmönn- um og útgerðarfyrirtækjunii er síldveiðar stunduðu sumarið 1948, verði veitt 'að öllu eða nokkru leyti: 1. Uppgjöf á innleystum sjó- veðskröfum og öðrum lögveðs- kröfum samkvæmt lögunum og aðstoðarlán er samþykt voru í fyrradag. 2. Uppgjöf á lánum sam- kvæmt 2. mgr., 2. gr. sömu laga. 3. Uppgjöf á lánum, sem þeim voru veitt úr ríkissjóði vegna aflabrests á sumar-síld- veiðunum 1945 og 1947. Skilyrði fyrir uppgjöf krafna og’ skulda eru þessi: 1. Að útgerðarmaður sæki um aðstoð og sje að dómi skila nefndar vel hæfur til að reka útgerð. 2. Að útgerðarmaður hafi lát ið skilanefnd í tje fullkomna greinagerð, undirritaða að við- lögðum drengskáþ, um fjár- hag sinn og maka síns, svo og Framh. á bls. 2.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.